Dagur - Tíminn - 13.09.1996, Side 1
Lífið í landinu
Herra Island
valinn í kvöld
MATARTÍMIXr
; Dagsins besti jL \ tími!
Föstudagur
13. september 1996
Akureyri
79. og 80. árgangur
173. tölublað
Verð í lausasölu
150 kr.
Akureyrarbær
Stjórnkerfið
ÚA-bréf seld
Akureyrarbær selur á
næstunni hlutabréf í ÚA
að nafnvirði 225 millj-
ónir króna; söluverð 1,1
milljarður króna
Bæjarráð Akureyrar hefur
gengið frá samningi um
sölu Akure^rarbæjar á
hlutabréfum í Utgerðarfélagi
Akureyringa hf. til félagsins að
nafnvirði 91,8 milljónir króna
skv. samþykkt bæjarráðs frá 11.
júlí sl. Gengi bréfanna er 4,98
og söluverð því 457 milljónir
króna. Samninginn hefur bæj-
arstjóri, Jakob Björnsson, und-
irritað ásamt stjórnarformanni
ÚA, Jóni Þórðarsyni, með fyrir-
vara um samþykki bæjarstjórn-
ar og eins þarf hann að að
hljóta staðfestingu stjórnar ÚA.
Næsti bæjarstjórnarfundur
verður nk. þriðjudag, 17. sept-
ember, en stjórnarfundur í ÚA
er sama dag. Alls hyggst Akur-
eyrarbær selja hlutabréf í ÚA
að nafnvirði 225 milljónir
króna, og verður starfsfólki ÚA
og öðrum Akureyringum boðin
forkaupsréttur að kaupum að
hluta þeirra bréfa innan ákveð-
inna tímamarka. Heildarsölu-
verð bréfanna miðað við áður-
nefnt gengi er 1,1 milljarður
króna. GG
Heilsugæslustöðvar
Starfsemin af stað
Tólf ára húsnæði breytt
s
gær var síðustu hindrun-
inni rutt úr veginum svo
heilusgæslulæknar komi
aftur til starfa. Óvænt snurða
hljóp á þráðinn í fyrrakvöld
vegna þess að ekki var búið að
ganga frá málum vegna rekst-
urs heilsugæslustöðvarinnar við
Lágmúla í Reykjavík. Sam-
komulag um það tókst um miðj-
an dag í gær.
Læknar telja sig hafa trygg-
ingu fyrir því að allir geti geng-
ið aftur í sín gömlu störf og í
dag verða heilsugæslulæknar
víðast komnir til starfa. Þó
koma flestir þeir læknar sem
Sjúkraliðar
fóru í tímabundin störf erlendis
ekki aftur fyrr en um mánaða-
mót í fyrsta lagi. Ljóst er að
nokkurn tíma mun taka að ná
eðlilegu ástandi á ný og óttast
menn að á sumum stöðum út á
landi geti jafnvel orðið læknis-
laust fram eftir vetri. HA
Verið er að breyta og bæta
húsnæði samgönguráðu-
neytisins í Hafnarhúsinu
fyrir 23 milljónir króna. Jón
Kristjánsson, formaður ijár-
laganefndar alþingis, segir að
þessar framkvæmdir hafi ekki
komið á borð fjárlaganefndar
og fyrir þeim sé ekki sérstök
íjárveiting á íjárlögum þessa
árs. Hins vegar sé á fjárlögum
gert ráð fyrir að verja 173 millj-
ónum í viðhald fasteigna ríkiss-
ins. Ef framkvæmdirnar rúmist
innan þess, sé ekkert við þær
að athuga. Samgönguráðuneyt-
ið er að stækka við sig og er
það sagt vegna þess að það er
að taka við verkefnum sem áð-
ur heyrðu undir Póst og Síma.
Mynd: Pjetur
Möðruvellir
Siðanefnd prestafélagsins segir
sr. Torfa ekki stætt á að neita
Ótryggur friður
Kristín Á. Guðmundsdóttir
formaður Sjúkraliðafé-
lags íslands segir að það
sé engin trygging fyrir friði inn-
an heilbrigðiskerfisins þótt t.d.
heimilslæknar hafi afsalað sér
samnings- og verkfallsrétti með
því að samþykkja að kjaranefnd
úrskurði um sín kjör. Hún
bendir á að ef heimilislæknar
verða óánægðir með úrskurð
kjaranefndar, þá geta þeir grip-
ið til aðgerða í formi uppsagna
eins og áður. Ef eitthvað er þá
séu uppsagnir miklu alvarlegri
hlutur en verkföll vegna þess að
í verkföllum er farið eftir
ákveðnum leikreglum. -grh
Siðarrefnd Prestafélags ís-
lands hefur úrskurðað í
máli sem upp kom í sumar
í kjölfar þess að sr. Jón Helgi
Þórarinsson, sóknarprestur á
Dalvík, framkvæmdi hjóna-
vígslu utandyra við Möðruvalla-
kirkju í Hörgárdal.
Kirkjan var læst en sóknar-
presturinn á Möðruvöllum, sr.
Torfi Hjaltalín Stefánsson, hafði
lýst sig andvígan því að sóknar-
börn fengju aðra presta til að
annast athafnir í sinni kirkju.
Sr. Torfi sagðist í sjálfu sér
ekki mikið hafa um úrskurð
siðanefndar að segja, en minnir
á að það var hann sem upphaf-
lega gerði athugasemd við
framferði sr. Jóns Helga og
þannig komst málið til siða-
nefndarinnar. Hann gagnrýnir
hins vegar harðlega að málið
skuli vera komið í Qölmiðla áð-
ur en aðilar þess hafi fengið úr-
skurðinn í hendur. „Það er
rangt með farið í fréttum út-
varps að ég hafi neitað Jóni
Helga um kirkjuna því það
gerði ég aldrei. Hann er einmitt
gagnrýndur í úr-
skurðinum fyrir að
hafa ekki beðið um
kirkjuna, að hafa
ekki haft samband
við mig.“
í úrskurði siða-
nefndar kemur
fram að sr. Torfi
hafi ekki getað
neitað öðrum
presti að annast
athöfnina í kirkj-
unni. Telur hún að
svör hans um að hann væri á
móti því að leyfa afnot af kirkj-
unni jafngildi neitun. Nefndin
telur vandséð á hvaða forsend-
um sóknarprestur geti neitað
sóknarbörnum um afnot af sók-
arkirkju sinni, uppfylli athöfnin
öll formleg skilyrði og kirkjan
sé ekki í notkun á sama tíma.
Einnig er það skoðun nefndar-
innar að ummæli sr. Torfa varð-
andi málið í Degi og Tímanum í
sumar hafi verið ómálefnaleg
og ekki í samræmi við siðaregl-
ur. Þó telur hún ekki ástæðu til
formlegrar áminningar.
Sr. Torfi hefur þegar sent
siðanefndinni svarbréf. „Mér
finnst að siðanefnd eigi að
halda sig alfarið við að úr-
skurða samkæmt siðareglunum
en ekki blanda sér almennt í
umræðu um stjórnskipun kirkj-
unnar, eins og hún gerir í þessu
tilfelli og í svari mínu gagnrýni
ég hana fyrir það.“ HA
Sr. Torfi H. Stefánsson
sóknarprestur
„Mérfinnst að siðanefnd
eigi að halda sig alfarið
við að úrskurða sam-
kœmt siðareglunum en
ekki blanda sér almennt
í umrœðu um stjórnskip-
un kirkjunnar. “