Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Síða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Síða 2
2 - Föstudagur 18. júlí 1997 3Dagur-®mtcm F R E T T I R Danmörk Breiðafjörður Sterkasta kona heims ^eitað án Heiti Potturinn Það var ekki laust við að andi víns og rósa svifi yfir þeim hluta stúkunnar á KR- vellinum í fyrrakvöld þar sem Grindvíkingar hvöttu sína menn til dáða gegn heima- mönnum. Hvort þarna voru á ferðinni einhverjar leyfar af landsmótstemmingunni úr Borgarnesi eða ekki skal ósagt látið. í það minnsta var engum vísað frá úr Frosta- skjólinu svo vitað sé. Hins- vegar fóru þeir á kostum þeir Dóri í Vík og Dagbjartur Ein- arsson útgerðarmaður og eldheitur stuðningsmaður Grindvíkinga og ÍA. „Það liggur í loftinu, það liggur í loftinu," æpti Dagbjartur til sinna manna og gaf til kynna að stutt væri í að þeir læddu inni marki. Enda fór það svo að gestirnir hirtu öll þrjú stig- in við taumlausa gleði stuðn- ingsmanna sinna sem sumir hverjir hafa eflaust fagnað undir morgun. Félagar vorir og þjáningar- bræður á DV fengu útkall í gær. Dagskipun foringjans: takið til! Þeir sem sköruðu fram úr fengu verðlaun og kannski klapp á kollinn? Hinn harði heimur blaðamennsk- unnar hefur margar hliðar. Verkstjóri tiltektarinnar? Elín Hirst. Prestur íslands á Vestur- löndum kann að fá minna brauð. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson prestur í Skálholti hættir um áramót og sr. Flóki orðaður við brauðið. Það mun njóta velþóknunar sr. Sigurðar Sigurðsonar Skál- holtsbiskups enda báðir svartstakkar. íslensk kona meðal keppenda í fyrstu keppninni um sterk- ustu konu heims. Sigrún Hreiðarsdóttir frá Selfossi tekur þátt í keppn- inni „Sterkasta kona heims“ sem haldin verður á Helsingjaeyri í Danmörku á morgun, laugardag. Samkvæmt heimildum blaðsins er þetta í fyrsta sinn sem keppt er um þennan titil. Reyndar er ekki nema hálfur sannleikur að segja að keppt sé um titilinn: Sterkasta kona heims. Þessar stóru, rosalega sterku fá nefnilega ekki að vera með. Skilyrði fyrir þátttöku er að konan sé undir 80 kg. Að- standendur keppninnar telja að Danir vilji ekki horfa á tröll- vaxnar konur heldur venjulegt kvenfólk! Af þessum sökum get- ur t.d. Bryndís Ólafsdóttir, sem unnið hefur keppnina Sterkasta kona íslands undanfarin tvö ár, ekki tekið þátt í keppninni. Framkvæmdaraðilar lögðu engu að síður mikla áherslu á að fá íslenskan keppanda og því var haft samband við Sigrúnu sem vann keppnina á íslandi árið 1995 og var í 3. sæti í ár. „Hún hafði ekki hugmynd um Sigrún Hreiðarsdóttir var sterkasta kona Islands árið 1995. Hún tekur nú þátt í keppni um sterkustu konu heims - þ.e. þeirra sem eru undir 80 kg. keppnina fyrr en hringt var í hana,“ sagði móðir hennar, Margrét Tómasdóttir, í samtali við blaðið. Gæti gert góða hluti Sigrúnu til halds og trausts í keppninni er vinkona hennar, Helena Pálsdóttir. Maður Hel- enu, Sverrir Þórisson, segir Sig- rúnu hafa æft mjög vel undan- farið og hún sé í mun betra formi en þegar hún varð í 3. sæti í keppninni um sterkastu konu íslands fyrr á þessu ári. „Það kæmi mér ekki á óvart þó hún gerði góða hluti. Hún hefur reynslu af svona keppnum. En auðvitað veit ég ekkert um hvernig formi hinir keppend- urnir eru í,“ sagði Sigurður. Alls verða keppendur 11 frá jafnmörgum löndum og koma þeir víða að. T.d. kemur kepp- andi frá Ástralíu og Suður-Afr- íku. Keppnisgreinar verða með svipuðu sniði og verið hefur í Sterkasta kona Islands og verð- ur til að mynda keppt í bfldrætti og drumbakasti. AI íslandsvinur Kosningastjóri Perots á íslandi Joan Vinson er bandarísk kona sem hefur tekið ást- fóstri við ísland. Hún hefur komið hingað alls fimm sinnum síðustu árin og stoppað mislengi en er alltaf jafn hrifin. Hún er fyrrverandi starfsmaður Geralds Ford í hvíta húsinu frá því á 8. áratugnum. Og hvorki meira né minna en önnur tveggja aðal- kosningastjóra Ross Perot í for- setakosningunum 1992 og 1996 en hún hefur verið góðvinur Per- ot í meira en 30 ár. Blaðamaður hitti hana af til- viljim um borð í víkingaskipinu íslendingi á dögunum. Þess ber að geta að blaðamaður haíði ekki hugmynd um að hann væri að ræða við þaulreyndan bak- tjaldamann úr bandarískum stjórnmálum þegar samtalið hófst en komst að því í lok ferð- arinnar. En umræðuefnið var þó pólitík. Hún segir helstu ástæðu þess að hún hafi farið að venja komur sínar hingað vera þá að Flugleiðir séu eitt af öruggari flugfélögum heimsins og að hún fijúgi ávallt með Flugleiðum. rm arangurs Víðtæk leit stóð yfir í gær á Breiðafirði að bátnum Mar- gréti SH-196, sem hefur verið saknað frá því á þriðjudag. Tveir menn eru um borð. í gær fannst brak og fiskiker úr bátn- um á reki á firðinum. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslu komu allt að 25 bátar að leitarstarfi í gær, og einnig tóku þyrlur og flugvélar Gæslunnar og Varnarliðsins þátt í leitinni. Þá voru Ijörur á Snæfellsnesi gengnar. Síðast var vitað um ferðir bátsins út af Öndverðarnesi snemma á þriðjudagsmorgun. Að öðru leyti eru upplýsingar um ferðir hans óljósar og því hefur leit náð yfir stórt svæði. -sbs. Bílar Vil frekar Range Rover Aðalsteinn Jónsson, útgerð- armaður á Eskifirði og oft- ast kallaður Alli rfld, gerir mikl- ar kröfur til bfla sinna enda eyðir hann mörgum stundum undir stýri. Hann keypti á dög- unum Toyota Landkrusier jeppa af bestu gerð. Hann hafði ekki ekið marga daga um á japanska torfæru- tröllinu þegar hann komst að raun um að bifreiðin hentaði honum illa. Landkruserinn var hastur og engan veginn eins og útgerðarmaðurinn hélt. Hann skilaði því bifreiðinni hið bráð- asta og fékk sér Range Rover, eins hann hafði ekið í fjölda ára. Aðspurður um þessi bfla- skipti sagði Aðalsteinn: „Já , það er rétt. Mér finnst Range Roverinn miklu betri". FRETTAVIÐTALIÐ Alltaf viss tregöa Már Guðmundsson aðalhagfrœðingur Seðlabankans Vextirnir eru að síga niður Að vextir verðtryggðra skiflda- bréfa lækka lítið sem ekkert hefur vakið athygli, m.a.s. í Seðlabankanum, „þar sem allar að- stæður mæla í rauninni með því að vextir á verðtryggðum skuldabréfum lækki“. - Af hverju lœkka ekki vextir á frjálsum peningamarkaði sjálf- krafa, þegar allar aðstœður mœla með því? „Eitt er lagalegt frelsi og annað fullkomnir markaðir. Það er ljóst að það á ekki bara við um ísland heldur einnig annars staðar, að það eru vissrar tregður í aðlögun á markaðn- um og breytingar taka tíma. Þannig að það er ekkert sjálfgerið að þetta gerist bara einn, tveir og þrír. Stund- um þarf eitthvað að hrinda því af stað og stundum gerist það af sjálfu sér, en það gerist að lokum. Og það er byrjað núna, vextirnir hafa sigið nokkuð síðan þetta var skrifað og þeir eru að síga niður“. - En af hverju hefur þetta gengið svona hœgt? „Ég veit ekki hvort þetta hefur neitt gengið hægar en venjulega. Það er alltaf viss tregða í lækkun þessara vaxta, jafnvel þótt aðstæður séu komnar fram. Það geta verið ýmsar aðstæðiu-: Markaðurinn streitist kannski aðeins á móti lækkuniun og það getur tekið tíma fyrir menn að átta sig á hvenær nýjar aðstæður eru. Það er ekkert dularfullt bak við það. - í frétt frá Seðlabankanum um verðbólguspá kemur nua. fram að launahœkkanir skili sér hœgar út í verðlagið en „söguleg reynsla segir til um“, og það þetta sé a,nuk. þriðja árið í röð sem slíkt á sér stað. Hvernig stendur á þessu? - „Við útskýrum það þarna, að það er meiri framleiðni og aukin sam- keppni sem veldur þessu. Það er greinilegt að framleiðniaukning er Ifldega eitthvað meiri en við náum að mæla, þótt við vitum ekki hver hún er í augnablikinu. í öðru lagi þá er samkeppnin þar meiri og hún gerir það að verki að fyrirtækin veigra sér frekar við að setja launahækkanir út í verðlagið. Og síðan er það kannski breytt viðhorf manna“. - Er þetta kannski sönnun þess að gamla kenningin; að launa- hœkkanir fari jafnan beint út í verðlagið, sé fallin um sjálfa sig? Má búast við að það verði áfram svo að verðbólgan vaxi lítið sem ekkert þótt launin hœkki? - „Nei, ekki alltaf. Það fer eftir að- stæðum í hagkerfinu á hverjum tíma. Það fer eftir því hversu miklar launa- hækkanirnar eru. Verði þær mjög miklar getur þetta auðvitað farið í annað far. En það verður bara að koma í ljós“. - HEI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.