Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.07.1997, Qupperneq 4
MINNINGARGREINAR
Laugardagur 5. júlí 1997 - IV
Toppmenn
Heima situr fólkið flest,
fœtur piltar hvíla.
Þeirra átök eru mest
við akstur lúxusbíla,
meðan upp á Everest
afrekshetjur príla.
Þangað sýnist löng og Ijót
leið um fjallarinda,
eyðimerkur, ís og grjót
með ofsa-hörku vinda.
-Æ, ég nenni ekki hót
upp á slíka tinda!
Tímans klukka tifar enn,
tœpast fréttir stoppa.
Margir styrkja sína senn
setufúsa kroppa.
-Ennþá sœkja ungir menn
upp á hœstu toppa.
Töf á niðurleið
Mikil er gœfa vors guðskristnihalds;
en gjarnan má splœsa í viftu,
efforseti og handhafar forsetavalds
festa sig aftur í lyftu.
Ánœgju vekur að ekki fór ver,
þar endaði ferðin með giftu.
En súrefnisinnstreymi þökkum við þér
Þorlákur helgi - í lyftu.
Ósonvandi
Vaknar ótti annað slagið,
illur grunur magnast senn,
út af því að ósonlagið
er að gliðna, segja menn.
Út í bláinn úðast hratið,
okkur Ijós er hœttan sú.
Bráðum opnast ósongatið
upp á gátt, og hana nú!
Eigi þeirri ógn að linna,
aftur gleðjast heimsins þjóð,
œttum við að eitra minna
andrúmsloftið, börnin góð.
Sjálfumgleði
Gjarnan brúka titlatog,
til að bjarga kraftinum,
menn sem eru montnir og
máttugir - í kjaftinum.
Ásókn
Að mér safnast fár ogfeigð,
fita, gikt og leti,
sultur, kvef og samkynhneigð,
- send á interneti.
Búi
iDagur-CEtnnvm
Magnús
Guðmundsson
Magnús Guðmundsson
bóndi á Blesastöðum í
Skeiðahreppi var fædd-
ur 17. september 1912 á Blesa-
stöðum. Hann lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 29. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Magnússon fæddur á
Votumýri 11. maí 1878, dáinn
20. október 1972 og Kristín
Jónsdóttir frá Vorsabæ, fædd
16. maí 1886, dáin 2. septem-
ber 1971. Magnús var næst
elstur 15 syskina en tvö þeirra
dóu í æsku. Af þeim sem upp
komust lifa nú öU nema þrjú.
Þá átti hann eina hálfsystur.
Magnús kvæntist 13. júní
1941 Önnu Stefaníu Berg-
sveinsdóttur, fædd 17. janúar
1919 í Aratungu í Steingríms-
íirði. Börn þeirra Magnúsar og
Önnu eru fjögur. 1) Hrafnhild-
ur, fædd 11. apríl 1942, gift
Svavari Jóni Árnasyni og eiga
þau þrjá syni. 2) Guðmundur
Haukur, fæddur 20. desember
1944, kvæntur Jónu Guðbjörgu
Sigursteinsdóttur og eiga þau
tvö börn. 3) Tryggvi Karl,
fæddur 12. ágúst 1949, kvænt-
ur Berthu Sigurðardóttur og
eiga þau þrjú börn. 4) Ragn-
hildur, fædd 5. nóvember 1954,
gift Árna Ái nasyni og eiga þau
fjögur börn.
Útför Magnúsar fer fram í
dag frá Ólafsvallakirkju kl.
14:00.
Þeir falla nú hver af öðrum
gömlu bændurnir - menn hins
nýja tíma - sem breyttu sveitum
landsins til nútíma hátta - frá
handverki tU vélarinnar og frá
þrotlausu striti til mannsæm-
andi starfa og lífsgæða.
Einn af þessum mönnum,
Magnús á Blesastöðum, er
kvaddur í dag frá Ólafsvalla-
kirkju, en hann var 84 ára þeg-
ar hann lést 29. júní síðastliðinn
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hafði
hann lengi mátt þola sykursýki
þótt annað mein yrði honum að
aldurtila að lokum.
Magnús var fæddur og alinn
upp á Blesastöðum, en þar
höfðu foreldrar hans búið alla
tíð. Guðmundur faðir hans var
annálaður dugnaðarmaður og
Kristín móðir hans myndarleg
húsmóðir og góður uppalandi.
Þau hjónin voru samhent og
komu upp stórum barnahópi og
er mikill ættbogi frá þeim kom-
inn á Skeiðum og víðar. Magnús
fékk venjulega barnafræðslu í
æsku en vann svo á búi foreldra
sinna fram á fullorðinsár.
Haustið 1939 settist hann í
Bændaskólann á Hólum og lauk
þar tveggja ára námi vorið 1941
útskrifaður sem búfræðingur. Á
Hólum kynntist hann ungri og
glæsilegri stúlku norðan af
Ströndum, henni Önnu, og gift-
ist henni þá um vorið. Iler-
mann, yngri bróðir hans, hafði
einnig lokið búfræðimenntun á
Hólum og stofnað heimili þá um
vorið.
Foreldrar þeirra voru þá far-
in að reskjast og sáu að framtíð
jarðarinnar yrði vel borgið í
höndum þessara sona sinna og
tengdadætra. Skiptu þau jörð-
inni milli þeirra og sín, þannig
að hver þeirra fékk þriðjung.
Hermann stofnaði þá nýbýli á
austurhluta jarðarinnar en
Magnús settist í bú föður síns.
Guðmundur hafði áfram
nokkurn fjárstofn - en alls var
hann við búskap í 64 ár - og
áður en hann var allur hafði
hann skipt jarðarparti sínum
milli bræðranna. Ungu hjónin
íluttu nú inn í hús foreldra
sinna - og bjuggu því þrjár ijöl-
skyldur í húsinu allt til ársins
1947, þegar Hermann hafði
byggt íbúðarhús og flutti í það.
En húsið var stórt og hafði Guð-
mundur byggt það af mikilli
framsýni sem tvibýlishús.
Gömlu hjónin voru þar, meðan
þau lifðu og siðan bjuggu Magn-
ús og Anna þar með sína fjöl-
skyldu en létu endurbyggja hús-
ið
Blesastaðir eru mikil kosta-
jörð. Landið er grasgefið, rækt-
unarland var mikið og gott -
þurrir valllendismóar - og all
góð engjalönd.
Á þessum tíma voru bændur
á Skeiðum að breyta um bú-
skaparhætti. Skeiðaáveitan, sem
komst í gagnið árið 1923 og
hafði verið undirstaða heyöflun-
ar var að byrja að hopa fyrir
nýjum tíma með ræktun og vél-
væðingu í heyskap. Engjalöndin
höfðu dugað vel en voru ekki
örugg - og menn kepptust við að
stækka túnin. Búnaðarfélag
sveitarinnar átti jarð-
vinnslutraktur sem fór á milli
bæja og fylgdu honum jarð-
vinnslutæki Ræktunaraldan var
hafin. Hinir ungu bændur á
Blesastöðum sáu manna best að
hverju stefndi og hófust þegar
handa um jarðabætur, fullir
áræði og bjartsýni, og brátt
breiddi úr sér víðáttumikill
töðuvöllur - stærsta tún jarðar-
innar á einni jörð. Man ég að
margir undruðust þessi umsvif
bræðranna og sumum þótti
jafnvel nóg um - Þeir bræður
ræktuðu og heyjuðu í félagi aht
fram á árið 1960,en þá voru þeir
báðir komnir með stórbú. Þá
tóku þeir upp á ýmsum nýjung-
um, m.a. reyndu þeir kornrækt.
Magnús kom fljótt upp góðu
búi og búnaðist vel, enda fædd-
ur bóndi.Hann hugsaði vel um
gripi sína og fékk af þeim góðan
arð. Hafði hann bæði kýr og
kindur og var með eitt stærsta
bú sveitarinnar.
Vorið 1977 urðu enn um-
skipti í vesturbænum á Blesa-
stöðum en þá komu í búskapinn
með Magnúsi og Önnu Ragn-
hildur dóttir þeirra, sem gifst
hafði Árna Árnasyni frá Selfossi
haustið áður. Nú var byggt nýtt
og stórt ijós og aðrar byggingar
í kjölfarið - og búið stækkaði
enn. þá byggðu ungu hjónin
íbúðarhús, og er nú á Blesa-
stöðum eitt glæsilegasta býlí
sveitarinnar. Enn urðu ábú-
endaskipti á Blesastöðum, þeg-
ar Magnús, dóttursonur þeirra
Magnúsar og Önnu tók við búi
þar í vor.
Magnús á Blesastöðum var í
eðli sínu hlédrægur maður en
var glaður og reifur í vina-
hóp.Hann var söngmaður góður
og söng í kirkjukór Ólafsvalla-
kirkju í ein 40 ár Hann hafði sig
lítið í frammi út á við en var
samt settur til ýmissa trúnaðar-
starfa, sat í hreppsnefnd um
tíma, lengi eftirlitsmaður Naut-
griparækrarfélagsins við
skýrslugerð og fitumælingar og í
stjórn Hrossaræktarfélagsins,
enda hestamaður eins og hann
átti kyn til. Heimilið og búið áttu
hug hans allan. Hann var
tengdur jörð sinni órofa bönd-
um og hefði getað sagt eins og
skáldið Guðmundur Ingi:
Sérðu hve varpinn er veitull,
er vorsólin skín?
Hér er þinn hamingjusproti
og hjartarót þín.
Ég held að Magnús hafi haft í
hendi sinni þann hamingju-
sprota að búa á Blesastöðum.
Þar fékk hann að lifa og starfa
og eignaðist góða ljölskyldu.
Samt er alltaf sárt að missa - og
því sendi ég aðstandendum
hans samúðarkveðjur.
Jón Eiríksson
Minningargreinar
Minningargreinar birtast aðeins í laugardagsblöðum
Dags-Tímans.
Þær þurfa að berast á tölvudiskum eða vélritaðar.
Myndir af þeim sem skrifað er um þurfa að berast með
greinunum.
Sendist merkt Dagur-Tíminn
Strandgötu 31, 600 Akureyri
Garðarsbraut 7, 640 Húsavík
Brautarholti 1, 105 Reykjavík