Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Síða 13

Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Síða 13
 FöstiítÍá<}Úti'20: 'júrÍ&t99T-25 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Aldísardóttir Njála og sagan á Hvolsvelli Sögusetrið opnar heim íslendinga sagna og fjársjóð fortíðar. Nýtt safn, Sögusetr- ið, hefur opnað á Hvolsvelli með sýn- ingu um víkinga- tímann og Njálu. Kynnisferðir verða um helgina. Sögusetrið á Hvolsvelli hef- ur opnað viðamikla sýn- ingu um víkingaöld og efni Njáls sögu. Þarna er um að ræða nýjung í íslenskri ferða- þjónustu sem opnar heim ís- lendinga sagna og þann íjársjdð fortíðar sem sagan hefur að geyma. Það var Vigdís Finn- bogadóttir sem opnaði sýning- una á fimmtudaginn var og verður hún opin alla daga í sumar frá 10-19. Um helgina verða stuttar kynnisferðir með leiðsögn um Njáluslóð og er um að gera að nýta sér það. Leiðsögn og vegvísar Sögusýningin er hluti af sam- starfsverkefni sveitarfélaga í Rangárþingi sem hefur það markmið að kynna sögu og menningu héraðsins og gera hana aðgengilegri þeim sem sækja héraðið heim. Verkefnið felur í sér ferðir með leiðsögn um Njáluslóð, sýningu um vík- ingaöld og Njáls sögu sem nú opnar. Auk þessa verður komið upp vegvísum og upplýsinga- skiltum á nokkrum helstu sögu- stöðum Njálu. Sögusetrið er vel í sveit sett, aðeins 100 km frá Reykjavík, í miðju mikils söguhéraðs og verður sumarverkefni til að byrja með. Sögusetrið er vett- vangur þeirra sem vilja nýta menningu og sögu á markviss- an hátt til hagsældar fyrir byggðarlagið og tengja ferða- þjónustu. Það er trú þeirra að sagan sé vannýtt auðlind þar sem af miklu er að taka. Fyrsta verkefnið, Á Njáluslóð, vekur athygli á að í Rangárþingi er aðalsögusvið Njálu. Brýnt að fá afþreyingu Ferðaþjónusta er í örum vexti og því brýnt að huga að menn- ingarlegri afþreyingu. Hingað til hefur fátt verið gert til að opna ferðamönnum heim ís- lendinga sagna. Gildir það ekki aðeins um ferðamenn frá öðr- um löndum, við íslendingar höfum sjálfir ekki að mörgu að hverfa þegar kemur að sýning- um og kynningu á sögu okkar og bókmenntum ef frá eru talin hefðbundin söfn. Það kemur sér því vel að fá þetta nýja söguset- m- og sýninguna þar. f framkvæmdanefnd eru Benedikt Árnason leikstjóri, Eyja Þóra Einarsdóttir ferða- þjónustubóndi, Guðjón Árnason framkvæmdastjóri og Sæmund- ur Holgersson. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið frá ársbyrjun 1996 og er aðalráð- gjafi um málefni Njáls sögu Jón Böðvarsson fyrrverandi skóla- meistari. Björn G. Björnsson annaðist handrit, hönnun og uppsetningu sýningarinnar. Sýningin verður opin alla daga í sumar kl. 10-19 og er hún til húsa að Hvolsvegi 33 á Hvolsvelli. Nú um helgina verða stuttar kynnisferðir með leiðsögn um Njáluslóð og hefj- ast þær klukkan 13. Farið verður frá þjónustumiðstöðinni Hlíðarenda við þjóðveg 1. -GHS Gott er að nýta sér helgina til að fara á sögusýninguna á nýopnuðu Sögu- setri. Stuttar kynnisferðir verða um Njáluslóð. Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðluleikari við Sinfóníu- hljómsveit Islands held- ur einleikstónleika í tón- leikaröð sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ól- afssonar á þriðjudag- inn. Á efnisskrá eru tvö verk fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach, Partita nr. II í d-moll, BMV1006. Þar að auki mun Hlíf frumflytja nýtt einleiks- verk sem Karólína Ei- ríksdóttir hefur samið sérstaklega fyrir hana. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. „Fígúratífar myndir“ „tilfinningaleg og andleg verk“, „rosalega rauðar myndir", „dálítið geggjaðar" og beint framhald af blómamyndunum fyrir norðan. Þannig lýsir myndlistar- maðurinn Tolli verkunum sínum fimm til sex á málverkasýningu sem hann opn- ar í Gallerý Horninu í dag. Sýningin stendur til 12. júlí og fjallar um styrk og veikleika mannsins.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.