Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 11
|Dagrar-®œnrat Föstudagur 18. október 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Hammer undir hamarinn Margmilljarðamæringur fyrir fimm árum er nú á gjaldþrotsbarmi og hefur því varla ráð á lífvörðum lengur. Hér eftir á rapsöngvarinn MC Hammer einungis eftir að öðlast frægð fyrir að vera ein af allra mestu, fljót- ustu og vitlausustu eyðsluklóm, sem nokkru sinni hefur skrifað undir milljón dollara tékka. Fyrir fáum árum var hann margmiUjarðamæringur, sem átti Boeing 727, einar 17 hmós- ínur, hóp veðreiðahesta og fékk sér t.d. gullhúðað klósett og vegg með 27 sjónvarpsskjám í hátæknihöllina, sem hann lét byggja fyrir sig í hæðunum ofan San Franciskó. Aðeins á árinu 1991 voru árstekjur hans áætl- aðar um 2.200 miUjónir króna, fyrst og fremst vegna sölu plat- ínuplötunnar „Please Hammer Don’t hurt ’Em“. Nú, 32ja ára gamall, hefur Hammer (réttu nafni Stanley Kirk Burrel), með tilvísan í amerísk gjaldþrotalög, sótt um greiðslustöðvun, til að sleppa í bili undan þeim u.þ.b. 300 einstaklingum og fyrirtækj- um og „skattmann”, sem hann skuldar sem svarar 950 millj- ónum króna. Hammer, sem fæddist í eitur- lyfjagettói í Okland í Kaliforníu, varð ríkari en hægt er að ímynda sér eftir að 2. plata hans „U Can’t Touch This“ seld- ist í gífurlegum mæli um aUan heim. En undanfarin ár hefur hallað undan fæti hjá Hammer og plötusalan dottið niður. Hann hefur nú auglýst höllina til sölu fyrir sem svarar 370 milljónum og alls er verðmæti eigna hans áætlað um 630 milljónir, eða sem svarar kring- um 2/3 skuldasúpunnar. Greiðslustöðvunin er því ein- ungis stutt frestun á vandamál- inu og fyrr en síðar kemur að skuldadögunum, þótt kappinn vUji ekki viðurkenna slíkt. „Ég gjaldþrota? Ég er allt of mikill snillingur til þess að fara á hausinn,” svaraði hann blaða- manni, sem impraði á stöðu hans. Mörgum sárnað af minna tilefni Að þessi glæsipía skuli nú komin í málaferli þarf engan að undra. Anna Nicole Smith, sem er aðeins 28 ára, giftist fyrir fáum árum ní- ræðum öldungi, hálfkarlægum, en jafnframt gríðarlega ríkum, ameríska oh'ukónginum J. Ho- ward Marshall. Að sá gamli lifði ekki lengi eftir brúðkaupið kom víst fáum á óvart — en það gerði aftur á móti erfðaskráin, því öldungurinn virðist hafa gleymt að ætla ungu og fallegu konunni sinni eitt né neitt eftir sinn dag. Ekkjan hefur því höfðað mál til þess að reyna að ná í a.m.k. eitthvert smáræði af eignum síns látna eiginmanns — enda beinlínis grimmdarlegt af honum að kenna henni fyrst að lifa í gegndarlausum munaði og skilja hana síðan eftir slyppa og snauða. Sýnist t.d. hklegt að Anna neyðist til að selja eitt- hvað af þeim gersemum sem Marshall hlóð á hana til að kosta málaferlin. Mörgum mundi sárna af minna til- efni en henni Önnu, sem lét sig hafa það að giftast eilihrumum öldungi, en fokríkum og fær síðan ekki krónu (doilar) eftir að hann er allur. Teitur Þorkeisson skrifar Eltingar- leikur s gegnum aldirnar hafa karl- menn stundað það að eltast við konur og reyna allt hvað þeir geta til að ná þeim. Að sama skapi hafa konur látið þá eltast við sig, haldið kannski smávegis aftur af þeim og látið þá svo ná sér að lokum. Þessi hegðun kynjanna hefur valdið allskyns misskilningi því sumir karlmenn hafa ekki alltaf áttað sig á því að þó konan vilji stundum fá að vera veikara kynið í þessum skilningi vill hún samt geta ráðið því hver það er sem eltir hana, hver það er sem nær henni. Og líka hve- nær og hvar eltingarleikurinn á sér stað. Eltingarleikurinn er frábær forleikur, hvort sem þið eruð úti eða inni, í heilu liúsi eða litlu herbergi. Karlmaðurinn eltir konuna, reynir að ná taki á henni, hún sleppur. Þið lendið í smá slagsmálum og veltist um, það er barist um hverja einustu flík. Hún sleppur aftur en er fá- klæddari en áður, það er hlaup- ið, stokkið og klifrað yfir hús- gögn, kropparnir hitna og kinn- arnar roðna. Þið eruð móð. í hvert skipti sem næsta árás er undirbúin fækkar hann fötum og hún býr sig undir að verjast. Að lokum tekst honum að króa hana af út í einu horninu, ekk- ert lengur til varnar nema einn koddi. Koddaslagur á meðan fötin eru tætt af henni. Fiður út um allt. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Orlof Athygli er vakin á því að umsóknir um orlof framhaldsskóla- kennara fyrir skólaárið 1997-1998 þurfa að berast mennta- málaráðuneytinu fyrir 1. nóvember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 15. október 1996. Ofbeldi í sjónvarpi Opin ráðstefna Útvarpsréttarnefndar á Hótel Sögu (A-sal) laugardaginn 19. október nk. kl. 13.00 - 17.00. Dagskrá Kl. 13.00: Setning Kjartan Gunnarsson, formaður Útvarpsréttamefndar. Ávarp menntamálaráðherra, Bjöms Bjamasonar. Hvers vegna allt þetta ofbeldi? Eru eftirlit og flokkun æski- leg? Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmyndaskoðunar. Ofbeldi í ýmsum myndum. Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Ofbeldi er óhæfa. - Stillum saman strengi gegn því. Þórhildur Líndal, umboðsmaður bama. Ofbeldið í okkur öllum. Agnes Johansen, dagskrárgerðarmaður. Er veruleikinn örugglega til? (Nokkur orð um myndlestur). Sigurður Pálsson, rifhöfundur, fulltrúi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Leiðir ofbeldi í sjónvarpi til ofbeldis í samfélaginu? Friðrik H. Jónsson, dósent. Ofbeldi í sjónvarpi - áhrif á hegðun ungmenna. Hjördís Þorgeirsdóttir, kennari, formaður skólamálanefndar HÍK. Kl. 15.20: Pallborðsumræður. Ámi Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur varaform. Bamaheilla, Laufey Guðjónsdóttir, dagskrárstjóri Stöðvar 3, Ólafur Ólafsson, landlæknir, Páfl Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar. Fundarstjóri verður Ingvar Gíslason, fyrrv.mmrh. og stjómandi pallborðsumræðna verður Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur. Ráðstefnan er öllum opin. Til sölu húseignin Hafnarbraut 14, Dalvík, (Sæluhúsið) Húseignin selst með öllum þeim búnaði, til veit- ingareksturs, sem til staðar er. Allar nánari upplýsingar veitir: Gunnar Sólnes hrl. Lögmannstofan ehf, sími 461 1200 og FASTEICiNASALAIM Fasteignasalan Byggð Brekkugötu 4, símar 462 1744, 462 1820. Fax 462 7746. ltY(ÍGl) BREKKUGÖTU inHgitr-CCTmTmt - besti tími dagsins! Faxnúmer auglýsingadeildar er 462 2087

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.