Dagur - Tíminn - 16.10.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 16.10.1996, Blaðsíða 10
10 - Miðvikudagur 16. október 1996 |Dagur-‘3Imttnn Nú er komið í ljós að Haukar tefldu fram ólög- legu liði í sínum fyrsta leik í DHL deildinni í vetur. Shawn Smith, bandaríski leik- maðurinn þeirra, var ekki kom- inn með keppnisleyfi. Þetta er alvarlegt brot og einsdæmi að slíkt hafi verið gert í úrvals- deildinni síðan útlendu leik- mennirnir fóru að koma hingað til lands. Það sem er enn alvar- legra f þessu máli er það að for- ráðamenn Hauka gera þetta vísvitandi. Þeir höfðu beðið eftir keppnisleyfmu frá Bandaríkjun- um allan daginn en það var ekki komið fyrir kl. 20:00 þegar leikurinn hófst. Heimildarmað- ur blaðsins sagði frá því að nafn Shawn Smith hafi ekki verið skráð á leikskýrslu fyrr en 2 mínútum fyrir leik sem er líka ólöglegt. Lögleg leikskýrsla á að vera tilbúin minnst 10 mínútum fyrir leik. Grindvíkingar eru að vonum ekki hressir með þetta því oftar en einu sinni hafa þeir látið bandarísku leikmennina sína fylgjast með frá hliðarlínu hafi þeir ekki verið komnir með alla pappíra á hreint í tæka tíð. Einn viðmælandi blaðsins lét þau orð falla að lengra væri ekki hægt að komast í óheiðar- leika. Haukarnir hefðu vitað allan tímann að leyfin frá USA- Basketball lágu ekki fyrir. Það vekur einnig athygli að formað- in- KKÍ var viðstaddur þegar leikurinn. fór fram en hann virðist ekki hafa vitað hvernig málin stóðu. Dagur-Tíminn hafði sam- band við Reyni Kristjánsson, þjálfara Hauka, og tjáði hann blaðinu að það hafi aldrei verið ætlun þeirra nota ólöglegan mann. Þeir hafi verið búnir að bíða eftir leyfinu allan daginn og verið í stöðugu sambandi við USA-Basketball. Starfsmaður- inn sem þeir voru í sambandi við sagði þeim 5 mínútum fyrir leik að hún mundi senda stað- festingu á leikheimild. Hún kom hins vegar ekki fyrr en kl. 17:00 að staðartíma en þá er kl. 23:00 að íslenskum tíma. Hvort hér er um vísvitandi óheiðarleika að ræða eða ekki tóku Haukarnir mikla áhættu sem nú getur komið þeim í koll. Grindvíkingarnir hafa þegar kært umrætt atvik til dómstóls ÍBH og ætla að sækja þetta mál af eindrægni. Hvernig má það vera KKÍ til- kynnir Grindvíkingum ekki að leikmaðurinn hafi verið ólög- legur fyrr en löngu eftir að kærufrestur er útrunninn? Hver er það sem á að sjá um að öllum formsatriðum og reglum sé fylgt eftir á leikstað? Guðni Ölversson Shawn Smith, leikmaður Hauka var ekki kominn með leikheimild gegn Grindavík í 1. umferðinni. Myndin er úr umræddum leik og Smith, til vinstri á myndinni berst um boltann við Johnson, Bandaríkjamanninn sem lék með Grindavík. Myn&.eg □ Du° Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 bnii T T 1 R =t KÖRFUBOLTI • Úrvalsdeild Haukar tefídu fram ólögleguliði KNATTSPYRNA • England Wright/ vanda Framherji Arsenal, Ian Wright, hefur verið kærð- ur til enska knattspyrnu- sambandsins fyrir ummæli sem hann lét falla um David Pleat, framkvæmdastjóra Sheffield Wednesday, eftir leik liðanna í september. Sjónvarpsvélar sýndu að Wright hafði brotið á tveimur leikmönnum Sheffield-liðsins, án þess að dómarinn sæi til og Pleat vildi fá Wright í bann vegna þess. Haft var eftir Wright í enskum blöðum að Pleat væri perri. Knattspyrnu- sambandið fór fram á útskýr- ingu á ummælum hans og leik- maðurinn vitnaði til blaða- greina frá því fyrir níu árum, þar sem sagt var að Pleat hefði þrívegis fengið aðvaranir frá lögreglu eftir samskipti hans við gleðikonur. Fjaðrafokið í kjölfar þess varð þess valdandi að Pleat þurfti að segja af sér stjórastöðunni hjá Tottenham. HANDBOLTI • Evrópumótin Leó Örn Þorleifsson fagnar áframhaldandi þátttöku KA-manna í Evrópu- keppni bikarhafa. Myn&jHF Hvaða félag verður mót- herji KA i 16-liða úrslitum? Evrópumótin í handknattleik hófust um síðustu helgi með leikjum KA við svissneska liðið Amiticia og leik Stjörnunnar við Hirschmann frá Hollandi. KA er eitt þriggja liða sem kom- ið er áfram í Evrópukeppni bikarhafa, en það kemur ekki í ljós fyrr en um næstu helgi hvaða þrettán lið bætast í hópinn. Úrslit urðu þessi í keppninni í leikjunum um síðustu helgi. Evrópukeppni bikarhafa Stocerau (Austurríki)-US d’ivy Kosice (Slóvakíu)-Skanderborg (Danmörku) Mornar (Júgóslavíu)-RK Madost (Makedóníu) Savehof (Svíþjóð)-Magdeburg (Þýskalandi) T. Aalsmeer (Hollandi)-Bidasoa (Spáni) Siracusa (Ítalíu)-SKAF Minsk (Hvíta Rússl.) ZTR Zaporozbye (Úkraníu)-Patrochemia (Póllandi) Dukla Prag (Tékklandi)-Maccabi (ísrael) Savinesti (Rúmeníu)-Haikbank Ankara (Tyrklandi) Moslavina Kurina (Króatíu)-HC Sarajevo (Bosníu) Slovan Ljubijana (Slóvemu)-FC Porto (Portúgal) KA (Íslandi)-Amiticia (Sviss) Viking Stavanger (Noregi)-HC Riga (Lettlandi) 29:25 (15:15) 19:17 (10:7) 41:28 (20:11) 19:26 (12:11) 20:33 (8:17) 35:28 26:23 (13:10) 31:27 19:16 (7:8) 30:21 (13:10) 29:27 (15:13) 56:56 27:27/29:29 64:47 37:24/27:23 Einar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson dæmdu leikina sem báð- ir fór fram í Noregi. Herstel Liega (Belgíu)-Lusis Kaunas (Litháen) 38:34 20:16/18:18 Báðir leikir Lemgo og Polyol frá Rússlandi fara fram í Þýska- landi um næstu helgi. Þá fara viðureignir Fotex og GAS frá Grikk- landi fram í Ungverjalandi. Barcelona áfram í Meistarakeppninni Tvö félög eru komin áfram í Evrópukeppni meistaraliða. Spænska liðið Barcelona lagði rússneska liðið Volgograd að velli 71:51 í leikjum liðanna á Spáni um síðustu helgi og Badel Zagreb frá Króatíu lagði tyrkneska Iiðið Cankaya Bel 58:44 samanlagt í leikj- um liðsins í Króatíu. Þá má fastlega búast við því að THW Kiel frá Þýskalandi, Granit- as frá Litháen og Calje Pivovarna frá Slóvemu tryggi sér sæti í 2. umferð, liðin lögðu mótherja sína frá Luxemborg, Hollandi og Sló- vakíu með 17-20 marka mun í fyrri leikjum hðanna um síðustu helgi. Fulltrúi fslands í keppninni eru Valsmenn, en þeir leika báða leiki sína gegn Schachtjor frá Úkram'u í Þýskalandi um næstu helgi. Stjarnan tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða, en liðið lagði mót- herja sína, Hirschmann að velli í fyrri leik liðanna í Garðabæ, 22:18. Síðari leikur liðanna fer fram í Hollandi á laugardaginn. Fjórða íslenska liðið sem tekur þátt í Evrópumótum í ár, eru Haukar en þeir taka þátt í Borgakeppninni og mæta Tiblisi frá Ge- orgíu í tveimur leikjum í Hafnarfirði um næstu helgi. Dregið verður í 2. umferð mótanna n.k. þriðjudag. KNATTSPYRNA • England Owen skoraði fjögur Dagur-Tíminn sagði í ensku molunum í síðustu viku frá tveimur ungum og efnilegum Liverpoolleik- mönnum þeim Paul Dalglish og Michael Owen. Því má nú til gamans geta að Michael Owen lék með enska U-18 ára liðinu um helgina við írska landsliðið og skoraði Owen öll mörk Eng- lendinga í 4-0 sigri þeirra á Ir- unum. Spurningin er hvort ekki sé tímabært að hann leysi Stan The Man Collymore af hólmi hið bráðasta. Allavega var Collymore ekki upp á marga íiska í leik Liverpool gegn Man. United á laugardagsmorguninn var. gþö

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.