Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Síða 6

Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Síða 6
18 - Miðvikúdagur 25. september 1996 jOagurAÍItnrám MENNING O G LISTIR Steingrími Hermannssyni og Sigurði G. Tómassyni líst nokkuð vel á Meg- as sem leikritaskáld - Sigurður telur jafnvel kveða við nýjan tón í íslenskri leikritun. Beinskeytt og hrá nálgun Megasar s tlifuð búkselja, ung stúlka í sláturtíð, sveita- stúlka og glansritstýra eru meðal þeirra kvenna sem Megas rissar upp í fyrsta leikriti sínu, Gefín fyrir drama þessi dama, sem frumsýnt var í síð- ustu viku. Frumsýningargestir tíndust inn í hrá salarkynni í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu þegar farið var að rökkva síðastliðið fimmtudagskvöld. Hópurinn virtist fámennur en þegar gestir tóku að troða sér á bekkina í sýningarsalnum kom í ljós að einum afturenda í viðbót hefði verið ofaukið. Kolbrún Halldórsdóttir, leik- stjóri, virtist að niðurlotum komin að sýningu lokinni og sagði eitthvað á þá leið að óþol- andi væri að þurfa að smíða leikhús í hvert sinn sem litlir leihópar settu upp sýningu. Hinu skal þó ekki neita að oft verður sýningin nánast áþreif- anleg þegar gestir skipta ekki hundruðum og örfáir metrar skilja að áhorfendapalla og svið. Að ekki sé talað um þegar áhorfendur sitja á hluta af leik- myndinni því undir rössum áhorfenda voru svampar bólstr- aðir peysum, skyrtum, kjólum og öðrum akrýl- og gaberdín- flíkum. Tauið sem flóði út úr skúff- um og skápum á sviðinu gegndi ekki eingöngu því hlutverki að undirstrika kvensemi sýningar- innar heldur nýttist það leik- stjóranum til snjallra leikrænna lausna. Þannig komst t.d. líf og dauði foreldra bóndastúlkunnar til skila frá uppásnúnum sæng- urverahornum. Segja má að íslensk leikritun hafi verið nokkuð einlit undan- farin misseri. Aðallega hefur verið hringsólað um norðurpól- inn. Þorpsdílemmurnar, ein- angrun og skondnar sögur úr hversdeginum hafa komist á svið. En suðurpólinn hefur vantað. Spenna andstæðra póla í íslenskri leikritun hefur vart verið til staðar. Standi Megas í ritun fleiri leikstykkja gæti póll- inn orðið jarðfastur, og spennan viðvarandi. Ekki svo að skilja að Megas hafi verið á óvæntum miðum miðað við hans höfund- arverk, það er pilluátið og perraskapurinn sem heillar, reyndar í bland við óvænta og blíða mannúð, en sveigjur hans á íslenskunni og áhugasvið hans sem rithöfundur gætu haft skapandi áhrif á íslenska leik- ritun. Gagnrýnendur voru býsna ánægðir. Bankastjórinn og dag- skrárstjórinn á frumsýningunni voru það líka: Steingrímur Hermannsson, Seðlabankastjóri: „Ég held ég megi segja fyrir okkur bæði hjónin að okkur fannst reglulega gaman að leik- ritinu og margt vel gert. Hún Sigrún Sól stóð sig mjög vel og frábært hvernig hún gat leikið allar þessar persónur. Sumar persónurnar slógu þó betur í gegn en aðrar. Mér fannst bóndadóttirin og Snót (útlifaði pillufíkillinn innsk. blm.) tvær bestu persónurnar en mynda- sýningin frá Sláturhúsinu, og því öllu, síðri. Frúin í Reykjavík fannst mér heldur ekki alveg falla inn í myndina. Mér fannst boðskapurinn sem Megas flytur um tómleika stórborgara lífsins eiga við um ansi marga í dag, því miður.“ Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2: „Þetta er mjög skemmtilegt verk og orðkynngi Megasar og magnaður texti nýttist mjög vel. Þó fannst mér það fulllangt og ofurlítið langdregið, sérstaklega eftir hlé. Textinn hefði mátt vinnast ofurlítið betur, þó skilst mér að það hafi mikil vinna verið lögð í textann og það svo sem leyndi sér ekkert. Þetta varð of mikið eins og frásögn í seinni hlutanum en ekki raun- verulegt eintal. ' Hins vegar þótti mér sýning- in afskaplega skemmtilega gerð. Leikmynd og búningar voru hugvitssamlegir og skemmtilegt hvernig það tengd- ist sætum áhorfenda. Leikkon- an, Sigrún Sól Ólafsdóttir, lék þetta afar vel. Það er mjög erf- itt að standa svona lengi á svið- inu og skipta um hlutverk. Hún gerði það býsna sannfærandi í flestum tilvikum, var misgóð, en rullurnar voru líka misjafn- lega skýrar frá höfundarins hendi. Kannski átti þetta heldur ekki að skiljast þannig að per- sónurnar væru mjög ólíkar heldur hrærast dálítið saman.“ - Kveður Megas þarna nýjan tón í íslenskri leikritun? „Já, mér fannst það nú. Meg- as hefur allt frá því hann sendi fyrst frá sér ljóð og plötur haft afskaplega beinskeytta og hráa nálgun á veruleikann. Eg hef nú fylgst með honum í um 30 ár, hann vakti athygli mfna strax og hefur haldið sínu striki." LÓA Sakari, Bengtsson og Sinfónían Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist Fyrstu reglulegu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í vetur, flmmtudag- inn 19. september, voru sérlega glæsilegir og kraftmiklir, og Há- skólabíó fullsetið áheyrendum. Á efnisskrá voru þrjú verk: for- leikur að Meistarasöngvurun- um frá Núrnberg eftir Wagner, knéfiðlukonsert eftir Jón Nor- dal, og 8. sinfónía Dvoráks. Ein- leikari var Erling Blöndal Bengtsson, en stjórnandi Petri Sakari, sem nú er aftur orðinn aðalstjórnandi hljómsveitarinn- ar. Richard Wagner (1813-83) var ekki einasta gríðarlegt óperuskáld, heldur var hann merkilegt Ijóðskáld og mikil- virkur rithöfundur um margvís- leg efni, auk þess að vera fjöl- lyndur í ástarmálum og pen- ingamálum, enda ævi hans æði stormasöm. Meistarasöngvar- ana, Siegfried og mikinn hluta Ragnaraka samdi Wagner í sex ára útlegð í Sviss, en hafði ann- ars lokið við texta Hringsins ár- ið 1852. Meistarasöngvararnir voru frumfluttir í Múnchen 1868. í óperunni takast á háleit og framsækin sjónarmið skó- smiðsins Hans Sachs (Wagner sjálfur) og borgaralegt aftur- hald bæjarritarans Beckmess- ers, sem er skopstæling tónlist- argagnrýnandans Hanslicks, sem var andsnúinn Wagner. Með Tristan og Isolde (1865) hafði Wagner risið til nýrra hæða í tónsköpun sinni, með „krómatík“ sem jaðrar við að brjóta bönd tóntegunda, risa- vaxinni hljómsveit og notkun blásturshljóðfæra. Það sem Sin- fóníuhljómsveit fslands kann að skorta í stærðinni, náði hún með kröftugri en fágaðri spila- mennsku, og skilaði þannig mjög fínum forleik að Meistara- söngvurunum frá Núrnberg. Jón Nordal samdi knéfiðlu- konsertinn fyrir Erling Blöndal Bengtsson að ósk hins síðar- nefnda og hér var hann fyrst fluttur árið 1983. Nú er Bengts- son að halda upp á hálfrar ald- ar vináttu við móðurlanda sína íslendinga, því 50 ár eru liðin síðan hann sté hér á tónleika- pall í fyrsta sinn, þá 14 ára. Þessi konsert, sem Bengtsson flutti með miklum glæsibrag, er áreiðanlega mjög vel samið tón- verk, sem gefur einleikaranum og hljóðfæri hans mörg tækifæri til að sýna getu sína og hæfi- leika bæði í syngjandi hending- um og í tæknikúnstum, auk þess sem hljómsveitin kemur víða við - þar eru t.d. athyglis- verðir hlutir í slagverkinu. Ein- leikara og tónskáldi var inni- Jón Nordal. lega fagnað, og þá flutti Bengts- son aukalag, Svaninn eftir Saint-Saéns, við undirleik Moniku Abendroth, hörpuleik- ara hljómsveitarinnar. Tónleikunum lauk með 8. sinfóníu Antoníns Dvorák, sem eins og fyrri verk var mjög vel og kröftuglega flutt undir stjórn Sakaris. Sinfóníur Dvoráks eru fullar af fallegum og sérkenni- legum steíjum undir áhrifum þjóðlegrar tónlistar Tékka. Þarna eru að sjálfsögðu ýmsar fallegar einleiksstrófur, því Dvorák kunni vel til verka, og sérstaka viðurkenningu stjórn- anda í lokin fengu Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari, Bernharður Wilkinson flautari, Einar Jóhannesson klarinettisti, fimm horn undir forsæti Jósefs Ognibene, og trompetleikararn- ir Ásgeir Steingrímsson og Lár- us Sveinsson. Þessir fyrstu tónleikar lofa góðu um framhaldið í vetur, og ekki síst skal Petri Sakari boð- inn velkominn til starfa aftur - hans hlutur í góðu gengi SÍ undanfarin ár er ósmár.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.