Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.09.1997, Blaðsíða 2
Jlagur-®íntmn
14 - Föstudagur 19. september 1997
LIFIÐ I LANDINU
Fjölmeimasti háskólinn
Viltu lœra hvernig
taka má á áfengis-
vandamálum á
vinnustöðum, að
meta Ijóð, um jjár-
skipti hjóna eða
œtlarðu kannski á
Njálunámskeið sem
telur yfir 400
manns?
Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands hefur nú
sent inn á flest heimili
námskrá fyrir veturinn og eru
námskeiðin sem mönnum
standa til boða vægast sagt fjöl-
Margrét Björnsdóttir forstöðu-
maður Endurmenntunarstofnunar
segir áhugann sífellt aukast.
breytt. Skólinn er enda ótrúlega
íjölmennur. í fyrra voru þátt-
takendur um 8000 og í vetur
lítur út fyrir að þeir verði fleiri.
Margrét Björnsdóttir hefur
verið forstöðumaður Endur-
menntunarstofnunar frá því
starfsemin fór af stað árið
1983. „Við erum að bjóða upp
undir 500 námskeið á hverju
ári og stærstur hlutinn eru 10-
12 klukkustundir. Síðan erum
við með lengra nám sem þá er
hugsað með starfi og tekur frá
einu og upp í tvö ár. Ef tímarnir
eru taldir saman þá er þetta
lengra nám orðið um 40%
starfseminnar og hefur unnið
verulega á allra síðustu árin.“
Enginn
rígur á milii skóla
Að Endurmenntunarstofnun
standa auk Háskólans, Tækni-
skólinn og fimm samtök há-
skólamanna. Framan af var um
tilraunastarfsemi að ræða, eng-
in hefð var fyrir því að bjóða
fræðslu af þessu tagi þótt ein-
staka deildir háskólans biðu
upp á endurmenntun.
Hvað greinar eru það sem
menn fara helst í?
„Petta lengra nám er á
rekstrar- og markaðssviði,
hjúkrunar- og félagssviði, sjáv-
arútvegssviði og það nýjasta er
nám í opinberri stjórnsýslu og
stjórnun.
Hvernig er þetta lengra nám
hjá gkkur í samanburði við
hefðbundið nám á háskólastigi?
„Munurinn er fyrst og fremst
sá að þarna er lögð áhersla á
hagnýta þætti. Þetta eru starfs-
tengd viðfangsefni. Framan af
höfðu menn áhyggjur af því hjá
Viðskiptadeild Háskólans að
rekstrar- og viðskiptanáminu
væri ruglað saman við kandi-
datspróf í viðskiptafræðum. Síð-
an hafa menn áttað sig á því að
þetta er miklu styttra og hag-
nýtara eða vandamálatengdara
nám og þær raddir hafa hljóðn-
að. Þetta eru heldur ekki há-
skólagráður því þær getur eng-
inn veitt nema deildir Háskól-
ans.“
Eru reglur um próf þœr
sömu?
Já, nemendur taka próf og
lúta sömu reglum. Kennararnir
Langflest námskeið Endurmenntunarstofnunar eru gríðarlega vel sótt.
eru líka oft þeir sömu og á próf-
skírteininu kemur fram hvað
námskeiðið var langt og síðan
einkunnir með
hefðbundnum
hætti.“
Bók bóka
Aðal sprengjan
enn eitt árið í
röð er námskeið
Jóns Böðvars-
sonar um Njálu.
Þetta námskeið
átti fyrst að
vera tvö kvöld í
viku en stút-
fylltist og því
varð að bæta
við tveimur kvöldum í viðbót.
Núna eru um eða yfir 400
manns búnir að skrá sig í
Njálunámskeið og Jón verður
að kenna mánudags-, þriðju-
dags-, miðvikudags- og fimmtu-
dagskvöld og er
ánægður með
þróun mála.
„Almennt eru
þessi námskeið
okkar vel sótt.
Síðustu daga
erum við búin
að skrá inn á
námskeið hjá
okkur um 2000
manns.“
En þessi sér-
tœku námskeið
sem eingöngu
eru œtluð hjúkr-
unarfrœðingum
eða lögfrœðingum svo dœmi
séu tekin?
„Þau eru vel sótt og ég get
tekið dæmi um námskeið sem
er nýhafið og er um hagnýtingu
Internetsins í heilbrigðisþjón-
ustu og menntun heilbrigðis-
stétta, þar eru 74 skráðir.“
Er fólk sátt við verðið sem
þessi menntun kostar?
„Já, ég held að fólk sé búið
að sætta sig við að þessi fræðsla
er ekki niðurgreidd en á kostn-
aðarverði. Fólk er að borga all-
an tilkostnað. Þeir einu sem
ekki borga eru kennarar því
ríkið setur mikla peninga í end-
urmenntun þeirra. Vinnustaðir
borga líka námskeiðin hjá mjög
mörgum.“ -mar
Aðal sprengjan enn
eitt árið í róð er
námskeiðJóns
Böðvarssonar um
Nfálu. Um eðayfir
400 manns hafa
skráð sig á Njálu-
námskeið.
lesendum...
HeÍmUtsfaugÍð <*r. Dagur-Tírotnn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri eóa
ÍHerholti 14 Reykjavík. Nerfang: Htstjori@dagur.is, Fax: 460 6171
Úthafsveiðar og mannréttmdi
Islenskar útgerðir hafa á
undanförnum árum haslað
sór völl í veiðum utan fisk-
veiðilögsögu landsins, enda um-
talsverður verkefnaskortur hjá
flotanum, vegna lélegs ástands
sumra nytjastofna og sífellt
aukinnar tækni og þar með af-
kastagetu skipanna. Vissulega
hefur þessi sókn á fjarlæg mið
skapað verulegar viðbótartekj-
ur í þjóðarbúið og í sumum til-
fellum bætt rekstrarstöðu við-
komandi útgerðarfyrirtækja
umtalsvert. Þetta eru hins veg-
ar áhættusamari veiðar en hin-
ar hefðbundnu veiðar í fisk-
veiðilögsögunni, vegna þess hve
löng sigling er oft á tíðunr á
veiðisvæðin og afli þar oftast
tímabundinn og ótryggur. Því
eru mörg dæmin um, að í stað
þess að veiðiferð yrði lyftistöng
íyrir útgerð og áhöfn, hafa sjó-
menn komið heim tekjulitlir
efftir langa útiveru og útgerðin
haft fjárhagsbyrðar einar upp
úr krafsinu.
Kjarasamningar
sjómanna lausir
Alltaf þarf að taka einhverja
áhættu og menn verða að h'ta á
það með opnum huga. í byrjun
ætluðum við íslendingar að
verða ríkir á því að gera út á
opin hafsvæði og keyptum til
veiðanna gamla ryðkláfa sem
legið höfðu um árabil ónotaðir í
erlendum höfnum. Voru þeir að
sjálfsögðu fahr fyrir htið fé, þar
sem förgun á slíkum döllum
kostar eigendur stórar fjárhæð-
ir. Því miður varð reynslan af
þessu ekki góð, en nokkuð lær-
dómsrík og nú er okkur kapps-
mál að gleyma sem fyrst þess
háttar útgerðarævintýrum, þótt
þeir sem töpuðu verulegum
íjármunum á viðskiptum við
þessi útgerðarfyrirtæki, sem
gjarnan skráðu skip sín í fjar-
lægum heimshlutum, eigi
kannski í erfiðleikum með að
þjálfa upp gleymskuna. Eins
mun eflaust vera um ýmsa þá
sjómenn, sem dvöldu mánuðum
saman í Smugunni í Barents-
hafi, við misjafnlega góðar að-
stæður um borð og létu sér leið-
ast fiskileysið.
Kjarasamningar sjómanna
eru nú lausir og hafa verið það
mánuðum saman. Gildandi
kjarasamningar taka ekki nema
að litlu leyti á þeim vandamál-
um, sem við blasa vegna sóknar
vinnsluskipa í íjarlægar smug-
ur. Ljóst er í mínum huga, að
þeir kjarasamningar sem von-
andi nást áður en langt um hð-
ur, verða að taka af skarið
varðandi lengd veiðiferða. Það
eru sjálfsögð mannréttindi, að
áhafnir þeirra skipa, sem send
eru á íjarlægar veiðislóðir, fái
að vita hvenær veiðiferð lýkur í
síðasta lagi og setja verður
ákveðin tímamörk á það hve
slík veiðiferð má vera löng, án
þess að skipt sé um áhöfn.
Mannréttindi til
handa sjómönnum
Verður að telja mánaðarlanga
veiðiferð algjört hámark. Vissu-
lega þrengir þetta nokkuð
sóknarmöguleika íslenskra
skipa, t.d. Smuguna í Barents-
hafi, sérstaklega vegna þess
ófriðar sem landinn á í við
Norðmenn, út af þeim veiðum.
Vonandi takast hins vegar
samningar fljótlega við Rússa
og Norðmenn um þessar veiðar,
svo íslensk skip sem stunda
veiðar á þessu hafsvæði, geti
fengið eðlhega fyrirgreiðslu og
aðstöðu nærri veiðislóðinni.
Hins vegar er það deginum ljós-
ara, að almenn mannréttindi
þeirra sjómanna, sem þessar
veiðar eiga að stunda, hljóta að
eiga að hafa forgang fyrir hag-
kvæmnissjónarmiðum. Núver-
andi ástand, sem byggir á því
að lagt er í veiðiferðir, án þess
að nokkuð sé vitað um heim-
komutíma er óþolandi fyrir við-
komandi sjómenn og aðstand-
endur þeirra. íslenskir útgerð-
armenn hljóta að hafa þann
metnað, að þeir vilji að starfs-
menn þeirra búi við mann-
eskjulegar aðstæður í hvívetna
og hafi möguleika til að
skipuleggja sinn frítíma og
samskipti við sínar íjölskyldur.
Þótt shkar skorður yrðu settar
við hámarkslengd veiðiferða,
búa sjómenn á þeim skipum
sem sækja á djúpslóð, við mikl-
ar fjarverur frá heimilum sín-
um. Sem betur fer, hafa sjó-
menn yfirleitt góðar tekjur, þótt
í sumum tilfellum megi deila
um það hve hátt tímakaupið er,
ef tekið er tillit til þess tíma
sem þeir eru bundnir á vinnu-
stað sínum. Hitt er grundvallar-
atriði, að mannréttindi séu ekki
brotin með óhóflegri útivist
skipa, eða skipshafna. Sé
rekstrargrundvöllur ekki fyrir
veiðunum, ef slík lágmarks-
mannréttindi eru virt, verða
shkar veiðar einfaldlega ekki
stundaðar til langframa.
Kristján Magnússon.