Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Blaðsíða 3
iDagur-CCímtrax Þriðjudagur 17. September 1996 - 3 Lögum um sjóðmn breytt í haust Flest bendir til þess að lög- unum um lánasjóð ís- lenskra námsmanna verði breytt á komandi haust- þingl Endurgreiðslur verði lœkkaðar og teknar upp að að nýju svokallaðar sam- tímagreiðslur. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa rœtt þetta mál undanfarið, en endanleg niðurstaða er ekki fengin. Lánasjóðslögunum var breytt árið 1992 í tíð síðustu ríkis- stjórnar og þau hafa verið mjög umdeild allar götur síðan. Teknir voru upp vextir á námslán, endurgreiðslur hertar og í stað mánaðarlegra greiðslna fá náms- menn nú lán sín eftir á, þegar þeir hafa sýnt fram á tilskilinn náms- árangur. Samtök námsmanna hafa barist mjög fyrir breytingum á þessu kerfi og eignuðust banda- menn í Framsóknarmönnum, sem lofuðu fyrir kosningar í fyrra að breyta því. í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun á námslánakerfínu og í fyrra var skipuð nefnd full- trúa stjórnarflokkanna og stúd- enta. Hjálmar Árnason, þingmað- ur og Hilmar Pór Hilmarsson, að- stoðarmaður utanríkisráðherra lögðu til í nefndinni í vor að tekn- ar yrðu upp samtímagreiðslur og endurgreiðsluhlutafallið lækkað, en á það vildu fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins ekki fallast. Fcrystu- menn stjórnarflokkanna hafa rætt þetta mál undanfarið og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins segir að það verði lagt fram frumvarp til breytinga á lánasjóðslögunum í haust, en það sé ekki tilbúið. „Þetta hefur verið í vinnslu, en það er ekki komin nið- urstaða. Það er með þetta eins og mörg önnur mál, sem talin eru horfa til framfara, að þau kosta peninga og það hefur ekki verið auðvelt að fínna því stað í því að- haldi sem verið hefur í ríkisijármálum undan- farið,“ segir Halldór. Samkvæmt heimildum Dags Tímans hefur ver- ið rætt um að lækka endurgreiðsluhlutfallið í 4,5 til 5% af tekjum, en í dag greiða námsmenn 5% fyrstu árin og síðan 7,5% prósent af tekjum sínum í af- borganir af námslánum. Þá hefur verið rætt um að þegar samtíma- greiðslur verði teknar upp aftur, verði eftirlit með námsframvindu strangara en áður, þannig að ef námsmaður nær ekki tilskyldum árangri verði hann að greiða námslán sitt til baka. Það kann hins vegar að standa í Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra að samþykkja þetta, en hann lýsti því yfir á alþingi í vor að hann væri andvígur samtímagreiðslum. Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík sá ástæðu til þess á fundi fyrir helgi, að brýna sína menn í þessari glímu. Þar var samþykkt ályktun þess efnis að ef Sjálfstæðismenn fallist ekki á þessar tillögur, eigi Framsóknar- flokkurinn að fara fram á nýja skiptingu ráðuneyta og fá mennta- málráðuneytið í sinn hlut. Halldór Ásgrímsson, vill ekki tjá sig um efnislega um þetta mál, en segist vænta þess að stjórnar- ílokkarnir komist að sameiginlegri niðurstöðu um fljótlega. „Það er ætlunin að gera breyt- ingar og var um það samið í stjórnarsáttmálanum. Það var hins vegar ekki samið um það ná- kvæmlega hverjar þ’ær yrðu. Þetta er allt spurning um íjárhagslega stöðu lánasjóðsins. Það er ekki ætlunin að setja fjárhag sjóðsins í þá stöðu sem hann var í áður en lögunum var breytt. Hún var mjög slæm og ljóst að það hefur tekist að rétta hana verulega við og við höfum ekki hugsað okkur að missa það niður.“ Halldór Ásgrímsson Það er með þetta eins og mörg önnur má4 sem talin eru horfa til fram- fara, að þau kosta pen- inga og það hefur ekki verið auðvelt að flnna því stað íþví aðhaldi sem verið hefur í ríkis- flármálum undanfa, Mývatnssveit Jarðböðin endurvakin Hópur manna í Mývatns- sveit hefur komið upp nátt- úrulegu gufubaði skammt austan Jarðbaðshóla. Gerð þess er afar einföld, fengið var trefjaplasthús sem komið varfyrir ofan á hita- holu og líkar þeim sem prófað hafa vel þrátt fyrir að búningsaðstöðu og sturtuklefa vanti enn. inu. jarðböð, gjár og lón. Þarna hafa menn sofið á verðinum en með samstöðu heimamanna væri eílaust hægt að gera þarna góða hluti.“ Þegar Pétur talar um lón á hann við frárennslisvatn frá Kís- iliðjunni sem myndar blátt lón í Bjarnarflagi en skilyrði til baða í því eru um margt sambærileg við Bláa lónið á Suðurnesjum. Gjálífið hefur einnig verið lands- frægt, Grjótagjá og Stóragjá voru lengi vinsælir baðstaðir en fyrir nokkrum árum fannst svo ný gjá sem hentar vel til baða. -BÞ Trefjaplasthúsið ofan á hitaholunni í Mývatnssveit. Heimamenn hyggjast ekki láta sér nægja að sitja þarna einir og svitna heldur sjá þeir ný tækifæri í ferðaþjónustunni. DT-mynd: Björn Þ. Landið Beint leiguflug af landsbyggðinni Pétur Snæbjörnsson er einn af forsvarsmönnum Baðfé- lagsins en það er áhuga- mannafélag sem stofnað hefur verið í þeim tilgangi að end- urvekja jarðböðin á háhitasvæð- inu. „Hann segir að heimildir um jarðböð á háhitasvæðinu nái allt aftur til tíma Guðmundar bisk- ups góða en jarðböð í Bjarnar- lagi hafi lagst af árið 1970. Pétur segir mat manna að jarðböðin hafi haft góð áhrif á heilsu manna en nú sé verið að rann- saka það vísindalega hvaða áhrif gufan og vatnið hefur. „Við teljum að þarna sé einn helsti vaxtarbroddurinn í þeim möguleikum sem felast á svæð- Akureyri Skóflustunga tekin Fyrsta skóflustungan að nýjum grunnskóla á Akureyri, Giljaskóla, var tekin í gær. Það gerðu tveir nemendur 3. bekkjar, þau Dirce- lene Gomes og Jan Eric Jessen, sem eru á meðfylgjandi mynd. Stefnt er að því að kennsla hefjist í fyrsta áfanga nýs skólahúsnæðis haustið 1997, en í vetur verður 75 nemendum skólans kennt í hús- næði leikskólans Kiðagils. GG Mynd: JHF Ferðaskrifstofan Ratvís býður upp á beint leigu- flug til Dublin á írlandi frá nokkrum stöðum á landsbyggð- inni auk Reykjavíkur í haust. Leiguflugið verður frá Vest- mannaeyjum, Patreksfirði, ísa- firði, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki og Reykjavik. Að sögn Halldórs Jóhanns- sonar hjá Ratvís, verður flogið með 80 sæta Bac 146 lúxus flugvélum írska flugfélagsins Cityjet. Flugfélagið hefur verið valið flugfélag ársins í Bretlandi og írlandi og hefur auk þess hlotið ótal önnur verðlaun fyrir þjónustu og gæði. Hingað til hefur verið boðið upp á beint leiguflug frá Akur- eyri, Egilsstöðum og Reykjavík. En á öðrum stöðum er þetta í fyrsta sinn sem landsbyggðar- fólki býðst þetta tækifæri að fara í sína haustferð beint frá sínu byggðarlagi. Halldór segir að flugvélarnar sem notaðar eru séu mjög hent- ugar fyrir þetta flug. Flugmála- stjórn hefur þegar samþykkt að vélarnar lendi á áðurnefndum stöðum á landsbyggðinni. „Ég hef sjálfur búið út á landi og þekki því sjálfur hversu þægilegt er að koma beint heim til sín að utan. Með þessu sparar landsbyggðarfólk bæði tíma, fyrirhöfn og pen- inga,“ sagði Halldór. ÞoGuÆyjum Akureyri Valgerður ráðin forstöðu- maður Norræna upplýsingaskrif- stofan, sem starfrækt verður í Glerárgötu 26 á Akureyri og opnuð verður í októbermánuði, hefur ráðið Valgerði Hrólfsdóttur, kennara og bæjarfulltrúa á Akureyri, sem forstöðumann og er um hlutastarf að ræða. Valgerður starfaði á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra þar til hún var lögð niður 1. ágúst sl. við yfirtöku sveitarféláganna á rekstri grunnskólanna. Skrif- stofan er sú eina sinnar tegund- ar hérlendis og er þjónustu- svæði hennar norðanvert landið en skrifstofa Norræna félagsins í Reykjavík sinnir einnig svipuð- um verkefnum. GG

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.