Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Blaðsíða 5
^Dagur-®ímmtt Föstudagur 20. september 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Handboltastelpur í meistaraflokki án æfíngaaðstöðu Handboltastelpur í meistaraflokki ÍBA á Akureyri funduðu nýlega með fulltrúm íþróttafélaganna auk jafnréttisfulltrúa bæjarins. Stelpurnar telja sig engan veginn hafa tilhlýðilega œfingaaðstöðu þar sem œfingatímarnir sem þeim hefur verið úthlutað eru á slœmum tímum, um helgar eða miðjan dag. Ástandið er langverst íflokkaíþróttum kvenna, fyrst og fremst í handbolta og fótbolta. Steinunn Harpa Jónsdóttir, aðstoðarmanneskja hjá fræðslu- og jafnréttisfull- trúa Akureyrarbæjar hefur kynnt sér málið. Hún segir æf- ingafyrirkomulagið alltaf hafa verið vandmál og að stelpurnar hafi leitað til jafnréttisfulltrúa vegna þess að þær væru búnar að gefast upp á að bíða eftir að eitthvað gerðist í þeirra málum. Hafa stelpurnar lengi verið í svo slæmri aðstöðu? „í fyrra þegar félögin sam- einuðust í ÍBA fengu þær æf- ingatíma seint og illa og þá var geflð í skyn að staðan yrði end- urmetin en ekkert hefur breyst. Tímarnir í húsunum, sérstak- lega á veturna, eru mjög fastir og þeir sem einu sinni hafa fengið góða ti'ma láta þá ekkert svo auðvefdlega eftir. Það má segja að það hafi myndast affs- herjar togstreita í sambandi við æfingar og maður finnur ekki mikið fyrir samheldnishugsjón íþróttanna í sambandi við æf- ingapfönin.“ Er þetta jafnréttismál? „Já, staða kvenna og karla í boltaíþróttum er gjörólík. Fjár- mögnun lendir t.d. mikið á stelpunum sem þurfa því að vera í þessu af lífi og sál. Það er dýrt að stunda íþróttir úti á landi vegna stöðugra ferða suð- ur og í því sambandi er miklu auðveldara fyrir strákana að hoppa bara upp í vél án þess að þurfa að hugsa um peninga- hliðina. Það er einfaldlega ekki sama ákvörðunin að stunda íþróttir sem kona eða karl.“ Er aðstaða stelpnanna erfið- ari á Akureyri en annars stað- ar? „Eins og handboltastelpurn- ar hafa bent á er eru ekki önn- ur lið í fyrstu deild án æfinga- aðstöðu á þessum tíma. Þrátt fyrir þetta tóku þær þátt í æf- ingamóti um daginn og gekk þokkalega en það er óraunhæft að hafa ekki fullnægjandi æf- ingaaðstöðu þegar svona er stutt er í íslandsmeistaramót- ið.“ Hvernig hefur liðinu gengið? „Því hefur nú ekki gengið vel sem er ekki skrítið, handbolta- stelpurnar eru að byrja íslands- meistarmótið eftir hálfan mán- uð og eru ekki með fasta æf- ingatíma. Þær vita það kannski ekki fyrr en samdægurs hvort þær fá tíma um kvöldið eða ekki. Þetta þýðir að þær æfa ekki eins og þær þurfa.“ Það verður að rjúfa hringinn Finnst þér áhugi fyrir kvenna- íþróttum hafa aukist? „Það er alltaf mjög lítil inn- koma af leikjum kvenna en þetta er náttúrulega hringrás, hvort kemur á undan, eggið eða hænan? Þegar liðinu gengur illa er ekkert gaman að fara á völl- inn til að sjá það tapa.“ Telurðu að íjölmiðlar stýri áhuganum? „Það er ótrúlega lítil umijöll- un um kvennaíþróttir í fjölmiðl- um, stelpurnar nenna varla að ergja sig yfir því lengur. Á tíma- bih var unnið í því að jafna þetta eitthvað en það hefur dottið niður aftur. En sam- kvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir umbótanefnd ÍSÍ á viðhorfi almennings til kvenna- íþrótta kom fram að það voru yfir 70% sem fannst vera of lítil umfjöllun um kvennaíþróttir í íjölmiðlum og tæp 90% töldu að veita ætti sömu ijármunum til kvenna- og karlaíþrótta. Al- menningur virðist því ekki bara vera að leita eftir karlaíþróttum þó það sé túlkað þannig í fjöl- miðlum. Kvennafþróttir ná sér ekki upp nema einhverjar breyting- ar verði á þessu, það verður að rjúfa hringinn.“ Steinunn sagði að ekkert hefði verið ákveðið með fram- haldið en íþróttafulltrúar félag- anna sem á fundinum voru ætl- uðu að tala við sitt fólk og reyna átti að hnika einhverjum æfingatímum til. mgh Að bera virðingu fyrir umhverfínu Ólafía Jakobsdóttir skrifar S g er svo heppin að búa í sveitarfélagi þar sem stjórnendur og flestir íbú- ar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að taka tillit til náttúrunn- ar og umhverfisins og bera þar af leiðandi virðingu fyrir um- hverfinu. Ég hef líka átt þess kost að taka þátt í að móta stefnu sveitarfélagsins í um- hverfis- og ferðamálum og fá að vinna að tillögugerð um úrbæt- ur í hreinlætismálum varðandi frárennsli og sorphirðu. Þegar farið er að kanna möguleika fámennra sveitarfé- laga til að uppfylla lög og reglu- gerðir sem snerta hreinlætis- mál kemur í ljós að það er fátt um fína drætti þegar kemur að því að borga brúsann. Tekjustofnar sveitarfélag- anna eru bundnir föstum út- gjöldum í fræðslu-, félags-, at- vinnumálum og fl. og því h'tið eftir til skiptanna þegar ráðast þarf í kostnaðarsamar nýfram- kvæmdir, svo sem í frárennslis- og sorphirðumálum. f Skaftárhreppi eru 603 íbú- ar. Stærð sveitarfélagsins er um 6800 km2 eða um 15% af flatar- máli íslands. f þessu landstóra sveitarfélagi er byggðin því dreifð og erfitt um vik að veita íbúunum lögbundna þjónustu, s.s. sorphirðu. Til að viðunandi lausnir á þessum málum verði framkvæmanlegar verður því að gæta fyllstu hagkvæmni hvað varðar kostnaðarhliðina. Góð samvinna stjórnvalda við íbúana, um þessi mál, er því bráðnauðsynleg. Tillögur sveitarstjórnar Skaftárhrepps í sorphirðumál- um eru á margan hátt nokkuð sérstakar. Mér er ekki kunnugt um neitt annað sveitarfélag sem stefnir að jafn margþætt- um lausnum á sínum sorp- hirðumálum. Tillögurnar felast í stuttu máli í því að hafin verði flokkun sorps á hverju heimili og hjá fyrirtækjum og stofnun- um. Allur lífrænn úrgangur verði endurnýttur með jarðgerð á heimilum, þar sem því verður við komið. Illuta sorpsins verði brennt við háhita heima í hér- aði og orkan nýtt til húshitunar í þágu íbúanna, s.s. til kynding- ar á skólahúsnæði og sundlaug. Sá hluti sorpsins sem ekki verð- ur nýttur til orkubrennslu, sem og askan frá brennslunni verði flutt burt til urðunar á Skóga- sandi á sameiginlegum urðun- arstað fjögurra sveitarfélaga, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, og Eyjafjallahreppa. Komið verði upp söfnunar- stað fyrir spilliefni og brotajárn til eyðingar eða endurvinnslu og birgðastöð fyrir óbrennan- legt sorp til brottflutnings og urðunar og fyrir brennanlegt sorp sem safnast kann fyrir á álagstímum. Sláturhúsaúrgangur og ann- ar lífrænn úrgangur, s.s. garða- úrgangur, sem ekki verður jarð- gerður heima fyrir, verði jarð- gerður á Stjórnarsandi (í ná- grenni Kirkjubæjarklausturs). Þar verði einnig fargað seyru úr rotþróm, þar sem hún veldur ekki umhverfismengun. Hafin verði skipuieg fræðsla meðal íbúa sveitarfélagsins og sumarhúsaeigenda um flokkun og meðferð heimilissorps og annars úrgangs, með það að meginntarkmiði að draga úr umfangi sorps og hvetja til flokkunar og endurvinnslu. Þegar er hafin vinna á veg- um sveitarfélagsins við að framkvæma þessar tillögur. Einn mikilvægasti þátturinn í að gera þær að veruleika er samstarf sveitarfélaganna, sem fyrr voru nefnd, um sameigin- legan urðunarstað. Öll hafa þau sama markmið sem er að flokka heimilissorp, auka end- urvinnslu með því að jarðgera lífrænan úrgang heima fyrir og minnka magn þess sorps sem ílytja þarf til urðunar. Fræðsla fyrir íbúa sveitarfé- laganna um meðferð sorpsins er einnig sameiginlegt verkefni þeirra. Lausnir Skaftárhrepps eru að því leyti frábrugðnar lausnum hinna þriggja sveitar- félaganna að hér er stefnt að orkubrennslu á flokkuðu heim- ilissorpi þar sem þess verður vandlega gætt að ekki fari spilliefni til brennslu. Lífrænt sorp verði ekki flutt af heimil- um í dreifbýli og því verði mögulegt að sækja heimilissorp heim á tveggja vikna fresti. Óbrennanlegur úrgangur verði fluttur til urðunar einu sinni í mánuði. Komið verði upp að- stöðu til sorpflokkunar á helstu ferðamannastöðum. Með þess- um hætti, ef fyrirhuguð áform ná fram að ganga, fer saman að mati okkar hagkvæmasta lausnin með tilliti til kostnaðar og með tilliti til umhverfisins.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.