Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Page 6

Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Page 6
18 - Föstudagur 20. september 1996 3Bctgur-®tmmn MENNING O G LISTIR Kvensamur klerkur og fráskilin kona Leikritið Nanna systir eftir þá fé- laga, Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, var sett á svið hjá Leikfélagi Akureyrar í mars síðastliðinn. Annað kvöld heijast sýningar á Nönnu systur á stóra sviði Þjóðleikhússins. . Uppfærslan er önnur nú en hún var fyrir norðan enda verkið upphaflega samið sérstaklega fyrir Leikfélag Akur- eyrar. Leikstjórinn er sá sami, þ.e. Andr- és Sigurvinsson. Hann hefur ásamt höf- undunum tveim „aðalgað“ verkið að sviði Þjóðleikhússins og listamönnum þess. Eitt hlutverkið verður áfram í höndum sama leikar- ans, Hörpu Arnar- dóttur, en persónan hefur elst um nokkur ár og er orðinn ólétt. Leikritið íjallar um áhugamannaleik- hóp í Utlu þorpi úti á landi, sem er að setja upp Fjalla Eyvind undir stjórn leik- stjóra að sunnan. Leikstjórinn er mjög áhugasamur og framsækinn, hann ákveður að færa Fjalla Eyvind í skemmtilegt nútíma- legt horf en æfingar sækjast seint og verða flóknar m.a. vegna þess að kvennamál prestsins á staðnum eru mjög skrautleg. Það keyrir svo um þverbak þeg- ar klerkur tekur að sér að hugga Nönnu systur, sem er nýfrá- skilin, þau láta sig hverfa í smátíma. Eftir situr prestsfrúin og á í erfiðleikum með að höndla hlut- verk sitt sem Höllu hans Fjalla Eyvindar. Framvinda verksins á sér þannig stað hjá leikhópnum - í gegn- um æfingar hópsins fær áhorfandinn að Guðrún S. Gísladóttir í hlutverki prestsfrúarinnar sem hefur áhuga fylgjast með kvenna- ® hlutverki Höllu í Fjalla-Eyvindi. vandræðum klerks og lífinu í þorpinu. Leikritið er skilgreint sem hressileg- ur gamanleikur af höfundum. Leikendur eru: Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Sig- urður Sigurjónsson, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Harpa Arnardótt- ir og Róbert Arnfinnsson. Leikmynd er eftir Vigni Jóhannsson, búningar eftir Þórunni E. Sveinsdóttur og lýsing í höndum Björns B. Guðmunds- sonar. -gos Frá æfingu á leikriti eftir Vaclav Havel, Largo desolato, sem frumsýnt verður í Borgarleikhús inu í kvöld. Þorsteinn Gunnarsson leikur aðalhlutverkið, dr. Leopold. Hér er hann með vin- konu sinni, Lucy, sem leikin er af Ragnheiði Elfu Arnardóttur. Margræður maðurmn ✓ kvöld verður frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins verk eftir Vaclav Havel, forseta Tékklands, sem heitir Largo desolato í leikstjórn Brynju Bene- diktsdóttur. Brynja og eiginmaður hennar, Erling- ur Gíslason, hittu Vaclav fyrst fyrir rúm- um 30 árum. „Við fórum í leikhúsið Á bak við grindurnar og sáum verk eftir hann sem heitir Garðveisla. Vaclav var bæði tæknimaður við leikhúsið og leik- ritaskáld en kona hans, Olga, var sæta- vísa og í miðasölunni." Þetta var síðla árs 1965, þ.e. í þann mund sem Vorið í Prag var að heíjast, sem lauk með inn- rás Rússa 1968. Leikurinn í nafni leik- hússins, Á bak við grindurnar, er til vitn- is um þá gerjun sem var að eiga sér stað á þessum tíma. „Grindurnar geta staðið fyrir hvort heldur er fangelsisrimla eða grindverk.“ Næstu 20 árin eftir innrásina í Prag var Vaclav bannaður í Tékkóslóvakíu, verk hans mátti ekki birta á prenti eða setja á svið og hann varð að þola sam- tals 5 ára fangelsisvist næstu 20 árin. Snemma árs 1989 var hann svo aftur handtekinn og dæmdur í níu mánaða fangelsi eftir að hafa ætlað að taka þátt í minningarathöfn um ungan heimspeki- stúdent, sem hafði kveikt í sér til að mótmæla hersetu Rússa í Tékkóslóvakíu. Honum var sleppt eftir að hafa afplánað helming dómsins enda hafði umheimur- inn mótmælt dóminum harðlega. í des- emberlok, eftir hina svonefndu flauels- byltingu, var Vaclav gerður að forseta landsins. „Meðan hann stóð í andófinu vorum við að setja verk eftir Vaclav á svið í Þjóðleikhúsinu, þ.e. Endurbygging- una, og buðum honum á frumsýninguna. Þegar komið var að frumsýningu var hann orðinn forseti, þrátt fyrir það þáði hann boð okkar og kom, ásamt 80 manna fylgdarliði. Þá hafði hann ekki séð leikrit leikið eftir sig í 20 ár, þannig að þetta var geysileg upplifun fyrir hann. Um uppfærsluna hafði hann þau orð í ljölmiðlum og við mig að hann óskaði að hún yrði módel eða fyrirmynd af uppfærslum verka sinna í framtíðinni. Þetta var mikill heiður fyrir okkur öll í leikhúsinu." - Titill leikritsins sem frumsýnt verð- ur í kvöld er Largo desolato, hvað þýðir hann? „Til er tónverk eftir Alban Berg með þessum sama titli. Titillinn hefur víða merkingu, t.d. má þýða hann sem hægfara tortímingu eða mikið vonleysi. Ef við hefðum þýtt titilinn þá hefði leik- ritinu verið beint á ákveðna braut í stað þess að hver og einn fyndi sína merk- ingu, þá væri komin predikun f verkið sem er alls ekki ætlunin heldur að vekja spurningar og jafnvel efasemdir áhorf- enda.“ Brynja segir leikritið vera skýrslu um manninn, hvað maðurinn er marg- ræður og breyskur. Það íjalli um það hvernig heimspekingurinn Leopold, for- vígismaður andófsmanna, bregst við kröfum umhverfisins til hans sem hugs- uðar og hetju. „Hafi mér tekist að halda rétt á spöðunum þá er verkið drephlægi- legt á sama tíma og ógnin í því og terr- orinn er nálægur." Leikritið var þýtt úr tékknesku af Baldri Sigurðssyni og Olgu Maríu Franz- dóttur með aðstoð Brynju. Þorsteinn Gunnarsson fer með aðalhlutverkið, þ.e. heimspekingsins Dr. Leópold Netlan. Aðrir leikarar eru Jón lljartarson, Val- gerður Dan, Theodór Júlíusson, Ari Matthíasson, Ragnheiður Elfa Arnar- dóttir, Ellert A. Ingimundarson, Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmars- son, María Ellingsen, Jón S. Þórðarson og Ólafur Örn Thoroddsen. Leikmynd og búningar eru eftir Helgu I. Stefánsdóttur og lýsing er eftir Ögmund Þór Jóhannes- son. -gos

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.