Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.07.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.07.1997, Blaðsíða 10
1' 10- Fimmtudagur 17. júlí 1997 Prins Nassem Hamed er af mörgum talinn besti boxari nútímans og hefur innleitt nýjungar í íþróttina sem gefa höggum hans aukinn þunga. Prinsinn og Argentínumaðurinn Prins Nassem Hamed legg- ur heimsmeistaratitil sinn undir á laugardaginn í bardaga við Argentínumann- inn, Juan Carrera. Prinsinn, sem enn hefur ekki tapað bar- daga, er af mörgum talinn besti boxari nútímans og hefur inn- leitt nýjungar í íþróttina sem gefa höggum hans aukinn þunga. Fótahreyfingar hans eru allt aðrar en áður hefur þekkst. Guðmundur Arason sagði í samtali við Dag-Tímann að enginn hefði náð jafn mikilli fullkomnun í að samræma fóta- hreyfingar og högg. „Það þarf mjög gáfaðan boxara til að boxa eins og Prinsinn gerir. Þessar leiftursnöggu hreyfingar, skáhögg upp undir hökuna og stökk hans á ská að andstæð- ingi sínum, rugla alla aðra box- ara. Ég hef ákaflega gaman að Prinsinum," sagði Guðmundur. Síðustu viðureignirnar í þungavigt, sem landinn hefur fengið að sjá, hafa valdið von- brigðum um heim allan. Frammistaða Tyson og Akinw- ande varð þeim til ævarandi skammar. Prins Nassem Hamed er aftur á móti skemmtikraftur. Hann hefur aldrei brugðist stuðningsmönnum sínum sem nú fjölgar ört, beggja vegna Atl- antsála. Meðal áhorfenda í London nú verður hópur íslendinga. Þar á meðal eru vinningshafar sem dregnir voru út á sjón- varpsstöðinni Sýn, Rut Árna- dóttir, sem bauð með sér Krist- jáni Gunnarssyni og Aðalsteinn Líndal Gíslason, en hann bauð föður sínum með sér að sjá bar- dagann. Þá verða einnig bræð- urnir Björn Ingi og Sigurbergur Sveinssynir á svæðinu, en Björn heldur upp á afmælisdaginn sinn á laugardaginn. Megi fs- lendingarnir eiga góða skemmt- un. gþö KNATTSPYRNA Rúnar Kristinsson tii Lilieström Landsliðsmaðurinn og KR- ingurinn, Rúnar Kristins- son gæti verið á leið tU LU- leström í Noregi. Rúnar hefur undanfarin ár leikið með sænska liðinu Örgryte en samn- ingur hans við liðið rennur út um áramótin. Fyrr á þessu ári voru nokkur lið á höttunum eft- ir Rúnari, sem leikið hefur sér- lega vel á þessu leiktímabUi, en sænska félagið hefur ekki viljað láta hann frá sér. Rúnar vUl gjarnan breyta til og ganga í raðir Lifieström, sem hefur boðið honum þriggja ára samning. Hann getur farið frá sænska félaginu um áramótin án þess að það fái krónu fyrir hann. Rúnar hefur aftur á móti boðist tU að fara strax tU Lil- leström, þar sem félagið vill fá hann nú þegar tU liðs við sig. Þannig fengi Örgryte sann- gjarna upphæð fyrir hann. Rún- ar hefur verið mjög sanngjarn í viðræðunum sem nú eru á mjög viðkvæmu stigi og vonast tU að botn fáist í viðræðurnar alveg á næstu dögum. gþö Jkgur-®mxhm Logi á Skagann? Fræðilega gæti eitthvað gerst eftir leikinn á morgun. „Ég veit nú ekki til þess að hinn sé að hætta,“ sagði Gylfi þórðarson, formaður Knatt- spyrnudeildar ÍA, er Dagur- Tíminn bar undir hann þá frétt að Logi Ólafsson væri að taka við þjálfun liðsins af Ivan Golac. „Hann tekur aUa vega ekki við fyrir leikinn á morgun“ (í dag), bætti Gylfi við. Nokkur óánægja hefur verið með störf Golac til þessa og menn eru ekki sáttir við gengi liðsins það sem af er sumri. ÍA er fallið úr Coca Cola bikamum og í þriðja sæti í Sjó- vár-Almennradeildinni, nokkuð sem fólk á Skaganum á ekki að venjast. Gylfi sagði að það sem menn væru einkum óánægðir með væri framistaða Dragutin KNATTSPYRNA Vikingur i Stavangrí vill Ríkharð með fasta stöðu í liði KR í sum- ar og nú í seinustu leikjum liðs- ins hefur hann verið að leika á mðjunni þegar hann hefur komið inná í leikjunum. Því má það teljast furðulegt ef KR er ekki tilbúið að selja hann fyrir 10 milljónir nú í stað þess að hann fari fyrir ekki neitt eftir átta deildarleiki. Dagur-Tínainn ræddi við Hauk Gunnarsson, varafor- mann KR og þann sem hefur með leikmannamálin að gera. Hann staðfesti að Eric Thostved hefði komið að skoða Ríkharð í síðasta leik en ekkert tilboð hefði enn borist x hann og það- an af síður upp á 10 milljónir. Ef KR hefði borist slíkt tilboð í Ríkharð væri hann væntanlega seldur nú. gþö Ríkharður Daðason, knatt- spyrnumaður í KR, hefur verið til skoðunar hjá norska liðinu Viking í Stavan- Ríkharður Daðason, knattspyrnu- maður í KR. ger. Eric Tosthved, fyrrum landsliðsmarkvörður Noregs og enska liðsins Tottenham og nú- verandi knattspyrnustjóri hjá norsku Víkingunum, er sagður hafa gert KR 10 milljóna króna tilboð í Ríkharð en Vesturbæj- arfélagið sagt nei. Ríkharður, sem er samningsbundinn KR út keppnistímabilið, er Iaus allra mála hjá félaginu í haust og getur þá farið hvert sem hann vill án þess að til komi nokkur greiðsla fyrir hann. Samkvæmt heimildum Dags-Tímans vill norska liðið fá Ríkharð strax til liðs við sig. Það hefur verið að leita að góðum framherja og telur að Ríkharður henti vel í þá stöðu sem liðið þarf að manna. Ríkharður hefur ekki verið Ristic. Hann er að leika í stöðu framherja sem hann hefur aldrei leikið áður og árangur- inn er ekki eftir því sem vænst var. í ljósi vandræða ÍA með framherja var Gylfi spurður, af hverju Bibercic hefði ekki geng- ið í raðir ÍA, þegar hann æfði með Skaganum á dögunum. Hann sagði að þjálfarinn hefði ekki haft áhuga fyrir honum enda Arnar Gunnlaugsson kom- in til Uðs við þá en hann stopp- aði stutt við í þetta sinn. Því má segja að óheppnin elti Golac svo vægt sé til orða tekið og hann gæti farið að gegna nafninu Ivan óheppni. Spaugsamur Skagmaður sagði að þrír flug- miðar væru tilbúnir hjá Krist- jáni Sveins. á Samvinnuferðum- Landsýn og þeir væru allir með júgóslavneskum nöfnum. Logi Ólafsson. Gylfi var ófáanlegur til að staðfesta nokkuð um breytingar á þjálfaramálum ÍA en sagði: „Fræðilega gæti eitthvað gerst eftir leikinn á morgun (í dag) en ekki það að þetta sé að gerast." ístruat Ný og afar sérstök íþrótt, ístruat, er að ryðja sér til rúms. Heimsmeistara- keppnin í þessari furðulegu íþrótt, sem byggist á því ítur- vaxrnr menn berjast með bumbum sínum, fór fram í Roy- al Albert Hall höllinni frægu, þar sem Eric Clapton heldur sína árlegu febrúartónleikaröð. Heimsmeistarinn í ístruati, eða kannski má kalla það bumbu- box þar sem bumbur eru látnar skipta í stað hnefa, er danskur og heitir Mad Maurice. Aðrir frægir bumbuboxarar eru Fred Zeppelin frá Baden Baden, Les Cargo frá Frakklandi og Bret- inn Clive White. Þá er einnig sá frægasti frá Bandaríkjunum í þessum hópi, hvalveiðimaður- inn „The Boston Globe“. Greini- lega fríður flokkur þarna á ferðinm. gþö KNATTSPYRNA Þórsarará sterktmót íLyngby Síðar í þessum mánuði heldur 2. flokkur Þórs á Akureyri á mjög sterkt 12 liða mót í Lyngby í Dan- mörku. Það eru ÍT-Ferðir sem skipuleggja ferðina og Hörður Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri, sagði að und- anfarin ár hefðu nokkur lið tekið þátt í þessu móti og staðið sig mjög vel. KR-ingar komust t.d. í úrslit á síðasta ári undir stjórn Haraldar Haraldssonar. Þórsarar leika í A - riðli og með þeim í riðli eru KB - Kaupmannahöfn, Silkeborg, Öster, Degerfors og Rosen- borg. í B-riðlinum leika AB- Kaupmannahöfn, Roskilde, BK-Lyngby, BK-Forward frá Svíþjóð og Brann frá Noregi. gþö

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.