Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.06.1997, Síða 8
8 - Laugardagur 28. júní 1997 2Bagur-®írmrm
PJÓÐMÁL
4Dagitr-®tmirat
Útgáfufélag: Dagsprent hf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson
Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson
Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík
Símar: 460 6100 og 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði
Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja
Grænt númer: 800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171
Stríð í loftinu
í fyrsta lagi
Þótt yíirlýsingar séu varfærnislegar eru boðuð far-
gjöld íslandsflugs á innanlandsmarkaði ekkert
annað en stríðsyfirlýsing. Neytendur ættu að gefa
því tækifæri til að sanna sig. Flugleiðir sögðust
ekki geta flogið innanlands nema með háum far-
g'öldum og tapi, og það í ríkisvernduðu umhverfi.
landsflug þarf mikil viðskipti til að geta staðið við
loforð um lágt verð að sögn Ómars Benediktssonar
framkvæmdastjóra. Hann telur ástæðu til að ætla
að Flugfélag íslands, alias Flugleiðir, reyni að kaf-
færa keppinautinn. Það er neytenda að velja og
hafna - hafa þeir einhverju að tapa?
S
FÍB undir forystu Árna Sigfússonar bauð neytend-
um upp á sams konar viðskipti á tryggingamark-
aði. Mun færri þekktust það boð en vænta hefði
mátt vegna þess að gömlu fáokunarfyrirtækin sáu
allt í einu leið til að lækka sig í verði. Hótun þeirra
liggur bókfærð fyrir: að sú verðlækkun sé aðeins
„tímabundin“ til að drepa af sér samkeppni. Við
þurfum á því að halda að samgöngu- og flutninga-
samsteypan fái annað og meira en tímabundna
samkeppni. Utanlandsferðir hafa verið að lækka í
verði vegna þess að neytendur hafa knúið bjóð-
endur til að koma með tilboð. Innanlandsmarkað-
urinn þarf sams konar hvata.
í þriðja lagi
Viðvarandi verðlækkun í loftinu getur haft víðtæk-
ar og góðar afleiðingar fyrir ferðamarkaðinn inn-
anlands og laðað að fleiri erlenda ferðamenn. ís-
land hefur einfaldlega verið of dýrt ferðamanna-
land. Leiði samkeppnin af sér meiri ferðalög inn-
anlands og utan mun enginn græða meira á því en
Flugleiðir. Fyrirtækið gerir margt vel og hefur já-
kvæða ímynd meðal landsmanna þegar á heildina
er litið. Risinn gæti því meitt sjálfan sig mest með
því að traðka grimmilega á litla íslandsflugi. Fyrir
utan að verða sjálfum sér til minnkunar.
Stefán Jón Hafstein.
V___________________________________________________J
Spivming, dctgóUtó
Ætlar þú að taka tilboði íslandsflugs
í innanlandsflugi?
Kristján
Aðalsteinsson
framkvœmdastjóri
Sœplasts hf.
á Dalvík
Væntanlega mun ég
gera það ef og þeg-
ar tímasetningar
henta mér. Verðið er allt í
lagi.
Eiríkur Finnur
Greipsson
sparisjóðsstjóri
á Flateyri
Eg hef flogið með ís-
landsflugi þegar ég
hef þurft og þeir
hafa þjónað okkur Önflrð-
ingum mjög vel, rétt eins
Flugleiðir hafa gert með
sínu ísafjarðarflugi. Bæði
þessi flugfélög hafa verið í
mikilli samkeppni og það
ásamt öðru leiðir til þess
mikla verðstríðs sem nú
er að hefjast.
♦
♦
Arnbjörg
Sveinsdóttir
á Seyðisfirði,
þinymaður
Austlendinga
S
Eg reikna með að
nota þjónustu fs-
landsflugs og Flug-
félags íslands jöfnum
höndum, þá aðallega eftir
þeim tímasetningum sem
henta mér í hvert skipti.
Hins vegar mun ég skoða
tilboðin frekar - eftir því
sem hægt er - enda mikif
verðlækkun boðuð. Þess-
ari samkeppni er ég
hlynnt enda er hún til
mikilla bóta fyrir lands-
byggðarfólk - og aðra sem
nota þurfa flugið.
Aðalsteinn Á.
Baldursson
formaður Verkalýðs-
félags Húsavtkur
Að sjálfsögðu - og ég
fagna þessari
kjarabót. Fyrir
nokkrum árum þá vorum
við nokkrir sem börðust
fyrir því að fá samkeppni
á flugleiðinni Reykjavík-
Húsavík, en hvorki bæjar-
stjórn né öðrum bar gæfa
til að styðja okkur. Nú er
það að koma í fjós að
þetta hefði sparað Húsvik-
ingum stórar fjárhæðir,
sbr. að fslandsflug býður
nú 6.900 kr. á sama tíma
og fullt fargjald Flugfélags
ísfands er 16.900 kr.
Með hjartað í buxunum?
„Ég fékk hægðarlyf í stað
hjartalyfja."
- Sigrún Marinósdóttir í viðlali við Al-
þýðublaðið í gær. Hún er heldur óánægð
með samskipti sín við lækna eins og
fyrrnefnd orð bera með sér.
Mogginn klikkar ekki!
„Ljóst er að hvorgur aðilinn vill
verðstríð þar sem rekstur áætl-
unarflugs hérlendis stendur í
járnum."
- Niðurstaða opnugreinar í Morgun-
blaðinu um samkeppni í innanlands-
flugi. Birtist í fyrradag. Aðalfrétt gær-
dagsins var hins vegar að hafið væri
fargjaldaslríð í innanlandsflugi.
Hver segir að þeir séu ekki
sammála?
„Samþykkt var að hvetja presta
til að vanda málfar sitt og fram-
burð í predikunarstóli..."
- Frétt í Morgunblaðinu í gær um
Prestastefnuna. Ekki gafst tími til að
ræða málefni samkynhneigðra enda
mörg mikilvæg málefni á dagskrá eins
og sjá má á tilvitnuninni.
Aumingja Bibi!
„Allir sem halda framhjá eru
skíthælar."
- Sara Netanyahu, forsætisráðherrafrú,
í reiðikasti í sjónvarpsviðtali þegar
spurt var út í framhjáhald sem eigin-
maður hexmar hefur viðurkennt. Morg-
unblaðið í gær.
Áreitni og ástleitni
Bandaríkjamenn hafa sérstakt lag
á að útrýma forsetum landsins.
Fjórir voru skotnir niður eins og
hundar og aðrir sluppu með skrekk-
inn. Nokkrir voru flæmdir úr embætti
og Richard M. Nixon mátti axla skinn-
in fyrir litlar sakir eða engar og fór
þar einn hæfasti forseti Vesturlanda
fyrir lítið. Nú síðast hefur hæstiréttur
Bandaríkjanna svo galopnað Hvíta
húsið fyrir hálf vitlausu fólki með því
að skikka forsetann til að verja einkalíf
sitt í embætti.
Bilaðir vegfarendur eiga nú greiða
leið að forsetanum með önnur vopn en
skotvopn og forsetar verða skotnir nið-
ur með kærumálum í framtíðinni. Pól-
itískir andstæðingar geta dundað heilu
kjörtímabilin við að dubba viljugt fólk
upp með vitnisburði á hendur forset-
anum fyrir hitt og þetta. Kæra mann-
inn fyrir að líka ekki framkoma hans í
fyrra starfi eða í skóla og jafnvel í
móðurkviði.
Clinton forseti á nú undir högg að
sækja hjá frú einni frá Arkansas með
tíu ára gamalt klögumál um dónaskap.
Málið fellur undir lög um kynferðislega
areitni og fyrir bragðið fær forseti
Bandaríkjanna ekki vinnufrið á daginn
og svefnfrið á nóttunni. í dag varðar
nefnilega við lög að fara á ijörurnar
við kvenfólk heima hjá þeim hugrökku
í landi hinna frjálsu. Forsetinn mun
aldrei geta á heilum sér tekið við að
stjórna landinu með svona málflutning
á bakinu og í fjöl-
miðlum. Hvorki and-
lega né flárhagslega.
Bandarískt réttar-
kerfi er í molum eftir
að O.J. Simpson
slapp fyrir horn með
tvö mannsmorð.
Dómar og kviðdómar
standa lémagna
frammi fyrir herská-
um minnihluta og óttast um líf sitt og
limi. Ógnun þessi hefur eitrað frá sér á
fleiri sviðum en í dómskerfinu og emb-
ætti forseta er í hers höndum eftir úr-
skurð hæstaréttar.
Löggjafinn á að taka af skarið og
verja embætti forseta fyrir meira og
minna biluðu fólki en ekki opna því
leið að forsetanum. Hvort sem fólkið
ræðst á manninn með vopnum eða
kjafti og klóm í skjóli dómstóla. Jafnvel
þó kærendur séu í sæmilegu jafnvægi
og hafi nokkuð til síns máls þrátt fyrir
allt. Frúin frá Arkansas kærir ekki
embætti forseta fyrir áreitni heldur
manninn sem gegnir því í dag. Allt
þetta umstang má því vel bíða betri
tíma og þegar kæru-
efnin eru áratuga
gömul sér ekki á
svörtu þó málílutn-
ingur dragist fram
yfir hádegi.
Forseti Bandaríkj-
anna er oddamaður
í heimspólitík og tek-
ur einn af skarið
þegar í harðbakkann
slær. Forsetinn verður að vera fær í
flestan sjó allan sólarhringinn, annars
er voðinn vís fyrir heimsbyggðina.
Klöguskjóður alls konar hafa rúman
tíma til að lögsækja forseta sinn eftir
að maðurinn í embættinu lætur af
störfum og snýr aftur til borgaralegs
lífs. Geta þá lagt minningu hans í rúst
og rúið ijölskylduna inn að skinni eftir
geðþótta sínum og hjartalagi. Hitt er
svo annað mál:
Sú var tíðin að íslenskt kvenfólk
hafði lakari stöðu en karlmenn og var
sá munur ekki til eftirbreytni. Síðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar og
bilin verið jöfnuð hægt og bítandi. Of
hægt sums staðar en annars staðar er
fullur jöfnuður fyrir hendi. Hinu má
ekki gleyma að konur hafa víða rétt-
indi fram yfir karlmenn og þau bil þarf
líka að brúa, eða hvað?
íslendingar búa því miður við jafn
gallaða löggjöf um kynferðislega
áreitni og Bandaríkjamenn. En jafn-
réttið verður að koma frá hjartanu og
lög af þessum toga rétta ekki hlut
kvenna. Kvenfólk verður líka að þola
að stigið sé í vænginn við það og jafn-
vel falast eftir atlotum annað veifið án
þess að rjúka með málið í dómstóla.
Móðir náttúra gerir ráð fyrir því í sam-
drætti kynjanna til að halda við stofn-
inum og lögin ganga því í berhögg við
sjálft sköpunarverkið.
íslenskt kvenfólk á ekki skilið að
löggjafinn blandi lengur saman áreitni
og ástleitni.
Manneó