Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Qupperneq 3
4Dagur-®mmm Föstudagur 20. september 1996 -15 LÍFIÐ í LANDINU Jákvæð sjálfs- forræðissvipting Hér eru brúðkaupsgestir, brúðhjónin og Pétur Þorsteinsson komin í hring og búa sig undir að syngja Þá var kátt í höllinni. Brúðhjónin eru Katrín Heiðar og Steinar Guðmundsson. Pétur Þorsteinsson er safn- aðarprestur Óháða safn- aðarins í Reykjavík, sem er lúthersk fríkirkja með sömu sálmabók og helgisiðum eins og ríkiskirkjan. Athafnir kirkjunn- ar eru því svipaðar og þjóð- kirkjumenn eiga að venjast en eitt er öðruvísi en það eru brúðkaupin. Rétt í lok hjóna- vígslunnar fær Pétur gesti tO þess að slá hring um brúðhjón- in og syngja hárri raustu Þá var kátt í höllinni. Eins hefur Pétur aðallega gefið vini sína og kunningja saman til þessa sem gefur brúðkaupunum vissvilega persónulegri blæ. Rúmlega 1300 manns eru í söfnuðinum og í fyrra voru þar flmm brúð- kaup en hafa verið átta það sem af er þessu ári. „Þetta eru hefðbundin brúð- kaup að öllu leyti nema þarna rétt í lokin. Við biðjum fyrir við- komandi og að alltaf verði kátt hjá þeim, ekki aðeins þetta kvöldið heldur alla ævina. Við höfðum til þess að þau sofni nú ekki á verðinum eins og Þyrni- rós og syngjum síðan Þá var kátt í höllinni.“ Pétur segir að þessu fylgi stundum hopp og kátína og að þeir alglöðustu fari langt frá gólfinu. Hefur vantað dans og líf í kirkjuna? „Já, því ég held að upplifun fólks á kirkjunni sé eilíf jarðar- för, en ætti frekar að vera jarð- arfjör, í þ.m. þegar gleðiathafn- ir eru annars vegar. Það má alveg gefa fólki innisýn í að þarna er gleði á ferðinni og dansinn og söngurinn í lok brúðkaupanna hefur mælst já- kvætt fyrir. Nú er ríkiskirkjan búin að fá sér markaðsfulltrúa en ímyndin sem menn hafa innra með sér af kirkjunni mætti vera jákvæðari áður en ytri búnaði hennar er breytt." Þið œtlið ekkert að fá ykkur markaðsfulltrúa? „Nei nei við höfum bara einn markaðsfulltrúa og það er Jes- ús, það er sú fyrirmynd sem við horfum tU, við þurfum enga jarðneska karla eða kerlingar tU að setja það niður fyrir okkur." Þú ert þekktur fyrir orða- smíð, notar þú ekki eitthvað annað orð yfir brúðkaup? „Jú, sjálfsforræðissvipting svona í jákvæðum skilningi. Það að gifta sig er að helminga for- réttindin og tvöfalda ábyrgðina, þannig að þetta er viss forræð- issvipting sem ég held að menn gangi undir með glatt hjarta. mgh Landvemd eða sandvemd? s rskurður skipulagsstjóra ríkisins um uppgræðslu Hólasands kom mönnum á óvart ef marka má viðbrögð samtakanna Húsgulls og land- græðslufólks, því úrskurðurinn hefur verið kærður til umhverf- isráðherra. í úrskurðinum segir að falhst sé á uppgræðslu með íjórum skilyrðum þó. Fyrstu tvö skil- yrðin bera vott um hræðslu við notkun lúpínu við uppgræðslu, leyfð án skilyrða. í greinargerð sem kærunni fylgir kemur fram að reynsla manna af notkun lúpínu við landgræðslu t.d. á Húsavík og við Sandvatn sýni að hræðsla sé óþörf, í ljós hafi komið að grös og blómjurtir komi fyrst upp við hop lúpín- imnar. Þá er á það bent að lúpína hafi verið til staðar í Mý- vatnssveit um langt árabil. Skil- yrðið um erlendu jurtirnar sem ekki má nota segir í greinar- son, ráðuneytisstjóri í landbún- aðarráðuneytinu, Þorsteinn Tómasson, forstöðumaður RALA og Óskar Magnússon, for- stjóri Hagkaups, en Hagkaup hefur verið stór stuðningsaðili að uppgræðsuframkvæmdum á Hólasandi. Þennan dag var 3-4 þúsund birkiplöntum komið fyr- ir í skjóli lúpínunnar sem hefur myndað gróðurbelti á auðninni hvar sem henni hefur verið sáð. Landgræðslustjóri sagðist miklu Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, var mættur á Hólasand ásamt fjölskyldu sinni og tóku þau þátt í gróður- setningu birkiplantna í lúpínubreiðunni frá 1994. Hagkaup hefur hingað til verið dyggur stuðningsaðili verkefnis- ins um uppgræðslu á Hólasandi. MyndGKj 200 metra grasbelti skuli vera meðfram öllum roljöðrum til að hindra að lúpína fari út í mó- lendi, og séð verði til þess að lúpínan berist ekki með vatni til annarra svæða. Þriðja skilyrði íjallar um notkun erlendra jurta við uppgræðsluna, að tryggja beri að slíkar plöntur berist ekki burt af sandinum telji menn sig verða að að nota slíkar jurtir. Að síðustu er skylt að kortleggja gamlar kolagrafir og vegi og samráð um það skuli haft við Þjóðminjasafn Islands. Nú hafa samtökin Húsgull kært þennan úrskurð og fara fram á að uppgræðsla verði gerðinni að upprunavottorð plantna verði þá að liggja fyrir og spyrja í framhaldinu hver gefi út slík vottorð. Að lokum kemur það fram að gamlar kolagrafir séu allar horfnar og burtu foknar svo erfitt geti reynst að kortleggja þær nú. Um síðustu helgi var svokall- aður Ilólasandsdagur og kom þá áhugafólk. á Sandinn og gróðursetti birki í stórri lúpínu- breiðu sem sáð var 1994. Auk áhugafólksins kom á staðinn margt framámanna til að kynna sér aðstæðurnar. Þar á meðal voru landgræðslustjóri, Sveinn Runólfsson, Björn Sigurbjörns- fremur óttast þessa miklu land- eyðingu á Ilólasandi heldur en útbreiðslu lúpínunnar og undir þau orð tóku margir sem á Hólasandi voru þennan dag. Þá sagðist Björn Sigurbjörnsson ráðuneytisstjóri óttast að áhugafólk um uppgræðslu missti áhugann á verkefninu þegar svona væri haldið á mál- um. Kærufrestur á úrskurði skipulagsstjóra rennur út 23. september og hefur þá um- hverfisráðherra íjórar vikur til að kveða upp endanlegan úr- skurð. GKJ Dagur flogaveikra Guðlaug María Bjarnadóttir. Dágur flogaveikra á íslandi er haldinn í fyrsta sinn í dag en í septembermánuði halda öll Norðurlöndin slíkan dag. Ætl- unin er að kynna stöðu floga- veikra og félagið Lauf sem er nafn landssamtaka áhuga- fólks um flogaveiki. Guðlaug María Bjarna- dóttir er fráfarandi for maður Laufsins, en fé- lagið telur milli 4-500 manns. Að sögn Guðlaugar er talið að um 1 prósent þjóð- arinnar sé með flogaveiki sem er sjúkdóm- ur sem einkennist af endurteknum flogaköstum. Orsakir flogaveiki eru yfirleitt óþekktar en þó er vit- að að höfuðmeiðsl, fæðingaráverkar og heilasjúkdómar geta flogaveiki. Guðlaug kallar sjúk- dóminn felusjúkdóm því margir kjósi að þegja um einkennin, um 80 prósent af flogaveikum vinna fullan vinnudag án þess að nokkur viti um sjúkdóminn. Ilvað ætlið þið að gera í til- efhi dagsins? „Þetta er fyrst og fremst ýmsir leitt til hugsað til að koma fram upp- lýsingum um flogaveika og um félagið okkar. Við erum með alls konar þjónustu sem fólk veit ekki endilega um. Við rek- um t.d. bóka- og myndbanda- safn og einnig er hér starfandi félagsráðgjafi sem hefur sér- hæft sig í málefnum floga- veikra. Lauf hefur oft komið til hjálpar í málum þar sem t.d. fólki hefur verið sagt upp vegna flogakasta og við aðstoðum hka við skipulagningu náms ef við- komandi þarf einhverja sér- staka aðstoð. Á veturna erum við líka með fræðslukvöld einu sinni í mánuði sem eru floga- veikum og aðstandendum mjög gagnleg." Hefur eitthvað nýtt komið fratn um lœkningar eða lyf? „Já núna lifum við á spennandi tímum því það er áratugur heilans í Bandaríkjunum. f gegnum þetta átak hafa komið fram ný lyf sem eru á leið inn á markað- inn. Rann- sóknir og nýr tækja- kostur hefur einnig gert það að verkum að það er búið að skera flogaveikina úr nokkrum fslending- um. Greiningatækin eru orðin svo ná- kvæm að það er hægt að finna upptökin hjá sumum en alls ekki öllum.“ Guðlaug og aðrir í samtökum áhugafólks um flogaveiki verða í Kringlunni í Reykjavík og eins mun norðandeildin svokallaða dreifa bæklingum og kynna starfsemi félagsins á Akureyri. mgh

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.