Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.08.1997, Blaðsíða 4
Laugardagur 9. ágúst 1997
MINNIN GARGREINAR
|Dagur-'®TOmm
ANDLAT
Arinbjörn Steindórsson
Stéinagerði 19, Reykjavik, lést
á Landspítalanum fimmtudag-
inn 31. júlí.
Ásmundur Sigurjónsson
Iláteigsvegi 26, Reykjavík, lést
á Landspítalanum mánudag-
inn 4. ágúst.
Friðbjörg Guðinundsdóttir
Ásgarði 26, Reykjavík, andað-
ist á Landspítalanum 30. júlí.
Gunnar Ólafur
Engilbertsson
kennari, Prestbakka 1,
Reykjavik, lést á deild 11-E á
Landspítalanum mánudaginn
28. júlí.
Hörður Kristinn Eiríksson
Reykjamörk 16, Ilveragerði,
lóst á Sjúkrahúsi Suðurlands
mánudaginn 4. ágúst.
Katrín Gísladóttir
lést á Sólvangi laugardaginn
2. ágúst
Ketilríður Bjarnadóttir
Hraunbæ 158, Reykjavík, lést
mánudaginn 4. ágúst.
Kristinn Wium
Vilhjálmsson
bifvéiavirki lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 22. júlí sl.
Kristín Björk
Kristjánsdóttir
lést á Landspítalanum 31. júb'.
Magnús Ingvarsson
frá Minna-Hofi, Heiðvangi 13,
Hellu, lést á dvalarheimilinu
Lundi þriðjudaginn 29. júlí.
Skúli Jón Theodórs
flugvélstjóri, Rekagranda 2,
Reykjavík, lóst á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, Fossvogi, aðfara-
nótt íostudagsins 1. ágúst.
Sólveig Jónsdóttir
Hverafold 2, Reykjavík, and-
aðist á Landspítalanum
mánudaginn 4. ágúst.
Steinunn Jónsdóttir
Kópavogsbraut la, andaðist á
sjúkradeildinni í Sunnuhlíð
laugardaginn 2. ágúst.
Sturla Jósef Betúelsson
Hátúni 6, Reykjavík, andaðist
á krabbameinsdeild Landspít-
alans mánudaginn 4. ágúst.
Sveinn Árnason
lést á öldrunarheimilinu Hiíð,
Akureyri, mánudaginn 21. júlí
sl.
Unnur Jóhannesdóttir
frá Efra-Hofi, Garði, áður til
heimilis á Austurgötu 6, Hafn-
arfirði, lést á Landspítalanum
föstudaginn 1. ágúst.
Þorbjörg Ingólfsdóttir
Lindási, innri-Akraneshreppi,
lóst á Sjúkrahúsi Akraness
fimmtudaginn 31. júlí.
Þorgeir Pétursson
Bólstaðarhlíð 58, er látinn.
Þórhaila Oddsdóttir
frá Kvígindisfeili, Tálknafirði,
lést á Hrafnistu 3. ágúst.
Þórhallur Barðason
frá Siglufirði lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði fimmtudaginn 31.
júlí sl.
Leiðrétt-
ing
Þau mistök urðu í síðustu ís-
lendingaþáttum að breytt
var nafni höfundar minning-
argreinar um Friðrik Þor-
valdsson. Hið rétta er að
greinina skrifaði Bernharð
Haraldsson, en ekki Benj-
amín, eins og misritað var.
Eru viðkomandi beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
Gunnar kristinn Jónsson
Gunnar Kristinn Jónsson
fæddist • Merkigili í
Eyjaflrði 7. maí 1921.
Hann lést á Landspítalanum
að morgni 12. júlí síðastliðins.
Foreldrar hans voru hjónin
Jón Sigurðsson, bóndi á
Mcrkigili f. 11. júlí 1888, d. 11.
apríl 1954 og kona hans Rósa
Sigurðardóttir, f. 1. júh' 1893 á
Snæbjarnarstöðum, d. 19.
september 1987. Systkini
Gunnars eru: Guðrún Rósa, f.
20. maí 1919, Þorgerður Jó-
hanna, f. 7. júní 1924, Hólm-
fríður, f. 23. nóvember og Páll,
f. 1. nóvember 1931.
Gunnar kvæntist 1953 Geir-
þrúði Júhusdóttur frá Elms-
horn í Þýskalandi, f. 8. júh
1920. Börn þeirra eru: 1)
Sigurður, f. 26. janúar 1954,
læknir í Ólafsvík. Sambýhs-
kona hans er Svanhildur Jóns-
dóttir f. 16. desember 1955.
Börn þeirra eru Helga Kristín
f. 22. maí 1990 og Davíð Karl
f. 7. janúar 1992. 2) Auður, f.
16. september 1957, kennari
við Verslunarskóla Öslands.
Sambýhsmaður hennar var
Róbert Mokee, f. 9. nóvember
1954, þau skildu. Sonur þeirra
er Arnar f. 8. janúar 1976.
Útför Gunnars fór fram frá
KapeUunni í Hafnaríjarðar-
kirkjugarði 17. júhsíðastUðinn.
Kvöldkyrrðin ber þér
kveðju mína
út ívorið, út íalheiminn
þennan ósýnilega heim
sem mannlegt auga sér ekki
leyndardóm Guðs.
Gunnar var næstelstur okkar
systkinanna, en fyrstur til að
kveðja þetta jarðlíf. Sem barn og
ungur maður hafði hann alla tíð
verið mjög hraustur, en um 27 ára
aldur fór hann að þjást mikið íbaki
vegna brjóskloss, sem leiddi til
þess að hann þurfti að leggjast inn
á Sankti Jósepsspítala í
Hafnarfirði í tvígang, seinna
skiptið árið 1952 og var þá gerð á
honum mikil aðgerð. Hann náði
sér furðuvel eftir þessi veikindi
enda maðurinn hraustur að
eðlisfari. Á Sankti Jósepsspítala
kynntist Gunnar eiginkonu sinni,
Geirþrúði Júlíusdóttur og giftu þau
sig árið 1953. Þau bjuggu fyrst
stuttan tíma í Reykjavík, en
byggðu sér síðan hús að IJáukinn
7 í Hafnarílrði, þar sem þau hafa
búið síðan. Þau hjónin voru bæði
framúrskarandi hirðusöm og bar
snyrtimennska bæði úti og inni
þess glöggt vitni. Garðurinn við
húsið þeirra var sannkallað
augnayndi. Þar fóru saman
skrautjurtir, ótal tegundir af græn-
meti, jarðarber og rifs. Um allt
þetta annaðist Geirþrúður með
hjálp bónda síns. Fljótlega eftir að
Gunnar kom suður fékk hann
vinnu hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli, þar sem hann
vann til 68 ára aldurs. Geirþrúður
var heimavinnandi á meðan
börnin voru að komast upp og alla
tíð síðan, sem var öllum á
heimilinu mikils virði.
Gunnar var nýorðinn 76 ára
þegar hann lést. Við sáumst ekki
oft í seinni tíð, enda farið að draga
úr ferðalögum hjá honum og hann
ekki hraustur. En við töluðum oft
saman í súna, og ekki datt mér í
hug þegar hann hringdi í mig 16.
júnísíðastliðinn, að þetta væri síð-
asta samtalið okkar hérna megin
við landamærin. Það lá vel á
honum eins og ávallt og ég hafði
orð á þvíað nú æltaði ég að hringja
næst til hans. En það sannaðist nú
eins og oft áður að það er stutt á
milli lífs og dauða. Það var rétt um
sólarhring síðar, sem hann var
orðinn veikur. Komst hann aldrei
til meðvitundar eftir það og and-
aðist 12. júlí.
Gunnar hélt mikið upp á
júlímánuð. Eftir að hann fluttist
suður tók hann sór yfirleitt
sumarfrí í júlímánuði og keyrði þá
norður til Akureyrar með konu og
börn. Það var ekki brugðið út af
vananum. Á hverju ári á meðan
börnin voru heima var hann
mættur með fjölskylduna 1. júh' kl.
3 í síðasta lagi hálf fjögur, því
hann var mikill mínútumaður.
Fyrir rúmum ijórum áratugum
voru vegir ekki eins greiðfærir og
nú er, svo það gefur auga leið að
það hefur verið farið snemma á
fætur á þeim bæ þegar mæta átti
til mömmu í seinnipartskaffið
norður á Akureyri. Það var aldrei
stoppað lengi, en htið inn til allra
nákominna, því að húsbóndinn
vildi gjarnan nota sinn frítíma til
að ditta að húsi sínu og garði.
Einnig þurfti stundum að laga
bílinn.
Ég þakka liðnar samveru-
stundir og sendi flölskyldu Gunn-
ars innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Hólmfríður.
Hallgerður Jónasdóttir
Hallgerður Jónasdóttir tal-
símavörður fæddist 27.
nóvember árið 1927 í
Bandagerði við Akureyri. Hún
lést 2. ágúst 1997 á Dvalarheimil-
inu Hlíð á Akureyri. Foreldrar
hennar voru Ingibjörg Ilallgríms-
dóttir, húsfreyja, frá Úlfsstaða-
koti, BlönduhUð í Skagafirði, f. 9.
maí 1888, d. 26. apríl 1984, og
Jónas Sveinsson, kennari, bóndi
ofl., frá Litla Dal í Húnavatns-
sýslu, f. 4. desember 1873, d. 29.
mars 1954. Systkyni Hallgerðar
eru: 1) Sverrir Jónasson, sjómað-
ur, f. 24. maí 1922, lést af slysför-
um 25. september 1947. 2)
Sveinn Jónasson, bifreiðastjóri, f.
16. maí 1924. 3) Áslaug Jónas-
dóttir, húsmóðir, f. 14. aprfl 1929.
Hallgerður ólst upp í Banda-
gerði og varð gagnfræðingur
1944. Hún stafaði í mörg ár hjá
Skóverksmiðju Iðunnar og síðan í
yfir tuttugu ár sem talsímavörður
hjá Pósti og Síma á Akureyri.
Þann 25. aprfl 1948 giftist
Hallgerður Steingrími Guð-
mundssyni, Ieigubifreiðarstjóra
og síðar skrifstofumanni á Bæjar-
skrifstofum Akureyrar, f. 11. júlí
1916, d. 1. janúar 1987. Foreldr-
ar hans voru hjónin Unnur Guð-
mundsdóttir, húsfreyja frá Þúfna-
völlum i Hörgárdal, f. 5. júlí 1887,
d. 22 aprfl 1963, og Guðmundur
Benediktsson, bóndi og kennari,
frá Árbakka á Árskógsströnd, f.
3. október 1885, d. 13. ágúst
1919.
Börn Hallgerðar og Steingríms
eru: 1) Inga Jóna, húsmóðir, f. 28.
desember 1946. Fyrri eiginmað-
ur Ingu var Gunnar Kristinsson
járniðnaðarmaður, f. 9 nóvember
1940, lést af slysförum 26. ágúst
1973. Börn Ingu Jónu og Gunn-
ars eru: Steingrímur, rafmangns-
verkfræðingur, f. 18. júní 1964,
maki Sigrún Sigurðardóttir
meinatæknir, f. 13. maí 1962.
Dætur Steingríms og Sigrúar eru
Sif, f. 29. apríl 1987 og Saga f. 4.
september 1991. Hallgerður,
þroskaþjálfl og hársnyrtir, f. 15.
mars 1968, maki Þorsteinn Gunn-
arsson, læknir, f. 7. maí 1967.
Synir Hallgerðar og Þorsteins eru
Gunnar, f. 21. febrúar 1993 og
Steingrímur, f. 2. febrúar 1995.
Seinni maður Ingu Jónu er Stein-
grímur Einarsson, sjómaður, f.
25. aprí 1941. Sonur Ingu Jónu
og Steingríms er Gunnar Einar,
guðfræðinemi, f. 18. desember
1974, maki Erla Valdís Jónsdóttir,
sjúkraþjálfaranemi, f. 27. júb
1974. 2) Þorgeir, bifreiðasmiður,
f. 15. desember 1948, maki Dóm-
hildur Karlsdóttir, húsmóðir, f. 7.
júlí 1949. Synir Þorgeirs og Dóm-
hildar eru: Sigurbjörn, stýrimað-
ur, f. 16. febrúar 1971, unnursta
hans er Rósa Jónsdóttir, nuddari,
f. 20 júh' 1973. Steingímur,
sjúkraþjálfari, f. 2. janúar 1973.
Útför Hallgerðar fór fram frá
Akureyrarkirkju 8. ágúst 1997,
Nú ertu dáin elsku amma mín, þín
verður alltaf minnst sem duglegr-
ar og einstaklega góðrar konu. þú
hefur átt við mikil veikindi að
stríða en nú ertu frjáls amma mín.
þín er svo sannarlega sárt saknað,
en í gegnum sorgartárin er ljós og
þar ert þú nú. Ég er fullviss um
að nú h'ður þér vel í faðmi frelsar-
ans sem hefur tekið þig í ástar-
faðm sinn. Innst inni ríkti fögnuð-
ur í hjarta mínu þegar mamma
hringdi í mig og sagði mér að þú
værir dáin. Þá vissi óg að þjáning-
ar þínar voru á enda og barátt-
unni lokið, þú værir frjáls.
Allir sem þekktu þig vita hve
góða og duglega konu þú hafðir að
geyma. Þú hefur markað djúp
spor í hjörtum okkar allra, spor
sem verða aldrei fyllt. Þú varst
alltaf svo dugleg að hvetja mann
áfram, hvort sem það var í vinnu
eða námi. Og þú samgladdist
manni alltaf svo innilega þegar vel
gekk og þegar á móti blés hvattir
þú mann sem aldrei fyrr, orðið
uppgjöf var ekki til hjá þér.
Elsku amma mín ég minnist
þeirra mörgu góðu stunda sem við
áttum saman þegar mamma og
pabbi voru úti á sjó og þú hugsaðir
um mig á meðan. Þau voru ófá
skiptin sem við hlógum eins og vit-
leysingar, eða röbbuðum saman
um heima og geima. Sérstaklega
er mér eitt atvik minnisstætt þegar
kötturinn kom með músina inn til
okkar og uppi varð fótur og fit. þú
hjjópst og læstir þig inni í herbergi
og ég stökk upp á stói. Seinna
hlógum við oft að þessum atburði.
Takk fyrir allan stuðninginn,
elsku amma mín, sem þú hefur
veitt mér og Erlu konunni minni.
Ég gleymi ekki brosinu þínu þann
13. júlí í fyrra þegar við brúðhjón-
in örkuðum upp á Hh'ð þar sem þú
dvaldir og þú óskaðir okkur til
hamingju með daginn.
Elsku amma ég minnist þín
fyrst og fremst með þakklæti, gleði
og fögnuði. Megi góður Guð
geyma sálu þína og styrkja okkur
öll í sorg okkar, þú býrð í hjörtum
okkar allra.
þinn Gunnar Einar
Steingrímsson
Mig langar til að minnast Hall-
gerðar Jónasdóttur, ömmu og
nöfnu eiginkonu minnar, með
nokkrum orðum. Ég kynntist
Öbbu ömmu, eins og Hallgerður
var nefnd í daglegu tah, fyrir rúm-
um tíu árum. Þá hafði ég oft heyrt
hana nefnda enda var kona mín
mikið hjá henni sem barn og héldu
þær góðu sambandi alla tíð. Með
okkur Öbbu tókust strax góð kynni
og heimsóttum við hana iðulega er
við fórum til Akureyrar og einnig
heimsótti hún okkur til Reykjavík-
ur og tii Gautaborgar þar sem við
bjuggum um tíma. Abba var
ákveðin, dugleg, og yfir henni var
reisn og lagði hún mikið upp úr
því að vera vel til fara og að hafa
snyrtilegt í kringum sig. Á köflum
var h'fið erfitt fyrir Öbbu og var
m.a. eiginmaður hennar Stein-
grímur Guðmundsson heilsuveill
lengi áður en hann lést 1987. Hún
hafði gaman af ferðalögum og
ferðaðist víða um heiminn með
Steingrími og hélt því áfram eftir
andlát hans á meðan hún hafði
heilsu til. Abba var líka mikill ætt-
fræðigrúskari og gat rakið ættir
flestra þeirra sem nefndir voru í
okkar samræðum. Eitt var henni
þó sérlega hugleikið og það var
velferð barnabarna sinna og fjöl-
skyldna þéirra og hefur hún í
gegnum tíðina veitt okkur ómetan-
legan stuðning á ýmsan hátt.
Síðustu árin voru Öbbu mjög
erfið vegna veikinda sem að lokum
gerðu líf hennar óbærilegt. Ég
hitti Öbbu síðast fyrir tæpum
tveimur vikum og þá læddist að
mér sá grunur að þetta yrði í síð-
asta sinn er við hittumst í þessu
jarðlífi. Það var því með söknuði
en nokkrum létti sem við hjónin
brugðumst við andláti Öbbu þann
2. ágúst s.l. Eftir lifir minningin
um góða konu sem ávallt mun
skipa fastan sess í hugum okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Þorsleinn Gunnarsson.
■Sr ií <0 & ’fi.'® «