Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Blaðsíða 12
ÍDagur-©tntmt Þriðjudagur 17. september 1996 Simar 4gg g1 10 ritstjórnar & 5631600 FRJALSAR Féllá lyfjaprófi * Islenskur íþróttamaður féll á lyíjaprófi sem framkvæmt var á Bikarmótinu í frjálsum íþróttum í sumar. Sýni sem tek- ið var úr honum reyndist innihalda mikið magn amfet- amíns og íþróttamaðurinn sem leikur handknattleik í 1. deild- inni, á yfir höfði sér tveggja ára bann frá handbolta og ijögurra ára bann frá frjálsum íþróttum. Þetta er annað sýnið sem reynist jákvætt í lyfjapróíi hér á landi, en um 30-40 sýni hafa verið skoðuð á árinu. Taka átti málið fyrir í gær hjá dómstól innan ÍSÍ, en því var frestað til miðvikudags. KNATTSPYRNA Leiftursmenn í Evrópukeppni Knattspyrnulið Leifturs tryggði sér Evrópusæti með sigrinum á Breiða- blik á sunnudaginn og hefur tryggt sér 3. sæti deildarinnar. Ekki er enn Ijóst í hvaða Evr- ópukeppni Leiftur tekur þátt í, það fer allt eftir því hvort ÍA eða KR verður íslandsmeistari. Sigri KR þá mun liðið leika í Evrópukeppni félagsliða, en verði ÍA meistari þá mun sæti í Toto-keppninni falla í skaut Ól- afsfirðinga, sem hafa aldrei átt lið á Evrópumóti. KA sigraði í Meistarakeppninni KA varð sigurvegari í Meistarakeppni HSÍ i fyrsta sinn, þegar liðið lagði Val að velli, 24:23 í spennandi leik í KA-heimilinu. Leikur liðanna var mjög jafn lengst af, en fyrirliði KA, Julian Duranona, skoraði sigurmarkið á lokaminútunni úr vitakasti sem dæmt var fyrir brot á Erlingi Kristjánssyni, fyrirliða KA, sem held- ur á sigurlaununum á myndinni hér að ofan. HANDBOLTI • Islandsmót Aftureldingu spáð tttttnum Fyrirhðar og forráðamenn 1. deildarliðanna í hand- knattleik komu saman í gær og spáðu fyrir um loka- stöðu liðanna á íslandsmótinu, sem hefst á morgun. Tveir full- trúar frá hverju félagi veittu stig og heildarútkoman varð eftirfarandi. 1. Afturelding 208 2. Haukar 183 3. KA 179 KÖRFUKNATTLEIKUR Semur Guðmund- ur við Hamborg? Guðmundur Bragason, leikmaður Grindavíkur og íslenska landsliðsins, er líklega á förum til þýska liðsins Hamburger sem leikur í 1. deildinni. Guðmundur fór til liðsins fyrir helgi og búist er við því að honum verði boðinn samningur á næstu dögum. Hamburger er stærsti körfu- knattleiksklúbbur borgarinnar og vann sér rétt til að keppa í úrslitakeppni deildarinnar í fyrra, en náði ekki að vinna sig upp í úrvalsdeildina. Keppnis- tímabilið er þegar hafið í Þýskalandi. Tvö önnur lið hafa sýnt því mikinn áhuga á að fá Guðmund til liðs við sig. Annað þeirra er Trier sem sæti á í þýsku úrvals- deildinni og hitt fyrstu deildar- lið í Portúgal. Guðmundur hefur dvalist er- lendis síðustu vikurnar, lengi hjá breska liðinu London Tow- er, en einnig hjá belgísku félagi. Guðmundur hafnaði samning- um frá báðum félögunum. Andlát Eyjaliðsins ýkjur einar Sögur um andlát kvenna- handboltans í Vestmanna- eyjum eru stórlega ýktar,“ segir Eygló Kristinsdóttir, sem sæti á í handknattleiksráði ÍBV, í spjalli við Vikublaðið Fréttir í Eyjum. Ekki hefur enn verið gengið frá ráðningu þjálfara fyrir veturinn, en Eygló vonast til að það verði gert í næstu viku. Sænska stúlkan Malin Lake mun ekki spila með hðinu í vet- ur og stórskyttan Andrea Atla- dóttir mun ekki leika með fyrr en eftir áramótin, þar sem hún er í námi í Reykjavík. Guðmundur Bragason æfir með liði í Hamborg. TUGÞRAUT • Alþjóölegt mót í Talence Jón Amar hrapaði niður í 8. sætíð Jón Arnar Magnússon hafn- aði í áttunda sæti á sterku tugþrautarmóti í Talence í Frakklandi um helgina. Jón Arnar hafði þrettán stiga for- skot á næsta keppanda, Eduard Hamulainen frá Hvíta-Rúss- landi sem sigraði í mótinu. Slakur árangur Jóns Arnars í kringlukastinu olli því að hann hrapaði niður töíluna og hann endaði þrautina með 8217 stig sem dugðu aðeins til 8. sætis. Hamelainen hlaut 8478 stig Tékkinn Thomas Dvorák varð annar með 8456 stig. Nýtt íslandsmet í tugþraut virtist vera í uppsiglingu eftir fyrri daginn. Jón Arnar hafði þá náð sér í 3425 stig og hann hef- ur aldrei fyrr náð svo mörgum stigum úr fimm fyrstu greinun- um. Hann hljóp 100 m á 10,80, stökk 7,33 m í langstökki, varp- aði kúlunni 15,88 m, stökk 2,04 metra í hástökki og hljóp 400 m á 47,39 sekúndum. „Útlitið var óneitanlega bjart eftir fyrri daginn, en kringlu- kastið fór úrskeiðis, eina ferð- ina enn. Ég veit ekki hvað hægt er að segja um það. Ég var að kasta fimmtíu metra í upphit- uninni og ég get ekki skýrt það af hverju köstin voru svo stutt í keppninni. Ég mun hins vegar skoða það vel, þegar heim er komið," sagði Jón Arnar sem byrjaði vel síðari daginn. Hann hljóp 110 m grindarhlaup á 14,30 sekúndmn og hélt þá enn naumri forystu Kringlukastið var næst á dagskrá, en þar kastaði hann 38,16 m, hann íleygði spjótinu 61,08 metra, stökk 4,85 metra í stangar- stökki og lauk þrautinni með því að hlaupa 1500 metrana á 4:51,49 mínútum. „Ljósu punktarnir voru kúlu- varpið og hástökkið, en hann hefur ekki náð jafn góðum ár- angri í þraut í þessum greinum, kringlukastið var hins vegar allt annað en gott og Hamelainen kastaði 46,88 metra sem er nokkuð sem Jón Arnar á að 4. Valur 5. Stjarnan 6. Fram 7. FH 8. ÍBV 9. Grótta 10. Selfoss 11. HK 12. ÍR 147 124 118 114 110 63 63 44 40 Jón Arnar Magnússon. ráða við hvenær sem er,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns sem var með í för. Þetta var síðasta stórmót tugþrautarmanna, en keppnis- tímabilinu lýkur formlega í Salzborg um næstu helgi, þar sem keppt verður í klukku- stundarþraut, þar sem kapp- arnir þurfa að ljúka greinunum tíu á einni klukkustund. Leikið á milli jóla og nýárs Leikið verður á milli jóla og ný- árs í 1. deildinni í handknatt- leik og mun það vera í fyrsta sinn sem það er reynt. Það kom fram á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í gær að hugmyndin hafi kviknað vegna góðrar að- sóknar á leik Vals og KA í úr- slitakeppninni í fyrra sem fram fór í Laugardalshöllinni á föstu- daginn langa. -ÁH Stórleikuri bikarnum Dregið var um það hvaða Uð mætast í 32-liða úr- slitum í Bikarkeppni HSÍ í gær. Stærsti leikur umferðar- innar er viðureign Hauka og Aftureldingar, sem spáð er tveimur efstu sætunum í 1. deildinni í vetur. Bikarmeistar- ar KA heíja titilvörnina gegn B- liði Víkings. Eftirtalin lið drógust saman: Valur B- KA B KS-Stjarnan Haukar-UMFA Víkingur-Grótta UMFA B-Valur Völsungur-Selfoss ÍBK-ÍR Víkingur B-KA ÍBV B-Ármann Fylkir-Breiðablik Þór-Hörður ísaf. Ögri-KR ÍH-Fram Handk.f. Mosfellsb.-FH HK-ÍBV B-lið Gróttu situr hjá í 1. um- ferð Leikirnir fara fram 13. nóv- ember. LeikiðíKA- heimiiinu s Akveðið hefur verið að leikur íslands við Grikki í undankeppni HM í hand- knattleik fari fram í KA-heimil- inu 2. október. Síðari leikur Uð- anna fer fram í Grikklandi íjór- um dögum síðar. Ekki hefur verið gengið end- anlega frá samningum við Eist- lendinga en liðin munu mætast um mánaðarmótin október-nóv- ember. Líklega fara báðir leik- irnir fram hér á landi.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.