Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Blaðsíða 7
|Dagur-®tmirat
Fimmtudagur 24. október 1996 - 7
ERLENDAR FRETTIR
Brundtland
segir af sér
Noregur
Ákvörðun Gro
Harlem Brundt-
land um að segja
af sér forsætisráð-
herraembættinu
kom þingmönnum
og flokksfélögum
hennar í opna
skjöldu
■ ......
G
ro Harlem Brundtland,
forsætisráðherra Noregs,
tilkynnti óvænt í gær að
hún myndi láta af embætti sínu
á morgun, föstudag. Jafnframt
tilkynnti hún að Thorbjörn Jag-
land, formáður Verkamanna-
ílokksins, nijiuni taka við af
henni og rÍKjsstjórn hans heiji
störf strax á morgun.
Gro Harlem Brundtland hef-
ur verið forsætisráðherra Nor-
egs í 15 ár, eða frá 1981, og
hún var leiðtogi Verkamanna-
flokksins frá 1981 til 1993 þeg-
ar hún ákvað að láta af embætti
flokksleiðtoga mánuði eftir að
sonur hennar framdi sjálfsvíg.
í bréfi til Davíðs Oddssonar,
sem hún sendi tii þess að til-
kynna honum um ákvörðun
sína, sagði hún ástæðu hennar
vera þá að á landsþingi Verka-
mannaflokksins 6.-10. nóvem-
ber nk. þurfl að taka afstöðu til
þess hver eigi að veita ríkis-
stjórn ílokksins forystu „fram
að og fram yflr næstu kosningar
til Stórþingsins í september
1997 “
Norskir .' fjölmiðlar hafa
reglulega velt upp þeirri spurn-
ingu hvort Brundtland muni
segja af sér allt frá því hún lét
af flokksformennskunni fyrir
þremur árum. Engu að síður
kom tilkynning hennar í gær
flestum þingmönnum og flokks-
mönnum í Verkamannaflokkn-
um í opna skjöldu, sem höfðu
hvatt hana eindregið til þess að
halda áfram í embættinu. Sjálf
lýsti hún því yfir í vor að hún
myndi ekki segja neitt opinber-
lega um framtíð sína annað en
það að hún muni tilkynna um
það nógu snemma fyrir næstu
þingkosningar hvort hún viiji
halda áfram. -gb
Gro Harlem Brundtland ásamt Davíð Oddssyni.
að skapa nýjum foringja svigrúm.
í bréfi til Davíðs segir Brundtland ástæðu afsagnar sinnar vera þá
Danmörk
Heimurinn að verða
leiður á Greenpeace
Fylgið hefur verið að hrynja af Green-
peace á síðustu árum, eða úr 4,5 millj-
ónum niður í 3 milljónir, samkvæmt upp-
lýsingum stjórnanda samtakanna í Dan-
mörku, þar sem „Greenpeacurum“ hefur
fækkað úr rúmum 50 þúsund niður í um
20 þúsund á áratug og er enn að fækka
Við erum orðin leið á Greenpeace, bæði vegna
þess að þeir hafa orðið sér til skammar og
vegna þess að okkur líka ekki gömlu bardaga-
aðferðirnar þeirra lengur“, hefur Politiken eftir
_______________ fréttaskýrandanum Henrik Bya-
Bandaríkin
Upphaflega
kókuppskrift-
in brátt gerð
opinber?
Einn af afkomendum stofnenda Coca
Cola fyrirtækisins stendur nú í deilum
við fyrrverandi eiginkonu sína um það
hvort þeirra eigi eignarréttinn á gulnuðum
pappírum sem hafa að innihalda eitt best
varðveitta iðnaðarleyndarmál í heimi: Upp-
haflegu uppskriftina að kóki.
Frank Robinson, barnabarnabarn alnafna
síns sem átti mikinn þátt í að koma fram-
leiðslunni á þessum vinsæla svaladrykk af
stað, vill nú selja uppskriftina. Eiginkona
hans fyrrverandi, Patti Robinson, er hins
vegar með uppskriftina í sinni vörslu og
heldur því fram að Frank hafi gefið sér
pappírana meðan tilhugah'fið stóð sem hæst.
Og harðneitar að láta hana af hendi.
Svo gæti farið að uppskriftin verði gerð
opinber ef málið fer fyrir dóm. Reyndar er
ekki um að ræða þá uppskrift sem nú er not-
uð, heldur upphaflegu gerðina, en mörgum
þætti fróðlegt að fá loks upplýst hve mikið
var af kókaíni í kókinu til að byrja með, en
nokkuð öruggt er að örvandi og ávanabind-
andi eiginleikar drykkjarins hafi átt tölu-
verðan þátt í vinsældum hans framan af. -gb
ger.
Það er ekki síst ímynd sam-
takanna sem er að draga úr
áhuga fólks. Bardagaaðferðir
þeirra hafa verið óbreyttar allt
frá byrjun, 1971. Á þessum 25
árum hefur heimurinn breyst
stórlega, en ekki aðdáun Green-
peace á keðjum (til að læsa sig
fasta við þetta og hitt), áróðurs-
borðum og síðast en eltki síst
gulum gúmmíbátum, fullum af
vígalegum hugsjónamönnum að
berjast við ofureflið á úfnum út-
hafsöldum. Þessa mynd hafa
sjónvarpsáhorfengur í öllum
heimshornum haft fyrir augum
svo lengi sem þeir muna. í byrjun dáðist fólk að
hugrekki kappanna, en fleirum og fleirum er
nú farið að leiðast aðferðir þeirra.
Framkvæmdastjóri dönsku nátturuverndar-
samtakanna lætur blaðið líka hafa eftir sér að
þar vilji menn ekki taka þátt í ófrægingarher-
ferðum Greenpeace. Minnkandi tiltrú á sam-
tökunum er m.a. rakin til átakanna um olíu-
borpall Brent Sparr, þar sem einn stærsti olíu-
risi í heiminum, Shell, gaf eftir og dró pallinn
til hafnar í stað þess að sökkva honum í Atl-
antshafið eins og áætlað var. Shell gafst upp
eftir að bresku Greenpeace samtökin upplýstu
að 5.000 tonn af úrgangsoh'u væru í ferlíkinu, í
stað 50 tonna sem Shell hafði gefið upp. Trú-
verðugleild Greenpeace hrapaði hins vegar
þegar í ljós kom að einungis 100 tonn reyndust
af olíu í borpallinum, eða aðeins 2% af því sem
Greenpeace hafði fullyrt. Fjölda stjórnmála-
manna og öðrum sem studdu samtökin í þess-
ari baráttu þótti sárt að bíta í það súra epli að
upplýsingar Greenpeace væru ekki trúverðugri
en þetta. Þykir ljóst að framvegis verði margir
þeirra tregari í taumi.
‘ISíýjcw þý&hcur
draijlir
úgy
~1iik.u.Wi5Liui JyteLnunnat
- Krónunni, Hafnarstræti 97, Akureyri, sími 462 2214 -