Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Blaðsíða 7
|Dítgur-®ímtmt Miðvikudagur 11. september 1996 - 7 Bandaríkin Bandarískir tóbaksframleiðendur verja stórfé til þess að koma í veg fyrir að hömlur verði lagðar á starfsemi þeirra. Tóbaksframleiðendum í Bandaríkjunum finnst að sér vegið þessa dagana úr öllum áttum og leggja nú allt kapp á að verjast atlögunum. Á fyrri helmingi þessa árs hafa þeir varið 15 milljónum banda- ríkjadala, eða sem svarar rúm- um einum milljarði ísl. króna, í varnarbaráttu sína. Þar af fór um þriðjungurinn tU beggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Bandaríkjunum, um 4 milljónir dollara til repúblikana og tæp milljón til demókrata. Fjöldinn allur af dómsmálum er í gangi þar sem verið er að krefja tóbaksframleiðendur skaðabóta vegna framleiðslu sinnar. Þannig hafa þrettán bandarísk fylki höfðað mál á hendur þeim tU þess að fá end- urgreiddan heUbrigðiskostnað sem rekja má til reykinga. Og átta mál eru í gangi fyrir dóm- stólunum þar sem reykingafólk Umhverfismál Tryggingafélög hafa áhyggjur af gróðurhúsaáhrifimum Eftir því sem stormar og byljir verða algengari í kjölfar hækkandi hitastigs jarðar aukast útgjöld tryggingafélaga vegna þess skaða sem af því hlýst. Þau eru farin að hugsa fyrir framtíðinni. Ahugafólki um umhverfis- vernd og þeim sem hafa áhyggjur af breyttu veð- urfari á jörðinni í kjölfar gróð- urhúsaáhrifanna svonefndu hefur nú bæst liðsauki úr óvæntri átt. Tryggingafélög, a.m.k. í Bandaríkjunum, eru farin að leggja þeim lið, og það af hreinum fjárhagsástæðum. Þau eru nefnilega farin að sjá fram á það að veðurfarsbreyt- ingarnar muni valda þeim ómældum íjárútlátum sem erf- itt verði að standa undir ef svo fer fram sem horfir. Þegar svo við bætist að bú- setuþróunin í Bandaríkjunum og víðar er orðin sú að fólk flytur í auknum mæh til strandsvæða þá þýðir það að áhrifin af því að stormar verða öflugri og algengari verða mun víðtækari og alvarlegri en áður. Á árunum 1989 til 1994 greiddu tryggingafélög í Bandaríkjunum, bæði þau einkareknu og þau sem starfa á vegum ríkisins, yfir 67 milljarða dollara vegna skaða af völdum storms, og er það nærri helm- ings hækkun frá næstu fimm árum þar á undan. Tryggingafélögin vilja mæta þessum auknu útgjöldum með hærri tryggingagjöldum, og sú hækkun mun væntanlega ná til allra tryggingaþega, hvort sem þeir búa á sérstökum áhættu- svæðum eða ekki, þótt íbúar á áhættusvæðum muni líklega þurfa að þola meiri hækkun en hinir. En nú er svo komið að þau eru farin að átta sig á mikil- vægi þess að fara líka hina leið- ina - að fjármagna rannsóknir á því hvaða áhrif athafnir og at- hæfi manna hafa á veðurfar jarðar. Tryggingafélögin eru farin að verja milljörðum doll- ara í shkar rannsóknir til þess að ganga úr skugga um hvort ekki séu til leiðir til þess að halda skaðanum í lágmarki - og þar með útgjöldum trygg- ingafélaganna og trygginga- gjöldunum. Bandaríkin Stálu strigaskóm frá þurfandi bömum Það er ekki að spyrja að grimdinni í heiminum. Hjálpræðisherinn var bú- inn að safna saman nærri 2.200 strigaskóm sem átti að dreifa meðal þurfandi skólabarna í borginni San Antonio í Banda- ríkjunum þann 23. september næstkomandi. En nú verður ekkert úr því vegna þess að einhverjar illa innrættar per- sónur gerðu sér lítið fyrir og stálu hverju einasta skópari. Sumir þessara krakka koma í skólann með pappa í skósólun- um, segir Patri- ^ cia Kitchen, § talsmaður J Hjálpræðis- hersins þar á ** staðn- m * 4 um. rejmir að fá bætur fyrir að hafa ánetjast tóbaki á meðan fram- leiðendurnir þögðu um það að framleiðslan væri ávanabind- andi. Bandaríska dómsmálaráðu- neytið er auk þess að fara ofan x' það hvort starfsmenn tóbaks- framleiðsufyrirtækja hafi logið að þinginu á undanförnum ár- um um það hvort þeir hafi vitað af ávanabindandi eiginleikum tóbaksins, sem teljast mundi sakhæft samkvæmt bandarísk- um lögum. Tóbaksframleiðendur leggja nú mikla áherslu á að koma í veg fyrir að sett verði lög sem takmarka aðgang unglinga að tóbaki, auk þess að afnema þann möguleika að fyrirtæki geti notað kostnað af tóbaks- auglýsingum til skattafrádrátt- ar, veita Matvæla- og lyíjaeftir- litsstofnuninni vald til þess að hafa eftirlit með tóbaksfram- leiðslu og takmarka reykingar í flugvélum og á vinnustöðum. -gb KJÖRBÚDIN KAUPANGI Fimm tudagstilboð: Reykt úrb. folaldakjöt 566 kr. kg Fimmtudagskynning: Sólríkur Föstudagstilboð: Svínagúllas 898 kr. kg Svínasnitsel í raspi kr. 828 kg Föstudagskynning: Blandaður ávaxtagrautur frá Sól Helgartilboð: Kindavöðvar kr. 998 kg Vikutilboð: Frá Bautabúrinu: Léttreykt sparnaðarskinka kr. 766 kg Skólaskinka kr. 898 kg Frá Kjarnafæði: Kindabjúgu kr. 389 kg Lambasaltkjöt kr. 399 kg Sólardagar 12.-25. september Munið okkar vinsæla heita hádegismat m/súpu eða desert alla virka daga Lítill skammtur kr. 400 • Stór skammtur kr. 500 Opið öll kvöld til kl. 23! 1 4 > 1 4. KIORBUÐIN 1 SIMI461 2933-FAX 461 2936

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.