Dagur - Tíminn - 27.09.1996, Page 6

Dagur - Tíminn - 27.09.1996, Page 6
18- Föstudagur 27. september 1996 3Elagur-®ímtnn Jólaóratoría Bachs á Akureyri Árið 1734 skrifað Johann Sebastian Bach Jólaóratoríuna sem samanstendur af sex sjálfstæðum þáttum sem upphaflega voru fluttir sex sunnudaga í kringum jólin. Nú er venjan að flytja þrjá fyrstu þætti þessa mikla og merka verks og ætlar Kór Tónlistarskólans á Akureyri að syngja Óratoríuna á næstu jólum og þá vonandi í Akureyrakirkju. Michael Jón Clarke er stjórnandi Kórs Tónlist- arskólans sem var stofnaður í fyrra. I kórnum er aðallega söngfólk skólans, kennarar og nemendur, en Michael segir að einnig séu þar áhugamenn um söng, oft úr öðrum kórum. „Þetta er kór sem gerir ráð fyrir að fólk sé eithhvað undirbúið því við æf- um bara einu sinni í viku og byggjum á því að fólk sé fljótt að læra verkin. Það var þörf fyrir kór á Akureyri sem getur flutt þessi stærri verk og kannski vantaði kór fyrir fólk sem var búið að læra eitthvað í tónlist." Michael segir að stund- um fari sönglært fólk í kóra þar sem þaggað er niður í því, af því það sker sig úr. „í okkar kór er ætlast til þess að fólk syngi eins og söngvarar, ég geri ekki upp á milli tækni við kórsöng og einsöng." Engin jól án Jólaóratoríunnar Lfldega má segja að Jólaórator- ían eftir Bach sé draumaverk allra kórmeðlima og mörgum finnst engin jól nema heyra þessa tónlist og svo er um Michael. „Það hefur alltaf verið siður heima hjá mér að setja Jólaóratoríuna á fóninn á hverjum jóladagsmorgni enda stórkostlegt verk og mikill fagn- aður. Það hefur verið æðsti draumurinn að flytja þetta verk og við í kórnum setjum markið hátt.“ Hverjir munu syngja ein- söng? „í verkinu eru fjórar ein- söngsraddir og aðalmálið er tenórinn því hans hlutverk er mjög veigamikið og því er ætluð alveg sérstök raddgerð, það eru mjög fáir í heiminum sem ráða við hlutverkið. Ég á von á því að fá Gunnar Guðbjörnsson til að syngja tenórinn en hann er orðinn stórt nafn og ég á von á því að hann eigi eftir að syngja Jólaóratoríuna margsinnis." Michael segir að ekki sé búið að skipa í hinar einsöngsraddirnar en á von á að innanbæjarmenn syngi þær. Um fjörutíu manns eru í Kór Tónhstarskólans á Akureyri og er enn pláss fyrir fleiri raddir. Michael segist vonast til að áhugasamir nýliðar mæti á næstu æfingar, sem fara fram á miðvikudagskvöldum kl. 18-20 á sal Tónlistarskólans. mgh Wm Stjórnandi Kórs Tónlistarskólans á Akureyri, Michael Jón Clarke. Hasar, hlaup og lítið annað Keðjuverkun (Chain Reaction) ★ / Handrit: Michael Bortman og J.F. Lawton Leikstjórú Andrew Davis Aðalhlutverh Keanu Reeves, Morgan Freeman, Rachel We- isz, Fred Ward, Kevin Dunn, Brian Cox og Joanna Cassidy Háskólabíó Bönnuð innan 12 ára Örn Markússon skrifar um kvikmyndir Hér er hasarinn allsráð- andi. Keanu Reeves er nú frekar slappur leik- ari, en hann þarf ekki að opna munninn mikið. Hann hleypur þeim mun meira, enda eru bæði alríkislögreglan og leyni- þjónustan á eftir honum. Það þarf ekki að spyrja að leikslok- um, sem sýnir e.t.v. hversu trú- verðug mynd Keðjuverkun er. Reeves leikur annars há- skólanema, bráðkláran strák, sem tekur þátt í tilraunum hóps vísindamanna við að framleiða raforku úr vetni. Þetta gengur upp og fyrr en varir er leyni- þjónustan komin með puttana í málið. Tilraunastofan og næsta nágrenni er sprengt í loft upp og kennarinn hans myrtur. Ree- ves og félaga hans, sem Rachel Weisz leikur, er kennt um allt saman og þau leggja á flótta. Morgan Freeman leikur síðan yfirmann þeirra sem reynir að hjálpa þeim. Andrew Davis leikstýrði Flóttamanninum á þann hátt að úr varð ein af bestu hasar- myndum síðari ára. Hann nær sér ekki oft á strik í þessu verk- efni, enda handritið slakt. Hraðinn er mikill og stundum er atburðarásin spennandi, en persónurnar eru nær allar al- veg jafn mikið spurningarmerki eftir myndina og í byrjun henn- ar. f myndum sem þessari hafa „vondu“ kallarnir oft verið vit- lausir, staurblindir og heyrnar- lausir á réttum stöðum eða bara svo ótrúverðugir að það fer að verða fyndið. Þetta er sérlega slæmt í Keðjuverkun. Persónusköpun og örlítið af gáfulegri atburðarás hefði mátt koma í stað margra innantómra eltingarleikja. Morgan Freeman er einn besti leikari Bandaríkjanna í dag. Hann nær ekki einu sinni að gefa hlutverki sínu líf. Þá er eitthvað mikið að. Sigrún Ástrós frumsýnd í kvöld Fyrsta frumsýning Leikfélags Akureyr- ar á áttugasta sýn- ingarári þess er í kvöld en þá leikur Sunna Borg Sig- rúnu Ástrósu í samnefndu leikriti eftir breska leik- ritaskáldið Willy Russell. Sigrún Ástrós íjallar um miðaldra konu, börnin tvö eru flutt að heiman og hjónabandið er orðið heldur dauflegt. Sigrún er ekki sátt við hlutskipti sitt í lífinu, draumarnir hafa ekki ræst og hversdagurinn veitir henni litla gleði. Með túlkun sinni á Sig- rúnu Ástrósu heldur Sunna Borg upp á þrjátíu ára leik- afmæli sitt. Þráinn Karlsson leikstýrir en þýðandi verks- ins er Þrándur Thoroddsen. í helgarblaði Dags-Tím- ans verður viðtal við Sunnu Borg. leikritinu rifjar Sigrún upp svipmyndir úr lífi sínu og veltir því fyrir sér með hvaða hætti hún geti nálgast sjálfa sig og lífsgleðina á ný.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.