Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Síða 6
18 - Föstudagur 5. september 1997
4Dagur-®ímmn
••
1 LIF FJOR
...haustinu og
fegurð þess í
náttúrunni:
réttir heíjast
senn, berin eru
þroskuð, sjó-
birtingar í ám,
og nú dýpka
skuggar og
andstæður ljóss
og lita skerpast þar sem gengið er um völl.
Njótið náttúrunnar! segir Dagur-Tíminn (en ef
veðurspáin er algjörlega afleit mælum við með
rólegu matarboði með nánum vinum á laugar-
dagskvöld).
Lu Hong í Gallerí Fold
Kínverska listakonan Lu Hong opnar á
laugardag sýningu á verkum sínum í
baksal GaJleris Foldar við Rauðarárstíg.
Sýninguna nefnir listakonan Fjöll - þoka -
hestar.
Lu Hong, sem búsett hefur verið hér á
landi frá 1990, notar eingöngu hefð-
bundin kínversk verkfæri og efni við list-
sköpun sína. Penslarnir eru handgerðir
úr geitarhári. Liturinn er kínverskt blek
sem hún blandar sjálf eftir aldagömlum
hefðum. Pappírinn er handgerður og un-
inn úr bambus eftir 2000 ára hefð.
Þrjár listakonur í Gerðarsafni
Þrjár listakonur sýna um þessar mundir i Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni.
Kristín Jónsdóttir sýnir pappírsverk þar sem íslensk örnefni eru skrifuð í runu
með blýanti og bleki. Einnig sýnir hún stóra skúlptúra úr ull, plexigleri og fleiri
efnum. Minningin er kjarninn í verkum Málfríðar Aðalsteinsdóttur. í þeim stílfærir
hún iðulega form úr íslensku landslagi, fjöll, hraun og önnur náttúrufyrirbæri.
Þriðja listakonan er Ragna Ingimundardóttir sem sýnir stóra, litríka vasa og
mósaíkborð. Sýningu listakvennanna lýkur sunnudaginn 21. september.
|Dagur-<3Itmmn
Hrukkurnar burt, takk
To hell with all of us
Laugardaginn 6: september kl. 21 verður opnuð sýningin „To
hell with all of us“ í International Gallery of Snorri Ásmunösson á
Akureyri. Margir reglulega huggulegir listamenn taka þátt og eru
flestir búsettir í Bandaríkjunum en eru vinir Akureyrar. Má.-þar
nefna Snorra, eiganda gallerisins og Bruce Conkle.
Af fleiri (slandsvinum má nefna Aimee Simmons sem fæddist á
herstöðinni á Keflavíkurflugvelli fyrir 27 árum síðan. Lengi framan
af bar hún íslendingum ekki góða söguna enda voru herstöðvar-
andstæðingar oft mjög tillitslausir gagnvart börnum hermanna
og hreyttu gjarna í þau ónotum. Svo lauk kalda stríðinu. Aimee
kynntist nokkrum hressum Akureyringum og síðan hefur slefið
ekki slitnað á milli dátadótturinnar og klakans.
Að lokum má nefna Ryan nokkurn Drew Mellon sem var hand-
tekinn berrassaður á Þingvöllum hérna um árið.
Alls eiga 21 listamenn frá hinum ýmsu löndum, borgum og bæj-
um verk á sýningunni og ættu því allir að finna eitthvað við sitt
hæfi. Ekki síst þeir sem hafa áhuga á hverskyns helvítum.
Sýningin stendur til 19. september.
mælir með
Sýning barnanna
í Gerðubergi
í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi verður opnuð á laugardag-
inn Ijósmyndasýning af listsköpun
barna frá Noregi, Svíþjóð, Dan-
mörku, Finnlandi og íslandi.
Börnin hafa öll unnið með náttúr-
una hvert í sínu heimalandi.
Vinnuferlið varJjósmyndað og
skráð og er afraksturinn farand-
sýning sem farið hefur um öll
Norðurlönd.
Framlag íslands á sýningunni er
frá námskeiði í Listasmiðju barna í
Gerðubergi frá sumrinu 1996.
Námskeiðið fékk heitið „Að skapa
í og með náttúrunni“. Auk þess lögðu leikskólabörn á Kjalarnesi til vinnu. Börn
eru sérstaklega veikomin á opnun sýningarinnar og þar gefst þeim kostur á að
skapa listaverk í umhverfi Gerðubergs.
...að ef þornar fari menn í sveppatínslu. Gnægð
er af sveppunum í Vaðlareitnum rétt við Akur-
eyri og eru stóru og girnilegu lerkisveppirnir
sem þar spretta óðfluga algjört lostæti.
...að fólk sofi út um helgina.
...að íslending-
ar sýni prins-
essu fólksins
virðingu og
þakklæti og
íylgist með
beinni sjón-
varpsútsend-
ingu frá útför
hennar á laug-
ardagsmorgun.
Seinna um
daginn væri vel
við hæfi að
leggja blóm á
flöt breska
sendiráðsins.
WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/
Nú þarf fólk á andlits-
hrukkustiginu ekki leng-
ur á svokallaðri andlits-
lyftingu á að halda. Nú er ein-
faldlega skipt um andlit með
leysigeislaskurðaðgerð. Alla-
vega er þetta framkvæmt á afar
einfaldan hátt í kvikmyndinni
Face Off, þar sem stórleikar-
arnir John Travolta og Nicholas
Cage fara á kostum. Eg vona að
enginn verði sár yíir að ég skuli
ljóstra uppi aðal efnisþætti
myndarinnar hér og nú. Mynd-
ina sá ég að sjálfsögðu klukkan
ellefu í Borgarbíói á Akureyri
sl. mánudag. Kæru lesendur,
(eða er það bara lesandi?)
myndin var frábær skemmtun
þrátt fyrir þessa fyrrnefndu
óhugnanlegu hugmynd um and-
litshúðarskiptingaraðgerð ef
svo má kalla, en hugmyndin er
mjög frumleg. Hver myndi ekki
vilja skipta um andlit í smá
tíma eins og John Travolta
gerði í myndinni til að bjarga
„andliti" Los Angeles-borgar?
Pað eru ýmis þjóðkunn andlit
sem koma upp í huga mér eins
og... nei, nei. Eins og áður
sagði léku þeir félagar Travolta
og Cage hreint afbragðs vel,
ótrúlega vaxandi leikarar með
hverri mynd. Söguþráðinn tók
mig smátíma að samþykkja, en
sættist á hann vegna frumleika.
Tónlistin var einkar skemmtileg
og féll hún vel að hraða mynd-
arinnar. Áhættuatriðin voru
mörg hver afar hættuleg (hvað
veit ég hvað er hættulegt og
hvað ekki?). En þau voru vel
gerð. Var myndin of löng? Þið
verðið sjálf að dæma um það.
Ég er ekki frá því að hún sé að-
eins of löng. En hvað með það,
hún fær þrjár og hálfa stjörnu.
Ég sá einnig myndina Bull-
etproof í vikunni. Það er ekki
svo að mér hafi leiðst þessa vik-
una. Það er bara svo góð
skemmtun að fara í kvikmynda-
hús. Eitthvað um Bulletproof.
Ágætis afþreying. Ekki frá því
að Beverly Cops-húmor væri
reyndur (sá húmor var orðin
býsna þreyttur). Aðalleikararn-
ir Adam Sandler og Damon
Wayans sluppu þokkalega frá
sínu og kitluðu þeir mínar hlát-
urtaugar nokkuð oft verð ég að
viðurkenna. Viðurkenna, þetta
gengur allt út á það. Sem sagt,
tvær stjörnur.
Þannig að ég átti ágætis bíó-
viku en langar svona rétt í lokin
(ofnotað, rétt í lokin) að koma
ábendingu til þeirra Borgar-
bíósmanna að fjöldi fólks sakn-
ar sjösýninga. Dauður tími hjá
mörgum áður en haldið er heim
á leið úr vinnu. Hvað er þá
betra en að sjá eina góða
mynd?
HELGIN FRAMUNDAN ^ HVAÐ ER I BO