Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Qupperneq 7
JDagur-tDrtmm Föstudagur 5. september 1997 -19 LIF FJOR HVAÐ ER I BOÐI? NORDURLAND Gallerí + Hollenski listamaðurinn Stan Ronken er með sýningu í Gallerí + á Akureyri. Um er að ræða þrjú málverk máluð beint á vegginn og innsetningu. Sýn- ingunni lýkur klukkan 18:00 á sunnu- dag. Elli á Kaffi Karólínu Erlingur Jón Valgarðsson (Elli) opnar myndlistarsýningu á Kaffi Karólínu laugardaginn 6. september klukkan 14:00. Öll verkin eru unnin á þessu ári en alls eru sjö verk á sýningunni sem unnin eru í akríl og grjót. Erling- ur stundaði listnám á íslandi og Sví- þjóð og hefur tekið þátt í samsýning- um hér heima og í Svíþjóð, auk tveggja einkasýninga í Deiglunni 1995 og 1996. Engin boðskort verða send út en allir eru að sjálfsögðu vel- komnir. Ferðafélagar í Svarfaðardal Laugardaginn 6. september gengst Ferðafélag Svarfdæla fyrir vinnuferð yfir Reykjaheiði milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, ætlunin er að ganga milli byggða frá Reykjum í Ólafsfirði upp Heiðardal yfir í Böggvistaðadal ofan Dalvíkur og endurhlaða í leiðinni vörður á þessari gömlu þjóðbraut og póstleið. Ferðafélagar munu leggja af stað frá Dalvík klukkan 10 á laugardags- morguninn, þeir fara frá Shell-stöð- inni. Kaffi Akureyri um helgina Á föstudagskvöld sjá þau Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson um fjörið. Á laugardagskvöld sér Pétur Guð- jóns um dans og diskótónlistina frá árunum 1975-1985, í bland við ís- lenska stuðsmelli. Frá Ferðafélagi Akureyrar Laugardaginn 6. september verður gegnið á Kaldbak. Kaldbakur er hæsta fjall við utanverðan Eyjafjörð að austan, upp af innanverðri Látra- strönd. Sunnudaginn 7. september verður farið í Seljahjallagil í Mývatnssveit. Brottför kl. 09:00. Upplýsingar og skráning á skrifsstofu félagsins að Strandgötu 23, sími 462 2720. Flóamarkaöur verður á Hjálpræðishernum, Hvannavöllum 10 á föstudaginn klukkan 10-17. í boði er gott úrval af fatnaði á vægu verði. HÖFUÐBORGARSVÆDIÐ Fundur esperantista Esperantistafélagið Auroro heldur fund að Skólavörðustíg 6b kl. 20.30 í kvöld. Rætt verður um námskeið og vetrarstarfið almennt. Kynnt verður nýtt leikritasafn eftir króatíska höf- unda og málhornið skipar sinn sess í dagskránni. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Leikfimi í Víkingsheimilinu, Stjörnu- gróf, verður í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 10.50 byrjar í dag 5. sept. Danskennsla verður í Risinu á fimmtudögum kl. 20.30 í september. Kolfinna Sigurvinsdóttir kennir kú- rekadans (línudans). Gönguferð og staðarskoðun í Viöey Framundan er næstsíðasta útivistar- helgin í Viðey á þessu sumri. Að venju verður gönguferð á laugardag kl. 14.15 og síðan staðarskoðun heima fyrir eftir hádegi á sunnudag. Bátsferðir út í Viðey hefjast kl. 13 báða dagana og verða á klukku- stundarfresti til kl. 17, en í land aftur á hálfa tímanum til kl. 17.30. Ljósmyndasýningin í Viðeyjarskóla er nú aðeins opin fyrir hópa sem panta fyrirfram en Hestaleigan i Laxnesi er að störfum. Veitingahúsið í Viðeyjar- stofu er opið frá kl. 14. Frá Nýlistasafninu Laugardaginn 6. sept. kl. 15 verða opnaðar fimm sýningar í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg 3B í Reykjavík. I neðri sölum sýna Olga Bergmann og Anna Hallin frá Svíþjóð. Hafdís Helgadóttir sýnir í Bjarta og Svarta sal og í Súmsal sýna Nikolaj Pavlov og Yuri Spiridonov frá Jakútíu. Arnar Herbertsson er gestur safnsins í Setustofunni. Elvis fyrir börnin Á sunnudag kl. 14 hefjast að nýju kvikmyndasýningar fyrir börn í Nor- ræna húsinu. Að þessu sinni verð- ur sýnd sænska myndin Bvis! El- vis! sem er gerð eftir sögu Maríu Gripe. Elvis er sex ára og verður bráðum sjö. Hann er skírður í höf- uðið á átrúnaðargoði og hetju móður hans, Elvis Presley. Elvis er ósköp venjulegur strákur og tekur upp á ýmsum skemmtilegum hlut- um ásamt vinkonu sinni henni Önnu Rósu. Myndin segir frá æv- intýrum þeirra og samskiptum við fullorðna fólkið. Myndin er með sænsku tali. Aðgangur er ókeypis. Síðdegistónleikar Hins hússins Síðdegistónleikarnir hefjast að nýju í dag eftir mánaðarfrí. Þeir verða framvegis haldnir á Geysi Kakóbar sem er nýtt kaffihús i Hinu húsinu. Kolrassa krókríðandi spilar á þess- um fyrstu tónleikum vetrarins, sem hefjast stundvíslega klukkan 17. Gleðisöngleikur Prinsessan Gleðisöngleikurinn Prinsessan er samstarfsverkefni leikfélagsins Reg- ínu og Sniglabandsins og fjallar á gamansaman hátt í tali, tónum og myndskeiðum um dag einn í lífi kon- ungsfjölskyldu I litlu og óþekktu kon- ungsríki. Prinsessan á 21 ára afmæli og konungur hefur látið þau boð út ganga að öllum sé frjálst að berjast um hver hlýtur prinsessuna og hálft konungsríki með. Það eru ellefu leik- arar og dansarar sem taka þátt í sýningunni og Sniglabandið sér um tónlistina. Mendelsohns og Brahms minnst Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Listasafni Kópavogs þar sem Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja fjöl- breytta efnisskrá, m.a. lög eftir Felix Mendelsohn og Joh. Brahms og minnast þess með því 150 ára af- mælis Mendelsohns og 100 ára ár- tíðar Brahms. Auk þess flytja þau nokkrar alþekktar perlur íslenskra sönglaga og þrjú lög eftir Victor Ur- bancic. Einnig mun Gunnar Kvaran sellóleikari flytja með þeim Rann- veigu og Jónasi lög eftir frönsku meistarana J. Massenet og H. Berlioz. Djass í Tjarnarbíói Sunnudaginn 7. september munu þeir Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson halda tónleika í Tjarnarbiói við Tjarnargötu. Á efnisskránni verð- ur efni sem þeir félagar hafa verið að taka upp og hyggjast gefa út. Tón- leikarnir verða og hljóðritaðir. Þó svo þeir félagar hafi starfað sam- an um árabil þá er þetta einungis í annað skiptið sem þeir koma fram saman í dúó-formi. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20.30 og aðgangseyrir er 1000 kr. Myndlistasýning á Lóu- hreiörinu Ólafur Sveinsson, myndlistarmaður, opnar sýningu á verkum sínum á Kaffistofunni Lóuhreiðrinu Kjörgarði Laugavegi 59. Á sýningunni verða tréristur og einþrykk. Ólafur hefur áður haldið einkasýn- ingar hérlendis og tekið þátt í sam- sýningum bæði hérlendis og í Dan- mörku. Sýningin verður opin frá 8. september og út septembermánuð á opnunartíma Lóuhreiðursins. LANDIÐ Ljóöatónleikar Margrétar Bóasdóttur Margrét Bóasdóttir sópran og Ulrich Eisenlohr píanó flytja Ijóðatónleika í Reykholtskirkju, Borgarfirði í kvöld kl. 21. Efnisskrá þeirra er að mestu sú sama og á tónleikum þeirra fyrr á árinu, í ýmsum borgum Þýskalands; íslenskar þjóðlagaútsetningar eftir Fjölni Stefánsson, Ijóðasöngvar eftir Franz Schubert, Jórunni Viðar, Ed- vard Grieg, Jónas Tómasson og Jón Hlöðver Áskelsson. Þau verða einnig með tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. september kl. 20.30; á vegum Tónlistarfélags ísafjarðar í Sal Frímúrara á Isafirði þriðjudaginn 9. sept. kl. 20.30; og í Gerðarsafni í Kópavogi sunnudaginn 14. sept. kl. 20.30. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20 ÞRJÁR SYSTUR eftir Anton Tsjekhof Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas Tónlist: Faustas Latenas Leikstjórn: Rimas Tuminas Leikarar: Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Halldóra Björnsdótt- ir, Edda Arnljótsdóttir, Arnar Jónsson, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Kormákur, Gunnar Eyj- ólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Sigurður Skúlason, Randver Þorláksson, Stefán Jónsson, Guðrún Steph- ensen, Sigurður Sigurjónsson. Frumsýning föd. 19/9 kl. 20,2. sýn. Id. 20/9,3. sýn. sud. 21/9,4. sýn. fid. 25/9,5. sýn. sud. 28/9. Sala og endurnýjun áskriftakorta er hafin. Innifalið í áskriftarkortl eru 6 sýningar. 5 sýningar á Stóra sviðinu: ÞRJÁR SYSTUR - Anton Tsjekhof GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir HAMLET - William Shakespeare ÓSKASTJARNAN- Birgir Sigurðsson KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertholt Brecht 1 eftirtalinna sýninga að eigin vali: LISTAVERKIÐ - Yazmina Reza KRABBASVALIRNAR - Marianne Goldman POPPKORN- Ben Elton VORKVÖLD MEÐ KRÓKÓDÍLUM - Hallgrímur H. Helgason GAMANSAMI HARMLEIKURINN - Eve Bonfati og Yves Hunstad KAFFI - Bjarni Jónsson MEIRIGAURAGANGUR - Ólafur Haukur Símonarson Almennt verð áskriftarkorta kr. 8.220,- Eldri borgarar og öryrkjar kr. 6.600,- Miðasalan er opin alla daga í september frá kl. 13-20. Einnig er tekið á móti símapönt- unum frá kl. 10 virka daga. Pakkinit á N herji b ur n takmarka magn af s riega ^ v ndu um Tulip dt 5-lBB marg- mi lunart lvum, Umax PageOffice litask nnum og Canon BJC 240 litprenturum pakkatílbo i sem s r enga hli st u. Örgjörvi: Pentium 166 MHz Vinniluminni: 32 MS EDD m auka 128 MQ Skyndiminni: 856K L2 Skjáminni: 2 MB Harðdiskur: 1,6 GB Tangirauiar: PCI/ISA Tangill: Universal SerialBus Skjar: Tulip 15" XVGA Skjáupplausn: 1280x1024 Gaisladrii: Innbyggt 24x Hljóðknrt: Soundblaster AWE 64 Hátai#ra|: 24[p -IL' computers - Verslun - Skaftahl 24 ¥ S mi 569 77D0 http://www.nyherji.is

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.