Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Qupperneq 1
LÍFIÐ í LANDINU Þríöjudagur 15. október 1996 - 79. og 80. árgangur - 196. tölublað Spilastokkur þingmannsins. Mynd: GS HVAÐAHANN AÐ HEITA? Dagur-Tíminn efnir til samkeppni um gott, þjált íslenskt orð á GSM-símann. Verðlaun eru: GSM- sími! Sagem-tæki sem mun auðvelda orðhögum lesanda okkar nútímalífið! GSM-síminn er tæki ársins í heimi þeirra sem lifa hratt. Út- breiðslan er xmdraverð: Unglingar á balli í Vala- skjálf um helgina voru í sambandi við ... einhvern gegnum gervihnött; það eru viðskiptajöfrar og blaða- menn einnig, hvar sem þeirra iðja kallar á þá. Hvergi er friður fyrir hring- ingum og menn draga sig ábúðarfullir í hlé á fundum og mannamótum þegar sá litli byrjar. En hvað á hann að heita? íslensk málstöð leggur til að GSM-síminn kallist GEIMSÍMI í daglegu tali. Er það nægilega þjált orð til almennra nota? Dag- ur-Tíminn biður lesendur um uppástungur. Orðhagur lesandi mun hreppa Sagem- síma í verðlaun! Sjá nánar um samkeppn- ina á blaðsíðu 19. NORÐAN VIÐ GÓÐÆRIÐ Mér finnst að þing- menn kjördæmisins hafi gert lítið í þessu alvarlega máli hér á Hofsósi. Það er helst að þessir herramenn sjáist fyr- ir kosningar. Þegar síðast var kosið til Alþingis kom Stefán Guðmundsson, þing- maður Framsóknarflokks- ins, hingað í heimsókn og gaf okkur spilastokka, lyklakippur og upptakara. Það er lítið annað sem við heyrum frá þessum herra- mönnum,“ segir Erla Jóns- dóttir, starfsmaðm- Fiskiðj- unnar-Skagfirðings á Hofs- ósi. Alvarleg staða er nú komin upp í atvinnumálum þess kauptúns eftir að tæp- lega 30 starfsmönnum í vinnsluhúsi FISK á Hofsósi var sagt upp og um 60 starfsmönnum á Sauðár- króki. Fiskvinnslan hefur verið burðarás í atvinnulífi byggðarlagsins - og segja heimamenn að ef ekki ræt- ist úr nú sé grundvöllur byggðarinnar brostinn. Sjá nánar bls. 14 og 15.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.