Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Síða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Síða 10
10- Föstudagur 27. júní 1997 JDagur-ÍEtmmit KNATTSPYRNA Molar • Evrópumeistarar Borussia Dortmund hafa fengið nýjan þjálfara, Nevio Scala, fyrir næsta tímabil. Scala þjálfaði áð- ur ítalska liðið Perugia. • Fabizio Ravanelli segir að ef hann gangi til liðs við Liverpool, sem hann gjarnan vill, muni hann ganga í að fá liðið til að leika vináttuleik við sitt gamla félag, Juventus, til minningar um þá sem létu lífið á Haysel leikvanginum í Brussel er Li- verpool og Juve léku þar til úr- slita um Evrópubikarinn. • Fyrirliðinn og varnarjaxlinn hjá AC Milan, Franco Baresi, hefur nú endanlega ákveðið að leggja skóna á hilluna. • Alþjóða knattspyrnusam- bandið hefur varað brasilísku stjörnuna Ronaldo við því að kaupa upp samning sinn við Barcelona. Þetta er ólöglegt, segir FIFA og sambandið hefur einnig varað Inter á Ítalíu við frekari afskiptum af málinu. • Þýski landsliðsmaðurinn, Lothar Matthaus hjá Bayern Munchen, hefur í hyggju að hætta eftir að Thomas Helmer, sem tók við fyrirliðastöðunni hjá Bayern af Matthaus, hefur gagnrýnt hann opinberlega. • Landsliðsmennirnir frá Uru- guay, Daniel Fonseca, Enso Francescoli og Jose Herrera, sem og forseti ítalska liðsins Cagliari sem þeir félagar léku með á sínum tíma, hafa verið sýknaðir af ákæru um skattsvik á Ítalíu. • Þýsku meistararnir í Bayern Munchen hafa fengið til liðs við sig franska vinstri bakvörðinn Bixente Lizarazu frá Atheltic Bilbao. gþö HANDBOLTASTJÖRNUR Þvo bilana ókeypis KA-strákarnir ætla að bregða fyrir sig þvottakústum á af- mælishátíð sem Ohs heldur á Ak- ureyri á laugardaginn. Þá ætla þeir að gera bíla bæjarbúa eins og nýja eða allt að því - og það án endurgjalds. Olís er 70 ára í ár eins og al- kunna er. Afmælishátíðin við þjónustustöð félagsins á Akureyri er einn liður afmælishaldsins. Auk þess að bjóða upp á OL- ís, kaffisopa og kók, verður boðið upp á ýmsa skemmtan. Þar kem- ur fram djasshópur frá Tónlistar- skóla Akureyrar milli 13 og 14 auk þess sem fjölbreytt leiktæki eru á staðnum fyrir börnin. -JBP Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 1 I KNATTSPYRNA Vestmannaeyingar fagna fyrsta marki sínu á Akureyrarvelli í gærkvöld. Mynd: GS Úrslití Coca Cola bikarnum Ljóst er orðið að eftirfar- andi lið komast áfram í 8- liða úrslit í Coca Cola-bik- arkeppninni í knattspyrnu: Breiðablik, Leiftur, Þróttur, Val- ur, KR, ÍBV og Keflavík. Fram- lengja þurfti í leik FH og Skallagríms og voru úrslit ekki ljós þegar blaðið fór í prentun. Dregið verður um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum í dag. Úrslit leikjanna í gær voru eft- irfarandi: KA-ÍBV 1:6 FH-Skallagrímur 1:1 (framl.) Keflavík-Fram 1:0 Stjarnan-KR 1:5 KNATTSPYRNA Toshack til Týrklands John Toshcack, fyrrum þjálf- ari Deportivo Coruna, er ekki á leiðinni til Englands eins og margir vonuðust eftir. Þessi fyrrum Liverpool og welski landshðsmaður er nú að taka við tyrkneska liðinu Bsektas, sem Eyjólfur Sverrisson lék með fyrir nokkrum árum. Margir reiknuðu með því að John Toshack kæmi nú heim eftir Ianga útivist í Portúgal og á Spáni og tæki við Liverpool, sem ekki gekk sem best á síð- ustu leiktíð. Reyndar losnar ekki sá feiti biti í enska boltan- um að Toshack sé ekki orðaður um leið. Everton, sem lá hryggbrotið hjá garði eftir að Andy Gray sagði nei takk er hann var beð- inn að taka liðið að sér, hefur nú ráðið Howard Kendall enn á ný, nú í þriðja sinn. Kendall þjálfaði Everton á velmektar ár- um þess og gerði liðið í tvígang að enskum meisturum, bikar- meisturum og Evrópumeistur- um bikarhafa. Stjórnendur Sheffield Wednesday eru ekkert yfir sig ánægðir með Kendall nú, því 15 klukkustundum áður en hann skrifaði undir samning- inn við Everton, hafði hann full- vissað þá um að hann væri alls ekki á leiðini til Liverpoolborgar aftur. gþö BOX Bardagi allra tímaU Mike Tyson segir að bar- dagi hans við Evander Holyfield, sé sennilega stærsti hnefaleikaviðburður sögunnar. Viðureignir Jack Johnson og Jim Jeffries, Gene Tunney og Jack Dempsey, Joe Louis og Max Schmeling og síð- ast en ekki síst bardagar Mu- hamed Ali við Joe Frazier standast ekki samjöfnuð við Ty- son - Holyfield bardagann annað kvöld að mati Mike Tyson. Hvað sem Tyson segir er ekki nokkur vafi á því að þetta er mest spennandi og umtalaða viður- eign seinni ára. Tyson, sem ný- lega hafði endurheimt heims- meistaratitil sinn eftir betrun- arhússvistina, var talinn örugg- ur sigurvegari á móti hjarta- sjúklingnum, Evander Holyfield. Það fór á allt annan veg 9. nóvember sl. Holyfield stjórnaði þeim leik frá upphafi og rotaði örmagna heimsmeistarann í 11. lotu. Tyson með betri feril Ferlar Holyfield og Týson eru svipaðir að lengd í árum en ekki Qölda bardaga. Holyfield fór fyrst sem atvinnumaður í hringinn 15. nóvember 1984. Því má segja að hann hafi feng- ið sigurinn á Týson í 16 ára starfsafmælisgjöf. Síðan 1984 hefur Holyfield slegist í 36 skipti. Hann hefur unnið 33 við- ureignir, þar af 24 á rothöggi. Hann hefur þrisvar tapað, síð- ast fyrir Michael Moorer 1994. Mike lýson steig fýrst í hringinn sem atvinnumaður 6. mars 1985 og rotaði þá Hector Mercedes í 1. lotu. Síðan hefur ferillinn verið glæsilegur, 45 sigrar og aðeins tveir ósigrar, gegn James „Buster" Douglas 11. febrúar 1990 og gegn Holy- field sl. haust. Ferill Týsons er enn merkilegri vegna þess að hann barðist ekkert frá 1992 - 1995 vegna fangavistarinnar. Lýst vel á kappana Guðmundur Arason, fyrrum ís- landsmeistari í þungavigt, er einn þeirra manna sem bíður spenntur eftir laugardagskvöld- inu. „Mér h'st vel á þessa menn, sérstaklega Holyfield," sagði Guðmundur. „Týson er náttúru- lega heilmikill kraftakarl, þræl- þjálfaður, sterkur og grimmur. En það sem ég er hræddur við eru peningarnir. Don King, sem sér um þetta allt, er orðinn margfaldur milljarðamæringur og á heilu skýjakljúfana um allt. Þegar svo er komið getur verið freistandi að láta Holy- field tapa til þess að fá einn kappleik enn á milh þeirra. Það sem ég sé þó í þessu er að þeir eru engir vinir og það er mín eina von um það að þeir keppi eins og menn. Metnaðurinn er vonandi yfirsterkari peninga- hyggjunni." Stuttir handleggir Hvað um sjálfan kappleikinn? „Síðast byrjaði Týson á sinn venjulega máta, með offorsi og höggum. Hann slær aðalega tvö högg, það eru húkkin, sem koma fyrst. Hann hallar sér á sitt hvora hlið og síðan koma höggin. Síðan koma upphögg. Þetta er það sem hann kemur með. Þegar hann keppti á móti Bruno, sem ég taldi vonlausan um leið og ég sá framan í hann, þá hékk Bruno í hálsinum á Ty- son en beygði sig samt frá hon- um. Þá kom Tyson þungum höggum á hann og gekk frá honum. Holyfield fór þétt upp að Týson, gaf honum ekki færi á þessum höggum. Síðan spyrnti hann honum frá sér og ýtti hon- um alla leið að köðlunum. Ég veit ekki hvað hann sagði við hann, þú getur ekkert, ég vinn þig eða eitthvað slíkt. Allavega stjórnaði Holyfield leknum allan tímann og Tyson missti tökin á leiknum. Svo þegar þeir voru í útstöðu voru handleggir Tysons of stuttir. Hann náði aldrei al- mennilega til Holyfield sem hélt honum bara frá sér með beinni vinstri og hægri. Holyfield er skynsamari og yfirvegaðri hnefaleikamaður og hann vinn- ur ef hann berst jafn skynsam- lega og síðast," sagði Guð- mundur. Fleiri bardagar Það eru fleiri athyglisverðir bardagar annað kvöld. Má þar benda á leik Julio Cesar Chaves gegn Larry Daniel La Coursiere í junior veltivigt. Chaves á lang- an feril og glæsilegan að baki. 102 leikir, 99 sigrar og 83 rot- högg. Annars fáum við að sjá 4 bardaga að þessu sinni á SÝN undir leiðsögn Bubba og Ómars. gþö

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.