Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.08.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.08.1997, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. júlí 1997 - III Frá íslendingum og Skrælingjum á Grænlandi Hér myrða menn konur og börn í tjaldbúðum Inuíta. Þessi mynd Arons kemur vel heim og saman við íslenska frásögn af hermdarverkum og bardögum milli Inuíta og norrænu íbú- ana. Stríðinu lauk með því að íslendingunum var útrýmt. rænu na ið hvaðan honum barst sagan og hve gömul sögnin er. Um áreiðanleika sagnarinn- ar má deila. Það sem maður rokur fyrst augun í þegar farið er að rýna í sannleiksgildið, er hverjir voru til frásagnar eftir að gengið var milli bols og höf- uðs norrænu afkomenda nor- rænu lendnemanna. En þótt ekki sé hægt að benda með ótvíræðum hætti á heimildir, er ekki þar með sagt að þær haíi ekki verið til. Vel má vera að einhverjir norrænir menn, kannski börn, hafl með óþekkt- um hætti slæðst í fylgd með Ino- ítum og hafi verið til frásagnar þegar veiðimenn og landkönn- uðir fóru með ströndum Græn- lands og evrópskir menn settust svo að nýju þar að. Svo má ekki gleyma því að Inoítar bjuggu áfram á Grænlandi og þeir voru sagnamenn, þótt þeir ættu sér ekki ritmál. f þeirri frásögn sem hér fer á eftir er vert að gefa því gaum, að skýrt er frá hvenig Inoítar báru fram íslenska nafnið Ingjaldur og eins hinu að tekið er fram hvað þeir kölluðu sjálfa sig: Innuk. Þetta gæti bent til hvert heimilda er að leita. íslenski skrásetjarinn kallar frumbyggjanna aldrei eskimóa, heldur Skrælingja að fornri venju eða Innuk, á þeirra eigin máli. Þarna gæti verið vísbend- ing um að heimild „Sögubrots- ins“, sé frá Grænlendingum komin, hvernig svo sem kinn- bein þeirra hafa verið í laginu. Hitt er annað mál að mjög dregur höfundur taum íslend- inga og telur andstæðinga þeirra hina verstu morðingja. Samantekt: OÓ Maður bjó í Veiðiflrði á Grænlandi er Ingjaldur hét. Skrælingjar segja In- gilli. Hann átti marga sonu, er allir voru kvæntir og bjuggu þar í daln- um umhverfis höfuðbólið. Fólk þetta var vel kristið og hafði bæði kirkjur og kennimenn, og stóðu búhagir þeirra með blóma. Um þessar mundir tók vesturströnd Grænlands að Qölbyggjast af þeim lýð, er vér köllum Skrælingja, en sjálfir nefna þeir sig Innuk (Mann- kynið), hvert þeir eru komnir frá Ameríkuströndum, sem liggur 30 mílur þaðan; hverra innbúa mál þeir tala, greinir ekki í þessari frá- sögn. Fjöldi þessara tók bólfestu í Nabarhok, skammt frá Veiðifirði, og tóku að færa byggðir sínar ætíð meira suður eftir, hvar vetrarríki þótti minna. Var nú samganga millum Veiðfirðinga og norðan- manna, sem áttu lítt skap saman, vegna siðferðismunar hinna kristnu og heiðnu, sem ekki vildu láta telja sér sanna trú. Samt tóku nokkrir þessara sér bústaði við sjávarmál í Veiðifirði og reistu þar kofa sína og tjöld og lifðu á fiskveiðum. Fór nú svo fram, að rígur varð mikill, en réð þó hvorugur á aðra. Það var þá einhverju sinni, að smásveinar Veiðfirðinga léku við ströndina að bogum sínum, en með landi fram voru Skrælingja- synir með kajakka (húðskútu) og æfðu sig við að henda pílum og var einn þeirra þar í hinum miklu fremri. (Það sem sögubrotshöfund- ur kallar pílur eru greinilega skutlar, sem eru háþróuð veiðitæki Inm'ta). Þessi mælti til Veiðfirðinga, að sæmra væri þeim að nema íþróttir sínar en viðra skyrvambir í sel- skinni og tína bláber eins og hrafnar. llinir svara, að ekki þurfi þeir að standa á baki Skrælingjum um íþróttir, og ekki muni þessir betur hæfa með pílum sínum en þeir með bogaskeytum. Snéri þá Skrælingjasonur skútunni til lands, og sendi þeir skeyti sitt í hóp Veiðfirðinga, og varð tólf ára gamall piltur fyrir og féll dauður við, því pílan kom á hann miðjan. Æptu Skrælingjar fánalega og reru frá landi, en Veiðfirðingar skunda heim og segja feðrum sínum at- burðinn, og lét In- gjaldur bóndi kalla alla menn á móts við sig og gerir uppskátt, að hann vill fara að Skrælingjum þegar samdægurs og drepa þá alla eða stökkva þeim úr héraði. Var brátt að þessu undið og urðu sex tigir hraustra manna og fara nú hvatlega til strandar. Skræl- ingjar voru lítt við- búnir, því margir voru ókomnir af sævi, og svo er frá sagt, að héraðsbændur drápu þá niður hvern sem fyrir var, einnig konur og börn Skrælingja. En nú bar fjölda karlmanna að landi og þótti ógott að sjá umsvif Veiðfirð- inga. Laust nú í bardaga aliharð- an. Beittu Skrælingjar beinyddum pílum, en héraðsmenn höfðu sverð eður höggspjót, og féllu Skrælingj- ar því sem strá. Það er sagt af Ingjaldi bónda að hann sat á steini meðan bardaginn stóð, því hann mátti ei standa fyrir offitu sakir. Sóttu margir Skræl- ingjar að honum, og varð hann (jiigurra manna bani, sitjandi. Lauk svo, að þar féllu allir Skræl- ingjar og snéru héraðsbændur heim með sigur. Var Ingjaldi ekið á sleða og var hann ekki sár, en harla móður, því ístran þreytti hann meir en sóknin. Svo er sagt, að flmm féllu af Veiðfirðmgum, en ei vita menn tölu á Skrælingjun- unm, er féllu á fundi þessum, en það var ærinn Qöldi. Nú segir svo frá, að maður einn af liði Skrælingja, annað tveggja af hugbleyði eða fyrir kænskusakir, kastaði sér heilum í valinn og bilti um sig dauðum náum. Stendur hann nú á fætur, þegar hérðas- bændur eru sjónum horfnir, og hleypur til sjávar, kemst á húð- skútu eina, rær sem mest nætur og daga, kemur hann til Nabarhok, er ég vil kalla Stunnes, og hittir þar landa sína ekki fáa, greinir þeim hið ljósasta af fundinum og eggjar fast til hefnda. Voru Skrælingjar þessir ótrauðir, en kváðu, að hafa mundi kænleik við, ef duga skyldi að fara að þeim Veiðfirðingum. Láta þeir nú um kyrrt fram á vetur. En þegar ísa tók að leysa, hafa þeir gjörvan knörr mikinn af rekaviðarrimum, og þanið húðir um að utan, máttu þar á ganga 200 manna, og er sagt að Skræl- ingjar þannig hafi fyrst fundið upp kvennabáta sína. Halda þeir nú til Veiðiíjarðar og koma páskamorg- un að landi. Þá var helgihald mik- ið í Veiðifirði, og sáu nokkrir menn húðknörrinn mikla úti á firðinum, og deildu um hvað vera mundi, en flestir sögðu firnastóran hafísjaka reka fyrir straumi. Því eigi voru slíkar ferjur fyrr sénar, en húðirn- ar skafnar snjáhvítar á knerrin- um. Gáfu menn nú ekki gaum að þessu framar og fóru allir til kirkju. En það var siðvenja að enginn mátti láta sig finna utan kirkju. Voru því þangað borin börn öll og aðrir sem vanfærir voru. Nú þegar messa stóð sem hæst, komu Skrælingjar að bænum með 200 manns og höfðu allir miklar lyng- byrðar, sem þéna áttu fyrir skjöld móti sverðum þeirra Veiðfirðinga, en þau voru ekki að hræðast, því allir voru vopnlausir undir messu. Slá nú Skrælingjar hring um kirkjuna og létu grjót og pílur rigna inn á heimamenn, og er skjótt frá að segja, að þar féll In- gjaldur bóndi og allur hans ætt- leggur, því ekkert varð af vörn, því bæði voru menn vopnlausir og hálfu færri en Skrælingjar. Þó segja menn, að einn sona lngjald- ar slyppi út úr mannþrönginni, og hljóp til sjávar. Eltu hann 20 heið- ingjar, og varðist hann þar um hríð með rekastaur nokkrum, en svo lauk, að illmennin grýttu hann til bana. MINNINGA RGREINAR Guðfinna Guðmundsdóttir Guðfinna Guðmundsdóttir fæddist í Fjalli á Skeið- um 25. júlí árið 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljóshcimum 1. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Lýðsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, bóndi í Fjalli frá 1902, f. 17. apríl 1867 d. 8. mars 1965 og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Holti í Stokkseyrarhrepp f. 14. júlí 1883 d. 18. maí 1965. Systkini Guðfinnu voru Ingi- björg, f. 20. nóvember 1904 d. 22. maí 1989, bókari búsett í Reykjavík, Aldís, f. 20. maí 1906 d. 11. júní 1972, hús- freyja í Fjalli, Lýður, f. 11. febrúar 1980 d. 11. september 1981, bóndi í Fjalli, Sigríður Guðrún, f. 1. aprfl 1911, hús- freyja í Fjalli og Jón f. 3. nóv- ember 1919 d. 1. júní 1997, bóndi í Fjalli. Eftir barnaskólanám fór Guðfinna til náms í Iléraðs- skólann á Laugarvatni og stundaði síðar nám í fata- og kjólasaum. Guðfinna giftist 13. júní 1940 Valdimar Bjarna- syni, f. 23. mars 1911 d. 20. ! september 1964. Foreldrar hans voru hjónin Ingveldur Jónsdóttir f. 13. maí 1881 d. 19. janúar 1956 og Bjarni Þor- steinsson f. 7. júní 1876 d. 28. inars 1961, bændur á Hlemmi- skeiði. Guðfinna og Valdimar eign- uðust þrjú börn: Guðmundur f. 24. mars 1942, bifreiðarstjóri búsettur í Reykjavík, kvæntist Báru Kjartansdóttur. Þau slitu sam- vistum. Þeirra dætur eru Ás- laug Björt og Guðfinna Auður. Sambýliskona Guðmundar er Stella Gunnars. Ingibjörg f. 16. febrúar 1945, kennari búsett í Kópavogi, giftist Þorsteini M. Gunnarssyni, látinn. Þeirra börn eru Valdimar, Ingibjörg og Gunnar Bragi. Sambýlis- maður Ingibjargar er Ármann Árni Stefánsson. Bjarni Ófeig- ur f. 18. október 1949, bóndi í Fjalli, kvæntur Bryndísi Jó- hannesdóttur. Þeirra börn eru Hrönn, Valdimar og Svala. Langömmubörnin eru átta talsins. Guðfinna og Valdimar hófu búskap í austurbænum í Fjalli vorið 1940 en síðustu sex árin dvaldi Guðfinna á Ljós- heimum. Útför Guðfinnu fer fram frá Ólafsvallakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14:00. (8. ágúst) Okkur systkinin langar að kveðja hana Finnu ömmu með fáeinum orðum. Við ólumst upp á sama heim- ili og amma og það var okkur ómetanlegt, því þegar eitthvað bjátaði á var alltaf hægt að treysta á huggun ömmu, jafnvel þótt við hefðum gert eitthvert skammarstrik. Amma var alltaf hlý og góð og okkur þótti notalegt að fara inn í „ömmó“, sem var herbergið hennar ömmu, því hún lumaði oft á nammi eða öðru góðgæti. Hún amma átti mjög stóran þátt í því að göfga málfar okkar krakkanna því hún var stöðugt að leiðrétta okkur ef við beitt- um málinu ekki rétt, „það á að segja ég hlakka til en ekki mér hlakkar til“ o.s.frv. Amma brá sér í bæjarferð svona einu sinni til tvisvar á ári, til að heimsækja hin börnin sín og barnabörn í Reykjavík. Hún var vart farin að heiman þegar við vorum farin að spyrja foreldra okkar hvenær liún arnma kæmi heim aftur. í minningunni virðist þessi tími sem amma var í burtu sem heil eilífð, þó að hún hefði kannski ekki verið í burtu nema í viku eða svo. Og alllaf var gaman þegar amma kom aftur því þá var nokkuð víst að okkar biði eitthvað góðgæti og jafnvel dót. Amma var mikil handverks- kona og lagði sitt af mörkum til að flytja menningararfinn á milli kynslóða, því hún kenndi okkur mörg gömul handbrögð eins og t.d. að flétta bönd og bregða gjarðir. Það var ekki eins og að hún væri að þröngva þessari kunnáttu sinnni upp á okkur, því okkur þótti mjög spennandi að fylgjast með því sem amma var að gera og lang- aði að læra það svo að við gæt- um gert eins og amma. Ömmu féll sjaldan verk úr hendi og hafði hún alltaf eitt- hvað fyrir stafni, hvort heldur sem var að prjóna ullarsokka, vinna liluti úr leðri, búa til laxanet eða bara eitthvað allt annað. Við horfum á eftir ömmu okkar með eftirsjá, en það er okkur þó huggun að nú er hún komin til mannsins síns, afa okkar hans Valdimars. Vertu bless elsku amma og megi Guð gcyma þig. Hrönn, Valli og Svala.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.