Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Síða 6

Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Síða 6
6 - Miðvikudagur 11. september 1996 Jlagur-'2Kmntn F R E T T I R Við erum ekki að keppa innbyrðis í héraði Þórir Páll Guðjónsson kaup- félagsstjóri KB í Borgarnesi Kaupfélag Borgfirðinga (KB) hefur ekki farið var- hluta af samdrætti í land- búnaði og almennri niðursveiflu í efnahagslífi undanfarinn ára- tug. Fyrir tæpu ári var Mjólkur- samlag Borgfirðinga úrelt og voru mjög skiptar skoðanir um þá aðgerð í héraði, en KB var eigandi þess. En ætli það hafi fylgt niðursveifla hjá félaginu í kjölfar úreldingar samlagsins? „Ég býst nú við að það hafi gert það að einhverju leyti. Það var náttúrulega gríðarlega stór og mikil ákvörðun að ákveða að fara þessa leið,“ svarar Þórir Páll Guðjónsson, kaupfélags- stjóri KB. Hann bendir hins vegar á að ástæðan fyrir þess- ari ákvörðun hafi verið þær miklu breytingar sem eru að eiga sér stað í landbúnaðinum. „Það var augljóst að það var ekki hægt að reka þessar af- urðastöðvar, hvort heldur það var mjólkursamlag eða slátur- hús, með óbreyttum hætti, þannig að það varð að taka á því máli. Það var náttúrulega mjög hörð krafa um það að eitt- hvað gerðist í hagræðingarmál- um hvað mjólkuriðnaðinn varð- ar og það var alltaf horft á Mjólkursamlagið í Borgarnesi sem fyrsta punktinn í því og kannski þann stein sem þurfti að taka úr götunni til þess að hleypa af stað meintri eða raunverulegri hagræðingu." Ástæðan var sú að Mjólkur- samlag Borgfirðinga var eitt nýjasta mjólkursamlagið og þar af leiðandi voru miklir fjármun- ir bundnir í aðstöðunni, „menn horfðu sérstaklega á það.“ - En varð ekki tilfinnanleg niðursveifla hjá Kaupfélagi Borgfirðinga við þessa aðgerð, urðu menn ekki varir við það? „Það er náttúrulega ljóst að það voru afskaplega skiptar skoðanir um þessa aðgerð hér í héraðinu og meðal félags- manna sem eðlilegt er. Ég geri ráð fyrir að það hafi haft ein- hver áhrif á viðskipti við félagið og það hafi mátt merkja það tímabundið, en þetta gekk nú tiltölulega fljótt yfir. Ég held að menn hafi verið tiltölulega fljót- ir að átta sig á því að þetta væri ekki eins afleit aðgerð og mönnum fannst í fyrstu, þá á ég við bændurna sérstaklega. Það var líka gert mjög margt til þess að reyna að bæta úr þann- ig að þetta yrði ekki eins mikið högg fyrir héraðið." Uppstokkun nauðsynleg Þórir Páll viðurkennir að ekki sjáist fyrir endann á þessu enn- þá, ekki sé komið í ljós hvernig Engjaás spjari sig, en það fyrir- tæki var stofnað til að halda at- vinnustarfsemi í héraði sam- bærilegri eftir þetta. „Það er kannski ekki fyrr en kemur fram á næsta ár sem við sjáum endanlega hvernig það tekst tfl.“ Ákveðin uppstokkun var nauðsynleg á KB í þá veru að aðgreina einstakar starfsgrein- ar meira en verið hafði. „Þær áttu einfaldlega ekki samleið í sama potti eins og verið hafði. Það var orðin of mikil sam- keppni milli greina og mikil krafa um að hver einstakur starfsþáttur út af fyrir sig stæði við sitt og stæði að sínu.“ Hags- munaárekstrarnir við að hafa þetta í einum potti var ein af ástæðunum fyrir því að farið var í þessar aðgerðir í Borgar- nesi, sagði Þórir Páll. „Það voru búin að koma mjög erfið ár, já,“ svaraði Þórir Páll aðspurður hvort ekki hefði verið yfirstandandi niðursveifla í mörg ár hjá félaginu, tap af rekstri í nærfellt heilan áratug. Þar segir hann samdráttinn í landbúnaði hafa komið þyngst niður. „Hann hefur alveg tvöföld áhrif á félagið. Annars vegar á afurðastöðvarnar sem félagið rekur, eða rak og hins vegar þjónustuna við sveitirnar, því fólkinu fækkar svo gríðarlega í sveitunum og öll þjónusta, hvort heldur það er nú vöru- sala, sala á framleiðsluvörum eða almenn þjónusta við sveit- irnar dregst auðvitað saman líka, þannig að þetta eru alveg tvöföld áhrif.“ Var ekki kominn í þrot Margir af félagsmönnum KB óttuðust að staða félagsins væri orðin mjög alvarleg og urðu heitar umræður um rekstrar- lega stöðu Kaupfélags Borgfirð- inga m.a. á aukaaðalfundinum þar sem tekin var ákvörðun um að heimila úreldingu Mjólkur- samlags Borgfirðinga. Stefndi fyrirtækið á þeim tíma í gjald- þrot - var Kaupfélag Borgfirð- inga komið að fótum fram á þeim tímapunkti? „Ég vil nú ekki meina að svo hafi verið. Hins vegar er það náttúrulega ljóst að hefði kaup- félagið verið rekið áfram með svipuðum hætti og taprekstur- inn ekki stöðvaður, þá segir það sig sjálft að það hefði lent í erf- iðleikum á einhverjum tíma- punkti,“ svarar Þórir Páll. Fjárhæðin sem kom í hlut KB við úreldingu mjólkursamlags- ins losaði 200 milljónir nettó. Þær raddir hafa heyrst að þeim íjármunum sé búið að eyða í endurbætur og breytingar, en hvað segir kaupfélagsstjórinn um það? „Þessum Qármunum er búið að ráðstafa á ýmsan hátt. Þeim hefur verið ráðstafað til lækk- unar skulda sem eðlilegt er, sem hlutafé í Engjaás elif. og til endurbóta og fjárfestinga að hluta til í starfsemi félagsins. Það er ljóst að félagið einbeitir sér að verslun og þjónustu, þeim greinum sem áfram eru reknar á vegum félagsins og það er verið að gera verulegt átak í því að bæta verslunarað- stöðu félagsins og bæta þar með þjónustu við félagsmenn og viðskiptamenn í héraði." Verslun í héraði Lögð hefur verið áhersla á markaðs- og kynningarstarf- semi hjá KB undanfarin misseri og markvisst verið unnið að því. Þórir Páll vill þó ekki viður- kenna að fyrirtækið hafi róið lífróður til að bæta ímynd sína m.a. eftir úreldingu mjólkur- samlagsins. „Við teljum mikla þörf á því að styrkja verslun í héraði. Verslun er í sjálfu sér mjög stór atvinnugrein og margir sem starfa við hana. Það er mikil- vægt fyrir kaupfélagið og mikil- vægt fyrir héraðið að blómleg verslun þróist áfram í Borgar- nesi. Við höfum náttúrulega orðið vör við að það er mikil samkeppni í verslun við höfuð- borgarsvæðið fyrst og fremst. Það er einnig orðin samkeppni við verslanir erlendis, þannig að við erum í beinni samkeppni við verslunarborgir í nágranna- löndunum. Haustferðir fólks má nefna sem dæmi. Við þurfum að standa vel að verki hér til þess að halda versluninni, í fyrsta lagi hér heima fyrir og aðstoða við að halda henni hér innan- lands líka.“ Þórir Páll bendir einnig á aukið mikilvægi sumarbústaða- eigenda, sumarbústaðadvalar- gesta og ferðamanna í við- skiptavinahópi KB. „Þetta er mjög mikilvægur hópur og vax- andi fyrir okkur. Á sama tíma og þróunin í landbúnaði er okk- ur óhagstæð, þá er þessi við- skiptavinahópur okkur mjög hagstæður og mikilvægur. Við þurfum að gera það sem við getum til þess að sinna þessum vaxandi hópi. Við erum mjög vel staðsett til þess hér í Borg- arnesi og að mínu mati þurfum við að gera allt sem við getum til þess að taka vel á móti þess- um viðskiptavinum okkar, ekk- ert síður en heimafólki. Að því höfum við miðað mjög mark- visst á þessu ári og þar af leið- andi höfum við ekki síst beitt okkar auglýsingum og mark- aðssetningu að þessum hópi.“ Einkaaðilar í Kaupfélaginu Kaupfélagsstjórinn viðurkennir að margir hafi lýst dálítilli furðu yfir því að einkaaðilar hafi opnað verslanir inni í Vöruhúsi KB, enda er þetta hugmynd sem fáum ef nokkrum hefði dottið í hug fyrir áratug eða svo. „Staðreyndin er sú að þetta hús okkar hefur verið af- skaplega illa nýtt og það hefur verið mikill höfuðverkur hvern- ig við ættum að nýta það. Því er ekki að leyna að menn hafa líka spurt sig að því hvort verslunin sé rétt staðsett hérna niðri í bænum, hún er ekki við aðal- þjóðveginn. Það getur vel verið að það eigi eftir að koma í ljós á seinni stigum að það verði ástæða til að flytja aðalverslun- ina, en það er allavega ekki tímabært eins og er og þess vegna var ákveðið að fara þessa leið núna að styrkja Vöruhúsið og efla þjónustuna hérna niður frá með því að bjóða einstaklingum og einka- aðilum að leigja sér aðstöðu hjá Kaupfélaginu. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að breyta dá- lítið til. Við erum í raun og veru ekki að keppa innbyrðis í hér- aði eða á svæðinu, ég lít ekki þannig á það. Við erum fyrst og fremst að keppa að því að halda versluninni heimafyrir. Það eiga allir sömu hagsmun- ina hér, hvort sem það er Kaup- félagið eða einkaaðilar. ohr Kampakátir fulltrúar einkaframtaks og kaupfélags í Borgarnesi, Þórir Páll Guðjónsson, kaupfélagsstjóri, Katrín Gunnarsdóttir versiunareigandi og Guðbjartur Vilhelmsson, deildarstjóri Matvörumarkaðar kaupfélagsins. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að breyta dálítið til. Við erum í raun og veru ekki að keppa innbyrðis í héraði eða á svæðinu, ég lít ekki þannig á það. Við erum fyrst og fremst að keppa að því að halda versluninni heima fyrir. Það eiga allir sömu hagsmunina hér, hvort sem það er kaupfélagið eða einkaaðilar. Að mínu mati er það miklu sterkara að þessir aðilar þjappi sér saman á einn stað þar sem er þægi- legt fyrir viðskiptavininn að koma.“

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.