Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Qupperneq 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Qupperneq 9
r-tr<T»' \l>vn ."^»HWMÍS|\»»VwmV- .' A.wgur-Uimmm Föstudagur 27. júní 1997 - 9 ÞJÓÐMÁL „Súpa fyrir alla“ Ragna Hermannsdóttir skrifar Stefán Jón Hafstein skrifar þessa grein í Dag-Tímann laugardaginn 21. júní 1997, til að mæla með því að sjálfboðaliðar komi upp súpu- eldhúsum, til þess að gefa fá- tækum ölmusugjafir í anda Krists. Veit Stefán Jón hvað hann er að tala um? Ég held ekki. Enda segir hann það sjálfur, að hann viti ekki fyrir hverja súpueld- húsið ætti að vera, en nefnir samt; barnafólk, fólk með smánarlegan hfeyri, fólk sem félagsmálastofnanir vísa frá, geðveikt fólk og eiturlyfjasjúkl- inga. Hvað á svo að gefa svöngu fólk að borða í súpueldhúsinu? Jú; það eru leyfar frá veitinga- húsunum og afgangsmatur úr verslunum sem stenst ekki full- komnasta gæðaeftirlit. Síðan eiga einhverjir kokkar í sjálf- boðaliðsvinnu að matreiða gumsið ofaní pakkið. Þetta síð- asta eru mín orð. En einhvern- vegin er þetta samt andinn í greininni. Þar er talað niður til fólks, og það finnst mér óþol- andi. Fátækt? Ilvað er að vera fátækur? Það er að eiga enga peninga. Og ef þú átt ekki peninga, þá geturðu ekkert keypt, nema í mesta lagi brauð og mjólk. Þú verður að sitja heima, vegna þess að þú átt ekki fyrir strætó. Það er bú- ið að loka fyrir sjónvarpið og ekki kaupirðu blöðin. Þú getur ekki gert neitt í höndunum, vegna þess að efni kostar pen- inga. Ef þú býrð í úthverfi, er líka of langt í bókasafnið. Ef þú ert veik(ur) þá kemstu heldur ekki út, og það er búið að loka símanum. Húsaleigan er fallin í gjalddaga, og viðbúið að þér verði hent út á götuna næstu daga. Margar ástæður geta ver- ið fyrir því að þú Iendir í þess- um aðstæðum. Veikindi, gjald- þrot, hjónaskilnaðir, ofdrykkja, og fleira. Heldurðu, Stefán Jón, að súpueldhús komi að einhverju gagni? Eða viljum við hafa úti- gangsfólk, sem sefur á götunni, eins og í New York? Þar eru þessi súpueldhús á vegum góð- gerðarstofnana. Á það að vera fyrirmyndin? Það er mikil niðurlæging í því fólgin að þiggja ölmusugjaf- ir. Enginn á að vera niðurlægð- ur á þann hátt í velferðarríki. En það er hætta á því, að okkar veiferðarríki sé að hrynja. Og í staðinn fyrir það eiga að koma ölmusugjafir og kristilegur kær- leikur. Ríki og borg eiga ekki að koma nálægt þessu, segir Stef- án Jón. Flestum líður ekki illa En við höfum öll sameiginlega hagsmuni í einu samfélagi hér á Islandi. Vegna þess hvað við erum fá er stundum talað um að við séum eins og ein fjöl- skylda. Viljum við að einhverjir í íjölskyldunni verði útundan? Ekkert nema samhjálp samfé- lagsins alls getur komið í veg fyrir það. Hraust og ríkt fólk á að Heldurðu, Stefán Jón, að súpueldhús komi að einhverju gagni? Eða viljum við hafa útigangs- fólk, sem sefur á göt- unni, eins og I New York? Þar eru þessi súpueldhús á vegum góðgerðarstofnana. Á það að vera fyrirmyndin? borga til samfélagsins, á meðan það er hraust og ríkt. Gleymum því ekki að það fólk getur líka veikst og jafnvel glatað eigum sínum. Er það sanngjarnt að þeir sem veikjast borgi þeim ríku fyrir læknishjálp. Því einmitt það gerist ef hinir ríku borga ekki sinn hlut til samfélagsins. Þegar ég tala um þá hraustu og ríku, þá á ég ekki við neina auðkýfinga. Ég á við alla, sem eru frískir, vinna fyrir nauð- synjum, eiga hús og bíl, líður vel og gera það sem þá langar til. Flesta íslendinga, sem betur fer. Hugsunarháttur ölmusugjaf- arans er lítilmótlegur. Þar blandast saman sjálfsánægja, (þetta kemur aldrei fyrir mig, svona er ég ekki), slæm sam- viska og sjálfsmeðaumkun, (ég verð að gera eitthvað, svo ég þurfi ekki að horfa á eymdina), og sjálfsupphafning, (svona er ég góður maður eða góð kona). Og kristileg viðhorfj gerðu gott, þá elskar guð þig, og þú kemst til himnaríkis). Kannski trúa Hugsunarháttur ölmusu- gjafarans er lítilmótleg- ur. Þar blandast saman sjálfsánægja, (þetta kemur aldrei fyrir mig, svona er ég ekki), slæm samviska og sjálfsmeð- aumkun, (ég verð að gera eitthvað, svo ég þurfi ekki að horfa á eymdina), og sjálfsupp- hafning, (svona er ég góður maður eða góð kona). ekki margir á himnaríki nú. En það er sælt að vera elskaður (elskuð) af guði. Ölmusa og endurgjald Kristur sagði: Þegar þú því gef- ur ölmusu, þá lát ekki blása í básúnu fyrir þér, eins og hræsn- ararnir gjöra í samkomuhúsun- um og á strætunum, til þess að þeir hljóti lof af mönnum. En þegar þú gefur ölmusu, þá viti vinstri hönd þín ekki hvað hægri hönd þín gjörir, til þess að ölmusa þín sé í leyndum, og faðir þinn sem sér í Ieyndum, mun endurgjalda þér. (Matteus- 8-3). Þetta hefur verið túlkað þannig, að góðverk séu ætíð gerð í eiginhagsmunaskyni, nema sá sem gerir góðverk, sé ómeðvitaður um að hann sé að gera góðverk. Súpueldhús og slíkar ölmus- ur eru ekkert annað en hræsni. Opið bréf til heilbrigðisyfírvalda Hvers vegna er geðdeildum lokað? Ingólfur H. Ingólfsson framkvœmdastjóri Geöhjálpar skrifar Sumarlokanir geðdeilda hafa aldrei verið meiri en nú, þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um annað. Á Land- spítalanum einum má ætla að geðdeildum sé lokað í 48 vikur eða 336 daga á þessu ári. Það jafngildir nánast að einni geð- deild Landspítalans sé lokað allt árið eingöngu vegna meintra sparnaðarráðstafana í sumar. Þetta er dapurleg sparn- aðarráðstöfun í ljósi þess að Ríkisendurskoðun hefur sýnt fram á í skýrslu, sem birtist 1996 og tók til áranna 1990 - 1995, að þessar „sumarlokanir á sjúkrahúsunum á því tímabili sem athugunin tók til hafi ekki skilað þeim fjárhagslega ávinn- ingi sem að var stefnt til lækk- unar heildarútgjalda þeirra“. Það er mikið lagt á sig fyrir lít- ið. Það má auk þessa færa sterk rök fyrir því að fólk með geð- sjúkdóma sé ekki fært um að glíma sjálft við afleiðingar lok- ana geðdeildanna og að fjöl- skyldur þeirra geti ekki ráðið Þegar er farið að bera á erfiðieikum með inn- lagnir sturlaðra sjúkl- inga. Deildir sem eru opnar eru yfirfullar og enginn er lagður inn nema tryggt sé að losna megi við sjúklinginn þegar kemur að lokun. við fárveikan geðsjúkling inni á heimilum sínum. Undir venjulegum kringum- stæðum geta sjúklingar tekist á við sjúkdóm sinn vitsmunalega og með andlegum styrk en geð- sjúkdómar leggjast einmitt á starfsemi heilans og draga úr andlegum styrk og jafnvel dóm- greind svo að hæfileikinn til að glíma við sjúkdóminn skerðist og getur alveg horfið við alvar- legt sjúkdómsástand. Þetta þýð- ir að sjúklingur þarf utanað- komandi aðstoð og læknismeð- ferð strax og hann veikist. Sýnt hefur verið fram á að fjölskyld- ur eiga af sömu ástæðum erfið- ara með að sinna alvarlega veikum geðsjúklingi en öðrum sjúklingum. Þetta verður að hafa í huga þegar heilbrigðisyf- irvöld ætla aðstandendum að taka á sig auknar byrðar vegna sumarlokana. Þegar er farið að bera á erf- iðleikum með innlagnir sturl- aðra sjúklinga. Deildir sem eru opnar eru yfirfullar og enginn er lagður inn nema tryggt sé að losna megi við sjúklinginn þeg- ar kemur að lokun. Geðhjálp óskar eftir því við heilbrigðisyfirvöld að þau svari spurningunni, hvers vegna er geðdeildum lokað yfir sumar- tímann þegar ljóst er að enginn sparnaður næst, að sjúkdómur- inn gerir sjúklingunum sjálfum ókleift að takast á við lokanirn- ar og fjölskyldur þeirra ráða ekki við að hafa sjúklinginn á heimilum sínum?

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.