Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Blaðsíða 4
16- Miðvikudagur 25. september 1996 jDagur-ÍEmthm Of litlar umbúðir Agnarsdóttir Já, Guð minn góður, það er sko erfitt að vera dálkahöf- undur á íslandi, eins og Baldur vinur minn Kristjánsson bendir á í mjög alvarlegri og innihaldsríkri grein í blaðinu í síðustu viku. Sérstaklega ef maður ætlar að vera smart og skemmtilegur á kostnað ann- arra. Svo það var alveg rétt af honum að hirta mig rækilega. „Skammastín, ljót stelpa, nú ætlar pabbi að flengja þig.“ Mikil ábyrgð sem er lögð á okkur, enda er ég líka alveg að sligast undan henni. Verð að hringja í sálfræðinginn minn. Það eru gömlu skilaboðin einu sinni enn: haltu kjafti og vertu sæt. „Skammastu þín, Stefán Jón, að birta þetta. Ljótur strákur. Nú ætlar mamma að flengja þig.“ En í alvöru talað, hvernig haldið þið, strákar, að mömmu minni líði núna? Ha? Hún þorir örugglega ekki í heita pottinn svo vikum skiptir, því allir í litla þjóðfélaginu vita að ég er dóttir hennar og þvílík byrði að eiga svona dóttur. Nei, þetta er satt, maður má ekki vera að grínast svona með kirkjuna og helgihaldið. Það er fremur ósmekklegt, ég verð að viðurkenna það. Verst að kirkj- an hefur ekki lengur vald til að gefa út reglur um hvað má og ekki má skrifa um, tala um og gera. Allt ber þetta að sama brunni. Það má auðvitað ekki hlæja að embættiskarlmönnum þjóðarinnar, jafnvel þótt þeir séu fyndnir á kostnað skatt- borgaranna. Ég tala nú ekki um ef þeir eru prestar. Hláturinn er hættulegur, því hann losar um hömlur og þá fer fólk á óæskilega hreyfingu og það getur verið svo dónalegt að hreyfa sig of mikið. Það getur leitt til styrjalda. Og kirkjan er á móti þeim. Var það ekki hlát- ur konu á Hlíðarenda sem gerði allt vitlaust á Bergþórshvoli og eggjaði menn til vígaferla? Það voru auðvitað kellingar sem fóru eins og fréttaskot á milli þessara bæja og kjöftuðu í Njál og syni hans hvað kjaftað væri um þá og þeirra taðskegglings- hátt í dyngju Hallgerðar. Já, við erum óttaleg flögð, við þessar kellingar sem kjöftum um karl- menn og hendum gaman að þeim. Það leiddi Skarphéðin út í dráp og fékk hann til að kalla Hallgerði pútu. Hræðilegt. Ekk- ert, ekkert er eins særandi og þegar hlegið er að karlmanni sem telur sig hafa mikla sæmd. Kellingar eru hin mestu kvikindi, það höfum við fengið að heyra svo öldum skiptir og það verður að refsa þeim fyrir það. Konur skulu ekki segja hlutina umbúðalaust, heldur velja þá inn í dúllulegan pakka, vera krúttlegar og góðar, ann- ars er hætt við að karlkyninu hætti að standa (Guð, þetta mátti ég ekki skrifa) og þá er úti um mannkynið. Og það vilj- um við alls ekki, við konur. Við viljum þvert á móti bjarga mannkyninu. Nei, á bak við umbúðalaust grínið leynist nefnilega oft sannleikur sem er svo vondur, svo sár, að fyrir hann skal krossfesta fólk. Ekki einungis Jesúm Krist, heldur alla karl- menn og konur sem dirfast að tæpa á honum í einhverri mynd. Og hver er þessi sann- leikur? Valdafíkn, græðgi og kúgun þeirra sem stjórna og ráða þjóðfélögum og valda- stofnunum heimsins, hvort heldur í skjóli stjórnmála eða trúarbragða. Já, hann er þungur krossinn sem ég þarf að bera sem pistla- höfundur á þessu nýja blaði og sárt að hugsa til þess að karl- menn kveinki sér undan mér. Það var ekki meiningin, ég vil alls ekki að karlmenn séu sak- aðir um linku og litla karl- mennsku þótt þeir gráti smá. Svona, upp með húmorinn; pilt- ar, og ekki vera svona hörund- sárir. Kannski ég reyni að hafa eitthvert smá innihald í falleg- um umbúðum í næsta pistli, ef þið verðið góðir. iu rj 1 r 1 Ömmi „and-Lenín“ Ogmundur Jónasson, alþingismaður óháðra Alþýðubandalags manna og formaður bæjar- og ríkisstarfsmanna, kvaddi sér hljóðs í Degi-Tímanum í gær með athyglisvert inn- legg. Hann vill að launþega- hreyfingin öll sameinist í einn allsherjar pólitískan fagfélagskögg- ul, eins konar pólitíska sam- fylkingu sem hafi sameigin- lega stefnu í hinum ýmsu málaflokkum. Hann er í raun að boða stofnun bylt- ingakennds Qöldafiokks, flokks sem er andstæðan við hinn leníníska elítuflokk. Því er það, að þó Ömmi sé mikill foringi og minni svo- lítið á Lenín (skeggið og svona) þá er hann hálfgerð- ur „and-Lenín“. Lenín var lítill en Ömmi er stór og Lenín vildi lítinn fiokk fyrir útvalda en Ömmi vill stóran flokk fyrir alla launamenn- ina. Þetta pólitíska banda- lag launþega segir „Ömmi and-Lemn" geta breytt stjórnmálaþróuninni í land- inu með því að knýja fram ýmis þjóðþrifamál á sviði atvinnu-, skatta- og velferð- armála. Ekkert teboð í frétt Dags-Timans í gær er hinn íslenski „and-Lenín“ raunar spurður út í pólitískt samhengi Launamanna- flokksins og þar kemur fram að hann sér fyrir sér að hans flokkur verði öðru- vísi en aðrir flokkar eins og t.d. þessi sameinaði jafnað- armannaþingflokkur, sem svo mikið hefur verið rætt um. „Ömmi and-Lenín“ verður þó nánast lenínískur þegar kemur að viðhorfum hans til hinna borgaralegu stjórnmálaspjátrunga sem með silfurskeiðum telja sig vera að berjast fyrir alþýð- una. Hann líkir bramboltinu við að sameina stjórnmála- og þingflokka við storm í te- bolla, sem fáa eða enga varðar um. „Þaðan af síður (snýst Launa- mannafylking- in) um ýmis- legt sem kann að gerast í „tebollanum þennan eða hinn daginn" eða „hver sé með hverjum inni í einhverjum þingflokki eða eitthvað af því tagi,“ segir „And-Lenín“ í fréttinni. Hvað hét hundur karls? Ögmundur er greinilega bú- inn að finna sér mikinn liðs- styrk og efnivið í launa- mannaflokk úti í þjóðfélag- inu. Sá á fund sem finnur, segir máltækið, þannig að Garri gerir ráð fyrir að þessi nýi flokkur verði flokkur þess sem fann hann - flokkurinn hans Ömma. Ögmundur verður þá alls- herjargoðinn sem leiðir launamenn til frelsunar undan oki kapítalismans. í Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum segir á einum stað að „gömul útslitin gáta þó/ úr gleðinni dró: Hvað hét hundur karls/ sem í af- dölum bjó?“ Eins hlýtur sú spurning að draga úr gleði Garra yfir hinum nýja flokki, hvað munu nú hinir launaþega- foringjarnir segja þegar Ög- mundur stingur undan þeim launþegunum? Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.