Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Side 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Side 5
iDíigur-®ímmn Laugardagur 28. júní 1997 - 5 F R É T T I R .. .. -. 1 i 1 1 Tímasprengja í nýju launakerfi Heilbrigðisstéttir reikna með góðri launahækkun, - en fjármálaráðuneytið lofar engum peningum. Forsvarsmenn sjúkrahús- anna hafa miklar áhyggj- ur af framkvæmd kerfís- breytinga í samningum við sér- hæft starfsfólk í heilbrigðisgeir- anum sem framundan eru. Þeir óttast að í nýjum launarömm- um hjúkrunarfræðinga, iðju- þjálfa, sjúkraþjálfara, sjúkra- hða, sálfræðinga og fleiri stétta leynist tímasprengja. Stóraukn- ar launagreiðslur kalla á fé sem ijármálaráðuneytið telur sig ekki hafa í höndunum. Engum peningum hefur verið lofað af samninganefnd ríkisins. Nýtt launakerfi hjúkrunar- fræðinga tekur gildi 1. febrúar á næsta ári. Þar er um gjörbylt- ingu að ræða og greinilegt að launþegar hafa væntingar um stórhækkuð laun. Forsvars- menn sjúkrahúsanna telja hins vegar að einhverjir verði fyrir vonbrigðum. Jón M. Benediktsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahússviðs Reykjalundar, sagði í gær að hann óttaðist um vinnu aðlög- unarnefnda, sem eiga að raða fólki á þrjú svið lúns nýja Iaunakerfis. Nefndirnar eiga að heíja störf 1. ágúst. Þær verða skipaðar allt að þrern fulltrúum stofnunar á móti jafnmörgum frá stéttarfélagi. Nefndirnar eiga að koma sér saman um nánari forsendur fyrir því að raða starfsfólki í launaflokka. Ekki einstökum starfsmönnum, Gjörbylting verður á launakerfi hjúkrunarfræðinga 1. febrúar nk. heidur að finna einstökum störfum pláss innan þriggja launaramma eftir vægi starfanna. Nái nefndir ekki samstöðu, má skjóta málum til úrskurðarnefndar, sem hefur tíma til nóvemberloka að klára sín verkefni. Ljóst er að lítið verður aðhafst á sumarleyfis- tímanum. Framundan er mikið starf og væntanlega mikið karp um niðurröðun einstakra starfsmanna. Heimilt er að meta hina ýmsu huglægu þætti, og sagði Jón það í raun og veru nokkuð grátt svæði. „Ég hef heyrt í einstökum starfshópum sem hafa séð þetta samkomulag. Fólkið reynir að sjá út hvernig sínum störfum yrði raðað mögulega. Og þeir eru að fá út eitthvað annað og meira en við gætum hugsanlega ráðið við,“ sagði Jón M. Bene- diktsson. Launarammar hjúkrunar- fræðinga eru þrír, A, B og C- rammi. í A-ramma eru laun al- mennra starfsmanna og eru þau frá 102 þúsund krónum fyrir byrjanda upp í 177 þúsund fyrir 16. launaflokk 40 ára og eldri. Hafi hjúkrunarfræðingur umsjón með verkefnum eða málaflokkum eru lægstu laun 127.500 krónur, en hæst nærri 218 þúsund krónur. í C-ramma eru þeir sem hafa með stjórn- un, áætlanagerð og samhæfingu við stefnu stofnunar að gera. Þar eru hæstu taxtalaun 285 þúsund krónur. -JBP Greinargerð um bóluefni Ekki vafi að eitthvað var að - segir bóndi á Hriflu. Keldur rann- saka málið. Von er á greinargerð frá Keldum vegna bóluefnis sem tengt hefur verið við lambadauða og veikar ær. Guð- mundur Georgson forstjóri seg- ir að bóluefni hafi verið innkall- að þegar tilefni gafst til og ekk- ert athugavert komið í ljós: „Við prófuðum innkölluð efni og fundum ekkert." Eins og Dagur- Tíminn sagði frá í vikunni dráp- ust á annað hundrað lömb á Holti í Svínadal og röktu ábú- endur það til bóluefnis frá Keldum, að minnsta kosti að hluta. Guðmundur Georgsson segist ekki hafa heyrt um við- líka afföll annars staðar. Hann er nýkominn að málinu eftir leyfi og segir að von sé á grein- argerð fljótlega upp úr helgi vegna þess. Guðmundur bendir á að ýmsar aðrar skýringar en bóluefni geti verið fyrir afföll- um. Eitthvað að? „Fyrir mér var það engin spurning að þarna var eitthvað að,“ segir Sigtryggur Vagnsson, bóndi að Hriflu, S-Þingeyjar- sýslu. „Við sprautuðum með þessu bóluefni og það veikt- ust hjá okkur allmargar ær. Þær átu ekki alllengi og ég missti þrjár ær út af þessu. Svo komu ígerðir í stungusárin. Þetta hefur þó ekki verið rak- ið til neins. Þeir sögðu mér Keldnamenn að það væru dæmi um að kindur urðu eitthvað lasnar eftir bólu- setningu. Þeir þekktu þetta af Suðurlandi að kindur hefðu ekki étið. Guðmundur Georgsson segir að það sé misskilningur sem fram hafi komið í fréttum vik- unnar að stofnunin hafi fallist á að um gallað bóluefni hafi verið að ræða - enda hafi prófanir ekki leitt neitt shkt í ljós. -1 ■pt Þorsteinn skipaður fangelsismálastjóri Dómsmálaráðherra hefur skipað settan forstjóra Fangelsis- málastofnunar ríkisins til að vera forstjóri stofnunarinnar frá 1. júlí næstkomandi að telja. Tveir umsækjendur voru um stöðuna. -sbs. Snorri Olsen tollstjóri í Reykjavík Fjármálaráðherra hefur skipað Snorra Olsen, yfirlögfræðing hjá ríkisskattstjóra, í embætti tollstjóra í Reykjavík frá 1. október nk. Frá sama tíma hefur Björn Hermannsson, nú- verandi tollstjóri, óskað eftir lausn frá embætti. Alls sóttu tíu manns um stöðuna. Frá komandi áramótum mun emb- ætti Tollstjóra í Reykjavík taka við ýmsurn verkefnum sem Gjaldheimtan í Reykavík hefur annast, en undir lok sl. árs varð að samkomulagi milli íjármálaráðuneytis og Reykja- víkur að slíta samstarfi um sameiginlega innheimtu opin- berra gjalda í borginni og frá áramótum mun Tollstjórinn í Reykjavík annast innheimtuna. -sbs. Kristján Eysteinsson, form. Skólanefndar Samvinnuháskólans á Bifröst, til vinstri, og Guðmundur Bogason, sigurvegari, með sig- urtillöguna á milli sín. Nýtt merki fyrir Samvinnuháskólann Guðmundur Bogason, grafískur hönnuður í Reykjavík, átti tillögu þá sem sigraði í samkeppni sem Skólanefnd Sam- vinnuháskólans á Bifröst í Borgarfirði efndi til í vetur um nýtt merki fyrir skólans. Alls bárust um 70 tillögur og höf- undur þeirrar tillögu sem skólanefnd valdi úr fær 100 þús kr. peningaverðlaun. Nú fer fram frekari hönnunarvinna við sigurtillöguna, sem verður grunnur að nýju merki skólans á Bifröst. -sbs. Skíðamóf fullorðinna í Kerlingarfjöllum Á laugardag um aðra helgi verður lialdið í Kerlingarljöllum 7. meistaramót skíðamanna, þrítugra og eldri. Keppt er í flokkum sem spanna fimm ár: þ.e. frá 30 til 34 ára, 23 til 39 ára, 40 til 44 ára og þannig áfram. Þátttaka er öllum heim- il. Farnar verða tvær ferðir; í svigi eða stórsvigi eftir að- stæðum. „Eftir að hinni eiginlegu keppni er lokið, verður lögð önnur braut með innbyggðu glensi og gamni. í þessari seinni braut verður farin ein ferð. Samkomutjald verður sett upp á tjaldstæðinu og verða verðlaun aflient þar,“ segir í frétt. -sbs. Fjölbreytt dagskrá í Fræðagarði Fjölbreytt dagskrá verður í Fræðagarðinum við Mývatn um helgina. í dag, laugardag, flytur Ölafur K. Níelsson fugla- fræðingur erindi um fálka og rjúpur og verður erindið flutt á ensku í Grunnskóla Skútustaðahrepps. Á sunnudag verð- ur, kl. 10:30, lagt upp í gönguferð frá bflastæðunum við Hverljall og verður farið þar um næsta nágrenni, sem er fjölbreytt út frá náttúrufræðilegu sjónarmiði. Fararstjóri í þessari ferð er Ólöf Ýrr Atladóttir, forstöðumaður Fræða- garðsins við Mývatn. - sbs Áferð og flugi Mynd: ÞÖK Æ meiri íburður virðist lagður í auglýsingar. í tilefni bíla- sýningar Toyota mátti líta þessa sérstæðu sýn í Laugar- dalnum í gær þegar Toyota-menn fluttu bifreið á þak Laugardalshallarinnar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.