Dagur - Tíminn - 13.09.1996, Page 4

Dagur - Tíminn - 13.09.1996, Page 4
4 - Föstudagur 13. september 1996 JDbtgur-'ðKmtmt F R E T T I R Akureyri Húsavík Byggingin syðst á núverandi byggingu teygir sig til vestur með núverandi laug. Þegar öllum framkvæmdum verður lokið verða búningsklefar í nýju byggingunni, og gengið inn að sunnan. Þannig samnýtist bílastæði méð íþróttahöllinni og umferð gangandi fólks bægt frá mikilli bílaumferð um Þing- vallastræti. Gengið til sanrninga við SJS-verktaka Gengið hefur verið til samninga við SJS-verk- taka ehf. á Akureyri um framkvæmdir við Sundlaug Ak- L#TT# VINNINGSTOLUR . . „ MIÐVIKUDAGINN 11.09. 1996 AÐAUÖLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð “\ m 6 af 6 3 14.620.000 0 5 af 6 . -f bónus 0 1.495.845 3. 5»<6 6 36.010 4. 4 af 6 172 1.990 C 3 af .6, O. + bónus 649 220 Samtals: Heildarvinningsupphæð: 46.056.965 Á íslandi: 2.196.965 Upplýsingar um vinningstölur fást einnig I slmsvara 568-1511 eöa Grænu númeri 800-6511 og i textavarpi ó síöu 453. LEIKFELAG AKUREYRAR Gaman, alvara, gleði og sorg. Glæsilegt 80 ára afmælisár. Á verkefnaskránni: Sigrún Astrós eftir Willy Russel. Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner. Undir berum himni eftir Steve Tesich. Kossar og kúlissur. Léttur söngleikur um lífið á sviði Samkomuhússins. Handrit: Hallgrímur H. Helgason. Utsetning tónlistar: Roar Kvam. Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Halldór Laxness. Markúsarguðspjall á Kirkjulistaviku 1997. Sala áskriftarkorta, frumsýngar- korta og leikhúskorta er hafin. Verð áskrifarkorta: 5 sýninga kort 5.850. 4 sýninga kort 5.040. 3 sýninga kort 4.050. VerS frumsýningakorta: 5 sýninga kort 6.500. 4 sýninga kort 5.600. 3 sýninga kort 4.500. Leikhúskortin eru nýjung sem hentar vel klúbbum og fyrirtækjum. Kynnið ykkur kjörin. MiSasalan er opin alla virka daga kl. 13.00- 17.00. Simi 462 1400. ureyrar á grundvelli tilboðs fyr- irtækisins að upphæð 61,4 milljónir króna. Við yflrferð á tilboðum reyndist næstlægsta tilboðið frá Fjölni hf. of lágt um 486 þúsund krónur. Verkið fel- ur m.a. í sér framkvæmdir við byggingu kjallara undir 415 m2 viðbyggingu við sundlaugina og byggingu nýrrar sundlaugar sem verður 25x16,6 metrar að stærð. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum verði lokið í júní- mánuði 1997. Næsta fram- kvæmd þar á eftir er bygging búningsklefa ofan á kjallara- bygginguna sem reist verður í vetur og nýrrar afgreiðslu sem hefur inngang úr suðri, þ.e. verður færð frá Þingvallastræt- inu. Jarðvegsframkvæmdir munu því væntanlega hefjast strax í þessum mánuði. Bygg- ingarnar eru hannaðar af Arki- tektastofunni Form hf. á Akur- eyri. GG Uliaríðnaðurinn Er uUin ennþá 3/4 ferðamannaverslunar? Ullarvörur virðast ennþá gnæfa óralangt yfir alla aðra vöruflokka í inn- kaupum erlendra ferðamanna hér á landi - eða um 75% alls þess sem útlendingar hafa með sér úr landi ef marka má fyrstu upplýsingarnar frá Tax- free Shopping, um endur- greiðslu virðisaukaskatts. Fyrsta endurgreiðslan fór fram 25. júní og á næstu átta vikum voru endurgreiddar tæp- lega 11 þúsund ávísanir sem hljóðuðu upp á samtals 110 millj. innkaup, þar af 83 millj. voru fyrir ull. Þegar til þess er litið að yfir 60 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað á tímabilinu gætu þessar 11 þús- und endurgreiðslur bent til þess að margir erlendir ferða- menn kveðji landið án mikilla innkaupa, utan þess allra nauð- synlegasta. Bækur komust næst ullinni á innkaupalistum útlendinganna en en minjagripir og gjafavörur námu samtals 7% þeirra inn- kaupa sem komu til endur- greiðslu. Meðalinnkaupin eru í kringum 10.000 kr. hverju sinni. Frá því eru þó víð frávik. T.d. var leitað endurgreiðslna vegna pelsakaupa fyrir nokkuð á aðra milljón. Einnig var leitað endurgreiðslna vegna skókaupa upp á hátt í milíjón, fatakaupa sem fóru hátt á þriðju milljón og skartgripa úr góðmálmum fyrir vel á aðra milljón. Þjóðverjar fengu langflestar endurgreiðslurnar, enda voru þeir langijölmennasti ferða- mannahópurinn. Miðað við Qölda ferðamanna hafa hlut- fallslega flestir fengið endur- greiðslur úr hópi Japana. Hlut- fallið virðist líka nokkuð hátt meðal Svisslendinga, Skandin- ava og Taiwana. Akureyri Sjókokkar fá svuntu Undirbúningur er í fullum gangi fyrir hina viða- miklu alþjóðlegu sjávar- útvegssýningu, sem fram fer í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Verður sýningin sett með við- höfn nk. miðvikudag. Þátttakendur í sýningunni koma víða að. Um 10 fyrirtæki frá Akureyri taka þátt í sýning- unni og þeirra á meðal er Haf- tækni hf., sem sérhæfir sig í þjónustu við siglinga- og fiski- leitartæki. Fyrirtækið fór nokk- uð óhefðbundna leið til að Fyrstu svuntuna afhenti Sigurður Baldvinsson, sölustjóri Haftækni, Karli Steingrímssyni, bryta á Akureyrartogaranum Kaldbak. kynna starfsemi sína því það hefur látið útbúa svuntu, sem kokkum í íslenska flotanum verður send. HA Bæjarmála- punktar • Á fyrsta fundi Bæjar- stjórnar Húsavíkur eftir sumarleyfi, sem haldinn var í síðustu viku, var sam- þykkt að taka tilboði Tré- smiðjunnar Rein í bygg- ingu spilliefna- og sorp- móttöku við Sorpeyðinga- stöðina á Húsavík. Tré- smiðjan Rein átti lægsta til- boð í verkið, kr. 8.464.822 eða rúmlega hundrað þús- und kr. yfir kostnaðaráætl- un. • Breytingar standa yfir á efri hæð Félagsheimilis Húsavíkur en þar er fyrir- hugað að Skólaþjónusta Eyþings og Félagsmála- stofnun Húsavíkur verði til húsa. • Ákveðið hefur verið að setja upp hraðahindranir á Laugabrekku, en íbúar við þá götu hafa lengi kvartað undan mikilli og hraðri umferð. • Heilsdagsskóli hefur ver- ið stofnaður við Borgar- hólsskóla og forstöðumað- ur og 2 aðrir starfsmenn ráðnir til starfa við skól- • Bæjarstjórn samþykkti að kaupa hlut Slysavarna- deildar kvenna á Húsavík í Félagsheimili Húsavíkur, sem er 0.5 % af eignarhlut- um. Kaupverðið er 212 þúsund krónur og greiðist með 5 ára skuldabréfi, verðtryggðu en vaxtalausu. • Höfðavegur 26, bæjar- stjórabústaður, hefur verið seldur Guðmundi Birki Þorkelssyni skólameistara Framhaldsskólans á Húsa- vík. • Tilnefndir hafa verið fulltrúar Húsavíkurkaup- staðar í skólanefnd Fram- haldsskólans á Húsavlk. Aðalmenn: Valgerður Gunnarssdóttir og Berglind Svavarsdóttir, varamenn: Snædís Gunnlaugsdóttir og Elín Kristjánsdóttir. • Þá tók Bæjarstjórn Ilúsa- víkur afstöðu til sameining- ar Héraðsnefnda Þingeyj- arsýslna á þá leið að hún legðist ekki gegn samein- ingu héraðsnefndanna og heimilar fulltrúum sínum í nefndinni að vinna að framgangi málsins í sam- ræmi við tillögur og hug- myndir sem liggja fyrir. GKJ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, KÁRI BALDURSSON, skipasmiður, Laxagötu 4, Akureyri, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. F.h. aðstandenda Guðbjörg Björnsdóttir. Akureyri Ráðning sundlaugar- stjóra staðfest Bæjarráð Akureyrar stað- festi í gær ráðningu Gísla Kr. Lórenzsonar í starf forstöðumanns Sundlaugar Ak- ureyrar. íþrótta- og tómstunda- ráð bæjarins hafði áður mælt samhljóða með Gísla í starfið. Bæjarstjórn Akureyrar af- greiðir þetta mál endanlega á fundi sínum næstkomandi þriðjudag og ekki er búist við öðru en það gegni smurt í gegn. Þess er vænst áð Gísli Kr. komi fljótlega til starfa, en Sigurður Guðmundsson fráfarandi sund- laugarstjóri er þegar byrjaður störf á nýjum vettvangi í Mos- fellsbæ. -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.