Dagur - Tíminn - 27.09.1996, Side 1
c\
/ J
§ J?
Jlagur-^límtmt
/*■
LIFIÐ I LANDINU
Föstudagur 27. september 1996 - 79. og 80. árgangur - 184. tölublað
ERUÐ ÞIÐ ALVEG TÓM?
Hann hefur lifað lífinu
hratt og oft án tillits til
ættingja eða þjóðfé-
lagsins; áfengi og eiturlyf
hafa stjórnað hans hans lífi
meira og minna frá 15 ára
aldri og hann hefur farið oft í
meðferð. Guðmundur Davíð
Gunnlaugsson frá Keflavík
hóf eins og fleiri unglingar á
íslandi aða drekka ungur, á
15. aldursári, og nú, 24 ára
að aldri, hefur hann dvalið á
meðferðarheimilinu Fjólunni
á Akureyri um skeið.
Þegar ég var að verða 18 ára
var ég farinn að reykja hass á
hverju kvöldi, tók einnig am-
fetamín og drakk allar helgar.
Þá var ég að verða Ieiður á
brennivíni, var að „drepast“ og
það þoldi ég ekki, svo það dró
smám saman úr drykkjunni, en
neysla á hassi, amfetamíni,
morfíni og fleiru jókst.“
„Mér hefur aldrei tekist að
vera edrú í Keflavík síðustu ár
nema mjög stuttan tíma í einu,
það sækir alltaf að manni löng-
un til að hitta gömlu félagana
sem maður hefur verið að
drekka eða t.d. að reykja hass
með. Ég er ekki nógu stöðugur,
ef t.d. hafði gengið vel í vinn-
unni og manni leið vel, þá
hringdi kannski einhver í mig
og var að rukka mig um ein-
hverja skuld sem stofnað hafði
verið til í einhverju ruglinu, þá
helltist yfir mann löngunin til
að fá sér eitthvað á ílóttanum
frá raunveruleikanum.
Foreldrar mínir voru strang-
ir og reyndu hvað þeir gátu til
að hindra þessa drykkju, en ég
hlustaði ekki. Það eru fullorðn-
ir, fyrst og fremst, sem eru að
selja vín og landa og græða á
óförum unglinganna, en stund-
um er bruggari í vinahópnum
og þá er oft til nóg. Brennivínið
heillaði mig ekki nema fyrst, en
þegar ég var 16 ára kláraði ég
nám í 9. bekk og fór í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja en
Ég var alveg búinn,
„meikaði“ það ekki
meira, var studdur
inn í herbergi þar
sem ég féll saman,
hágrátandi.
flosnaði frá námi, var alltaf að
sukka. Ég þurfti stöðugt meira
á peningum að halda til að
kosta allt þetta rugl og þessa
spennu. Ilassið er ódýrara en
brennivínið, kostar 1500 krón-
ur, en flaskan 2000 krónur.
Þegar ég byrjaði að reykja hass
var sagt við mig, „keyptu þér
mola, hann kostar bara 1500,
dugar þér alla helgina og þú
verður ekki þunnur en flaskan
er búinn sama kvöldið og þú
grúttimbraður daginn eftir.“
Nýr heimur,
læknadópið
„Nítján ára fór ég í fyrsta skipti
í meðferð, var í 13 daga. Þar
opnaðist fyrir mér nýr heimur,
ekki heimur án eiturefna, held-
ur allt læknadópið sem þar var
og ég heyrði um og átti eftir að
prófa, vá maður! Það hvarflaði
ekki að mér andartak að ég ætti
í einhverjum erfiðleikum, skildi
ekkert hvað var í gangi, þetta
var ekkert mál. Þegar ég kom
út, svakalega reiður, fór ég
strax að útvega mér peninga til
að fjármagna kaupin, var meira
að segja byrjaður áður en ég
komst út af Vogi, fór að taka
þátt í innbrotum og þá missti ég
bílprófið eftir að hafa keyrt á
staur í eitlyíjarugli. Bílprófið fæ
ég ekki aftur fyrr en árið 2000.
Ég var kominn langt á undan
Mikill sigur ef
reynslusaga mín
bjargar einhverjum
úr þessu rugli.
félögum mínum, þeir voru ekki
eins miklar dóphausar og
„cool“ eins og ég, ekki tilbúnir í
þetta „spennandi" líf, og þannig
týndi ég gömlu félögunum ein-
um af öðrum.
Tvítugur flutti ég að heiman,
farinn að sprauta mig reglulega
með með morfínefnum og var
svo auðvitað líka í „spíttinu“.
Það var mjög auðvelt að komast
yfir þau efni hjá „dealerum"
eða umboðssölum hingað og
þangað og ég veit að það er jafn
auðvelt í dag, jafnvel auðveld-
ara.“
í sambúð
„Um þetta leyti byrjaði ég í
sambúð með stelpu, og við
bjuggum í Reykjavík. Hún var
ekki í þessu rugli með mér, og
ég reyndi að draga úr þessu,
fékk mér hass einu sinni í mán-
uði. Þá þurfti ég að sitja af mér
dóm í einn og hálfan mánuð,
var fyrst á Skólavörðustíg og
síðan í Kópavoginum. Ég var al-
veg „geggjað reiður“ út í sjálfan
mig fyrir að vera orðinn þessi
aumingi. Þrátt fyrir það leið
ekki nema mánuður þar til allt
rann í sama farið, var farinn að
sprauta mig. Maður er fyrst eft-
ir þurrk mjög ferskur, heldur
áfram blekkingarvefnum og fer
ekki strax í sama ruglið. Samt
fór ég að venja komur mínar
suður eftir til Keflavíkur til
gömlu félaganna, sem útveguðu
sér peninga fyrir dópi með lög-
legum sem ólöglegum hætti.
Eftir eina ruglnóttina ætlaði ég
að aka til Reykjavíkur ásamt fé-
laga mínum, en endaði á ljósa-
staur. Við vorum heppnir að
drepa okkur ekki, en ég braut í
mér tennur og skarst í andliti. í
marsmánuði 1995 flutti ég og
konan til Keflavíkur, og auðvit-
að fóru strákarnir að koma í
heimsókn og redda okkur um
peninga fyrir dópi. í júlímánuði
fór ég rétt eina ferðina enn inn
á Vog, síðasta korterið áður
gleypti ég fullan pakka af svefn-
töflum, spautaði mig með heilu
grammi af amfetamíni og át
eittthvað fleira þessu skylt. Þá
var ég orðinn 60 kg að þyngd,
leit út eins og vofa með dökka
bauga undir augum, hreint
hryllilegur í úthti, enda búinn
að vera meira og minna vak-
andi í þrjá mánuði.
Ég var alveg búinn, „meik-
aði“ það ekki meira, var studd-
ur inn í herbergi þar sem ég féll
saman, hágrátandi. Tilfinningin
að vera kominn enn inn á Vog,
vera búinn að „skíta“ á sig eina
ferðina enn, var bara of mikil
fyrir mig. Þegar ég kom svo út
fór ég aftur í sambúðina, ætlaði
að standa mig, en eftir tvær
vikur bankaði ég upp á hjá
einum félaganum, hann rétti
mér sprautu og poka, ég
fallinn enn einu sinni. Um
nóttina sat ég og skrifaði
niður á blað afsakanir til
konunnar fyrir þessu.
Ég hætti að drekka
áfengi 1993. Konan fór frá
mér í deSember, ég sökk
dýpra, fékk m.a. skjálfta
þegar ég var
að „spítta“
og gat ekki
fest hug-
ann við
neitt. í
janú-
ar á
þessu ári var ég orðinn einn, fé-
lagarnir farnir í „grjótið" eða
eitthvað annað. Ég lokaði mig
inni, þorði ekki út, var sama
um allt, jafnvel að konan væri
Þegar ég var að
verða 18 ára var ég
farinn að reykja
hass á hverju
kvöldi, tók einnig
amfetamín, og
drakk allar helgar.
farin frá mér. Loksins tókst mér
að sofna, vaknaði hágrátandi
og lá í volæði í nokkra daga í
sjálfsvorkunn, það var svo sárt
að viðurkenna að allt væri
hrunið, endanlega að mér
fannst.
Ég fór að mæta á AA-fundi
með bróður mínum, en enginn
hafði trú á mér, allra síst ég
sjálf-
ur,
en þar fór ég að skynja ein-
hvern neista, fór að trúa að ég
gæti orðið eitthvað, gert eitt-
hvað.“
Norður í annað
umhverfi
„Þá datt mér í hug að komast
að hjá Fjólunni á Akureyri, sem
er áfangahús fyrir menn sem
eru að koma úr áfengismeðferð
á Vogi, Staðarfelli eða Vík. Ég
vildi komast burtu úr mínu
gamla umhverfi. Það fór gott
orð af starfinu á Akureyri. Þetta
er lengsti tíminn sem ég hef ver-
ið allsgáður og er í góðri vinnu
hjá Gunna í Dekkjahöllinni.
Það er komin meiri festa á
mítt líf, foreldrar mínir hafa
komið hingað og eru farnir að
tala við mig aftur og 6 ára son-
ur minn hefur komið með þeim.
Ég var í sex ár í tónlistarnámi í
Keflavík þegar ég var gutti og
fer í gítarnám í vetur hjá Tón-
hstarskólanum á Akureyri.
Það er ofsalega gaman að
vera aftur „lifandi“. Það yrði
mikill sigur fyrir mig ef reynslu-
saga mín yrði til þess að ein-
hver sem er þarna úti í rugli
hætti því, margir mínir félagar
mér horfnir, sumir jafnvel dán-
ir. Þegar ég hugsa til þessara
krakka sem eru að djúsa eða
sprauta sig, þá langar mig að
segja við þau, „hvað eruð þið að
gera, eruð þið alveg tóm?,“
segir Guðmundur Davíð
Gunnlaugs-
son. GG