Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.04.1997, Page 12
SUMARBUSTAÐALIFIÐ I LANDINU
24 - Fimmtudagur 24. apríl 1997
rnnv lo____.......n
|Dagur-®tnttmt
llll i mnuii
Garðhúsgögnin að koma í hús
Garðhúsgögn sumarsins
eru þessa dagana að
koma í hús hjá verslun-
um. Hér lætur hún Kristbjörg
Eiðsdóttir í garðhúsgagnadeild-
inni hjá Byko fara vel um sig í
sólbekk frá síðasta sumri.
„Petta er gamla línan. Nýja lín-
an er ekki komin ennþá,“ segir
hún. „Ég er ekki alveg viss
hvernig hún lítur út.“
LONSBAKKA • 601 AKUREYRI
SÍMAR 463 0321, 463 0326. 463 0323
FAX462 7813
Leikföngín nauðsynleg
Gunnar Gunnarsson í garðdeild Byko situr í
svokölluðum kastala, en hægt er að kaupa
samsetningasett fyrir kastalann í versluninni
og niðursagað efni í timbursölunni. Mynd: ohr
að er nauðsyn-
legt að börnin
hafi eitthvað við
að vera í sumarbú-
staðnum. Þó fullorðna
fólkið sé til í að
slappa af og taka það
rólega er ekki víst að
börnin séu til í það
sama. Það getur kom-
ið sér vel að hafa að-
stöðu fyrir börnin til
að leika sér.
Sandkassi er alltaf
klassískur. Hann má
gera með ýmsum
hætti, t.d. leggja trakt-
orsdekk á hliðina og
fylla af sandi. Dekkið
hefur þá kosti að böm-
in meiða sig ekki á því.
Það er líka hægt að
smíða kassa úr timbri.
Þá er hægt að hafa
hann af hvaða stærð
sem vill, en það er rétt
að gæta þess að nota
heflað efni í kassann til
að minnka líkurnar á
að börnin fái flísar.
Kettir sækja í að gera
þarfir sínar í sandkassa og bera
með sér alls kyns óþrifnað. Því er
ágætt að hægt sé að setja lok yfir
kassann.
En það er hægt að gera fleira
en sandkassa. Úr timbri má gera
ævintýraheima og í rauninni er
hugarflugið það eina sem tak-
markar. Víða má fá leiðbeiningar
um smíði á t.d. dúkkuhúsum hjá
aðilum sem selja timbur. Einn
möguleikinn enn er að kaupa
sett til að smíða leikföng úr. í
verslun Byko í Kópavogi fást t.d.
samsetningarsett fyrir kastala og
ýmislegt fleira. Þá er keyptur
pakki með öllum boltum, kaðal-
stigum og samsetningum sem
þarf og síðan niðursagað efni í
leikfangið í timbursölunni. Dæmi
um slíkan kastala er hægt að
skoða á útisvæði Byko, fyrir utan
verslunina. Kastali af þessu tagi
kostar í Byko með öllu efni rétt
tæpar 70.000 krónur. -ohr
PHILIPS
Sjonuarps- og myndbandstæki
I einu og sama tækínu.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt.
Engar óþarfa snúrur. Stöðvar stilltar inn bara einu
sinni. Lítið mál að flytja tækið milli staða, Ein og
sama fjarstýringin.
PHILIPS 14" (PV263)
HIBRI myndlampi
íslenskt textavarp
NTSC afspilun og tímastillir
Kr. 66.400 stgr.
PHIUPS 21” (PV267)
Black Line myndlampi
Tveir sjónvarps móttakarar
íslenskt textavarp
NTSC afspilun og tímastillir
u. 89.960 tur.
I