Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 17.10.1996, Blaðsíða 11
IDagur-Œmmm Fimmtudagur 17. október 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Breska krúnan skilar meiri tekjum en hún fær Auk umræðna um ríkis- erfðir og trúmál hefur spurningin um kostnað- inn af rekstri bresku konungs- íjölskyldunnar komið mjög til tals að undanförnu. Fyrir íjór- um árum var listi þeirra sem þiggja framfærslueyri af opin- beru fé minnkaður stórlega, og telur nú aðeins Eh'sabetu drottningu, Filipus prins og drottningarmóðurina. Ef framlög til krúnunnar yrðu endanlega afnumin, eins og komið hefur til umræðu, þykir sjálfsagt að ríkið skilaði aftur þeim eignum krúnunnar sem Georg III afhenti því árið 1760. Á síðasta ári hafði breska ríkið um 95 milljónir punda (hátt í 10 milljarða króna) tekjur af þessum eign- um krúnunnar, á sama tíma og ríkið greiddi þjóðhöfðingjuniun um 9 milljónir punda í laun og rúmlega 50 milljónir punda vegna viðhalds og reksturs. Svo það er kannski von að Englandsdrottning sé svolítið þreytt á stöðugu tuði um eyðslu og bruðl á kostnað skattborgaranna. Elísabet drottning gæti haft meira fé í „heimilisreksturinn" í höllunum sínum með því að afsala sér ríkis- framfærslu og yfirtaka á ný eignir krúnunnar og tekjur af þeim. Alexandra sannaði sig í fjöldasöngnum Auk telpunnar sem færði Alexöndru blómvöndinn var hún boðin velkomin af kennaranum Isabellu Lo, sem líkt og prinsessan sjálf var fædd og upp- alin í Hong Kong en giftist síðan Dana. Alexandra prinsessa ann- aðist konunglega heim- sókn í tilefni af 75 ára afmæli „Den Internationelle Höskola í Helsingör“, sem Dan- ir segja elsta alþjóðaháskóla heims. Núna eru í skólanum 75 erlendir nemendur frá 37 löndum. í ávarpi sínu ræddi forstöðu- maður skólans, Kristof Kristi- ansen meðal annars um það „kúltúrsjokk" sem margir hinna 50.000 nemenda skólans frá upphafi hafi orðið fyrir. Þetta ætti m.a. við um fjölda- sönginn sem sé hefð í dönskum háskólum — að ógleymdu veðrinu. Sérstaklega kvarti afrískir stúdentar yfir því að í Danmörku séu aðeins tvær árstíðir; einn hvítur og einn grænn vetur. Og sá græni sé verri, því þá skrúfi Danir fyrir alla upphitun í húsum sínum. Alexandra sýndi hvað vel henni hefur tekist að tileinka sér siði og venjur síns nýja lands með því að taka undir fjöldasönginn; „Hve fagurt brosir hin danska strönd". Cfotcvi£jfið Teitur Þorkelsson skrifar Nágrannarnir s einni átta hæða blokk með Qórum stigagöngum eru samtals þrjátíu og sex íbúð- ir. í hverri íbúð búa hjón. Sum eiga börn eða húsdýr en önnur beina umhyggju sinni að heim- ilistækjum. Á kvöldin, eftir að sjónvarpið er búið, fara hjónin í hverri íbúðanna þrjátíu og sex í rúmið eftir að hafa kysst börnin góða nótt, lokað hús- dýrin inni og tekið helstu heimilistækin úr sambandi. Allt eru þetta góðir siðir til að viðhafa áður en maður hyggst einbeita sér. Síðan heijast ást- arleikirnir. Þrjátíu og sex íbúð- ir og hjón í hverri. Það gera hundrað fjörutíu og fjórar hendur, allar fálmandi í myrkri og þögn. Og jafnmörg eyru sem öll eru spennt til hins ýtrasta til að geta numið hvert hljóð. Allir hvísla. Ekki dugir að vekja börnin, gera hundinn órólegan eða setja þjófavarn- arkefið í gang. Og vitundin um nálægð nágrannanna og öll þessi eyru í blokkinni fær öll hjónakornin til þess að elskast þegjandi og varlega. Og því miður verður kynh'f oft klippt og skorið við kringumstæður sem þessar. Ef fólk myndi sleppa fram af sér beislinu myndu hins vegar taktföst hljóð ástarinnar berast íbúð úr íbúð og kveikja í allri blokk- inni. Þá væri aldeilis hægt að brosa til nágrannanna í stiga- ganginum daginn eftir. Taggart þó hann sé dauður Fullyrt er að Taggartþætt- irnir séu einu sjónvarps- þættir sögunnar sem halda áfram að kenna sig við persónu sem hvarf úr þáttunum fyrir mörgum árum — þegar leikarinn í hlutverki viðkom- andi persónu, Mark McManus lést. En persónan sem hann skóp hafði þvílík áhrif, að fram- leiðandi þáttanna, skoska sjón- varpið, ákvað að kenna þættina áfram við Taggart. Þættir um Taggart hafa verið framleiddir síðan 1985. Nýjasta þáttaröðin sem Sjónvarpið sýnir þessa dagana er í þrem hlutum og fjallar um þjóf sem losnar úr fangelsi eftir 15 ár og gaurana sem með honum voru. Þeir sluppu við dóm, en telja víst að hann viti hvar ránsfengurinn er falinn. Fyrrum undirsátar Taggarts búa sig undir að leysa enn eitt málið þótt sjálfur sé hann horfinn á braut. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 21. október 1996 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúamir Guðmundur Stefánsson og Sigríð- ur Stefánsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 462 1000. Bæjarstjóri. Sveitai'stjórnarmenn, f orsvarsmenn fyrirtækja, félaga og stofnana Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra verða til viðtals dagana 21., 22. og 24. október 1996 sem hér segir: Mánudagur 21. október: Húsavík kl. 09.30 Hótel Húsavík Laugar kl. 15.00 Skrifstofa hreppsins Mývatnssv. kl. 17.00 Hótel Reynihlíð Þriðjudagur 22. október: Þórshöfn kl. 12.00 Hafnarbarinn Raufarhöfn kl. 15.00 Hótel Norðurljós Kópasker kl. 17.30 Öxi Fimmtudagur 24. október: Dalvík kl. 09.30 Ráðhúsið Hrísey kl. 11.45 Skrifstofa hreppsins Akureyri kl. 14.00 Hótel KEA Þeir sem óska að nýta sér þetta hafi samband við skrifstofu ofangreindra sveitarfélaga eftir því sem við á og panti tíma eigi síðar en 2 dögum fyrir auglýstan við- talstíma. Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.