Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Side 1
BÝLUR PwHUUk Á (UUk ® 557 9555 1 BvLUR Vmtm í <dÍM þtiMÍ. 557 9555
LÍFl Ð í LANDINU
Miðvikudagur 25. september 1996 - 79. og 80. árgangur -182. tölublað
Það eru miklar
öfgar í biblíunni
og margir vilja hafa
sína einkatrú.
Það er hægt að
eiga sinn eiginn guð
án þess að trúa á
Adam og Evu.
ÉG TRÚI EKKIÁ GUÐ!
að hefur nánast heyrt
til undantekninga að
borgaralegar fermingar
hafi átt sér stað utan höfuð-
borgarsvæðisins. Á Akureyri
hefur Harpa Jónsdóttir, móðir
13 ára drengs, nú ákveðið að
leita eftir samstarfi við Sið-
mennt, félag áhugafólks um
borgaralegar athafnir, þar
sem sonur hennar vill ekki
gangast undir kirkjulega
fermingu næsta vor. Séra
Birgir Snæbjörnsson hefur
efasemdir um hugtakið borg-
araleg ferming og segist sjá
eftir hverju barni sem ekki
lætur ferma sig innan kirkj-
unnar. Tíminn-Dagur spjallaði
við unglinginn sem ekki trúir
á guð, móður hans og pró-
fastinn á Norðurlandi um
þessi mál.
„Það hafa nokkur börn fermst
borgaralega hérna en það eru
foreldrar þeirra sem hafa séð
um það en ekki bein samtök.
Það sem ég er að gera núna er
að að biðja um aðstoð og upp-
lýsingar að sunnan, hjá Sið-
mennt, sem er félag áhugafólks
um borgaralegar athafnir auk
þess sem við fáum kennara,
heimspekinga og lækni héðan
úr bænum til að ílytja fyrir-
lestra. Mér finnst sem börnin
eigi að fá að velja, þetta er stórt
skref í lífinu," segir Harpa.
Sr. Birgir Snæbjörnsson gerir
athugasemdir við hugtakið
borgaraleg ferming. „Mér finnst
ákaflega furðulegt að nota orð-
ið ferming í þessu sambandi.
Ferming þýðir staðfesting og
hvað er verið að staðfesta í
borgaralegri fermingu? Ferm-
ing er staðfesting á skírnarheit-
inu, börnin eru það ung þegar
þau eru skírð að þau vita ekk-
ert um hvað er að ræða. Svo
þegar þau eru komin á þennan
aldur, orðin 14 ára, þá eru
þeim treyst til að taka þá
ákvörðun um hvort þau vilja
verða lærisveinar Jesú og veita
honum fylgd. Að kalla þetta
fermingu hef ég aldrei skilið.“
10% Norðmanna fara
borgaralegu leiðina
10% norskra ungmenna hafa
síðustu ár valið borgaralegu
leiðina og hefur hlutfallið aukist
víða í, nágrannalöndunum.
Samfara fækkun innan þjóð-
kirkjunnar að undanförnu má
leiða líkum að því að borgara-
legum fermingum fari fjölgandi
í framtíðinni og telja talsmenn
borgaralegra athafna m.a. að
undirbúningur sé betri en hjá
þjóðkirkjunni.
„Borgaraleg ferming eílir
heilbrigði og farsæl viðhorf til
lífsins. í undirbúningnum sem
er 2-4 klst. 12 sinnum eða svo,
er leitast við að kenna börnun-
um að bera virðingu fyrir
manninum, menningu hans og
umhverfi. Það eru margir í Sið-
mennt sem eru trúaðir á sinn
hátt. En það eru miklar öfgar í
biblíunni og margir vilja hafa
sína einkatrú. Það er hægt að
eiga sinn eiginn guð án þess að
trúa á Adam og Evu,“ segir
Harpa. Ennfremur telur hún að
mörgum unglingum finnist þeir
ekki tilbúnir að axla þá ábyrgð
sem fylgi trúarheiti.
Sr. Birgir tekur að sumu leyti
undir það. „Það geta legið all-
margar ástæður fyrir því að
börn láta ekki ferma sig, en ég
hef heyrt frá sumum að börnin
telji sig ekki tilbúin að taka
þessa ákvörðun. Það væri æski-
legt að hækka fermingaraldur-
inn en hér háttar þannig til að
ýmis börn, sérstaklega úr dreif-
býlinu, yfirgefa heimili sín eftir
8. bekk til að sinna frekari
skólagöngu. Það hefur hins veg-
ar oft komið til tals á presta-
fundum að ferma þau árinu
eldri."
Ég trúi ekki á guð
Hallur Örn Guðjónsson, sonur
Hörpu, segir aðalástæðu þess
að hann hafi ákveðið að
sniðganga kirkjuna í vetur, vera
þá að hann trúi ekki á guð.
„Svo held ég líka að maður læri
miklu meira um lífið í borgara-
legri fermingu en hinu. Ég held
það verði auðveldara að komast
í fullorðinna manna tölu.“
Séra Birgir segir að kirkjan
veiti heilmikla siðfræði í sínum
fermingarundirbúningi en fyrst
og fremst sé um að ræða kynn-
ingu á boðskap Krists og boð-
orðunum 10 sem enn séu í fullu
gildi. „Það er komið inn á fjöl-
margt annað en það sem beint
tengist trúnni en ég held samt
að orð guðs hafi aldrei verið
nauðsynlegra en nú. Það er
skelfilegt að hlýða á fréttir."
En hver eru viðbrögð sr.
Birgis ef þeim sem staðfesta trú
sína fer fækkandi? „Auðvitað sé
ég eftir hverjum unglingi sem
ekki fermist innan kirkjunnar.
Ég segi bara fyrir mig að eftir
því sem ég reyni betur að fara
eftir orði Jesú því betur líður
mér. Ef ég gleymi því þá er voð-
inn vís.“ -BÞ