Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Page 10

Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Page 10
22 - Priðjudagur 15. október 1996 iDítgur-®ímmrt R A D D I R FOLKSINS eiðis... Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Af því heimurinn þarf að vakna Við leiðumst þögul, kunnum/ ekki að tala, hlustum ein á þessa ógnarsögu, var það svona, getur þetta verið, hvar var ég og hvar voru allir hinir? Prœðum þennan stíg á milli þeirra, kaldar hendur ylja hvor í aðra.... Það er eins og skriða, eins og snjóbolti sem veltur af stað og hleður endalaust utan á sig, eins og eldgos og jarðskjálfti sem hrista jörðina til meðvitundar. Það er eins og háværir kveinstafir sem er þó ekki hægt að merkja greinilega hvaðan koma, eins og kraum- andi tilfinningar í lokuðum suðupotti. Það er eitthvað sem ekki er auðvelt að skilgreina, höndla eða henda reiður á, það er skriða sem kemur einhvers staðar frá og er toppur á ísjaka, sem veltur inn hjá þér einn veð- urdag, þar sem þú situr og borðar hádegismatinn með íjöl- skyldunni eða einn þíns liðs. Það eru fréttir af börnum utan úr heimi. Að hugsa sér hversu miklum árangri vestrænar þjóðir hafa náð í heilaþvotti og yfirbreiðslu ógnvænleikans, með því að benda löngum, skrifstofuhvítum vísifingrum að Austiu-löndum: „Með austrænum þjóðum tíðk- ast barnaklám, barnavændi. Þangað fara Vesturlandabúar í subbuferðir og það er allt í lagi meðan þeir gera ekkert svoleið- is heima hjá sér, enda eru Aust- urlandabúar eins og þeir eru og verða að beygja sig fyrir hinum. í Austurlöndum er allur óþverr- inn og ekki hjá öðrum, barna- salan, barnamisnotkunin og öll hin ljótu orðin, sem eru nær óþekkt í orðaforða vestrænna þjóða!“ Það er þægilegt fyrir vest- rænan hluta heimsins að neta þessar ótrúlegu staðhæfingar, loka augunum, berja niður eina og eina rödd, einhverja kvein- stafi, taka jafnvel þátt, meðan börn heimsins fela andlit sín með horuðum handleggjmn og reyna að yfirgefa líkamann meðan þeim er misþyrmt af stóra fólkinu sem þau treysta á. Meðan börn heimsins eru mynduð á sundbolum eða fata- laus svo hægt sé að horfa á þau í myrkum skúmaskotum, panta kannski eitt eða tvö, henda þeim svo hálfdauðum í ræsi þegar búið er að nota þau að vild. Meðan börn heimsins eru jafnvel látin horfa upp á hvern- ig þroskaheftum einstaklingum, jafngömlum, er misþyrmt af gæslufólki, foreldrum og vinum. Hvað hafa börn eiginlega gert af sér? Og skriðan, snjóboltinn, sem kom í hádegismat hjá þér einn veðurdag með útvarpsfréttun- um, um börnin í nágrannalönd- um okkar, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, og um börnin sem kannski búa í Kanada eða Bandaríkjunum, gerði hún eitt- hvert gagn? Af hverju skyldu allar þessar ógnarfréttir hafa komið yfir okkur hver ofan í aðra? Er ekki heimurinn búinn að fá nóg, getur ekki innbyrt eða þagað yfir meiri óþverra, er hann ekki að biðja um hjálp? Hjálp okkar allra, hjálp þína og mína? Hvenær verður óþverrinn nógu mikill til þess að þú opnir munninn? Biðjir um hjálp fyrir barnið sem þig grunar að sé óhamingjusamt, þó þú þekkir kannski pabbann, mömmuna, afann og eigir hagsmuna að gæta, eða biðjir jafnvel mn hjálp fyrir sjálfan þig. Segist ekki geta meira, segist ekki vilja þegja lengur eða hylma yf- ir með öllu ógeðinu, sem þú ert kannski löngu búinn að vita um og fylgjast með í gegnum árin. Hvenær hætta heilu samfé- lögin, þorpin, sveitirnar að þegja yfir ódæðismönnum sem eyðileggja líf svo og svo margra barna? Er kannski þægilegra að trúa því að allt saman lagist nú þetta á endanum? Einhver annar gæti nú sagt frá, ef þess þyrfti. Og af hverju er svona miklu þægilegra að horfa upp á svínaríið með lokuð augun en segja frá því? Geturðu litið í augu barnsins sem þú veist að einhver misnotar, þegar það biður þögult um hjálp með augnaráði sem ekkert barn ætti að hafa? Eða trúirðu því kannski að þrátt fyrir allt sem gerist í ná- grannalöndunum og víðar í hin- um vestræna heimi, þá sé ekk- ert að gerast þessu líkt á ís- landi? Hvernig var það í bað- stofunum í gamla daga? Hvern- ig er það í sumum ættum, er barnamisnotkun ekki frekar ávanabundin hegðun hér og þar? Ofbeldi gegn börnum í hinum ýmsu myndum: Klúrir brandarar sem þau skilja ekki, innræting foreldra og aðstand- enda á hinum ýmsu málefnum, allir strákarnir sem eru of ung- ir til að ná sér í píur og hamast þess vegna í smástelpunum, er það ekki eitthvað sem allir kannast við? „Æi, þetta eldist af honum greyinu!“ Gamlir karlar með þriðja stigs fiðringinn, platandi unglingsstelpur til ým- issa hluta, það heitir bara á fs- landi „að ræna úr barnavögn- um“ og þykir fyndið, jafnvel dá- lítið karlmannlegt. Er það held- ur ekki misnotkun á börnum? Af hverju eiga þau sér svona fáa málsvara? Það kraumar og gýs úr jörð- inni, það bergmálar frá íjöliun- um og stjörnurnar blikna á himninum. Heimurinn grætur og biður okkur öll að taka á vandanum, það er aðeins mannfólkið sem sefur með opin augun. í „Spámanninum" segir: „Og kona ein, sem hélt á ungbarni á armi, sagði: Talaðu við okkur um börn. Og hann sagði: Börn ykkar eru ekki börn ykkar. Þau eru synir og dætur lífs- ins og eiga sér sínar eigin lang- anir. Þið eruð farvegur þeirra, en þau koma ekki frá ykkur. Og þó að þau séu hjá ykkur, heyra þau ykkur ekki tU. Þið megið gefa þeim ást ykkar, en ekki hugsanir ykkar, þau eiga sér sínar eigin hugsanir. Þið megið hýsa líkami þeirra, en ekki sálir þeirra, því að sálir þeirra búa í húsi framtíðarinnar, sem þið getið ekki heimsótt, jafnvel ekki í draumi. Þið megið reyna að líkjast þeim, en ekki gera þau lík ykkur. Því að lífið fer ekki aftur á bak og verður ekki graf- ið í gröf gærdagsins. Þið eruð boginn sem börnum ykkar er skotið af, eins og lif- andi örvum. En mark bog- mannsins er á vegi eilífðarinn- ar, og hann beygir ykkur með aíli sínu, svo að örvar hans íljúgi hratt og langt. Látið sveigjuna í hendi bog- mannsins vera hamingju ykkar, því að eins og hann elskar ör- ina, sem ílýgur, eins elskar hann bogann í hendi sér.“ Með einlægri von um að mannfólkið vakni og heyri ákall heimsins, ákallið þögula frá öll- um börnum heimsins, sem þurfa að fela sig frá vöggu til grafar. ... og að lokum stöndum við/ þögul við leiðin, tökum margar hnefafyliir af ást/ og dreifum yfir. Hún dreifist um allt, lyftist/ svo til himins, þar sem hún hverfur á milli / stjarnanna. Við látum lófa okkar snúa upp/ með straumnum, þögul eins og aðrir í þessum garði.... (Brot úr „Ötl þessi börn “) Jóhanna Halldórsdóttir. jreyn til Reykjavíkur i. Aætluð brottför eftir Dl stoppar í Staðarskála. -i- 1/25 mínútur. Eftir 20 mínútur kemur gömul /r kona út og ætlar aftur upp í rútuna en rútan er farin. Gamla konan þarf að fara á puttanum til Reykjavíkur. Rútubílstjórar: HVAÐ ERUÐ ÞIÐ EIGINLEGA AÐ HUGSA?!! T Tvers eiga þeir sem ekki kjósa að drekka I—I áfengi eiginlega að gjalda á skemmti- og -I- JLveitingastöðum? Gosdrykkir eru seldir á r himinháu verði. Eitt ræfilskókglas slagar upp í hálfan bjór og kostar meira en 2 lítra flaska af kók í búð. Gjör- samlega óþolandi, pirrandi. T'V jörn, um björn, frá birni, til bjarnar = |-£ bangsi. Björn, um Björn, frá Birni, til I 3 Björns = Björn Bjarnason og aðrir sem bera ' þetta nafn. Er nema von að íslensku beygingar- reglurnar vefjist fyrir fólki? Jákvæöar breytingar Á Akureyri hefur orðið mikil breyting á seinni ár- um í veitinga-, skemmt- ana- og kaffihúsamenn- ingu. Hér ekki alls fyrir löngu takmarkaðist skemmtanafána bæjarbúa nánast við Sjallann, Ilótel Kea og H-100 á meðan það var og hét og svo skruppu menn í kaffi á teríuna eða fengu sér krókseyrarborg- ara í gegnum lúgu. Síðan hefur margt gerst á stutt- um tíma. Skyndibitastaðir eru ótalmargir, pöbbar hafa sprottið upp og kyn- slóðabilið í afþreyingarlíf- inu verið brúað á ýmsan máta. Aukin samkeppni hefur jafnframt lækkað verð til neytandans. Kaffi Karólína í Grófargilinu er nýlegt kaffihús og lista- smiðja sem hefur átt erindi inn á markaðinn. Þangað er hægt að skreppa í há- deginu og fá sér matar- miklar súpur með brauði fyrir 350 kr. sem jafnast á við albestu tilboð í höfuð- borginni. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Auðvelt reikningsdæmi Brandarar taka breyting- um í tímans rás og nú hef- ur gamall hagfræðinga- brandari tekið hamskiptum og er orðinn að ljósku- skrýtlu. Ljóskan var orðin leið á að hlusta á alla brandarana sem tengdust háralit hennar og ákvað því fyrir skemmstu að lita hár sitt dökkt. Að því loknu lá leiðin til félaga í öðrum landshluta en Ijóskan hafði ekki ekið lengi þegar hún þurfti að stöðva bílinn vegna ijárhóps sem aldrað- ur bóndi rak yfir þjóðveg- inn. Eitthvað varð til þess að ljóskan spurði bóndann hvort hún gæti fengið að eiga eitt lamb ef hún gisk- aði á rétta tölu á ijárhópn- um og bóndinn sem taldi sig í öruggu máli játti því. Okkar manneskja nefndi strax töluna 462 og viti menn, það var rétt. Bónd- inn stóð við samkomulagið og bauð henni að velja sér lamb. Eftir nokkra um- hugsun valdi ljóskan h'tið og fallegt lamb sem henni fannst bera af öðrum skepnum. Á meðan hún var að koma lambinu fyrir í skottinu spurði bóndinn hvort hann mætti fá lambið til baka ef hann giskaði á réttan háralit. Því játaði Ijóskan enda taldi hún ein- sýnt að hann myndi ekki telja hana vera ljósku eftir frammistöðuna. En þar skjátlaðist henni. Bóndinn sagði strax að hún hlyti að vera ljóska og áður en okk- ar manneskja náði að spyrja hvernig hann hefði fundið það út, sagði sá gamli: „Það var vegna þess að þú valdir hundinn." Umsjón: Björn Þorláksson.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.