Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Page 10
10 - Föstudagur 18. júlí 1997
jEbtgur-®tnmm
Þeir bestu til Islands
Úrslitakeppni í Evrópu-
keppni landsliða, U-18,
hefst hér á landi í
næstu viku. Þá munu
allir efnilegustu knatt-
spyrnumenn álfunnar
sýna listir sínar auk
þess sem margir for-
ystumenn Knattspyrnu-
sambands Evrópu,
UEFA, munu heiðra
landið með nærveru
sinni.
Gestir frá 27
þjóðlöndum
Knattspyrnuveislan stendur frá
24.-31. júlí og er einn hápunkt-
ur 50 ára afmælisveislu KSÍ.
Leiknir verða 14 landsleikir á
tímabilinu á 6 völlum í 4 sveit-
arfélögum, Reykjavík, Hafnar-
fírði, Kópavogi og Akranesi.
Liðin sem hingað koma eru frá
Spáni, Portúgal, Ungverjalandi,
ísrael, Sviss, Frakklandi og ír-
landi. Um eitthundrað og
tuttugu leikmenn taka þátt í
mótinu auk fjölda aðstoðar-
manna og fararstjóra sem fylgir
hverju liði. Þegar allt er tahð
eru hinir erlendu gestir frá 27
þjóðlöndum. þá eru meðtaldir
starfsmenn UEFA og íjölmiðla-
menn.
Opnunarleikur mótsins ís-
land-Spánn fer fram á Laugar-
dalsvellinum 24. júlí kl. 20:00.
Mótinu lýkur svo með úrslita-
leiknum sem fram fer á sama
stað, 31. júlí kl.18:00.
Stærsta verkefni KSÍ
Evrópumótið er eitt stærsta
verkefni sem KSÍ hefur ráðist í
á 50 ára sögu sinni. Það liggur í
augum uppi að náttúrulegar
aðstæður hér eru ekki jafn hag-
stæðar og hjá þeim stórþjóðum
sem hér keppa. Þá er
fólksijöldanum ekki til að dreifa
hér á landi eins og hjá milljóna-
þjóðum Evrópu og því færri
hausar hér sem standa að baki
keppninni. Það sem íslendingar
hafa aftur á móti, fram yfír
flestar þjóðir, er samtaka ára-
lag þegar í stórt er ráðaist. KSÍ
sýnir enga minnimáttarkennd
þegar sambandið ræðst í að
hýsa keppni sem þessa. Um-
gjörðin er eins og hún best get-
ur orðið hérlendis. Allir geta
verið stoltir af aðstöðunni sem
risin er í Laugardalnum. Völl-
urinn og skrifstofuaðstaða
Knattspyrnusambandsins er til
fyrirmyndar og full boðleg
hverjum sem er. Þá er skipu-
lagning móts sem þessa ekki
eitthvað sem menn hrista fram
úr erminni í nokkrum kafftím-
um. Það þarf að skipuleggja
gistingar, akstur, að og frá leik-
stöðum, og aðstöðu fyrir fjöl-
miðlafólk sem verður all margt
hér meðan á mótinu stendur,
o.m.fl. Mikil vinna liggur því að
baki því sem gert hefur verið og
margir sjálfboðaliðar hafa lagt
hönd á plóginn. Á blaðamanna-
fundi í vikunni sagði formaður
KSÍ, Eggert Magnússon, þeir
væru tilbúnir í slaginn.
Knattspyrnuháskóli
Það verða ekki eingöngu al-
mennir áhugamenn og áhorf-
endur sem njóta þessarar
keppni hér. Keppnin er eins og
háskóli fyrir íslenska þjálfara
og knattspyrnumenn sem
margt geta lært af því sem boð-
Bjarni Guðjónsson.
ið verður upp á. Þjálfarar
þeirra liða sem sækja okkur
heim kunna eitt og annað fyrir
sér í þjálfun sem okkar menn
geta lært mikið af. þá verður
efnt til námskeiðs, fyrir þjálfara
í tengsliun við mótið þar sem
Andy Roxburgh, fyrrum lands-
Hðsþjálfari Skota, mun halda
fyrirlestra, bæði um unghnga-
þjálfun og meistaraflokksþjálf-
un. Fyrirlestrar Skotans verða í
Háskólabíói og námskeiðsgjald-
KNATTSPYRNA
Grindavík á uppleið
Frammistaða Grind-
víkinga í síðustu leikj-
um sínum hefur vakið
verðskuldaða athygli.
Undir stjórn Guð-
mundar Torfasonar,
hefur liðið verið að
leika mjög góða
knattspyrnu og bar-
átta og sigurvilji er í
fyrirrúmi hjá Grinda-
víkurstrákunum.
23 af 21 leikmanni
heimamaður
Margir spáðu Grindvíkingum
erfiðleikum á yfirstandandi
tímabili. Annað hefur þó komið
á daginn. Þegar mótið er ríflega
hálfnað er liðið um miðja deild
og hefur náð í 15 stig. Frá 6.
umferð íslandsmótsins hefur
liðið verið á góðri sighngu og
unnið 4 leiki af 6, þar á meðal
tvö af toppliðum deildarinnar,
Fram og KR.
Góður árangur Grindavíkur
liðsins er ekki síst merkilegur í
fjósi þess að, aðeins einn að-
keyptur leikmaður er í hðinu,
Kekic Sinisa. Menn eins og Mh-
an Stefaán Jankovic og Zoran
Lubicic teljast orðið til heima-
manna enda hafa þeir búið í
Grindavík og leikið með liðinu í
mörg ár. Það er því ekki per-
sónulegð frægð eða frami sem
strákarinir sækjast eftir, þeir
berjast fyrir UMFG. Þess vegna
vekur það furðu margra, hve
hinn almenni Grindvíkingur er
latur að mæta á völlinn og
styðja strákanna. Kjarninn, sem
stendur að baki liðinu, er á bil-
inu 50 - 100 manns, ef frá eru
taldir þeir sem sinna stjórnar-
störfum fyrir félagið. Það er allt
of lítið í bæ á stærð við Grinda-
vfk. Reyndar th skammar fyrir
bæjarbúa sem sýna frábæru
starfi stjórnarinnar, þjálfara og
leikmanna lítilsvirðingu með
sinnuleysi sínu.
Guðmundur Torfason
á réttri leið
Gæfa Grindavíkurliðsins er, að
hafa ekki fahið í þá freistni að
hafa rekið þjálfarann þegar illa
hefur gengið. Guðmundur
Torfason er greinhega að vinna
feikna gott starf í Grindavík.
Liðið er farið að leika árangurs-
ríka og skemmtilega knatt-
spyrnu, nokkuð sem öllum tekst
ekki að sameina. Hverju þakkar
hann velgengnina?
„f Grindavík er mjög góð að-
staða fyrir hðið, til fyrirmyndar.
Það er gríðar-
legt starf sem
unnið er á bak
við þetta.
Stjórnarmenn-
irnir vinna
mjög vel og
halda utan um
aht eins og best
verður á kosið.
Leikmehnirnir
mæta eins og þeir séu að mæta
í vinnu. Þeir fá líka allt til alls.
Það er reynt að gera þetta eins
og hjá alvöru hði. Það hefur
breytt miklu í hugarfari hjá
leikmönnum. Þeir fara að
hugsa stærra og eru svo líka til-
búnir að leggja sig fram“.
Guðmundur Torfason, þjálfari
Grindavíkur.
Nú er UMFG liðið að mestu
leyti skipað ungum leikmönn-
um sem ekki hafa mikla reynslu
af því að leika í efstu dehd.
Samt eru þeir farnir að spila
eins og þrautreyndir knatt-
spyrnumenn.
„Það er mjög gott að vinna
með ungu
strákxmum í
Grindavík. Þeir
eru alltaf th-
búnir að hlusta
og læra og það
skhar árangri.
Svo erum við
með góða
menn með
mikla reynslu,
eins og Jankovic, Guðlaug
Jónnsson, Ólaf Ingólfsson og
Zoran Lubicic og nú er Hjálmar
Hahgrímsson aftur að koma inn
í liðið. Þannig er blandan í hð-
inu góð og stígandinn hefur
verið góður aht frá því í fyrra.
Strákarnir gera sér vel grein
fyrir því hvað þeir geta og eru
thbúnir að fara eftir því sem ég
segi þeim. Einstaklingarnir eru
orðnir sterkari og þá verður
liðsheildin það líka.“
Góð samvinna
Þeir feðgar, Rjarni Andrésson,
formaður knattspyrnudeildar
UMFG, og Ólafur Örn Bjarna-
son, einn af efnilegustu knatt-
spyrnumönnum landsins, voru
að vonum ánægðir eftir sigur
hðsins á KR á dögunum. Ólafur
sagði gaman að vera Grindvík-
ingur nú. Hann var ánægður
með hvað hann hefur fengið að
spila mikið og hvað yngri strák-
arnir eru alltaf að fá meira og
meira hlutverk í liðinu. „Það
var fyrst og fremst samstaðan
sem tryggði okkur sigurinn á
KR. Við erum allir heimamenn
og þekkjumst orðið svo vel. Það
hjálpar okkur“, sagði Ólafur
Örn.
Bjarni tók undir það og sagði
að einstaklega gott væri að
vinna með þjálfaranum. „Þótt
ýmsar efasemdir komi upp þeg-
ar illa gengur stendur þessi
hópur ahtaf saman. Á því græð-
um við nú“. sagði formaðurinn.
Hefur unnið öll
Reykjavíkurfélögin
Að lokum má geta þess að á
yfirstandandi keppnistímabih
hafa Grindvíkingar náð að
vinna öll Reykjavíkurfélögin í
Sjóvár-Almennradeildinni. Liðið
gerði jafntefh við KR í Grinda-
vík en vann svo á KR velhnum,
1- 0. Liðið gerði jafntefli við Val,
í sínum fyrsta leik, á Hh'ðar-
enda en vann í Grindavík
3-1. Þá lagði Grindavík Fram,
2- 1, á heimavelh sínum.
Mikill uppgangur í
fótboltanum í Grinda-
vík. Frábær stjórn og
aðstaða leggja grunn-
inn að velgengninni.
ið er kr.2000. Þá er það ómet-
anlegt fyrir íslensku strákana
að kynnast jafnöldrum sínum
frá bestu knattspyrnuþjóðum
Evrópu á móti sem þessu. Allt
önnur tengsl myndast á milh
manna á slíku móti en í venju-
legum landsleikjaferðum. Bestu
íslensku strákarnir opna örugg-
lega austurgluggann og hver
veit nema tilboð um atvinnu-
mennsku sé handan við hornið.
Miði er möguleiki standi menn
sig.
íslenska liðið
er öflugt
Guðni Kjartansson, þjálfari ís-
lenska landsliðsins, er með öfl-
ugan hóp í höndunum. Margir
strákanna eru að leika í Sjóvár-
Almennrardehdinni og einn,
Bjarni Guðjónsson, er kominn í
atvinnumennsku til Newcastle.
Liðið hefur búið sig skipulega
undir átökin í allan vetur og tók
þátt í sterku æfingamóti á Ítalíu
í apríl síðast hðnum. Það er því
mikill hugur í okkar strákum og
þeir gera sér vel grein fyrir því
að þeir ráðast ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur. Strák-
arnir sem skipa íslenska hðið
eru þessir:
Markverðir
Guðjón Skúli Jónsson ÍA
Stefán L. Magnússon Fram
Varnarmenn
Björn Jakobsson ÍBV
Egill Skúli Þórólfsson KR
Freyr Karlsson Fram
Kristján H. Jóhannsson Reynir
Reynir Leósson IA
Miðjumenn
Arnar Jón Sigurgeirsson KR
Árni Ingi Pétursson Fram
Edilon Hreinsson KR
Gylfi Einarsson Fylkir
Stefán Gíslason KVA
Sóknarmenn
Arnar Hrafn Jóhannsson Valur
Bjarni Guðjónsson Newcastle
Guðmundur Steinarsson Keflavík
Haukur Ingi Guðnason Keflavík
Það er engin ástæða að ætla
annað en þessir drengir beri
merki íslands hátt.Th þess hafa
þeir fulla burði njóti þeir stuðn-
ings almennings á vellinum.
Það ætti engum að vera vork-
unn að koma á vöhinn og hvetja
strákana. KSÍ býður öhum þeim
sem vilja koma. Aðgangur er
ókeypis! gþö
KARFA
Lokað vegna
sumarleyfa
Er blaðamaður Dags-Tímans
ætlaði að afla sér upplýs-
inga hjá skrifstofu Körfuknatt-
leikssambands íslands greip
hann heldur betur í tómt!
„Skrifstofa Körfuknattleiks-
sambands íslands er lokuð
vegna sumarleyfa frá 14. júh'.
Opnum aftur 28. júlí.“
Það hggur mikið við þegar
starfsmenn næst stærsta sér-
sambandsins þurfa alhr að sóla
sig á sama tíma. Þá er sjopp-
unni einfaldlega lokað.