Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Side 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Side 3
iOcigur-ÍCmmm Föstudagur 18. júlí 1997 - 3 F R E T T I R Halló Akureyri Deilt Flutningafyrirtæki telja sig ekki bera ábyrgð á unglingum yngri en 16 ára sem þeir flytja á Halló Akureyri. Forsvarsmenn Norðurleiðar og Flugfélags íslands telja vafasamt að hægt sé að gera þá ábyrga gagnvart því að koma unglingum, yngri en sex- tán ára, aftur til baka hafi þeir komið án eftirlits á hátíðina Halló Akureyri um verslunar- mannahelgina. í Degi-Tímanum í gær sagði Björn Jósef Arnviðar- son, sýslumaður á Akureyri, að hugsanlega yrði gripið til slíkra aðgerða - og er það hluti af stór- aukinni gæslu á hátíðinni í ár. Er skylt að flytja alla „Samkvæmt þeim reglmn sem okkur eru settar er okkur skylt að flytja alla þá sem með okkur vilja fara; svo framarlega sem viðkomandi greiðir fargjaldið og eru ekki öðrum farþegum í bflnum til óþæginda. Því fæ ég ekki séð að hægt sé að gera okkur ábyrga að þessu leyti,“ sagði Þorvarður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Norðurleiðar hf. í samtali við Dag-Tímann. „Ég held að þetta sé varla framkvæmanlegt. Við getum nm ábyrgð á unglingum Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri „Halló' var ekki með í ráðum. ekki spurt krakka sem vilja fara heitið. Til þess höfum við ekkert spurt krakkana um skilríki til með okkur hvert ferðinni sé leyfi. Við getum ekki heldur þess að athuga hvort þau séu yngri en sextán ára. Menn spyrja bara um slíkt í áfengis- verslunum. „Við spyrjum ekki svona „Við erum alla daga að flytja unglinga undir sextán ára aldri - og við spyrjum þau ekki að því hvert tilefni ferðarinnar sé. Það gerum við ekki heldur ætli þau að fljúga norður á Akureyri um verslunarmannahelgina. Lítum reyndar svo á að við höfum ekk- ert leyfi til þess að spyrja svona,“ sagði Thor Ólafsson, markaðs- stjóri Flugfélags íslands. Sjálfur kveðst Thor hafa efa- semdir um að lagalega standist að draga fólksflutningayfirtæki til ábyrgðar með þeim hætti sem sýslumaðurinn á Akureyri boðar. Efasemdir Ekki náðist í Björn Jósef Arn- viðarson, sýslumanns vegna þessa mál í gær. Staðgengill hans, Guðjón Björnsson, sagðist hins vegar ekki vita til þess að hinn lagalegi þáttur þessara boðuðu aðgerða gagnvart fólks- flutningafyrirtækjunum hafi verið kannaður. Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Halló Akur- eyri, segir að þeir sem standa að hátíðinni hafi ekki verið með í ráðum og reyndar hafi miklar efasemdir um aðgerðirnar á alla lund. -sbs. Sígarettur Bann á helstu tegundirnar Flestar algengustu tegundir af sígar- ettum með meiri tjöru en leyft verð- ur að selja frá ára- mótum. Stjórn ÁTVR hefur sett í innkaupareglur sínar ákvæði um nýtt há- mark tjöru í sígarettum, sem þýðir að af flestum al- gengustu tegundunum (Winston m.a.) verður það aðeins „létta“ útgáfan sem eru undir því hámarki. Leyfilegt hámark tjöru sem vindlingur má gefa frá sér er nú 15 mg og samkvæmt verðlista frá ÁTVR er al- gengast er að tjöruinnihald- ið sé á bilinu 13-15 mg. En frá næstu áramótum verður leyfilegt hámark lækkað niður í 12 mg. Þór Oddgeirsson aðstoðar- forstjóri ÁTVR sagði svipað hafa átt sér stað áður, þegar núgildandi 15 mg hámark var sett. Hér áður fyrr hafi tjaran verið töluvert meiri. Framleiðendur hafi brugðist við með því að minnka tjöru- innihaldið. Hvort þeir geri það aftur nú sé enn ekki gott að segja, en hins vegar ljóst að pressan er öll niður á við. Það séu jafnvel til sígarettur með tjöru niður í 5-7 mg. Þar er um að ræða Royale LF og Gauloises Blondes LF. En al- gengast er að „léttar" sígar- ettur inmhaldi 9 mg af tjöru. - HEI Rafmagnsgirðingar Girt fyrir ijarskipti Menn hafa látið sig hafa truflanir frá rafmagnsgirðingum á símtöl en þykir stórum alvarlegra þegar þær trufla tölvusendingar. Gísli Sverrisson hjá RALA: „Höfum verið að benda mönnum á að hafa Póst og síma með í ráðum ef þeir ætla að girða með rafmagni.“ Rannsóknastofnun land- búnaðarins bendir mönn- um á að hafa menn frá Pósti og síma með í ráðum ef þeir ætla að setja upp raf- magnsgirðingar. Nokkur tilfelli eru um það að rafmagnsgirð- ingar hafi truflað síma. Hefur jafnvel gengið erfiðlega að ráða bót á þeim vanda, enda ekki al- veg ljóst hvað veldur. Menn hafa jafnvel látið sig hafa það þótt símtöl þeirra truflist af hvimleiðum smellum. Hins veg- ar þykir það öllu alvarlegra þegar girðingarnar trufla tölvu- sendingar, m.a. fax og korta- posa í verslunum svo dæmi séu nefnd. Að sögn Gísla Sverrissonar í bútæknideild RALA hefur síma- mönnum og girðingareiganda oftast tekist að leysa málin sín á milli. En Póstm og sími telji sig hins vegar hafa allan rétt sín megin, þannig að takist ekki að leysa vandann verði landeig- andinn að taka girðinguna úr sambandi. Rafmagnsgirðingar hafa m.a. þann kost að vera kringum helmingi ódýrari en gamli góði gaddavírinn. „Nei, það virðist ekki alveg ljóst hvað veldur þessum trufl- unum, menn hafa ekki fundið nákvæmlega hver skýringin er. Oftast er þetta kannski sam- bland af mörgu, þannig að það verður eiginlega að skoða hvert tilvik fyrir sig,“ sagði Gísli. Hljóðin í símanum segir hann ekki ósvipuð og að hlusta á spennugjafann sjálfan. Það komi smá smellir með u.þ.b. einnar sekúndu millibili, sem fólki þyki eðlilega hvimleitt. En öllu verra sé þegar girðingarn- ar fari að rugla tölvusendingar, sem nú fara stöðugt vaxandi. Gísli tekur fram að langflest- ar girðingar séu þó án þessara vandamála. En þetta er til stað- ar og full ástæða til að menn hafi það í huga ætli þeir í girð- ingarframkvæmdir. Hafa sam- band við Póst og síma og kanna hvar símstrengir liggja. Hafa símamenn með í ráðum frá upphafi, enda séu þeir allir af vilja gerðir að reyna að koma í veg fyrir þessi vandamál. - HEI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.