Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Qupperneq 5
I JQagur-tEúttmtt | FRÉTT Föstudagur 18. júlí 1997 - 5 I R Stutt & laggott Sveiflur á gengi Opinna kerfa hf. Talsverð viðskipti urðu raeð bréf Opinna kerfa hf. á Verðbréfaþingi íslands í gær, en þá voru bréf í fyrirtækinu skráð í fyrsta sinn á þinginu. Bréf fyrir um það bil 30 milljónir skiptu um eigendur og var upphafsgengi bréf- anna á markaði 30, en hækkaði í 42 fljótlega eða um rúm 28%. Bréf til for- kaupsrétthafa voru seld á genginu 15 svo þeir sem keyptu á því verði hafa get- að ríflega tvöfaldað eign sína. Gengi bréfanna tók svo að lækka og fór niður í 33 undir iok dags. Að öðru leyti hefur verið rólegt yfir hlutabréfamark- aðnum. Gengi bréfa íslands- banka og Eimskipafélagsins hefur verið að hækka síð- ustu daga og hefur hækkun- in í íslandsbanka numið 10% síðustu daga. Sérfræð- ingar á Verðbréfamarkaði búast við rólegum viðskipt- um á næstunni og að verð hlutabréfa þokist hægt uppávið. HH Framtíðarnefnd kynnir tillögur á borgarafundi á Sauðárkróki „Þekking“ verður lykilatriði í framtíðinni að mati sér- stakrar framtíðarnefndar sem starfað hefur á Sauðár- króki imdanfarna mánuði. Nefndin kynnti tillögur sínar um framtíðaráherslu og stefnumörkun Sauðárkróks- bæjar á opnum borgara- fundi í gær. Annað sem nefndin lagði áherslu á var m.a. að skapa fjölskyldu- vænan bæ og umhverfismál- in voru einnig á dagskrá. Helsta áhyggjuefnið telur framtíðarnefndin vera stöðu fiskvinnslunnar. Ef ekkert sé að gert sé ólíklegt að bæjar- félagið vaxi með sama hraða og undanfarinn áratug held- ur megi fremur búast við stöðnum og afturför. „Getur framsækin og skipulögð áætlunargerð haft áhrif hér á?“ spyrja skýrsluhöfundar. Og niðurstaðan er að rétt sé að reyna. Það var bæjarstjórn Sauð- árkróksbæjar sem skipaði nefndina að tillögu afmæhs- nefndar. Starf nefndarinnar er sérstakt að því leyti að í henni sitja ekki pólitískir fulltrúar heldur almennir borgarar og einnig er sú leið að kynna tillögurnar á borg- arafundi óvenjuleg. En hvers vegna var sú leið valin fremur en að leggja skýrsl- una fyrir bæjarstjórn? María Björk Ingvadóttir svarar því: „Við erum að undirstrika að svona á lýðræðið að vinna. í rauninni er þetta óbein gagnrýni á hvernig nefndir á vegum bæjarins hafa unnið með, eða réttara sagt ekki unnið með, bæjarbúum. Við vitum ekki hvað er að gerast í nefndum því upplýsingar frá þeim eru litlar. Með þessu viljum við sýna að framtíðin er fyrir alla og er opin öllum. Við skilum því tillögunum til bæjarbúa en ekki bara bæjarstjórnar." AI Loðna Fullir vasar fjár á kajanum. Milljón í laun á tveimur vikiiin Hásetahlutur um 160 þúsund krónur á viku. Skipstjóri með þrefaldan hásetahlut. Einhliða verðlagning. Spáð lélegum aflabrögðum eftir miðjan næsta mánuð. Vikulaun háseta á loðnu- skipi sem ber inn 900 tonn geta numið allt að 160 þúsund krónum. Þá er mið- að við að skipið nái að landa fullfermi tvisvar í viku og verk- smiðjurnar greiði útgerðinni 6 þúsund krónur fyrir tonnið upp úr sjó. Hlutur skipstjóra á sama skipi er þrefalt meiri en háset- ans, eða rétt um 500 þúsund krónur fyrir vikuna og tæp milljón fyrir hálfan mánuð. Þetta dæmi gefur vísbend- ingu um þau uppgrip sem sjó- menn loðnuskipa hafa um þess- ar mundir á meðan veiðin er jafnmikil og verið hefur. Vegna löndunarbiðar vegna takmark- aðrar afkastagetu verksmiðja eru dæmi um að loðnuskip hafi þurft að bíða allt að einn og hálfan sólarhring í höfn eftir löndun. Ef ekkert er að hafa nemur tekjutrygging háseta á loðnuskipi um 110 þúsund krónum á mánuði. Um 14 manns eru að jafnaði í áhöfn loðnuskipa en 15 manns á þeim allra stærstu. Þótt einhverjum kunni að þykja þetta há laun eru fulltrú- ar sjómanna ekkert of hressir með þá verðlagningu sem er á Ioðnu uppúr sjó. Sævar Gunn- arsson formaður Sjómanna- sambands íslands telur að það verð sem verksmiðjurnar greiða fyrir loðnutonnið sé allt- of lágt. Hann gagnrýnir SR-mjöl fyrir einhliða verðlagningu á loðnu til sjómanna á sama tíma og verðið sé frjálst á pappírun- um. „Þetta er ekkert verð því bæði er loðnan mjög feit og svo er afurðaverð miklu hærra en verið hefur,“ segir formaður SSÍ. Sverrir Leósson útgerðar- maður Súlunnar EA frá Akur- eyri telur að þessi mikla veiði muni ekki standa yfir í langan tíma. Hann er á því að loðnu- veiðin muni detta niður um miðjan næsta mánuð. Síðan verði lítið að hafa fyrr en með haustinu og fram í vetrarbyrj- un. Samkvæmt því sem hann segir mun veiðin glæðast á ný mn mánaðamótin janúar-febrú- ar á næsta ári og til vertíðar- loka í vor. -grh Fjölmiðlar Helgarpósturiim ekkí á hausinn Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Helgar- póstsins, segir blaðið ekki vera að fara á hausinn. Þvert á móti sé HP með já- kvæða eiginfjárstöðu og haldi áfram um ókomna tíð en prent- smiðjan Oddi neitaði HP-mönnum um prent- un á miðvikudagskvöld vegna skulda, að sögn Odda. Páll segir þá hafa gert samning við Odda þegar þeir keyptu blaðið en Helgarpóst- urinn var á þeim tíma alfarið í eigu Odda. „Inni í kaupsamningi var prentsamningur um ákveðið verð sem Oddi neitaði Helgarpóst- inum um prentun vegna skulda en ritstjóri HP segir prent- un hjá Odda óeðlilega dýra miðað við það sem hún kost- aði þegar Oddi átti HP. við gengum að. Við fórum svo að athuga með endurskoðun á prentsamningnum þegar við sáum að þetta var óeðlilega há upphæð sem þeir kröfðust fyrir prentun- ina en þetta var ekki athugað nægilega þeg- ar við keyptum blaðið. Við fórum fram á við- ræður um end- urskoðun á verðskrá og urðum enn stað- ráðnari í því þegar við komumst að því að þann tíma sem þeir áttu hlut í blaðinu létu þeir það greiða miklu lægri prentun." Páll segir Oddamenn hafa Eimskip Goðafoss keyptur Eimskip hefur gengið form- lega frá kaupum á Goða- fossi af þýskum eigendum skipsins. Eimskip hefur haft Goðafoss á svokallaðri þurr- leigu frá 1994 og á þeim tíma hefur hann verið í áætlunar- siglingum milli íslands og Norð- ur Ameríku. Goðafoss er 106 metrar á lengd og 19 metrar á breidd og getur borið 413 gámaeiningar. Hann var smíð- aður í Hamborg 1982 og er systurskip Bakkafoss og Detti- foss. Ellefu manna áhofn er á Goðafossi. Skipstjóri er Jón Þór Karlsson. Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Helgar- póstsins. hummað af sér viðræður um endurskoðun og að þeir hafi þá ekki sett Odda í forgang þegar kom að greiðslu reikninga. Helgarpósturinn var prentaður í ísafoldarprentsmiðju í gær. rm HP-eignarhluti enn óseldur Eignarhluti Alþýðubandalagsins í HP er enn óseldur. Vitað er til þess að fyrir hggi tilboð Helgar- póstsmanna en Heimir Már Pét- ursson segir að rætt hafi verið við tvo aðra hugsanlega kaup- endur. „Við ætlum ekki að selja okkar hlut í einhverjum tauga- æsingi, auðvitað reynum við að fá sem mest fyrir þetta eins og aðrir,“ segir Heimir Már. rm Bolungarvík Hálfs metra þorskar á stöng Púkar í mokveiði á hafn- arbrjótnum. Mikil þorsk- gengd í ísafjarðardjúpi. „Krakkarnir eru að fá á stöng um 50 sentimetra langa þorska hérna á hafnarbrjótn- um,“ segir Daði Guðmundsson á hafnarvigtinni í Bolungarvtk. Hann segist aldrei hafa séð annað eins þau 17 ár sem hann hefur unnið á vigtinni. Hann segir að mikið líf sé í sjónum við utanvert Ísaíjaröar- djúp og töluverð þorskgengd. Þarna er um að ræða hvítan og fallegan gönguþorsk sem tekur allhressilega í veiðistöngina þannig að hún svignar öll und- an þunganum. Það er því ekki að undra þótt kappsömustu púkarnir, þ.e. krakkarnir séu við veiðar á brjótnum fram yfir miðnætti á kvöldin þegar sam- an fer góð veiði og stillt og milt veður. Þrátt fyrir að þessi veiði sé fyrir utan kvóta er hún meira gerð til gamans enda hirða púkarnir alla jafna ekki aflann heldur láta hann í sjó á ný. Þessarar fiskgengdar hefur okki aðeins orðið vart við hafn- arbrjótinn í Víkinni heldur hafa menn einnig verið að fá væna þorska á stöng við innanverðan Skutulsfjörð. -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.