Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Side 1
? ««
é
W.....
ustríð
Sjómenn á tveimur togurum Þor-
móðs ramma á Siglufirði höfn-
uðu í gær tilboði útgerðarinnar
um 8% lækkun á skiptaverði fyrir
rækju. Afurðaverð unninnar rækju
hefur lækkað um 25-30% á síðustu
misserum, en sjómenn hafa ekki vilj-
að taka á sig hríðversnandi afkomu
verksmiðjanna af þessum sökum.
Deilan sem nú er komin upp á Siglu-
firði stigmagnar rækjustríð sem er að
breiðast um landið af þessum sökum
og hófst þegar samningur var gerður
um sölu á rækjuaflanum úr Skjálf-
andaflóa úr héraði og til Pála á Siglu-
firði. Einar Karlsson skipverji á Stál-
vík og formaður sjómannadeildar
Vöku segir verðið sem í boði var of
lágt og að staða deilunnar sé óljós.
„Þeir eru í mjög sterkri stöðu því
verksmiðjan á nóg hráefni," sagði
Einar.
Sjá blaðsíðu 3
\
Akureyri
Tuttugu
milljóna kr.
ábyrgð að
gjaldfalla?
Halldór Jóhannsson,
og HJ-teiknistofa,
hafa verið lýstar
gjaldþrota. Vegna einkaleyf-
is Halldórs á miðasölu á
HM-95 lagði Akureyrarbær
fram 20 milljón króna
ábyrgð. Vegna þess að ekki
hefur verið gengið frá því
máli kann að verða gengið
að ábyrgð Akureyrarbæjar.
„Verði skuldin ekki
greidd þá getur sá sem
ábyrgðina hefur ekki gengið
að ábyrgðinni nema skuld-
ari, í þessu tilfelli Halldór
Jóhannsson, hafi verið lýst-
ur gjaldþrota. Það skilyrði
hefur nú þegar komið fram,
en Akureyrarbæ hefur ekki
borist beiðni um greiðslu
ábyrgðarinnar. Ef ekki næst
samkomulag um greiðslu
skuldarinnar fellur hún
væntanlega á Akureyrarbæ.
Þetta skýrist þó ekki fyrr en
að loknum kröfulýsingar-
fresti í þrotabúið,“ sagði
Baldur Dýríjörð bæjarlög-
maður í gær. GG
Alþýðuflokkurinn
Erum eins og pólitískt
erfðagóss Jóns Baldvins
Yfirlýsingar Jóns
Baldlvins Hannibals-
sonar um hverja
hann vilji sjá í for-
ystu Alþýðuflokks-
ins, þegar hann læt-
ur af formennsku,
hafa mælst misvel
fyrir meðal krata.
Eins og fram kom í Degi-
Tímanum í gær vill Jón að
Sighvatur Björgvinsson
taki við af sér, Guðmundur Árni
Stefánsson verði áfram varafor-
maður, Rannveig Guðmunds-
dóttir áfram þingflokksformað-
ur og að Össur Skarphéðinsson
verði formaður framkvæmda-
stjórnar. Guðmundur Árni og
Rannveig eru hins vegar bæði
að fhuga framboð til formanns.
„Ég hef heyrt hugmyndir
Jóns um skipan pólitískrar for-
ystu flokksins. Hann kemur oft
með snjallar hugmyndir, en það
er ekki eins manns að ákveða
þetta,“ sagði Rannveig
við Dag Tímann í gær.
„Ég held að flokksfé-
lagar mínir hafi verið
svo uppteknir af því
undanfarið að spá í
hvað Jón ætlaði sér,
að þeir hafa ekki haft
tíma til að velta fyrir
sér hver eigi að taka
við eða hvert flokkur-
inn eigi nú að stefna.
Ég vil heyra í þessu
fólki, áður en ég tek
mína ákvörðun." Rannveig seg-
ir mjög óvenjulegt að formaður
flokks geri erfðaskrá, líkt og
Jón Baldvin. „Það kemur mér
ekki á óvart að Jón styði Sig-
hvat, en það kom mér á óvart
að hann reyndi að raða okkur
hinum líka. Við erum eins og
pólitískt erfðagóss." Kratar,
sem rætt var við í gær, fullyrða
að þótt vissulega muni um
stuðning Jóns, eigi Sighvatur
alls ekki vísan sigurinn í for-
mannskjöri. Þær raddir heyrast
einnig að yfirlýsingar Jóns geti
haft þveröfug áhrif og spillt fyr-
ir Sighvati. Nýr formaður verð-
ur kosinn á flokksþingi í Perl-
unni 9. nóvember. Flokksfélögin
eru að velja fulltrúa á þingið og
hafa tíma til 28. október til
þess. Fyrr verður ekki ljóst
hversu margir fulltrúarnir
verða, en þeir hafa verið 350 til
400 undanfarin þing. Langijöl-
mennust eru félögin á Reykja-
nesi, sem áttu u.þ.b. 120 full-
trúa af 360 á síðasta flokks-
þingi og Reykjavík átti um 100
fulltrúa. Rannveig og Guð-
mundur Árni eru sögð skipta á
milli sín Reykjanesi. Guðmund-
ur er einnig sagður eiga vísan
stuðning á Austurlandi, í kjör-
dæmi bróðurs síns, Gunnlaugs
Stefánssonar, en það koma ekki
margir þaðan. Sighvatur á að
sjálfsögðu sitt á Vestfjörðum, en
hann er einnig talin eiga tals-
vert fylgi á Vesturlandi.
Um flokkadrætti annars
staðar á landinu, virðist ríkja
meiri óvissa, samkvæmt heim-
ildarmönnum Dags-Tímans, en
úrslit í formannskosningum eru
talin velta mjög á því hvernig
frambjóðendum gengur að fiska
í Reykjavík. Sá möguleiki er
einnig fyrir hendi að Guðmund-
ur Árni og Rannveig skrifi upp
á erfðaskrá Jóns og Sighvatur
verði einn í framboði. vj
Rannveig
Guðmundsdóttir
þingflokksformaður
Það kom mér á
óvartað Jón
Baldvin skyldi
raða okkur öllum
eins og pólitísku
erfðagóssi.
Börnin
teikna
frímerki
Lífið í landinu
Húsavík í
háalofti
Venjulegir og demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
j-4-
;o
;o
;o