Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Blaðsíða 4
16 - FÖstudágiir 5. september 1997 UMBUÐALAUST iDagur-Címímt Að eiga bágt... „Ég á fastlega von á því að ég rífi mig upp klukkan hálftíu á laugardags- morgun og fylgist með frá byrjun", segir lllugi. Illugi Jökulsson skrifar Leyfist mér kannski að fara hér fáeinum orðum í til- efni af hinu sviplega frá- falli Díönu prinsessu af Wales, eins og það er ævinlega orðað þessa dagana. Það er dálítið merkilegt að verða vitni að sköpun goðsagnar sem mun sjálfsagt endast mannfólkinu Iangt fram yfir þarnæstu alda- mót til að kjamsa á, hugsa um og bera sig saman við. Önnur eins goðsögn hefur ekki orðið til nú um skeið, goðsögn sem stór hluti af heiminum virðist ætla að sameinast um; það þarf að leita að minnsta kosti þrjátíu ár aftur í tímann til að finna annað eins - þegar goðsagnir eins og John F. Kennedy og Marilyn Monroe dóu fyrir aldur fram eins og prinsessan af Wales. Og hver veit nema barnabörnin manns telji manni það einhvern tíma til tekna að hafa verið nálega jafnaldri heil- agrar Díönu og hafa haft í sjón- varpinu sem hvern annan fjöl- skylduvin svo til upp á hvern einasta dag. írafár Nú er kannski rétt að það komi fram að ég er varla í hópi þeirra sem hvað þyngst eru haldnir af sorg vegna hins svip- lega fráfalls prinsessunnar af Wales. Að sjálfsögðu hefði ég helst kosið að bflslysið hefði aldrei átt sér stað, því banaslys í umferðinni eru alltaf hryggi- leg, en ég varð aldrei var við að prinsessan segði eða gerði neitt skemmtilegt eða merkilegt í líf- inu, ekkert sem gerði missi hennar sárari fyrir mig per- sónulega en þó einhver annar sem ég kannast við af áheyrn en þekki ekki neitt hefði látið lífið í þessum undirgöngum. Hún gekk að eiga mann sem sjálfsagt er ekkert mjög skemmtilegur og eignaðist tengdafólk sem allt er heldur svona þumbaralegt og allt fór þetta hjónaband svona frekar í vaskinn, en mér tókst aldrei al- mennilega að hafa áhuga á þessu prívatdrama öllu, og les þó sitt af hverju í blöðunum með glöðu geði. Mér fannst æv- inlega eitthvað skrýtið við það að prinsessan skyldi ætlast til þess eftir á að öll heimsbyggðin vorkenndi henni ógurlega fyrir hjónabandsharmleik hennar, en í fyrsta lagi hefur nú stúlkan verið vitlausari en orð fá lýst ef hún hefur haldið að með því að giftast inn í Windsor-fj ölsky 1 d- una í Bretlandi væru lífsgleðin og hamingjan tryggð, og í öðru lagi hefur maður nú svo sem heyrt um verri hjónabönd held- ur en hennar og Karls prins. Það var því varla ástæða til að gera allt þetta veður. Opinber sjálfshjálp Nú verður það náttúrlega að viðurkennast að enda þótt ég hafi aldrei heyrt prinsessuna af Wales segja eða gera neitt Auðvitað er merki- legast við hið svip- lega fráfall prins- essunnar hve rceki- lega hefur opinher- ast alls konar hræsni sem við- gengst i voru nú- tímaþjóðfélagi. óvenjulegt eða eftirtektarvert, þá virtist þetta vera vænsta manneskja, og vissulega virð- ingarvert af henni undir lokin að ætla loksins að fara að nota frægð sína í einhverjum þarf- legum tilgangi, er hún tók upp á því að vekja athygli á þeirri hættu sem jarðsprengjur eru víða um heim, auk þess sem mig minnir endilega að hún hafi eins og hitt fræga fólkið eitthvað stússast í baráttunni gegn alnæmi - en miðað við alla þá gríðarlegu eftirtekt sem þetta fræga fólk sýnir þeim sjúkdómi mætti ætla að hann væri versta heilbrigðisvanda- mál heimsins, en því fer fjarri; það er bara óvenju há prósenta af fræga fólkinu sjálfu eða vin- um þess sem dáið hefur úr þessari veiki. Um prinsessuna má því segja að hún hafi verið hrifin brott loks þegar hún fór að gera eitthvað af viti, en hins vegar er það auðvitað tóm tjara þegar fólk er nú nánast að rétt- læta áhuga sinn á prinsessunni og sorg sína yfir hinu sviplega fráfalli hennar með því að hún hafi verið svo óskaplega iðin við að hjálpa lítilmagnanum og vinna góðgerðarstörf. Áhuginn á prinsessunni af Wales var allt frá upphafi af allt öðrum rótum runninn, einfaldlega af því að hún var fremur snotur prins- essa í fínum fötum sem gaf fólki þar á ofan endalausar kjafta- sögur að smjatta á og svo var hægt að vorkenna henni fyrir hjónabandsógæfu hennar, en það er alkunna að alþýðunni þykir ekki eins vænt um neinn og einhvern af fræga og ríka fólkinu sem hægt er að vor- kenna og finnast eiga bágt þrátt fyrir allt ríkidæmið, frægðina og fínu fötin. Og Díana prinsessa var í rauninni prýðilegt tákn yf- ir þá sjálfhverfu sjálfshjálpar- og sjálfsvorkunnartíma sem nú ríkja á Vesturlöndum; hún stundaði sína sjálfshjálp opin- berlega með áköfu samþykki almennings og íjölmiðla, en sú gamaldags skyldurækni við form og hefðir sem virðist hvað sem öðru líður vera þungamiðj- an í persónu Karls prins - og skyldi engan undra eftir upp- eldi í faðmi Windsorljölskyld- unnar - sú skyldurækni er í besta falli tahn skoplegt aðhlát- ursefni og í versta falli merki um kulda og eintrjáningshátt, og nú heimta meira að segja til- tölulega virðuleg blöð á Bret- landi að Karl grenji opinberlega fráfall fyrrum eiginkonu sinnar. Hræsnin er ótrúleg En það er best að ítreka að ég varð aldrei var við annað en Dí- ana sáluga væri hin vænsta manneskja og því sjálfsagt að sjá eftir henni eins og öðru til- tölulega ungu fólki sem deyr frá krökkunum sínum. En auðvitað er merkilegast við hið sviplega fráfall prinsessunnar hve ræki- lega hefin- opinberast alls kon- ar hræsni sem viðgengst í voru nútímaþjóðfélagi. Nú veit ég auðvitað ekki frekar en aðrir nákvæmlega hvernig dauða hennar bar að höndum en þarf vonandi ekki að hafa mörg orð um þá fyrirlitlegu iðju ljós- myndara að hggja í leyni fyrir frægu fólki og eltast við það endalaust. Ljósmyndararnir sem voru að eltast við Díönu eiga náttúrlega ekkert nema andúð skilið, en eins og margir ijölmiðlamenn hafa líka bent á til að reyna að réttlæta kollega sína, þá myndu þessir ljós- myndarar vitaskuld ekki bruna á mótorhjólum og þyrlum eftir fræga fólkinu nema af því al- menningur er sólginn í að sjá myndirnar sem þeir taka. Og svo má líka fara annan hring í hræsninni og segja sem svo að víst kaupir almenningur blöðin þar sem myndirnar birtast en kann ekki að vera að hin gegndarlausa samkeppni fjöl- miðlanna um slíkar myndir hafi beinlínis skapað eftirspurnina, fremur en að hún hafi alltaf verið til staðar í þeim mæli að kallað hafi á svo frekjiflegar að- farir. Og sjálft hefur fræga og ríka fólkið átt sinn þátt í að vekja upp þessa ærsladrauga ijölmiðlanna með því að vilja notfæra sér þá stundum, þegar því sjálfu hentar, en þar stóð víst enginn Díönu prinsessu á sporði. Og svo er enn hræsnað í fjöl- miðlunum þegar þeir þurfa að fjalla um gagnrýnina sem Ijós- myndararnir hafa orðið fyrir; þá er nefnd mörg snaran í hengds manns húsi. Morgun- blaðið hefur til dæmis skrifað af nokkurri vandlætingu um fram- ferði Ijósmyndara þeirra sem hér um ræðir, en eins og bent hefur verið á hefur Morgun- blaðið aldrei hikað við að birta þær myndir þeirra sem komist hafa í umferð. Og Jónas Krist- jánsson ritstjóri DV skrifaði í gær leiðara í blað sitt þar sem hann hæddist að þrá almenn- ings til að lifa sig inn í meira og minna ímyndaðan heim fræga og ríka fólksins, en blaðið hans hefur líka birt allar shkar myndir af mikilh ánægju og hefði til dæmis alveg áreiðan- lega birt fallegar myndir af Dí- önu prinsessu og Dódí Al-Fayed þar sem þau óku burt frá Hilton hótehnu í glæsilegum Mercedez Benz eftir rómantískan kvöld- verð - bara ef bflstjórinn hefði ekki verið fullur og keyrt svona hratt og ljósmyndararnir hk- lega verið aðeins of aðgangs- harðir í þetta sinn. Þannig hefur hið sviplega fráfah prinsessunnar af Wales sýnt okkur ofan í ormagryíj u hræsninnar sem þrífst svo skammt undir yfirborði siðfág- unarinnar í hugum oss nútíma- fólks. Og ekki er allt búið enn, útförin er eftir, og það er alveg sama hvað óg þykist hór setja mig á háan hest - ég á fastlega von á því að ég rífi mig upp klukkan hálftíu á laugardags- morgun og fylgist með frá byrj- un. Pistill Illuga var fluttur í morgunútvarpi Rásar 2 í gœr.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.