Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Page 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Page 12
24 iftekvimtáMAminsiA ÚTIVIST ísland eða Everest Hallgrímur Magnússon, Everestfari, er heldur fyrirferðaminni í þessum búningi en þeim sem hann notaði í fjallgönguna stóru. Hann tekur sig nú samt vel út..... að er svolítill munur á því hvort fólk er að fara í gönguferðir að sumarlagi á íslandi eða klifra upp hæsta Qall heims sem er rúmlega 8000 metrar á hæð. Útbúnað- urinn er snöggtum minni og léttari hér heima, en til þess að fá svolítið inngrip í hvers þarf með í slíkar ferðir, fengum við Hallgrím Magnús- son, þann sem fór upp á topp á Everest, til hjálpar. Honum til aðstoðar var Hörður Magnússon, sem fór reyndar líka upp á Everest, bara ekki alveg upp á topp. Þeir Hallgrímur tóku fram ýmsar ílíkur sem margar hverjar búa yfir frábærum hæflleikum, svo sem að anda, vera vatnsheldar og annað eftir því. Þeir Hallgrímur og Hörður voru sammála um það að fyrst þyrfti fólk að gera sér grein fyr- ir því í hvað nota ætti búnaðinn og hversu mikið. Væri bara ver- ið að kaupa fyrir eina ferð, eða þar um bil, þarf ekki að kaupa það dýrasta og besta, en hins vegar mikilvægt að kaupa það besta í hverjum verðflokki fyrir sig. Undanfarið hefur það færst mjög í vöxt og er raunar orðin regla hjá göngufólki, að í stað einnar þungrar og viðamikillar flíkur, fari fólk í 3 lög, hvert ut- an yfir annað. Þannig sé hægt að plokka utan af sér lögin eftir því sem manni hitnar á göngunni eða bæta á sig lagi ef kólnar. Og þá er það útbúnaður til léttra gönguferða að sumarlagi: Innsta lag er nærfatnaður, helst úr þunnri ull eða ullar- blöndu. Ef notaður er bómull- arfatnaður, þornar hann miklu seinna ef hann blotnar. Síðerma bolur og síðar nærbuxur er best. Þar utan yfir eru göngubux- ur, þær geta verið úr flísefni, polyesterefnum, ullarefnum eða blönduðum efnum. Ágætt er að buxurnar séu t.d. hnébuxur, en það er einstaklingsbundið. Flís- efni hafa notið vaxandi vin- sælda vegna léttleika og þeirra eiginleika að þorna hratt og vel, en ullin er alltaf góð og hún heldur einangrunargildi sínu þó svo hún blotni nokkuð. Það sama gildir um peysu, hún ætti að vera annað hvort úr ull eða flísefni og helst með rennilás svo hægt sé að reima frá. Góðir sokkar, úr ull eða ullarblöndu og gönguskór. Það þarf að at- huga það, að vatnsvarðir skór eru aðeins vatnsheldir meðan þeir eru nýir, vörnin er þunn og komi gat á hana, er skórinn ekki lengur vatnsvarinn. Því er mikilvægt að vatnsverja skó áð- ur en farið er í ferðir og jafnvel taka með sér vatnsvörn og nota öðru hvoru. Ysti hluti búnaðarins er svo úlpa og ytri buxur, sem þurfa helst að vera úr efni sem andar, oftast kallað Gore Tex. Dýrustu og flottustu flíkurnar, sem kosta nærri bílverð, eru hlaðnar aukabúnaði. T.d. haggast ekki faldur úlpunnar sem Hallgrím- ur er í, þó svo hann lyfti hand- leggjum hátt á loft. Efnið er nautsterkt og svolítið stíft, en þess jafnframt gætt að undir höndum og annars staðar þar sem hreyfingar þurfa að vera mjúkar og óheftar, sé efnið mýkra. Eins og áður segir, er heppilegt og nánast nauðsyn- legt að vera í flik sem andar. Það gerir að verkum að fólk svitnar ekki eins og því líður betur á göngunni. Svo er það höfuð og hendur. Þó svo að komið sé sumar á ís- landi, er ekki þar með sagt að veðrið sé upp á það allra besta. Landið þekkt fyrir sýnishorna- veður og nauðsynlegt að hafa búnað sem hentar við öll tæki- færi. Þunnir vettlingar, úr flís- efnum t.d. eru oftast næg vörn að sumri til, en sé farið að kólna, þarf aðra vettlinga utan- yfir og þá helst úr ull. Á höfuðið er best að nota létta húfu, úr ull eða ullarblöndu og gott að hún nái niður fyrir eyru. Þá er það upptalið sem bráð- nauðsynlegt er, en að auki þarf fólk oftast að bera með sér eitt- hvað og þá koma til skjalanna bakpokar. Þeir eru alveg frá því að vera einfaldir pokar, upp í það að vera heil geymsla, eða „með allt að hundrað fítusum" eins og Hörður segir. Þessir „fít- usar“ eru t.d. stillanlegt bak, ól- ar fyrir svefnpoka og skíði, vas- ar sem hverfa inn í pokann ef ekki þarf að nota þá og netpok- um fyrir t.d. blauta sokka og annað slíkt. Svefnpokar eru ýmist fylltir dúni eða fiber. Fiberinn er mjög léttur og ódýr, en að sögn Harð- ar hefur dúnninn verið að sækja á og reynslan sú að þeir sem kaupa sér nýja svefnpoka eða endurnýja, kaupa dúnpoka. Þeir eru léttir og þægilegir og þola mikinn kulda. Best er að kaupa ekki svefnpoka, nema þeir þoli að minnsta kost - 10°C, það þýðir að þeir eru þægilegir í 0 til -5°C. „Svona útvistarbúnaður kostar ekki mikið“ sagði Hörður að lokum. „Um 200. þúsund eða þar um bil, sé hann þokka- legur“. vs Best að fara í 3 lög, hvert utan yfir annað. Að hossast á hest- baki í 5 daga er nokkuð sem jjöl- margir útlendingar sjá íhillingum... Hjónin Stefán Kristjánsson og Juliane Kauertz í Pól- arhestum á Norðurlandi hafa síðustu 12 árin farið með 12-14 manna hópa (99% út- lendinga) í fimm daga hestaferð út í Fjörður. „Það er mottó að vera ekki með fleiri í hóp, mað- ur hefði engan tíma til að spjalla við fólk- ið. Þetta yrði eins og að reka hjörð.“ Sportlegt fólk Ferðalangarnir þurfa ekkert að.hafa með sér því útbúnaður og matur er inni- fahnn. Þeir þurfa ekki einu sinni að vera vanir hestamenn. „En það er gott ef fólk er í góðu líkamlegu jafnvægi, svona sportlegt fólic.“ Til vonar og vara fer hópurinn í 4ra tíma reiðtúr fyrsta daginn til að venja hann við og velja rétta gæðinginn undir gestina. Á öðr- um degi er riðin 30 kílómetra leið út í Fjörður og aðallega fylgt vegslóða sem ólíklegt er að Stefáni sé áfram um að verði bættur (slóðinn verður iðulega ekki fólksbílafær fyrr en um mitt sumar). „Þegar menn fara að bera ofan í þessa slóða gróft grjót til að laga fyrir bflana, þá versna þeir fyrir hestana." Þriðja daginn tekur hópurinn því rólega og ríður í stuttar skoðunarferðir um svæðið. Á fjórða degi er riðið til baka en þann fimmta keyrt austur í Mý- vatnssveit. Það eru stundum viðbrigði að koma úr nútíma- þægindunum út í náttúruna eins og guð skapaði hana. Nátt- úran er þó ekki alveg ómenguð þarna því búið er að koma upp nokkrum sal- ernum, flestum reiðmönnum sjálfsagt til nokkurrar gleði. „Áður fór fólk bara út í náttúruna og gerði þetta undir steini, eins og maður segir. Ég hafði nú svolítið gaman af því þegar kona spurði mig einu sinni um klósett og ég benti henni bara bak við hólinn. Hún kom aftur eftir 30 mínútur og sagðist hvergi finna klósett..." Alpalandslag „Mývatn og Fjörðurnar er mjög gott svæði til að sýna fólki „Hún kom aftur eftir 30 mínútur og sagðist hvergi finna klósett... “ Stefán og Juliane hafa farið með hópa á hestum út í Fjörður síðustu 12 árin. hvernig landið skekkist og hall- ast. Á þessari einu viku get ég sýnt þeim kornungt ísland upp í Mývatnssveit og svo upp í 12 milljón ára gamalt land í Fjörð- um,“ segir Stefán en það er einkum jarðfræðin og gróður- farið sem heillar útlendingana. „Þetta er svona alpalandslag, burknar og alls kyns blóm. Margar plönturnar fara undir snjó áður en frýs á haustin og koma ekki undan snjónum aft- ur fyrr en maður er laus við frostnætur." Bjagaður söngur Stefán og Juliane halda sig ekki bara við jörðina því þau segja gestum sínum frá sögu staðar- ins og á kvöldin berst bjagaður söngur frá varðeldinum þar sem þau reyna að kenna út- lendingunum nokkur íslensk lög með - þegar best lætur - miðnætursólina í augunum. lóa Frá kornungu til 12 miUjón ára

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.