Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Side 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Side 2
2 - Laugardagur 28. júní 1997 jDagur-ÍEtmtmt Eftir prestastefnu á Akur- eyri hafa málefni kirkjunn- ar verið talsvert til umræðu í heita pottinum. Það vakti að sjálfsögðu óskipta athygli hve hommar og lesbíur standa í guðsmönnunum en þó vakti ekki síður athygli að prestarn- ir ákváðu að skipta sér af hvalamálinu og mæla með hvalveiðum. Þessi hvalaálykt- un prestanna varð tilefni til mikilla guðfræðilegra um- ræðna sem að lokum voru til lykta leiddar af hjálpræðis- hersmanninum sem söng gamlan Hersálm hátt og snallt og af hjartans lyst: „Þar kom hvalur með gapandi gin / og gleypti Jónas vorn spá- mann og vin.“ Málið var leyst herrar mínir og frúr, prestarnir voru auðvitað að hefna fyrir Jónas..... Til þess var tekið í pottin- um að á Norræna vina- bæjamótinu á Akureyri voru ræðumenn í Iþróttahöllinni sí- fellt að vitna til Smugudeil- unnar. Þrátt fyrir þessar miklu Smuguumræður virtist það ekki spilla vinarhugi manna enda voru menn almennt sammála um að deilurnar milli þjóðanna væru fyrst og fremst kerfiskalladeilur.. w Igær var fullyrt í heita pott- inum að Guðjón Þórðarson væri þegar búinn að gjalda jáyrði sitt við því að taka við landsliðinu, en aðeins væri eftir að ræða um útfærslur á samningi. Þjálfarahringekjan heldur þó áfram og nú velta menn fyrir sér hjá hvaða liði Logi muni nú lenda en mörg lið munu líta til hans hýru auga. í pottinum töluðu menn um lið eins og Leiftur og Fylki sem líklega vonbiðla...... F R É T T I R Akureyri Sparisjóðir renna saman Hér verður hinn nýi Sparisjóður Norðlendinga til húsa. Áætlað er að starf- semi í Skipagötu 9 hefjist í nóvember. Myrdas Sparisjóður Akur- eyrar og Arnarnes- hrepps og Spsj. Glæsibæjarhrepps sameinast. Nýr sparisjóður hefur ver- ið stofnaður á Akureyri undir nafninu Sparisjóð- ur Norðlendinga. Hann verður til við samruna Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps og Sparisjóðs Akureyrar og Arnarneshrepps, sem hafa starfað á Akureyri í Brekkugötu 9 og Brekkugötu 1. Jón Kr. Sólnes var kosinn formaður stjórnar sparisjóðsins og var samruninn samþykktur samhljóða á fundi í fyrradag. Fundinn sátu meðal annarra hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps og stofníjáreigendur. Nýr spari- sjóðsstjóri hefur enn ekki verið ráðinn en fyrir liggur hins veg- ar að framtíðarhúsnæði hins nýja sparisjóðs verður að Skipagötu 9 þegar framkvæmd- um við nýbyggingu þar lýkur. Jón segir verklok áætluð í nóv- ember og muni öll aðstaða þar verða eins og best gerist í pen- ingastofnunum hérlendis. Stofnfé hins nýja sparisjóðs nemur tveimur milljónum króna og skiptist jafnt milli eig- enda Sparisjóðs Akureyrar og Spsj. Glæsibæjarhrepps. Sam- runinn öðlast formlegt gildi á mánudaginn og verða sjóðirnir sameinaðir við stöðu þeirra þann dag. Sparisjóður Norð- lendinga tekur þá við öllum réttindum, skyldum og starf- semi sjóðanna tveggja en gagn- vart viðskiptavinum verður öll starfsemi óbreytt og afgreiðsl- urnar í Brekkugötu opnar áfram þangað til flutt verður í Skipagötuna. Að sögn Jóns Kr. Sólnes hef- ur verið unnið að ferlinu í um ár og verður ávinningurinn fjárhagslega sterkari stofnun en hinar tvær voru fyrir. Rekstur sjóðanna hefur þó gengið vel að undanförnu að sögn Jóns. BÞ Rás 2 Óvissa með Sigurð G. Mér hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. október og ekki enn verið boðið annað starf. Það hefur reyndar verið haft eftir útvarpsstjóra að svo verði, en ég veit ekki meir. Hvorki hvaða starf mér yrði hugsanlega boðið né hvaða af- stöðu ég myndi taka til þess. Ég get ekkert sagt um hvort ég verð áfram hjá RÚV á þessu stigi máls, en mér skilst sem sagt að vilji sé fyrir því í útvarp- inu,“ sagði Sigurður G. Tómas- son, dagskrárstjóri Rásar 2. Aðspurður hvort hann teldi eðlilegt að vikur liðu án þess að málin væru gerð upp, neitaði Sigurður því, en vildi að öðru leyti ekki láta hafa neitt eftir sér um það. Þess má geta að í fyrra var Sigurður G. kosinn til fjögurra ára sem dagskrár- stjóri. „Það er ekki liðið ár síð- an og nú er mér sagt upp. Það hefur aldrei gengið betur á Rás 2 en einmitt núna og við erum á fullu að undirbúa vetrardag- skrá.“ BÞ Borgarmál D-listi nú ofan á! Ný skoðanakönnun sem unn- in var fyrir Stöð 2 sýnir meira fylgi við D-lista en meiri- hluta Reykjavíkurlistans í höf- uðborginni. Fylgi D-lista er um 53%, en Reykjavíkurlista um 47%; óákveðnir voru um 16%. Úrtak var um 500 manns. í vik- unni birti Dagur-Tíminn könnun sem byggð var á heldur stærra úrtaki, þar voru mun fleiri (30%) óákveðnir og fylgistölur þveröfugar: D-listi í minnihluta. Kannanirnar voru unnar á svip- uðum tíma. Talið er að þessar ólíku niðurstöður sýni hve mjótt er á munum milli listanna. Mjög góð þátttaka hefur verið í umferðarskóla 5 og 6 ára barna. Yfir 75% barna í þeim aldurshópi hafa að undan- förnu sótt námskeið hjá lögreglunni, en 30 ár eru liðin frá því að þessi starfsemi hófst. Laganna vörður upplýsir á myndinni yngstu kynslóðina um hvað þurfi að varast. Mynd: þok VEÐUR O G FÆRÐ Suðvestan gola eða kaldi. Skúrir vestanlands og hiti 8-14 stig, en austan til verður víða léttskýjað og hiti 15-20 stig, þó hætt við síðdegis- skúrum á Norð- austurlandi. Línuritin sýna ijögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. kl.12 á hádegi L V. i ) Færð á landinu Vegir eru víðast hvar greiðfærir. Sprengisandsleið er fær fjallabílum í Bárðardal, ófærir hálendisvegir eru Fjallabaks- leið syðri og nyrðri, einnig er ófært frá Eldgjá um Land- mannalaugar og um línuveg milli Kaldadals og Kjalvegar. Víða er unnið að langningu bundins slitlags á þjóðvegum. Vegagerðin biður vegfarendur vinsamlegast að aka samkvæmt merkingum um há- markshraða til að forðast skemmdir á bílum og vegum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.