Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Qupperneq 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Qupperneq 6
|Dagur-®trmrat - wStíSB!S-- - - - 6 - Föstudagur 27. júní 1997 FRÉTTASKÝRING Vítahringur í tófuveiðum? Þorláksson Á sama tíma og veiðar eru ómark- vissar og mið- hálendið er friðað fjölgar ref mikið. Metveiði á tófu varð í Skagaíirði og Húna- vatnssýslu í vetur. Tófu- stofninn er mjög mismunandi eftir landshlutum en er á lands- vísu í hámarki ef marka má veiðitölur. Þannig hefur fjöldi veiddra dýra þrefaldast á 20 árum en mest hafa verið veidd um þrjú þúsund dýr á ári. Á sama tíma hefur rikið dregið sig út úr kostnaði við veiðarnar auk þess sem búið er að friða miðhálendið. Veiðimenn lýsa áhyggjum vegna ástandsins og samkvæmt orðum veiðistjóra hefur átakið gegn tófunni upp úr 1960 hugsanlega orsakað nokkurs konar vítahring. Skutu 32 dýr Kári Gunnarsson, grenjaskytta í Skagaílrði, segir að vegna kuld- anna að undanförnu sé lítil reynsla komin á hvort mikið sé af tófu í ár, en hann telur að svo sé. Veiðisvæði Kára og félaga hans, Birgis Haukssonar, nær yfir Blönduhlíð, Austurdalinn, Öxnadalsheiðina, Vatnsskarðið og hluta Lýtingsstaðahrepps, auk þess sem Birgir skýtur töluvert á Skaga. „Við skutum í vetur 32 fullorðin dýr sem er met og það verður fróðlegt að sjá eftir svona tvær vikur hvernig framhaldið verður. Mér hefur almennt skilist að tölu- vert sé af tófu á landinu," segir Kári. Milljóna kr. tjón Ríkissjóður borgar ekki lengur tímakaup eins og var hjá tófu- skyttum og greiðir heldur ekki fyrir akstur. Fyrir hvert dýr er þó borgað heldur meira en áð- ur, en líklegt er að skipulags- breytingin hafi einhver áhrif. Hreppar standa mismunandi að stuðningi við tófuveiðar, sums staðar er aðeins borguð ákveð- in upphæð á greni, en annars staðar, t.d. í Skútustaðahreppi í S-Þingeyjarsýslu, er mjög vel séð um grenja- og minkabana, enda náttúran þar um margt sérstæð. „Það er alveg ljóst að veiðarnar eru ekki jafnmark- vissar og var og það verður ekkert að marka veiðitölur frá árinu í ár fyrir vikið. Það virðist nánast alls staðar niðurskurð- | HKÍSALUNDUR - fyrir þig! Tilboð KEA eplakaka 500 g kr. 31 8,- stk. Húsavíkurjógúrt bl. teg. 500 g kr. 89,- 2 stk. barnapizzur+franskar kr. 398,- Svínasneiðar hunangslegnar kr. 998 kg lcebergsalat kr. 75,- stk. Tómatar kr. 89 kg Bláber 550 g kr. 175, Heimaís 1 L kr. 159,- I kjallara: Mikið úrvai af sumarfatnaði Kodakfilmur á tilboði Hrísalundur sér um sína en núna er þetta þó held- ur meira en í fyrra. Þetta er samt ekki jafnmikið og t.d. sumarið 1993,“ sagði Kristinn. Óvissustaða Ásbjörn Dagbjartsson veiðistjóri staðfestir að tófu hafi íjölgað verulega síðustu ár, hafi þrefaldast á síðustu 20 árum miðað við landið allt. Toppnum hafi sennilega verið náð árið 1994 og lítil teikn séu um undanhald. „Það er athyglisvert að stofn- inn virðist nú kominn í svipað horf og var um 1960, áður en átak ríkis- valdsins í tófuveiðum hófst fyrir alvöru. Það veit enginn skýringarnar fyrir því nákvæmlega en á hinn bóginn er líka erf- itt að segja til um áhrif þess þegar ríkisvaldið dregur nú að sér hend- ina,“ segir Ásbjörn. Hann er sammála Kára Gunnarssyni að veiðitölur muni framveg- is ekki reynast jafn áreið- anlegar og verið hefur. Mynstrið breytist og veið- ar beinist í auknum mæli aðeins að fullorðnum dýrum frekar en grenja- vinnslu. „Það koma allt öðruvísi upplýsingar fram en áður en hvort hægt er vinna sig út úr þeim gögnum til að fá rökrétta niðurstöðu er hugsanlegt. En það eru verulegar breytingar að eiga sér stað og enginn veit til hvers þær leiða. Það er frumskilyrði að fylgjast mjög vel með Á seinni hluta veiöiátaksins sem hófst um 1960 náði tófan að vinna upp þau skörð framhaldinu," segir Ás- sem höggvin voru í stofninn á fyrri helmingi tímabilsins. Sumir segja með því að björn. flýta goti og auka frjósemi. Hvað gerist með minnkandi veiðiálagi? Mun tófunni þá stórfjölga? Á myndinni er refaskytta með bráð sína. ur,“ segir Kári. Ekki er þó sýnt hve mikil áhrif veiðar hafa en að því gefnu að þær skipti einhverju máli mun tófu sennilega ijölga enn frekar. Kári segir afar mik- ilvægt að halda rebba niðri, t.d. nálægt æðarvarpi. Honum sé kunnugt um milljóna króna tjón sem refur hafi valdið hjá æðar- fugli, síðast hafi orðið stórtjón vegna tófu á Skaganum í vor. Ekki sé síður milcilvægt þegar beitarlönd séu annars vegar að reyna að koma í veg fyrir tjón með veiði. „Það er nánast á hverju einasta ári sem ég sé dæmi um dýrbít," segir Kári. Mikil áhrif á mófuglinn Sigurjón Stefánsson á Steiná 3 í Húnavatnssýslu er lítið farinn að ganga til tófu en hjá honum varð einnig metveiði í vetur, eða 28 dýr. Sigurjón segir of snemmt að segja til um ástand- ið á hans veiðislóðum, en segist þegar sjá mikil áhrif af friðun miðhálendisins. „Henni hefur fjölgað stórlega þar og ég veit að hún er nánast í hverju ein- asta greni á Eyvindarstaðaheið- inni innan Haugakvíslar. Ég hef áhyggjur af þessari þróun og horfi þá meðal annars til ástands mófugla. Á Vestijörðum er tófan svo að segja friðuð og þar hefur mófugli stórlega fækkað." Ásbjörn Dagbjartsson, veiðistjóri. Og Sigurjón bendir á atriði sem hann segir þverstæðu- kennt: „Á sama tíma ætla menn svo að fara að moka ofan í skurði til að verja heimkynni mó- og vaðfugla og hlú að stofnunum. Þetta hljómar dálít- ið skrýtilega allt saman." Meira en í fyrra Kristinn Ingvarsson, bóndi og refaskytta í Austurhlíð í Bisk- upstungum, hefur skotið ref í rúma þrjá áratugi. Hann er þegar búinn að vinna tvö greni og býst við að þau verði a.m.k. ijögur alls. „Það er ekki mikill merkjanlegur munur á milli ára Tófan fann eigin leiðir... Hann segir það álitaefni hvort nokkurt samhengi sé milli veiða og stofnstærðar tófunnar. „Það er alveg útiokað að veiðar geti útrýmt rófunni og stór spurning hvaða áhrif þær hafa. A seinni hluta veiðiátaksins sem hófst um 1960 náði tófan að vinna upp þau skörð sem höggvin voru í stofninn á fyrri helmingi tímabilsins og það hefur m.a. verið reifað að náttúruleg við- brögð tófunnar liafi flýtt goti hjá læðum og frjósemin aukist. Þannig hafi tófan brugðist við miklu veiðiálagi og margir hafa áhyggjur af því að úr því að við brugðumst við með veiðiátaki fyrrum, þá verði að halda því áfram. Ef álaginu sé aflétt muni henni fjölga. Á hinn bóginn er það þó ekkert víst,“ segir veiði- stjóri. Ásbjörn vildi einnig benda á eitt atriði varðandi óvenju mikla vetrarveiði á Norðurlandi vestra nú. Haustið 1995 hafi gert aftakaveður í október og fé fennt í stórum stíl. í kjölfarið hafi tófan haft nóg að borða og ekki þurft að sækja í það æti sein refaskyttur notuðu til að egna fyrir. Þess vegna hafi vetr- arveiðin gengið illa í fyrravetur sem skili sér í aukinni veiði nú. Dagur-Tíminn náði ekki í formann Ilins íslenska tófuvina- félags.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.