Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 10
T
22 - Laugardagur 19. október 1996 Jkgur-'2&mmt
Brautryðjendastarf í bamaíþróttuni
Krakkar, sem eru
ekki ánægðir í
íþróttatímum í grunn
skóla fara sveitt og
sæl út úr tíma
íþróttaskólans.
Nú á þessu hausti tók
íþróttaskóli Völsungs á
Húsavík til starfa. Hug-
mynd að slíkum skóla hafa
hjónin og íþróttakennararnir
Ingólfur Freysson, formaður
íþróttafélgsins Völsungs, og
Guðrún Kristinsdóttir lengi
haft. Það sem helst hafði komið
í veg fyrir að hugmyndin gæti
orðið að veruleika var ásetin
íþróttahöll og tvísetinn grunn-
skóli.
Nú á þessu hausti var Borg-
arhólsskóli einsetinn í fyrsta
sinn og þá skapaðist tækifæri til
að láta drauminn verða að
veruleika. íþróttaskólinn
starfar í samvinnu við Borgar-
hólsskóla og Tónlistarskólann
til að tryggja að starfsemi
þeirra rekist ekki á.
Markmið íþróttaskólans er
að bjóða öllum börnum sem
hann sækja ijölbreytni í íþrótt-
um og mark-
vissa dagskrá,
þar sem allir
fá eitthvað við
sitt hæfi. Ætl-
unin er að
efla færni
barnanna,
fremur en að
láta þau sýna
færni sína í
keppnum, að
kenna og
þjálfa þau en
ekki að flokka
þau eftir af-
rekum þeirra.
Guðrún Krist-
insdóttir veitir
íþróttaskólan-
um forstöðu
og segir hún
það athyglis-
vert að jafn-
vel krakkar
sem ein-
hverra hluta
vegna líkaði ekki íþróttatímar á
stundarskrá grunnskólans færu
sveitt og sæl út úr tíma íþrótta-
skólans.
Áhersla á keppni
óæskileg
Með íþróttaskólanum er Völs-
ungur að stíga það skref sem
ÍSÍ hefur boðað með sinni
stefnuyfirlýsingu um barna-
íþróttir, þar sem bjóða á uppá
öflugt íþróttastarf þar sem allir
eiga raunverulegan möguleika
á að taka þátt. Sérhæfing og
áhersla á keppxú í íþróttum
ungra barna sé ekki æskileg og
geti í sumum tilvikum verið
skaðleg.
Eins og segir í upplýsingariti
frá íþróttaskóla Völsungs „eru
börn viðkvæm fyrir því álagi
sem keppnisíþróttum fylgja,
álagi sem kemur bæði frá for-
eldrum og þjálfurum. Þó keppni
geti verið þroskandi má henrn
ekki fylgja of mikið álag því ef
barn finnur að það stenst ekki
væntingarnar þá getur það
misst allt sjálfstraust og orðið
kvíðið. Einnig benda rannsókn-
ir til þess að sú áhersla sem
lögð er á sigur geti leitt til of-
beldis í íþróttum." Það sem
veldur brottfalli úr íþróttum
getur því verið á báða vegu,
þeir sem ekki eru nógu góðir og
fá ekki að vera með þegar út í
keppni er komið og hins vegar
þeir góðu sem farið er að gera
óhóflegar kröfur til.
Guðrún segir aðsóknina að
skólanum mjög góða. Kennt er í
tveimur hópum annars vegar 6
og 7 ára börnum og hins vegar
8 og 9 ára börnum, alls 121
nemandi, sem er um tveir
þriðju af nemendaíjöldanum í
þessum aldursflokkum í Borg-
arhólsskóla.
Blaðamaður Dags-Tímans
fylgdist með einum skóladegi í
íþróttaskólanum og er óhætt að
segja að líf og íjör hafi ríkt
meðal barnanna og ánægja
skein úr hverju andliti. Helstu
vandkvæðin voru að fá nokkurt
þeirra til að stoppa nógu lengi
til að spyrja þessara sígildu
spurninga um það hvernig þeim
líki í skólanum og hvað sé mest
gaman að gera. En einmitt það
að þau létu slíkt ekki trufla sig
var kannski marktækasta svar-
ið sem þau gáfu. Leikurinn og
skemmtunin var mikilvægust.
GKJ
Þærsjá um þjálfunina ásamt fleirum, Guðrún Kristins-
dóttir, forstöðumaður íþróttaskóla Völsungs, og Sóley
Sigurðardóttir, íþróttakennari.
Þuríður Sóley Sigurðardóttir. „Eg er byrjuð í skóia,
samt er ég bara 5 ára, því ég á nefnilega afmæli á jól-
unum, 24. desember."
Allur í
boltanum
Eg er í íþróttaskólanum þrisvar í viku í eldri
hópnum. Mér finnst alltaf langmest gaman
að spila fótbolta en allir hinir leikirnir sem
við förum í hérna eru líka ágætir. Ég vil ekki
missa af einum einasta tíma,“ segir Jónas Frið-
riksson myndugur.
Rosalega gaman
að hoppa á
trampólíni
Mér finnst gaman í íþróttaskólanum því við
förum í svo marga leiki, svo hoppum við
hka á svona trampólíni það er skemmti-
legast. En veistu að ég er búin að fá lítinn bróður,
hann skælir stundum þegar hann er svangur og
stundum þegar hann er spéhræddur."
Jónas Friðriksson skráir niðurstöður, sveiflur í köðl-
um, boltakast, hopp, hlaup, körfur og fleira allt fært til
bókar.
Bergur Jónmundsson og vinur hans Valtýr Berg Guðmundsson stilltu sér
umsvifalaust upp fyrir myndatöku eins og alvanar fyrirsætur. Myndm gkj
Ekki spyrja svona
spuminga
Váltýr sagðist vera 6 ára,
eiga afmæli 6. ágúst og
vera löngu byrjaður í
skóla. Hann er í íþróttaskólan-
um tvisvar í viku og segir að sé
bara gaman. „Þegar ég er bú-
inn þá bíður bfllinn hennar
mömmu hérna fyrir utan.“
Þessar upplýsingar fengust
þrátt fyrir eindregna yfirlýsingu
í upphafi að engum spurning-
um yrði svarað.
Bergur Jónmundsson sagðist
vera ánægður í íþróttaskóla
Völsungs. Auk fótboltans sé far-
ið í allskonar leiki sem honum
finnist gaman. Bergur var að
því búnu þotinn því blá dýna
var dregin inn á gólfið og ein-
hverja hugmynd hafði hann um
hvað nú væri í vændum.