Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Page 7

Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Page 7
íOagur-<3Itmtrat Miðvikudagur 25. september 1996 - 19 MENNING O G LISTIR Á mörkum skops og alvöru Svmakambssneiðar kr, BBB,- kg Kýrgúiias kr, 888,- kg Folaidasnitsei kr. 798,- kg Svínahakk kr. 398,- kg Úrvals léttsaltaðar gellur frá Gísla kr. 398,- kg Leikfélag Reykjavíkur, Borgarleikhús: LARGO DESOLATO eftir Václav Havel. Þýðing: Baldur Sigurðsson og Olga María Franzdóttir með að- stoð Brynju Benediktsdóttur. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Frumsýnt á Litla sviði 20. sept- ember. Gunnar Stefánsson skrifar um leiklist etta leikrit um raunir andófsmannsins er dæmi- gert nútímaverk. Til að átta sig á því þarf ekki annað en renna huganum til eldri verka um baráttu uppreisnar- manna gegn valdi og almenn- ingsáliti, tökum Þjóðníðing Ib- sens. í slíkum verkum er það drama einfarans sem sett er fyrir sjónir áhorfandans. Það drama er alltaf að gerast; ég minnist þess að þegar Þjóðníð- ingur var settur á svið fyrir ein- um tuttugu árum var Stokk- mann læknir látinn fá gervi sem minnti á andófsmanninn Alex- ander Solsénitsin, sem þá var efst á baugi. En Ibsen er ekki til umræðu hér. Václav Havel er enginn Ib- sen og sýn hans á andófsmann- inn — sem hann sjálfur var eitt sinn — er allt önnur. Doktor Leópold í þessum leik er engin hetja. Hann er hræddur maður, veiklyndur, alls ófær um að standa gegn fulltrúum valdsins og leyfist ekki einu sinni að láta loka sig inni í fangelsinu sem væri lausn á óþolandi ástandi, þótt hann í lokin grátbiðji böðla sína að taka sig. Það þarf ekki að stinga honurn inn, hann hef- ur verið brotinn niður án þess að slíkt sé gert. Var þessi mað- ur einhvern tíma einhvers virði? Eða er hann bara einn af þeim mönnum sem kunna að skrifa en ekki að lifa? Að mörgu leyti er þetta absúrd skopleikur. Væri í sjálfu sér auðvelt að setja hann á svið með þeim hætti, og mun raunar hafa verið gert í heimalandi höfundar. Skoplegar aðstæður, tíðar endurtekningar, samtöl á mörkum hins afkáralega, per- sónugervingarnir á sviðinu — allt býður þetta upp á skopleik. En þá er hætt við að sú ógn sem í leiknum felst fari forgörðum. Nafn leiksins þýðir hægfara tor- tíming og það er einmitt það sem hér er lýst. Sýning Brynju Benediktsdóttur er vönduð og trú verkinu, henni tekst að þræða þann tæpa stíg milli skops og alvöru sem ganga þarf til að verkið skili sér með sann- færandi hætti til áhorfenda. Það er skýrlega undirstrikað í byrjun verksins, í tveimur fyrstu orðlausu atriðum hans, að heimspekingurinn Leópold Netlan á sér ills von. Hann er fangi á eigin heimili og bíður þess að ógnvaldurinn kveðji dyra. Vinur hans kemur á heimilið, maður gæti haldið að hann haldi við sambýliskonuna, en sjálfur á Leópold vinkonu sem krefst ástar hans. Þarna koma líka tveir menn úr papp- írsverksmiðjunni, fyrsti og ann- ar Lúlli, sem eru gerðir býsna skoplegir fulltrúar alþýðunnar. Annar vinur Leópolds kemur og heldur yfir honum ræðu um að hann sé að bila, hættur að vera gerandi í eigin lífi. Þá ræðu bergmálar Leópold sjálfur við vinkonuna og síðar einnig við heimspekinemann Margréti, sem kemur til hans sem fulltrúi æskunnar og skorar á hann að rísa upp í sínum forna styrk. En Leópold hefur gefið fulltrúum valdsins, „náungunum“ tveim, höggstað á sér. Þegar þeir koma í annað sinn og segja að hann þurfi reyndar ekki að af- Þótt sumir haldi þá er ekkert haust i okkar verði grétar svo að það varð ljóslif- andi á sviðinu, eftirminnileg- asta atriði sýningarinnar, líka vegna samleiks þeirra Þor- steins. Þýðingin er munntöm og lip- ur og leikmynd nákvæmlega í samræmi við leiðbeiningar höf- fangsefnisins kemur þó í veg fyrir að þessi hægfara eyðilegging menntamannsins komi óþyrmilega við áhorfandann. Hins vegar er þetta gott leikhúsverk og gefur tækifæri til stjörnu- leiks í hlutverki Leó- polds, sem er á svið- inu allan tímann. Þor- steinn Gunnarsson stenst raunina með prýði. Einkum tekst honum vel að túlka lamandi ótta Leópolds og einnig nær hann vel íroníunni þegar Leópold verst tilfinn- ingalegri ásókn vin- konunnar með því að halda fast við skil- greiningar, vill jafnvel ekki nota orðið elsk- hugi af því að það er klúrt! Leópold er besta verk Þorsteins Gunnarssonar um langt skeið. Önnur hlutverk eru mun minni og öllum er þeim skilað á fullnægjandi hátt, án sérstakra tilþrifa — nema einu. Jón Hjartarson er Oldi, vinur Leópolds, og Ellert A. Ingimundarson Albert, mennirnir úr pappírsgerðinni eru Theódór Júlíusson og Ari Matthíasson. Sambýliskona heimspekingsins er Valgerður Dan, en Ragnheiður Elfa Amar- dóttir Lúsí, vinkonan; hún hefur sterka nærveru á sviðinu. Út- sendarar valdsins eru Árni Pét- ur Guðjónsson og Björn Ingi Hilmarsson. Allt gott um frammistöðu þeirra — nema Birni skrikaði fótur á textanum á einum stað á frumsýningu, nokkuð meinlega. En ótalin er María Ellingsen í litlu hlutverki Margrétar. Ég sé ekki betur, af þessu og öðrum hlutverkum hennar, en að þarna sé yfir- burðaleikkona fram komin. Það var aðdáanlegt hvernig henni tókst að móta hlutverk Mar- neita verkum sínum, bugast Leópold og hrópar að lokum: „Látið mig öll í friði.“ Leikrit Havels er afar vel samið, vitsmunalegt og á köfl- um býsna fyndið og leikstjórinn heldur þeim þætti vel til haga. Íronísk afstaða höfundar til við- undar. Þetta er kannski ekki sérlega djörf eða nýstárleg sýn- ing frá hendi leikstjóra, en vönduð og kærkomin á sviði Borgarleikhússins, fyrsta teikn afmælisársins þar í húsi sem svarar kröfum manns til Leikfé- lagsins. Fiðliimemimgin í Reykjadal HRISALUNDUR - fyrir þig'. Ódýrara en þig grunar Garðar Jakobsson á Laut- um í Reykjadal er músík- alskur fram í fingurgóma. í fermingargjöf árið 1927 fékk hann forláta fiðlu að gjöf sem hann dregur stundum fram úr pússi sínu og leikur á fyrir gesti og gangandi. Stundum hittast Garðar og Björn Stefán Þórar- insson skólastjóri Tónlistarskól- ans að Laugum og leika af fingrum fram, en sá síðarnefndi er liðtækur gítarspilari. Þetta gerðu þeir m.a. síðasta sunnu- dag, þegar þessi mynd var tek- in. Gömul hefð er í fiðluleik í Reykjadal, sem hóf innreið sína um miðja síðustu öld. Margir Reykdælir eru alfarið sjálf- menntaðir í fiðluleik og þar á meðal Garðar á Lautum - sem telja má alþýðutónlistarmann. Mynd: -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.