Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 5
Jlagur-ÍEmrám Föstudagur 18. október 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Sjónvarp og skólar blórabögglar Agnes Johansen vill fækka miðstýrðum boðum og bönnum í uppeldi barna og efast um gildi skipulegs forvarnarstarfs. Agnes er fyrrum umsjón- armaður barnaefnis á Stöð 2 og heldur hún er- indi á ráðstefnu um ofbeldi í sjónvarpi á morgun, þar sem hún vill beina athyglinxú frá sjónvarpinu sem blóraböggli í breyttum heimi. Hún segir of- beldi í barnaefni afstætt fyrir- brigði. Eitt sinn hafi hún séð 3ja ára telpu trompast af skelf- ingu yfir smábarnamynd, sem sýndi hrekkjusvín taka nestis- tösku af lítilli stúlku. Sú 3ja ára samsamaði sig þessu voðaverki en hasarskrípó telur Agnes að börn tengi ekki raunveruleikan- um. Þá bendir hún á að ofbeld- istíðni í Tokyo er mun lægri en í sambærilegum borgum á Vest- urlöndum þrátt fyrir gífurlegt ofbeldi þar í sjónvarpi. - Það er þá ekki verið að ráðast á rætur vandans þegar sjónvarpið er skammað? „Nei. Það er eins og læknir sem slær á sjúkdómseinkenni en læknar ekki. Ofbeldi býr í okkur öllum og það verður ekk- ert hjá því komist að við ákveðnar aðstæður, þegar frumþörfum mannsins er ekki sinnt, þá er grunnt á hinu góða.“ - Þú hefur ekki fundið neitt töframeðal til að lækna ofbeld- ishvötina? „Maður kemur náttúrulega ekki með lausn 1, 2 og 3. Ég vil láta fækka lögum um málefni barna og unglinga, en það er svo sem engin töfralausn. Sam- félagið er að firra okkur allri ábyrgð með því að setja t.d. reglur um útivistartíma barna og unglinga. En það verður mikið verk að vinda ofan þess- um spíral sem kerfið er að verða hjá okkur. Það er verið að skerða sjálfs- traust foreldra og ég efast um gildi allra þessara fundahalda og forvarnarstarfs. Mér finnst að fólk ætti aðeins að staldra við og finna sjálft til ábyrgðar á sínum.“ - Hvað er það í íslensku samfélagi sem kveikir ofbeldis- þörfina? „Þessi forræðishyggja sem er að verða allsráðandi á Vestur- löndum og er mjög vafasamt fyrirbæri. Við erum að festast á klafa alls kyns reglugerða, boða og banna í mannlegum sam- skiptum og hegðun almennt. Fólk er hætt að treysta á eigin skynsemi. Það liggur við að þú þurfir handbók yfir það hvernig á að fara fætur á morgnana.“ Mynd: ÞÖK - Þú ætlar þá ekki að skella skuldinni á skólakerfið, eins og vinsælt er? „Skóli og sjónvarp eru svo góðir blórabögglar fyrir það sem aflaga fer. Skólinn er ekk- ert annað en endurspeglun á samfélaginu. í samfélaginu er agaleysi og virðingarleysi á öll- um vígstöðvum og eftir höfðinu dansa jú limirnir. Það er verið að benda í vitlausar áttir. Fólk er að vísa til alls konar rann- sókna en þær eru alltaf gerðar á ákveðnum forsendum þannig að þú getur fengið nánast hvaða niðurstöðu sem er. Mér finnst við vera að leita að einhverjum skyndibitalausnum með því.“ LÓA fBvéfiþtá,3(xmna{jvíð í Hurðarhúnn, hlaupleysi, Núps- staðabræður og Kvískeijabræður Magnússon að sem lifir sterkast í minningunni frá leiðtoga- fundi Gorbatsjovs og Reagans í Reykjavík fyrir rétt- um tíu árum er hurðarhúnninn á útidyrahurðinni í Iföfða. Ég efast um að nokkur hurðar- húnn hafi komist nær því að verða nafli alheimsins. Milljónir manna víðs vegar um heiminn sátu fyrir framan sjónvarps- skerminn sinn og gláptu á þennan snyrtilega hurðarhún sem hreyfðist ekki svo tímunum skipti. Én þrátt fyrir það hélt heimsbyggðin niðri í sér andan- um og beið eftir lífsmarki með hurðarhúninum í Höfða. Allir vissu að hreyfing á hurðahúnin- um boðaði heimsviðburð. Hurðarhúninn frægi hefur verið mér einstaklega hugleik- inn undanfarna daga. Ekki vegna þess að tíu ár eru liðin frá þessum merka viðburði í mannkynssögunni, heldur vegna þess að það tók að gjósa í Vatnajökli. Gosið í Vatnajökli kom af stað fjölmiðlafári á íslandi á sama hátt og leiðtogafundur Gorbatsjovs og Reagans. Líkt og athygli fjölmiðla beindist áður að hurðarhún sem ekki hreyfð- ist, þá hefur athygli fjölmiðla undanfarið beinst að jökulvötn- um sem ekki hlaupa. Fyrstu sólarhringana stóð al- þjóð á öndinni og beið eftir kröftugu Skeiðarárhlaupi sem jafnvel myndi sópa í burtu mannvirkjum á sandinum; brúm, vegi og rafmagnslínum. En ekkert gerðist. Jarðvísinda- menn fullyrtu að öflugt Skeiðar- árlúaup væri á leiðinni, ef ekki í dag, þá á morgun eða hinn. Jarðvísindamenn, vatnamæl- ingamenn, fréttamenn og al- þjóð biðu og biðu eftir hamför- unum á Skeiðarársandi, en ekkert gerðist. Nema ferðaþjón- ustan á Kirkjubæjarklaustri og í Freysnesi í Öræfum blómstraði. Það er vel. En með allri virðingu fyrir jarðvísindamönnunum, sem ég er sannfærður um að eru meðal þeirra hæfustu á sínu sviði, þá held ég að ekkert gerist á næst- unni. Ég byggi það ekki á vís- , indalegri þekkingu minni held- ur þeirri staðreynd að Kví- skerjabræður og Núpstaðar- bræður sögðu tiltölulega snemma að ekkert myndi ger- ast á næstunni. Skeiðarárhlaup þurfi sína meðgöngu og hlaupið komi líklega ekki fyrr en í vor. Nú þegar gosið virðist vera gengið yfir og ekkert bólar á hlaupinu styrkist ég enn í þess- ari trú. Ég bíð því spenntur eftir því að eitthvað gerist á Skeiðarár- sandi. Mun eitthvað gerast á næstu dögum eða þurfum við að bíða fram á vor eða ennþá lengur eftir næsta Skeiðarár- hlaupi? Hafa bræðurnir á Núpsstað og bræðurnir á Kví- skerjum rétt fyrir sér eða hafa jarðvísindamennirnir rétt fyrir sér? Það mun tíminn leiða í ljós. En hvenær ætli það verði?

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.