Dagur - Tíminn - 16.10.1996, Side 3

Dagur - Tíminn - 16.10.1996, Side 3
Ptgur-mmrám Miðvikudagur 16. október 1996 - 3 F R É T T I R Bæjarstjórn Akureyrar Suðurland Húsnæðisvandi BA mjög alvarlegur Lausn á húsnæðisvanda Barna- skóla Akureyrar gœti m.a. verið fólgin í því að sameina skólann Gagnfrœðaskóla Akureyrar, en það er tilfinningamál margra að viðhalda rekstri og nafni skól- anna óbreyttu. Alvarlegur húsnæðis- vandi Barnaskóla Akur- eyrar var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær en einni deild 5. bekkjar skólans er kennt í kaffiteríu íþrótta- hallarinnar við mjög slæm skilyrði. Þannig truflar öll starfsemi í nágrenninu kennslu oft á tíð- um. Sigurður J. Sigurðsson (D) sagði að laus skilrúm væru alls engin lausn, og aðkallandi að flnna viðunandi lausn. Sigríður Stefánsdóttir (G) sagði að því miður virtist engin góð lausn í sjónmáli, en kannski væri lausnina að finna í nágrenninu, t.d. með því að fá af- not af kennslustofu í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. • Gísli Bragi Hjartarson (A) sagði að skólanefnd hefði oft seint áttað sig á stöðu mála, en vegna byggingu þjónustu- íbúða fyrir aldraða hefði flutt eldra fólk úr skólahverfinu en barnafólk inn. Skýrslu um nýtingu skóla- húsnæðis Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar hefði verið beðið lengi, en hún ekki enn séð dagsins ljós. Valgerður Hrólfsdóttir (D) taldi að tímabært væri að at- huga hvort ekki bæri að sam- eina Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar, oft myndaðist svigrúm t.d. í GA til að taka við bekk frá BA, þó ekki væri nema tímabundið, t.d. einn vetur. Oft væri t.d. skóla- eldhús GA vannýtt. Guðmundur Stefánsson (B) tók undir orð Valgerðar, taldi tímabært að sameina skólana t.d. undir nafninu Grunnskóli Akureyrar og leysa þannig allar tilfinn- ingalegar flækjur, en óverjandi væri að einstaklingar stæðu gegn nauðsynle'gum og skyn- samlegum breytingum á skóla- kerfinu. Jakob Björnsson bæjarstjóri (B) sagði að sameining skól- anna væri flókið mál, inn í það spiluðu m.a. réttindamál kenn- ara, en endurskipulagning skólastarfs á Akureyri væri í gangi. GG Kirkjuþing Frá kirkjuþingi í gær. F.v. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri, Hjaiti Zóphaníasson, deildarstjóri, Ólafur Skúlason, biskup og Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Er okkur ánrnmmg Akureyri Veitingarekst- ur Skíðastaða boðinn út Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi í gær samhljóða að bjóða út veitingarekstur Skíðastaða, skíðahótelsins í Hlíðarfjalli, en íþrótta- og tómstundafulltrúi, Eiríkur Björn Björgvinsson, ásamt forstöðumanni Skíða- staða, ívari Sigmundssyni, hafa unnið að drögum að útboðs- gögnum sem nú eru tilbúin. Sigríður Stefánsdóttir (G) sagði það mjög spennandi að sjá hvernig til tækist, þetta væri nýlunda, og undir það tóku fleiri bæjarfulltrúar. Þórarinn E. Sveinsson (B) formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, sagði að afnot af langferðabifreið upp í Skíða- staði hefði stórlega dregist saman á undanförnum árum. Ráðið hefði ekki sýnt vilja til þess að styrkja þennan akstur á komandi vetri og því kynni hann að leggjast af. GG Kvikmyudir Agnes og Benjamín dúfa verðlaunuð Maria Ellingsen var valin besta leikkonan á al- þjóðlegri kvikmyndahá- tíð í Verona á Ítalíu í síðustu viku, fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Agnesi. í niðurstöðu dóm- nefndar segir að María hljóti verðlaunin fyrir glæsilegan, heiðarlegan og yfirvegaðan leik. Kvikmynd Gísla Snæs Er- lingssonar, Benjamín dúfa, var valin besta myndin á alþjóð- legri barna og unglingamynda- hátíð í Kerman í íran um síð- ustu helgi. Varaforseti írans af- henti Gísla Snæ verðlaunin, „Gullna fiðrildið", í beinni út- sendingu í íranska sjónvarp- inu. Benjamín dúfa hefur verið sýnd á 15 kvikmyndahátíðum víða um heim og þegar hlotið 7 viðurkenningar. segir biskup við setn- ingu 27. kirkjuþings- ins, þegar fleiri hafa sagt sig úr þjóðkirkj- unni en nokkru sinni áður vegna illdeilna. Biskup íslands, herra Ólaf- ur Skúlason setti kirkju- þing í Bústaðakirkju í gærdag að lokinni guðsþjón- ustu. Kirkjuþing sitja liðlega 20 manns, prestar og leikmenn að jöfnu, undir forsæti biskups. Biskup ræddi um dimma daga og erfiðar stundir frá síðasta kirkjuþingi, snjóflóðið á Flateyri sem skall á bæinn á síðasta degi kirkjuþings í fyrra, og erf- iða tíma innan kirkunnar. „Við minnumst átaka sem ijölmiðlar hafa flokkað undir deilur, og ekki aðeins þeir, voru þess valdandi að fleiri hafa horfið úr skjóli kirkjunnar í ár en fyrr hefur tíðkast. Já, sagt skilið við þetta samfélag um trú og þetta samfélag elskunnar, af því að það sá ekki nógu heita og sanna trú og varð ekki vart við vermandi yl kærleikans. Og er okkur öllum áminning og ekki aðeins þeim sem helst hafa verið nefndir til þessara sorgar- mála,“ sagði biskup. Biskup sagði að því miður væru deilur víðar innan kirkju og kirkjudeilda og nefndi dæmi þar um frá stjórnarfundi lút- herska heimssambandsins þar sem eru mikil innbyrðis átök sem og í páfagarði. Herra Ólafur Ragnar Gríms- son ávarpaði kirkjuþing í gær. Hann sagði sögu íslenskrar sjálfstæðisbaráttu og framfara- sóknar ríkulega samofna starfi kirkjunnar, æviverkum sóknar- presta til sjávar og sveita. „Þessi samfylgd kirkju og sam- félags var ríkur þáttur í uppeldi mínu, bæði hjá afa mínum og ömmu á Þingeyri og í foreldra- húsum á ísafirði," sagði forset- inn. „Sumum kann að finnast að kirkja landsins sé um þessar mundir vanbúin að sinna þess- um verkum vegna sundurlyndis og deilna sem nokkuð hafa markað svipmót hennar í opin- berri umfjöllun,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson og vitnaði síð- an til hirðisbréfs Sigurbjörns Einarssonar biskups fyrir 36 árum, þar sem hann íjallar um ýmis blæbrigði skoðana innan kirkjunnar. Jafnvel þá voru skoðanaskipti hörð, en biskup taldi að þau flokkaskil væru fremur arfur en nýjar krossgöt- ur, sem fersk hugsun hafi leitt menn á. Forsetinn minnti á að hvorki þjóð né kirkja mætti slá slöku við, eigi hin mikla hátíð alda- mótaárið, 1000 ára afmæli kristinnar kirkju, að vera sam- boðin trú okkar og sæmd. „í þeim efnum er mikið verk að vinna. Það krefst öflugrar samstöðu innan kirkjunnar og gagnkvæms trúnaðar hins ver- aldlega og geistlega valds,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -JBP Almanna- varnir í við- bragðsstöðu Jarðskjálfti sem mældist 3,9 stig á Richter fannst greinilega á Selfossi og nágrenni á mánudagskvöld og er mál manna að hann sé sá snarpasti sem þar hefur komið árum saman. Yfirmenn Almannavarnanefndar Sel- foss og nágrennis báru sam- an bækur sínar á mánudags- kvöid og eru í viðbragðs- stöðu. Búist er við fleiri skjálftum á næstu dögum. Kristján Einarsson, slökkvi- liðsstjóri á Selfossi og fulltrúi í Almannavarnanefnd Selfoss segir að strax og skjálftinn hafði dunið yfir hafi æðstu menn í nefndinni rætt saman og fengið upplýsingar frá Veður- stofu um stærð skjálftans. Hann man ekki eftir svo stórum skjálfta um árabil. „Það sem mér finnst hinsvegar mikilvægt þegar svona gerist er að fólk fái strax upplýsingar um hvað er að gerast og þá í gegnum út- varpið. Þarna leið um klukku- tími þar til næsti fréttatími hófst og það er alveg í það lengsta. Það væri æskilegt að tilkynning kæmi fljótlega í út- varpinu og þá á veðurstofan að koma þeim upplýsingum á framfæri." segir Kristján Ein- arsson. í fastanefnd Almannavarna Selfoss sitja þrír fuUtrúar frá Selfossbæ. Karl Björnsson, bæj- arstjóri, Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri og Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi. Með þeim starfa einnig læknir, bæj- artæknifræðingur og fulltrúar Grímsneshrepps og Skeiða. Sýslumaður Arnesinga er yfir nefndinni. Verkfræðistofnun HÍ og At- vinnuþróunarsjóður Suðurlands hafa gert könnun á nokkrum húsum í Rangárvallasýslu með tilliti til þess hvernig þau koma til með að þola stóra jarð- skjálfta. Niðurstöður könnunar þessarar eru meðal annars þær að lausamunir geta valdið mestri hættu þegar stórir skjálftar koma. Almenningi hef- ur verið bent á hvernig best sé að ganga frá lausamunum, æskilegt sé að forðast að hengja myndir fyrir ofan rúm og festa vandlega lausa skápa, svo sem bókaskápa. Til stendur að gera sams konar könnun á húsum í Hveragerði á næstunni og á Sel- fossi á næsta ári. -hþ. Reykjavík Borgarmolar •Borgarráð hefur samþykkt að veita árlega 15 miljónum króna til að bæta aðgengi fatl- aða í stofnunum borgarinnar. Stefnt er að því að þessum úr- bótum verði lokið á næstu fimm árum. •Borgarráð hefur einnig samþykkt áætlun í fjórurn liðum til að minnka launamun milli kynja hjá borginni og hefur þessari samþykkt verið vísað til umsagnar jafnréttisnefndar. Samkvæmt áætluninni verður stefna borgarinnar í komandi kjarasamningum að laun fyrir hefðbundin láglaunuð kvenna- störf hækki hlutfallslega mest. -grh

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.