Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Síða 11

Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Síða 11
ÍTIvi ■' Jj-ttp ' |Dagur-'2Itmmn FINA FRÆGA FOLKIÐ Rokkarinn Melissa Ether- idge er farin að undirbúa sig undir föðurhlutverk- ið! Etheridge er lesbísk og hef- ur aldrei farið í grafgötur með samkynhneigð sína. Nú er sambýliskona hennar, handrits- höfundurinn Juhe Cypher, ólétt og erfmginn er væntanlegur í heiminn þann 25. janúar. Cyp- her er fyrrum eiginkona leikar- ans Lou Diamond Phillips, sem sló í gegn í La Bamba á sínum tíma en hún yfirgaf hann þegar hún kynntist Etheridge. Hvorug þeirra vildi gefa upp hver faðir barnsins er en Etheridge segist sjálf vera að íhuga að verða ólétt og frægt var fyrr á árinu þegar hún bað vin sinn Brad Pitt um að leggja til sæðið. Söngkonan verður Melissa Etheridge er himinlifandi þessa dagana enda er sambýliskona hennar ólétt. Don Johnson hefur löngum verið þekktur sem einn afkastamesti flagarinn í Hollywood en nú segist hann vera orðinn rólegri í þeim efnum. Don Juan“ hægir ferðina Kvennabósinn víðförli Don Johnson hefiu- viður- kennt að árin séu farin að segja til sín og hann sé orð- inn rólegri í skemmtanalífinu. Johnson segist reyna að eyða öllum frístundum með börnun- um sínum eða í þröngum hópi náinna vina. Johnson á að baki þrjú misheppnuð hjónabönd - þar af hefur hann tvívegis ver- ið giftur Melanie Griffith. ILann segist ekki hafa áform um að bindast í ástarböndum í náinni framtíð. Johnson er nú á hraðri uppleið upp metorðastigann í Hollywood á nýjan leik eftir að hann lék á móti Kevin Costner í golfmyndinni Tin Cup auk þess sem nýju sjónvarpsþætt- irnir hans, Nash Bridges, hafa notið mikilla vinsælda. Teitur Þorkelsson skrifar Blautir draumar ú ert í veröld þar sem allt er leyfifegt, algjört þyngd- arleysi ríkir og það sem þú vilt að verði, verður um- svifalaust. Draumaheimurinn, allt er eins og hugur manns og engar siðgæðishömlur eða óþægilegar aukaverkanir raun- veruleikans eru til staðar. Því er algengt að fyrsta kynreynsla okkar sé í draumi. En eins og draumar fólks eru misjafnir eru líka til þeir sem komast aldrei nálægt fullnægingu í draumi. Sem betur fer dreymir okkur þó flest blauta drauma öði'u hvoru í gegnum lífið. Kynlöngunin er svo stór hluti af okkur að undirmeðvitundin finnur leið fyrir fullnægju henn- ar þó við gerum það ekki sjálf. Og vegna frelsis og mýktar draumaheimsins finnst sumu fólki kynlíf og fullnæging í draumi oftast vera betri en í raunveruleikanum og á það bæði við um karlmenn og kon- ur. Flestir kannast þó við að hafa vaknað af hreinum æsingi um miðja nótt eða að morgni dags eftir unaðslegan draum. Og þegar þú vaknar er draum- urinn, og allt sem gerðist þar, orðinn hluti raunveruleikans, tilfinningar þínar eru í uppnámi og kynlöngunin ærandi, líkam- inn heitur. Úlala. Vonandi deilir þú rúmi með þeim sem þú elsk- ar svo þú getir svalað þorstan- um sem draumurinn kveikti, sameinað draum og veruleika umsvifalaust. Miðvikudagur 25. september 1996 - 23 Aðalfundarboð Aðaifundur Smábátafélagsins Kletts verður hald- inn á Hótel KEA sunnudaginn 29. september kl. 10. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni laugardaginn 28. september 1996 kl. 15. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. Hrossasmölun í Saurbæjarfjallskiladeild Eyjafjarðarsveitar fer fram föstudaginn 27. september nk. Réttað verður í Borgarrétt laugardaginn 28. september kl. 13. Óskilahross verði komin í Borgarrétt fyrir kl. 13. Fjallskilastjóri. Hrossasmölun í Öngulsstaðafjallskiladeild í Eyjafjarðarsveit fer fram laugardaginn 28. september nk. Réttað verður í Þverárrétt sunnudaginn 29. september kl. 10. Eigendur utansveitahrossa skulu greiða kr. 800,- í fjallskilasjóð Eyjafjarðarsveitar fyrir hvert hross. Fjallskilastjóri. fFræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunn- skóla Reykjavfkur Smíðakennari. Smíðakennari óskast sem fyrst í 1/2 stöðu við Breið- holtsskóla. Kennsla er þrjá daga í viku. Ný smíðastofa. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 557 3000. Húsaskóli. Stuðningsfulltrúa vantar í heila stöðu. Hann á að vera til aðstoðar við nemendur bæði inn í bekk og utan bekkjar fyrir hádegi og til aðstoðar barni í heilsdags- skóla eftir hádegi. Einnig vantar starfsmann í heils- dagsskóla í hálfa stöðu, eftir hádegi. Uppeldismenntun æskileg. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 567 6100. Umsóknir berist skólastjóra eða starfsmannadeild Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Tjarnargötu 12. 20. september 1996, Fræðslustjórinn í Reykjavík. - besti tími dagsins! Sími 460 6100

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.