Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.10.1997, Page 7
T
jDagur-tnútmm
fóllcið
Miðvikudagur 1. október 1997 - 19
Lifandi barbí-dúkkur
Fegurðarsam-
keppnir stúlkna
njóta vaxandi vin-
sœlda í Bandaríkj-
unum, enda þykir
fallegt barn vera
vænleg söluvara.
Um jólaleytið í fyrra
fannst lík hinnar sex ára
gömlu JoBenet Ramsey í
húsi foreldra hennar í Boulder
í Colorado. Fljótlega vöknuðu
grunsemdir um að foreldrar
hennar hefðu myrt hana til að
hafa greiðan aðgang að þeim
miklu íjármunum sem hún
hafði unnið í fegurðarsam-
keppnum víðs vegar um
Bandaríkin. Foreldrarnir neita
allri sök og hafa ráðið einká-
spæjara til að leysa morðgát-
una. Hftir margra mánaða
rannsókn eru lögregluyfirvöld
engu nær en myndir af hinni
undurfallegu JoBenet prýða
enn forsíður slúðurblaða í
Bandaríkjunum.
En það er eins og hörmuleg
örlög lítillar fegurðardísar hafi í
engu breytt viðhorfum banda-
rísks almennings til fegurðar-
samkeppna stúlkna sem aldrei
hafa notið meiri vinsælda en
einmitt nú. Myndirnar á þessari
síðu eru frá einni slíkri, nánar
tiltekið í Atlanta, Georgiu. Þátt-
takendur eru allt frá nokkurra
mánaða gömlum börnum til
táninga.
Barnslegt sakleysi er víðs fjarri þegar lítilli stúlku er breytt í heimskonu.
þessari ungu tátu og hefur byggt
sérstakt þjálfunarherbergi í ein-
býhshúsi íjölskyldunar þar sem
Jessica er þjálfuð í öUum þeim
kúnstum og reglum sem ung
stúlka þarf að tiloinka sér til að
geta viðhaldið yndisþokka sínum
og heiUandi framkomu. Þjálfunin
dugir ekki sem skyldi í þessari
kepprú því Jessica kemst ekki í
verðlaunasæti. Skömmu íyrir úr-
sUtin hafði móðir Jessicu sagt
blaðamönnum að aðalatriði
keppninnar væri að börnin hefðu
ánægju af henni. Hún er lúns
vegar foxill þegar úrslit eru
kynnt og leitar skýringa hjá
dómru'um.
Þetta eru ekki barbí-dúkkur heldur fjögurra ára stúlkur sem bíða þess að Of mikið lakk
dómarar skeri úr um hver þeirra sé fegurst. „Við leggjum aðaláherslu á
Mikayla Boswell vann keppni þriggja ára stúlkna og fékk 750.000 krónur í
verðlaun.
Ekki þykir annað hæfa en að þriggja ára fegurðardrottning fagni sigrinu
með því að drekka úr kampavínglasi meðan hún er keyrð í glæsibifreið.
Þroska viðhorf til
karlmanna
Samkeppnin er gífurlega hörð
og móðir hinnar fimm ára
gömlu Brittany er ekki viss um
að dóttir sín eigi möguleika á
verðlaunum. Brittany hefur tek-
ið þátt í fegurðarsamkeppnum
allt frá íjögurra mánaða aldri
og útgjöld vegna þessa kosta
ijölskylduna um þrjár milljónir
króna á ári. Móðir Brittany og
amma fullyrða að þátttakan
geri barninu gott. „Stúlkan öðl-
ast sjálfstraust, lærir góða
framkomu og þróar með sér
heilbrigt viðhorf til karlmanna,“
segja þær.
Brittany er ekki einungis ætl-
að að vera sæt, hún á einnig að
sýna hæfileika. Þeir felast í því
að syngja mátulega falskt söng
úr Kabarett meðan hún sveigir
mjaðmirnar eins og þaulvan-
asta Las Vegas fatafella.
Jessica litla er meðal þátttak-
enda. Hún hóf feril smn í fegurð-
arsamkeppnum fjögurra mán-
aða gömiú. Nú er hún 17 mán-
aða en getur státað af því að
hafa unnið til 150 verðlaunaútla.
Móðir hennar er afar stolt af
andlitsfegurð og aðlaðandi per-
sónuleika," svara þeir.
„En Jessica var sú eina sem
hafði vott af persónuleika,"
svarar móðirin.
„Of mikið hárlakk," segir
einn dómaranna.
„Við notum ekki hárlakk,"
hrópar móðirin.
„Dóttir þín er fullkomin,
„segir annar dómari róandi.
„Fullkomin.“
Móðir Mikaylu Boswell er
öllu ánægðari enda vann dóttir
hennar keppni þriggja ára
stúlkna og er 750.000 krónum
ríkari. Mikayla hefur þegar tek-
ið þátt í rúmlega tuttugu feg-
urðarsamkeppnum og móðir
hennar sér fram á bjarta tíma.
Móðir Brittany litlu er von-
svikin fyrir hönd dóttur siimar
sem hreppti engin verðlaun enda
hlaut hún refsistig fyrir ósmekk-
lega hárgreiðslu. Móðursystir
Brittay er viðstödd keppmna.
„Líf systur minnar snýst einungis
um fegurðarsamkeppnir sem
hún getur sent dóttur sína í,“
segir hún. „Þetta er brjálæði. Ég
ætla bara að eignast stráka."
fréttir
PlRT ÁM
ABYRGÐAR
Ekki nógu hraðskreið
Póstkona nokkur í White Plains,
NY, hefur verið rekin eftir 18
ára dygga þjónustu vegna þess
að hún er of skrefstutt. Martha
Cherry, sem er 49 ára gömul,
var undir eftirliti við daglegan
útburð og þar kom í ljós að hún
steig 66 skref á núnútu, en
skreflengdin var minni en eitt
fet. Athugasemdin hljóðaði á
þann veg að vegna þessa væri
hún að jafnaði 13 mín. lengur
en þyrfti að skila af sér póstin-
um í hverfið.
Viðskiptavinir hennar eru
hreint ekki sammála þessari
ákvörðun og hafa sent mót-
mælabréf til yfirmanna pósts-
ins. í einu þeirra segir að „só
hraði mikilvægari en notaleg og
þægileg þjónusta við viðtakend-
ur, þá er eitthvað athugavert
við forgangsröðun póstsins“.
..Ég er niðurbrotin mann-
eskja,“ segir Cherry, „yfirmenn
mínir segja mig ekki skila góðu
verki, en viðskiptavinirnir full-
vissa mig um að ég standi mig
vel“.
Umferðin gengur fyrir
í Ástralíu gerðist það, að
sjúkraliðar þurftu að horfa á
lest aka yfir lík konu, sem hafði
framið sjálfsmorð. Starfsmenn
járnbrautarfélagsins neituðu
þeim um að stöðva lestina, á
þeim forsendum það væri svo
mikill annatími og ekki mætti
trufla leiðarkerfið.
Ráðherra umferðarmála hef-
ur beðist opinberlega afsökunar
á þessu atviki.
Ekið án leyfis
Manni nokkrum, Francis
Glancy, sem aldrei ekur bíl, hef-
ur verið skipað að fá sér öku-
leyfi til þess að hægt sé að
svipta hann því.
Ilann er yfirleitt á 10 gíra
reiðhjóli og var tekin við það að
aka því undir áhrifum áfengis.
„Ef hann fær ekki ökuleyfi,
sem við getum svipt hann, þá
endar hann með það að hafa
blett á sakavottorði sínu,“ sagði
verjandi hans, Tom Caulifield.
Glancy hafði slasað sig við að
detta af hjólinu, þá með vín-
andamagn upp á 0.328% í blóð-
inu.
Hanskinn gleymdist
Sjúklingur sem fór heim af
sjúkrahúsi eftir níu daga með-
ferð við astma, lést vegna þess
að þunnur gúmmíhanski hafði
gleymst í hálsi hans.
Gary Ilarmon var 47 ára
gamall og hafði eftir heimkomu
kvartað talsvert yfir því að eitt-
hvað væri í hálsi sínum, hóstað
og reynt að koma því upp en
tókst ekki. Við krufningu kom í
ljós að hann hafði kafnað vegna
hanska sem orðið hafði eftir í
hálsi hans og enginn getur út-
skýrt hvers vegna.
t