Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.09.1997, Blaðsíða 3
Ptgur-mínrnm
Föstudagur 19. september 1997 -15
LIFIÐ I LANDINU
Eyðímerkur á íslandi
og Eritreu
þar á milli. íslendingar geta t.d.
miðlað mönnum af þekkingu
sinni á landgræðslu og skóg-
rækt og síðast en ekki síst sam-
starfi stofnana við almenning á
þessi sviði, en almenningur á
íslandi hefur verið virkjaður í
þessu skyni í meira mæli en víð-
ast hvar.
Frá Eritreu til íslands
Ráðstefnan hófst s.l. þriðjudag
en á sunnudag fór 15 manna
hópur ráðstefnufulltrúa fljúg-
andi norður að Mývatni og
kynnti sér landeyðingu þar og
sömuleiðs uppgræðslu Hólas-
ands sem er stærsta upp-
græðsluverkefni í Evrópu. Dag-
ur-Tíminn hitti fulltrúana að
máli í Kaldbak á Húsavík þar
sem hópurinn sat hádegisverð-
arboð Húsvíkinga og menn
gæddu sér á meinhollri og ljúf-
fengri fiskisúpu. Við tókum tali
Naigzy Gebremedhin frá Eritr-
eu.
Landeyðing dauðans
alvara
Afleiðingar landeyðingar í Er-
itreu eru alvarlegri en á íslandi
og þar hefur hungursneyð sem
er bein afleiðing jarðvegseyð-
ingar valdið dauða hundruð-
þúsunda.
„Landið getur ekki lengur
brauðfætt fólkið og við höfum
þurft að ílytja inn megnið af
okkar matvælum. Fyrir mörg-
um árum vorum við sjálf okkur
nóg en hnignun beitilanda,
jarðvegseyðing og eyðimerkur-
myndun hefur dregið svo úr
framleiðslugetu landsins að
hungursneyðin er alltaf við
dyrnar.“ Segir Naigzy Gebre-
medhin. En hvað er til ráða?
„Það eru engar töfralausnir
til en um margar leiðir að velja.
Frumskilyrðið er að stöðva þró-
unina, koma í veg fyrir frekari
landeyðingu og síðan að heíja
þarf að koma á jafnvægi.
Lausnin er sem sé fólgin í því
að taka stutt skref strax þar
sem vandinn er brýnastur og
síðan stærri skref álengri tíma.“
„Þið eruð enn að eyða
landinu!“
En hvað geta Eritreumenn lært
af íslendingum? Varla er hægt
að hugsa sér ólíkari lönd en
þessi tvö hvert sem litið er,
loftslag, atvinnuh'f, efnahagur,
samfélagsgerð.
„Það sem hefur komið mér
mest á óvart er
sú staðreynd að
á íslandi er svo
stórfelld jarð-
vegseyðing sem
raun ber vitni,
þrátt fyrir gott
ástand á öllum
öðrum sviðum.
Flestir sem
vinna að þessum
málum íjalla um
beint samhengi
fátæktar og van-
þekkingar við
landeyðingu og
fræðin koma öU
inn á þetta. En
hér er ég allt í einu staddur í
háþróuðu, strjálbýlu samfélagi
þar sem velmegun er almenn,
fátækt eins og við þekkum hana
ekki til, menntunarstig með því
hæsta sem þekkist í heiminum,
en samt eruð þið enn að eyða
landinu ykkar!
Þetta kemur mjög flatt upp á
Myndir: JS
mig og knýr mig tU að endur-
skoða ýmsa hugmyndir sem óg
hef haft. Ég og margir sem
vinnum að þessum málum höf-
um löngum trúað því að ef hægt
væri að draga úr fátækt, auka
velmegun og uppfræða fólk, þá
væri auðvelt að snúa vörn í
sókn við endurheimt landgæða.
En ástandið á íslandi gengur
þvert á þessa kenningu, þið eig-
ið nóga peninga, og þekking al-
mennings á vandamáUnu er tU
staðar, en samt er enn verið að
auka við vandamáhð.
Þessi staðreynd fær mann tU
að spyrja
grundvaUar-
spurninga og
endurmeta af-
stöðu sína.
Kannski er það
fleira en fátækt
og vanþekking
sem eru helstu
ljónin í vegi
endurheimtra
landgæða, e.t.v.
liggja rætur
vandans dýpra,
þarna séu á
ferðinnmi sið-
fræðilegar
spurningar sem
hafa ekkert með efnahagsstöðu
eða menntun að gera. Við verð-
um held ég að hugsa okkar
gang þannig að við veljum ekki
rangar leiðir að settu marki.
Þetta held ég að við getum
lært hór á íslandi.“ Sagði þessi
viðkunnanlegi Eritrei að lokum.
js
Þið eigið nóga pen-
inga, og þekking
almennings d
vandam 'linu er til
staðar, en samt er
enn verið að auka
við vandamdlið
Eru íslendingar há-
menntaðir og
vellauðugir land-
eyðingarmenn!
s
Ivikunni hefur staðið yfir í
Reykjavík og á Klaustri ijöl-
þjóðleg ráðstefna um varnir
gegn hnignun beitUanda og
eyðimerkurmyndun. Það eru
RALA og Landgræðslan sem
hafa frumkvæði að þessari ráð-
stefnu og er hún haldin í sam-
starfi við ráðuneyti landbúnað-
ar og umhverfismála og styrkt
af Evrópusambandinu og einka-
aðilum á íslandi.
Ráðstefnuna sitja rúmlega
50 erlendir gestir frá 30 þjóð-
löndum, fulltrúar allra heims-
álfa, m.a. frá 5 ríkjum Afriku,
Kína, Mongólíu, Argentínu,
Ástrah'u, Kyrgistan, Indlandi,
Bandaríkjunum og Evrópu.
Meðal þátttakenda eru ýmsir
leiðandi vísindamenn í sínu
sviði og var hópurinn sérstak-
lega valinn á þessu ráðstefnu.
Að sögn Andrésar Arnalds
hjá Landgræðslunni er landeyð-
ing alþjóðlegt vandamál, mis-
notkun lands, gróður- og jarð-
vegseyðing af völdum veðurs og
í kjölfarið fylgir víða hungur og
mannfellir, þó slíkt eigi ekki við
á íslandi. Talið er að um 300
milljónir til einn milljarður
manna búi við þröngan kost af
völdum jarðvegseyðingar, sem
er þar með eitt af stærstu sam-
eiginlegu vandamálum jarðar-
búa.
Á ráðstefnunni skiptust
menn á skoðunum og miðluðu
hverjir öðrum af reynslu sinni.
Því þó staðhættir, loftslag og
þjóðfélagsgerð sé mismuandi
milli landa, þá gilda sömu
grundvallaratriði um landeyð-
ingu og varnir gegn henni á ís-
landi og Erítreu og allstaðar
Hópurinn saman kominn í Kaldbak.
Naigzy Gebremedhin frá Eritreu.
endurheimt landsins. Við höfum
t.d. reynt að hægja á vatnsflæði,
planta trjám og hylja jarðveg
sem hætta er á að fjúki burt.
Við höfum aðstoðað bændur við
að fækka búsmala, geitum,
kindum og kúm og rækta færri
gripi sem gefa meira af sér, og
við höfum lagt áherslu á að
mennta bændur og landsmenn
alla.
Árleg fólksijölgun hjá okkur
er 2-3% og það gengur ekki, því
íbúafjöldjnn tvöfaldast á 16-17
árum. Landið og framleiðslu-
geta þess er takmörkuð og
landið stendur ekki undir ótak-
markaðri fólksíjölgun. Þarna