Dagur - Tíminn - 27.09.1996, Side 3

Dagur - Tíminn - 27.09.1996, Side 3
iDagur-Œímmn Föstudagur 27. september 1996 -15 LÍFIÐ í LANDiNU Makki Dónasson og hans líkar s Islensk málnefnd gerði ný- lega athugasemd við að kvikmyndatitlar væru látnir óþýddir enda eru bandarískir titlar sumir farnir að gegna hlutverki vörumerkja eins og Þórhallur Vilmundarson, sem á sæti í nefndinni, benti á í sam- tali við Dag-Tímann. „Þá er nú illa komið ef ævintýrið má ekki heita Mjallhvít lengur af því að það er verið að selja bol sem heitir Snow-White.“ Hið sama á við um þann gríðarlega fjölda verslana og veitingastaða sem auglýsa sig upp með erlendum nöfnum en bera, kannski ekki alltaf góð, en gegn íslensk nöfn í Firma- skrá sem aldrei berast kaup- endum til eyrna. Svo virðist Oddur Pétursson er ekki sá fyrsti sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til Body Shop, en hann er samt sem áður skráð firmaheiti fyrir tækisins. sem markaðsöflin séu orðin of máttug til að valdalitlar mál- farsnefndir eða ráðuneyti geti spornað við þeirri þróun að hér sé Joe’s um McDonald’s frá Vero Moda til Blu di Blu í stað Jóa um Makka Dónasson frá Móðins veru til Bláa blámans. í lögum okkar íslendinga stendur að nöfn fyrirtækja og/eða atvinnustarfsemi skuli samrýmast íslensku málkerfi, þ.e. falla að hljóðkerfi og taka beygingum. Það þarf ekki glögga málamanneskju tii að sjá að nöfn eins og Joe’s og Bo- dy Shop taka ekki íslenskum beygingum enda eru þessi heiti skráð vörumerki sem ekki eru bundin neinni íslenskunar- skyldu. Til að fara í kringum lagabókstafinn hafa fyrirtæki því tekið til þess ráðs að skrá fyrirtækin í kerfinu með ís- lensku nafni en nota svo ýmist skráð vörumerki sem verslun- arheiti eða önnur lokkandi og verslunarhvetjandi erlend heiti. „Sumir telja sig selja meira út á að vera með eitthvað sem h'tur út fyrir að vera útlenskt, þó það sé rammíslenskt,” segir Krist- ján Árnason, formaður ís- lenskrar málnefndar. Starlight varð Glaumberg Þorkell Gíslason, lögfræðingur hjá Firmaskrá, telur nánast úti- lokað að sporna við þessari þróun í þessu alþjóðlega versl- unarumhverfi. Kristján tekur í sama streng en Þórhallur Vil- mundarson, formaður Örnefna- nefndar, sem nafngiftir fyrir- tækja heyra undir, er viss um að það sé mögulegt. „Það er enginn vandi ef vilji er til bæði hjá lögregluyfirvöldum og al- menningi. Það átti t.d. að opna veitingastað í Keflavík um árið sem átti að heita Starlight. Ég tók upp sfmann og hringdi í lögreglustjórann sem þá var í Keflavík. Hann hringdi bara í viðkomanda eiganda og gaf honum vikufrest. Eigandinn skírði svo staðinn Glaumberg - og það fékk almannalof í blöð- um. Annars held ég að smekkur fólksins sé alltaf að versna. Ég sá út í glugga á horninu á Ing- ólfsstræti og Hverfisgötu um daginn glugga: Notre Dame de Paris - open soon. Svona er nú smekkurinn orðinn.“ Aðgát skal höfð... Frelsisóðu nútímafólki, sem þykir sjálfsagt að kalla það mannréttindabrot þegar ekki er reistur skóli á bæjarhlaði út- kjálkabóndans, er oftar en ekki illa við hvers kyns höft. Og það má vissulega deila um hversu langt á að ganga í íslenskun umhverfisins. Þegar gríðarlegir hagsmunir og peningar eru í húfi, atvinnuöryggi og áunnin velvilji á markaði, er ekki að undra að reynt sé að fara í kringum hjáróma lög um ís- lenskuð heiti á verslunum. Því aðgát skal höfð í nærveru sálar og markaðssálin er glettilega viðkvæm. í markaðsvæddu samfélagi þar sem ímyndin selst öllu betur en varan þarf ekki bara forstjórinn og fram- kvæmdastjórinn að vera með í ráðum þegar starfsemi er gefið nafn. Auglýsingateiknarinn þarf að gefa sitt fagurfræðilega sam- þykki, slagorðasmiðurinn að vera sáttur við hljóm nafnsins og síðast en ekki síst þarf kaup- andinn helst að „kannast" við Sólbraut minnir nú einna helst á dvalar- heimili fyrir aldraða en síður á stæltar herrafataverslanir á borð við Hanz og Joe’s í Kringlunni. nafnið og svo virðist sem best af öllu sé að hann gæti hafa rekist á nafnið einhvers staðar í út- löndum. Því þetta er auðvitað spurn- ing um hagkvæmni á tímum hagræðingar. Eigandi McDon- alds’s myndi aldrei samþykkja nafnið Makka Dónasson. Þó að dönsku Joe’s-verslanirnar séu ekki jafn frægar og McDonald’s settu dönsku eigendurnir það sem skilyrði fyrir verslununum hér að notað yrði sama nafn. Ólafur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sólbrautar, sem er rekstrarfirmað bak við búð- irnar Joe’s og Hanz, segir sam- vinnuna sennilega hafa sparað fyrirtækinu margar milljónir í uppsetningar- og rekstrarkostn- aði enda fengið alla hönnun, t.d. poka og innréttingar, upp í hendurnar. íslendingar eru sjálfsagt hættir að kippa sér upp við útlensk nöfn sem blasa við á skiltum veitingastaða og verslana þegar gengið er eft- ir Laugavegum þessa lands. Lögum sam- kvæmt eiga fyrirtækjaheiti að vera íslensku- leg en enginn leggur í að taka sér á hendur eftirlit með nafngiftum af ótta við að vera tal- inn málfasisti eða eitthvað enn verra... Ekkert eftirlit „Þetta er engin lögreglustarf- semi hjá okkur. Menn fóru að fara framhjá lögunum og skrá starfsemina öðru nafni en ís- lenskt firmaheitið sagði til um. Það var frægt dæmi með Broad- way á sínum tíma, fyrirtækið var held ég skráð Álfabakki eða eitthvað slíkt. Það var sett undir þann leka á Alþingi fyrir all- mörgum árum að starfsemin ætti líka að heita íslensku nafni en ekki bara fyrirtækið,“ segir Þórhallur, en þau lög hafa ekki dugað til eins og dæmin sanna. Það verður að viður- kennast að það er röklegt samhengi milli skráða firma- heitsins Regns og vörumerkisins Monsoon sem versl- unin notar sem nafn. Kristján minnti á að þegar tímaritið Líf var ekki leyfllegt að halda nafni sínu á þeim for- sendum að það væri sama heiti og erlenda tímaritið Life. „Svo var fluttur hér inn drykkur sem hét Hi C. Þá spurði ég hvort ekki mætti kalla hann íslensku nafni en svarið var að þetta væri vörumerki, sem ekki mætti þýða yfir á íslensku, þá væri það ekki sama vörumerkið. En samkvæmt þeirri röksemda- færslu er Líf ekki sama vöru- merki og Life. Þannig að það virðast ekki vera nein föst rök í þessu og oftast eru hinir er- lendu hagsmunir látnir ráða.“ Veruleikinn er sá að erlend nöfn á fyrirtækjum eru að fest- ast í sessi og ef við viljum geta slafrað í okkur McDonald’s hamborgara, blásið út af Sub- way samlokum og klætt okkur svo upp í föt frá Vero Moda, þá verðum við að sætta okkur við útlenskuna. En væri þá ekki Forframaðir íslend- ingar og erlendir ferðamenn hlypu varla með bullandi vatnið í munninum að veitingastaðnum Lyst við Suðurlandsbraut - jafnvel þótt þeir væru kræktir á McDon- ald’s- hamborgara. hreinlegast að einfalda flækj- urnar í kringum fyrirtækja- skráningu og stroka þessa ís- lenskunarklausuna út úr lög- um? LÓA

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.